Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Side 18
18
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000
Helgarblað
DV
Donald Trump
Hann verst því meö kjafti og klóm
aö einhver sveitalubbi fái aö taka
upp nafn hans.
Það er
aðeins
einn
Trump
Donald Trump er meðal ríkustu
manna heims og einnig meðal
þeirra frægustu þótt hann geti
hvorki leikið né sungið. Trump hef-
ur hagnast gríðarlega á fasteignum
og fyrirtækjarekstri en einnig
vegna skrautiegra kvennamála, tii-
rauna til forsetaframboðs og fleiri
uppátækja. Hann hefur nefnt fyrir-
tæki og byggingar eftir sér og
þannig tryggt nafni sínu frægð.
Þess vegna er ekki að undra þótt
Trump reiddist þegar hann frétti að
sveitalubbi nokkur í Oregon, Chad
Michael Williams að nafni, væri að
sækja um leyfi til að breyta nafni
sínu i Donald Trump yngri. Hinn
rétti Trump trompaðist af vonsku
og hyggst leggjast af öllum þunga
gegn fyrirhugaðri nafnbreytingu
sveitámannsins. Það er aðeins einn
Trump.
Aðventutónleikar Mótettukórsins og Schola Cantorum:
Gott mótvægi við hasar
j ólaundirbúningsins
Hörður Áskelsson hefur stjórnað
Mótettukómum í 18 ár eða allt frá því
Hörður kom til starfa í Hallgríms-
kirkju. Margt hefur breyst á þeim
átján árum. Veggir kirkjunnar hafa
risið og kórinn hefur stækkað og get-
ið af sér annan minni, Schola Cantor-
um sem er svokallaður kammerkór.
Sífellt vinsælli
Allt frá fæðingu kórsins hefur
það verið fastur punktur í tilveru
hans að halda aðventutónleika. Síð-
ustu árin hafa tónleikarnir verið
tvennir vegna mikillar aðsóknar.
Árið í ár er engin undantekning og
verða tónleikarnir haldnir dagana
10. og 12. desember.
„Fyrstu árin fengum við alveg að
vera í friði með aðventutónleikana
en nú eru allir kórar farnir að halda
slíka tónleika. Þrátt fyrir mikið
framboö hefur það aldrei svarað eft-
irspuminni. Aðventutónleikar
verða æ vinsælli með árunum," seg-
ir Hörður Áskelsson. „Fyrir fimmt-
án árum var aðventan dauður timi
i kirkjunni. Það hefur breyst og til
dæmis var Hallgrimskirkja troðfull
fyrsta sunnudag í aðventu. Tónlist-
in og önnur list, sem er í boði í Hall-
grímskirkju, á þar stóran þátt. Það
er mjög ánægjulegt."
Aðrar leiðir
Efnisval Mótettukórsins hefur
aldrei verið það sem er kallað hefð-
bundið fyrir tónleika á þessum árs-
tíma. Á efnisskránni er lítið um
hefðbundin jólalög en meira ber á
verkum eftir höfunda eins og Arvo
Párt og Poulenc.
„Við þykjumst fara aðrar leiðir
við efnisval," segir Hörður. „Flestir
kórar syngja hefðbundna jólatónlist
og það höfum við vissulega gert, til
Hörður Áskelsson
„Þjóölagiö er mjög fallegt og myndar einstaka stemningu. Maöur finnur
nálægö jólanna; kyrrláta eftirvæntingu. Þaö er einstaklega gott mótvægi
viö allan hasar jólamánaöarins. “
dæmis þegar við héldum tónleikana
með Kristjáni Jóhannssyni og
Gunnari Guðbjörnssyni. Oftar en
ekki, og þannig er því háttað í ár,
reynum við visvitandi að fara aðrar
leiðir. Það er pláss og ekki síður
þörf fyrir aðra tónlist en Heims um
ból.“
Kyrrlát eftirvænting
í þetta skiptið neitar kórinn sér
aifarið um undirleik hljóðfæra.
„Tónleikarnir eru hreinir kórtón-
leikar. Við einbeitum okkur aö tón-
list sem er ný af nálinni. Það er ekki
klókt auglýsinga- og sölulega séð en
við treystum á að orðspor okkar
skili gestum inn í kirkjuna eins og
verið hefur raunin síðustu árin.
Tónleikarnir eru spennandi."
Þrátt fyrir að dagskráin sé spenn-
andi og tónlistin nýstárleg segir
Hörður að þeir sem vilja helst heyra
klassíska jólatónlist verði ekki fyrir
vonbrigðum á tónleikunum.
„Tónleikamir enda með gamalli
og þekktri tónlist. Má þar nefna Það
aldin út er sprungið og fjögur önnur
verk eftir 16. aldar tónskáldið Mich-
ael Praetorius sem auk þess að
skapa stórkostlega tónlist veitti okk-
ur innsýn í tónlistarlíf miðalda með
skrifum sínum. Útgangan er síðan
undir íslenska þjóðlaginu Hátíð fer
að höndum ein. Ég vonast til að fá
leyfi til að nota mikið af kertum á
tónleikunum til að ríma við orð
lagsins: Lýðurinn tendri ljósin
hrein.
Þjóðlagið er mjög fallegt og mynd-
ar einstaka stemningu. Maður finn-
ur nálægð jólanna; kyrrláta eftir-
væntingu. Það er einstaklega gott
mótvægi við allan hasar jólamánað-
arins.“
-sm
Hallgrímur Helgason
Litla
Þegar við komum heim frá út-
löndum finnst okkur Reykjavík lítil
og lág. Eftir 3 vikur erum við búin
að gleyma því. Við erum orðin smá-
borgarar á ný og sættum okkur al-
veg við það að húsin við aðalgötuna
í bænum séu bara tveggja og þriggja
hæða.
Reykjavík er kjarrborg. Ofan af
Kjalarnesi að sjá er hún bara þyrp-
ing. í eigu Þyrpingar. Það rís ekkert
upp úr henni: hún skartar engu
stórvirki. Nema Hallgrímskirkju.
Okkar litla smáborgaralega
menningarelíta hamaðist gegn
þeirri byggingu öll sín fyrir- og eft-
ir-stríðsár. Hin 68 börn hennar höm-
uðust gegn Perlunni. Meira að segja
Steinn Steinarr orti af sínu kotbýl-
ingshjarta gegn Guðjóni Samúels-
syni, bjargvætti íslenskrar húsa-
gerðar á tuttugustu öld.
Hvað væri Reykjavík án Hall-
grímskirkju?
Hvað væri París án Eiffelturns?
Ingibjörg Sólrún svaraði fyrir
nokkrum vikum i Silfri Egils DV-
grein minni um stöðnun Reykjavík-
ur. Við erum víst að byggja, við
byggjum skóla á hverju ári, sagði
hún.
Só?
Auðvitað byggir borgin skóla. Þó
það nú væri. En borgir eru ekki
bara götur hús og bílastæði, barna-
heimili, klóakleiðslur, og rafveitu-
kerfi. Borgir eru líka algjörlega
„óþörf‘ torg, söfn, styttur, súlur og
mónúment.
Við eigum engin mónúment.
Byggingar sem lyfta okkur uppúr
hversdeginum og láta okkur líða
eins og við höfum lifaö til einhvers
og verða síöar til vitnis um aö hér
lága borgin okkar
Hallgrimur
Helgason
skrifar
Jacobsen, hyggst reisa fjórtán hæða
og fjögurra laufa smára í Smáran-
um í Kópavogi. Skrifstofutum með
útsýnis-veitingastað á efstu hæð.
Allright! Það þurfti Færeying tO
þess að sýna okkur íslendingum
hvemig á að hugsa stórt, fjórtán
hæðir uppí loft!
Turnar eru mjög mikilvægir í
borgum. Þeir gefa okkur fókus-
punkt (sem nú verður í Smáranum)
og lyfta anda okkar uppúr hvers-
dagstrafflkinni, leiða okkur til him-
ins: Þeir segja okkur að hér sé borg.
(Sjáiði bara hvað Garðabær hefur
hefur öðlast annan og merkilegri
svip eftir að hann fékk yfir sig þrjá
sæmilega tuma.)
í liðinni viku voru kynntar skipu-
lagshugmyndir fyrir Eimskipslóð-
ina við Skúlagötu, svæði sem nú
hefur hlotiö heitið „101 Skugga-
hverfi" (kannski vegna þess að
„Skuggahverfl.is" var frátekið?).
Meðfram Skúlagötunni munu risa
háblokkir með skýkljúfandi þökum
sem loka munu gatinu á milli gulu
elliblokkarinnar og hvítu bursta-
blokkanna: Reykjavík mun loksins
taka tennur og vonandi verða hinar
nýju framtennur málaðar hvítar svo
borgin okkar geti brosað framan í
norðanáttina. 101 Skuggahverfi
hljómar vel og mun örugglega lyfta
miðbænum upp en þó ekki nógu
hátt: Skipulagsyfirvöld Reykjavík-
urborgar samþykktu tillöguna með
því skilyrði að háblokkirnar yrðu
lækkaðar til jafns við blokkimar
sem nú standa við Skúlagötu.
Afhverju alltaf þessi jafnaðar-
mennska? Afhverju má ekkert rfsa
uppúr? Afhverju alltaf þetta „sam-
ræmi“ og þessi leiðinlegi „heildar-
svipur“? Er ekki löngu fullreynt
með slíkt? Fariði inn í Fossvog til
að sjá „samræmi" og „heildarsvip",
ef þið sofnið ekki áður en þiö áttið
ykkur á því mikla svefnhverfi. Af-
hverju má borgin ekki spretta úr
grasi á lífrænan hátt?; þeir byggi
hátt sem geta og vilja. Eimskip á
lóðina. Þykist borgin eiga himininn
yfir henni? Útsýnið hverfur hvort
sem er. Esjan sést ekkert betur þó
blokkin sé tiu hæða i stað fjórtán.
Og hver segir að hinar (gömlu)
blokkirnar geti ekki hækkað með
tímanum? Gula elliblokkin virðist
reyndar hafa verið reist til einnar
nætur; daginn eftir reisugillið sýnd-
ist sem hún hallaði í austur um
nokkrar gráður. Gamalmennin hafa
þó ekki tekið þvi illa og leggjast öli
á eitt við að rétta hana af: Karlarn-
ir yfirgreiða allir skallann sinn í
vesturátt og kerlingarnar geyma all-
ar ævisparnaðinn undir rúminu í
norðvesturhomi íbúðarinnar.
Gamla fólkið kann sig. Og kann
vel við sig á tíundu hæð. Fólkið sem
fæddist neðanjarðar langar til
himna. En fær ekki. Því ekkert má
rísa uppúr litlu lágu borginni okk-
ar.
bjó fólk. Fyrir utan Hallgrímskirkju
er Perlan það eina sem kemst næst
þvi að vera mónúment í Reykjavík.
Hún er kannski okkar Pantheon. R-
listinn virðist ekki ætla að bæta
neinu við borgina okkar nema
barnaheimilum og breiðbandi. Eng-
in stór hugsun þar. Engin þörf til að
skilja eitthvað eftir sig. Setja mark
sitt á tímann. Hið hagsýna hús-
mæðraveldi segir „bleyjumar fyrst"
og fussar við öllum óþarfa fjár-
austri. Þaö helsta sem gert er til að
fegra borgina okkar er að fjörugrjót
er borið uppá umferðareyjar, eins
og þaö er nú fallegt.
Ríkasta þjóð í heimi hefur þær
hugsjónir einar aö draga fram lífið
með sem þægilegustu móti. Við
stöndum á sömu tímamótum og
Flórens í upphafi Endurreisnar,
Feneyjar í upphafi síns mikla hug-
búnaðargróða: Borgin er að verða
fullbyggð, peningamir flæða inn og
tími kominn á að lyfta bænum uppá
annað plan: gera Reykjavík EFTIR-
MINNILEGA. Erró í Kringlunni er
skref í rétta átt. Medici-furstamir í
atvinnulífmu eru að vakna af sín-
um listasvefni en mun Þymirós
sofa áfram í Ráðhúsinu?
Gleðilegasta frétt nóvember-mán-
uðar var sú að Rúmfatamaöurinn
mikli, Færeyingurinn Jákup
—