Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Side 22
22
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000
Helgarblað
DV
Hátíð
Jolin geta farið illa með hjónabandið:
ljóss og lögfræðinga
- skilnaðir algengir eftir jólaatið
Látiö ekki Jóia koma upp á milli
Jólaundirbúningurinn ogjólahátíðin sjáif getur gengið nærri hjónabandinu ef hjón eru ekki nægiiega samstiga.
Jóliri eru almennt talin
vera hátíd Ijóss og friðar,
barnanna og fjölskyld-
unnar. Þó er svo komið
víða í hinum vestrœna
heimi að jólin eru helst
talin vera hátíð Ijóss og
lögfrœðinga sem sérhœfa
sig í skilnuðum.
Ég á eftir að gera allt fyrir jólin,
stynur fólk í vestrænum mötuneyt-
um milli þess sem það ræðir um
salmonellu, saurgerla, kamfýlu og
Creutzfeldt-Jakobs. Hið síðast-
nefnda er líkast til alvarlegasta til-
brigðið við dauðann.
Hvað hjónabandinu viðkemur er
dauðinn nokkuð sem alltaf virðist
binda jafn endanlegan enda á þau.
Hressilegur niðurgangur hefur ekki
(að minnsta kosti ekki hingað til)
verið orsök margra skilnaða enda
ekki gáfulegt að sitja fyrir framan
lögfræðinginn með niðurgang á vör-
um sem skilnaðarástæðu.
Það kemur kannski á óvart að það
eru, fyrir utan dauðann, helst jólin
sem granda hjónaböndum. Ástæðan
er rótið og stressið sem grípur fólk.
Góa eða Nói?
í Bandaríkjunum er helsta
ástæða jólaskilnaða talin sú að í
desember þarf að taka margar
ákvaröanir. Þá reynir mjög á hjóna-
bönd, ekki síst hjá hjónum sem hafa
lítil samskipti á öðrum tímum árs-
ins. Þá getur gjöfin til Freydisar
frænku orðið meiri háttar vanda-
mál. Það er nefnilega ekki sama
hvort konfektið er frá Góu eða Nóa.
Veik eða sterk?
Veik hjónabönd einkennast oft af
samskiptaleysi og þvi að einföld-
ustu mál valda vandræðum. í stað
þess að ræða málin til hlítar ákveða
hjón að ryðjast áfram með eigin
ákvarðanir og skiptir þá engu þótt
einhver tár falli. Vond hjónabönd
verða hreint helvíti um jólin.
Sterk hjónabönd eru í eðli sínu
lýðræðisleg. Þar eru vandamálin
brotin til mergjar á sænska vísu
(ath. ekki miða við Fucking Ámál).
Slík hjónabönd blómstra um hátíð-
arnar. Þau ná áður óþekktum hæð-
um í því þegar ákvörðun um músa-
stigastíl ársins er tekin.
Allt eða ekkert?
Verðgildi jólagjafa er oft mikið
þrætuefni. Þá er oft erfiðast að
ákvarða hversu miklum íjármunum
eigi að eyða í gjafir nánustu ætt-
ingja. Fjárhagurinn getur verið erf-
iður og þá er ekki auðvelt að ákveða
að gefa börnunum minna en í fyrra.
Ef hjón ná ekki lendingu í gjafamál-
um er voðinn vís. Ef ástandið verð-
ur svo slæmt að karlinn eða konan
grípur til þess ráðs að gefa „sina
eigin“ gjöf til að sýna væntumþykju
sína er voðinn vis.
Ekki má heldur gleyma gjöf
handa makanum. Hún verður líka
að vera falleg hversu mikið sem
hún kostar. Einnig er gott að
ákveða að gjöfin eigi að vera á
ákveðnu verðhili. Við viljum jú ekki
að hjónakornin fari út að ganga á
jóladag, annað í nýju kápunni sinni
en hitt með þverslaufuna.
Fara eða vera?
Þegar nýtt ár gengur í garð eru
sum hjónabönd eins og afgangurinn
af hamborgarhryggnum: kjötlítil og
úldin það sem er. Algengara er að
konurnar heimti skilnað frekar en
karlarnir. Um leið og seríurnar eru
teknar úr sambandi er freistandi að
slökkva lika á makanum.
Sáttafundir eru á þessu stigi ekki
alltaf til þess fallnir að bæta ástand-
ið. Hjónaböndin eru komin í ein-
stefnugötu sem endar í botnlanga.
Samt eru alltaf einhverjar leiðir út
úr vandanum ef vitsmunirnir- eru
látnir ráða en ekki bara tilfinning-
arnar. Þá er mikilvægt að setjast
niður og ræða hrylling jólanna og
greina hvað gerðist og játa á sig þær
syndir sem við á. Ef það er ekki gert
þá mun lífið fara í sama farveg fram
að næstu stórhátíð þegar sagan end-
urtekur sig.
Nei eða já
Eftir slaginn munu þau hjón sem
ætla að hanga lengur saman átta sig
á því að einhverju þarf að breyta.
Þá gæti byrjað nýtt rifrildi um það
að bara annað þurfi að breyta hegð-
un sinni en ekki hitt. Skynsamleg-
asta niðurstaðan væri þó líkast til
sú að samþykkja eina reglu sem fer
langt með að bjarga jólaundirbún-
ingnum: ekki gera neitt nema bera
það undir maka þinn. Með þessari
reglu er ekki verið að heimta að
makinn ráði öllu heldur einungis
verið að biðja fólk um að ræða sam-
an og komast að niðurstöðu. Reglan
hefur það að minnsta kosti í för með
sér að makinn veit af því sem er í
vændum en rekst ekki á það fyrir
tilviljun. Hjón geta notað árið sem
er fram undan til að æfa sig og þá
verða næstu jól til fyrirmyndar.
-sm
SyíAsljos_____________________________________________________________________________
Whitney Houst
on reykir enn
Bnan May
loksins giftur
Söngkonan Whitney Houston hef-
ur lítið verið í fjölmiðlum á þessu
ári fyrir söng sinn en þess meira
fyrir eiturlyfjaneyslu sína. Sést hef-
ur til hennar í rússi hér og hvar á
opinberum vettvangi og ennfremur
var vænn baggi af maríjúana hirtur
af henni við tollskoðun.
Nýlega komu þau hjónin hún og
Bobby Brown fram saman i Las
Vegas og voru í banastuði. Þau
sungu afbragðsvel og töluöu mikið
við áhorfendur um alla heima og
geima. Meöal annars um erfiðleika
sína við að vera laus við eiturlyf
og áfengi og töldu sig hafa verið
allsgáð í 274 daga þegar þarna var
komið sögu.
Nú greina blöð frá því að þetta sé
allt þvættingur því þau hafi byrjað
að drekka strax eftir að sýningunni
lauk og sérstaklega tók Bobby hlut-
ina með trompi. Whitney fór fljót-
lega heim að gæta bús og barna en
hann drakk frá sér vit og rænu á
hótelherbergi sínu og var seinast
stöðvaður i anddyri hótelsins æp-
andi ókvæðisorð að gestum.
Whitney Houston
Söngkonan hefur veriö í sviösljósi
ijölmiöia að undanförnu vegna
meintrar eiturlyfjaneyslu.
Hinn fingralipri gítarleikari
Brian May, sem i áratugi hefur
leitt hina ofurvinsælu rokkhljóm-
sveit Queen til mikillar frægðar
og frama, kom mörgum á óvart á
dögunum þegar hann gekk í það
heilaga. Nú er það ekkert sérstakt
undrunarefni að fólk giftist. í
hans tilviki er eiginkonan Anita
Dobson leikkona sem getið hefur
sér gott orð fyrir leik í Eastenders
og samband þeirra hefur varað í
12 ár og verið í nokkurs konar trú-
lofunarástandi.
Það sem vekur undrun er að
fáir höfðu trú á að þau myndu
stíga þetta skref þar sem samband
þeirra hefur verið töluvert
stormasamt í mörg ár og verið
slitið með reglulegu millibili.
Þau ákváðu að láta pússa sig
saman í látlausri athöfn á skrif-
stofu fógeta í Richmond og í kjöl-
farið sigldu þau í brúðkaupsferð
um skurði og síki Feneyja eins og
milljónir brúðhjóna á undan
þeim,