Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Side 29
Ma3nU Grétar og Sigrún hafa verið vinir lengi en í 10. bekk breytist samband þeirra. Samtímis þurfa þau að takast á við ýmsan háska, bæði í umhverfi sínu og tilfinningalífi. Þá fyrst reynir á þau. í Seinna lúkkinu er fjallað á opinskáan og hreinskilinn hátt inn vandann að vera unglingur, vandann að vera maður. Þessi kraftmikla bók Valgeirs Magnússonar á erindi við unglinga - og alla þá sem er annt um það ágæta fólk. Þorgrímur Þráinsson hefur skrifað þölda bóka sem notið hafa feikilegra vinsælda. I Hlæjandi ref kveður við nýjan tón sem kemur á óvart og enn mun fjölga í hinum stóra lesendahópi Þorgríms. Sumarið sem Úlfhildur er þrettán ára gerast óvæntir atburðir í lífi hennar þegar hún kynnist indíánastráknum Mússí sem kemur til fslands sem laumufarþegi með skipi. Hann gefur engar skýringar á ferðum sínum og neitar að tala við nokkurn mann. Úlfhildi tekst þó með ýmsum brögðum að vinna trúnað hans og smátt og smátt leysir Mússí frá skjóðunni og segir henni frá því hvers vegna hann flúði til íslands og hvaða ógnir steðja að honum. Jón Hjartarson Hraði, spenna, óþreyja, óþolandi afskiptasemi náskyldra ættingja og vonlausir vinir. Hver kannast ekki við þessi fyrirbæri? Þótt samræmdu prófin nálgist óðum er Geiri með hugann við allt aðra hluti - og á árshátíðinni gerist atburður sem umbyltir öllu lífi hans. Skapið hleypur eitt andartak með hann í gönur og hann hefði aldrei getað órað fyrir afleiðingunum. Áður en hann veit af er hann á leiðinni út á land, í ókunnugt umhverfi, til ættingja sem reynast búa yfir leyndarmáli sem enginn vill draga ffam í dagsljósið og þar lendir Geiri í ævintýri sem hann mun aldrei gleyma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.