Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 Helgarblað ÐV Teresa Seabolt saknaði tvíburasystur sinnar: Hætti ekki fyrr en morð- inginn fannst Tviburasysturnar Teresa Sea- bolt og Lisa Thomas höfðu átt ólíka ævi. Teresa var skynsöm og borgaraleg og lifði kyrrlátu fjöl- skyldulífi með eiginmanni sínum og börnum. Lisa hafði ekki reiðu á hlutunum. Þegar hún var ung hafði hún ánetjast fikniefnum og hún komst oft í kast við lögin. En svo hitti hún að þvi er virtist áreiðanlegan mann, Bryce Thom- as, sem var olíuverkfræðingur. Þau giftust og eignuðust tvær dæt- ur. Teresu var létt því nú fannst henni sem hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur af systur sinni lengur. Gleðin varð þó skammvinn því einn góðan veðurdag hvarf Lisa sporlaust. Maðurinn hennar hafði ekki hugmynd um hvert hún hafði farið. Teresa Seabolt fékk hins vegar hugboð um að tvíburasystir hennar væri dáin og að Bryce Thomas hefði líf konu sinnar á samviskunni. Teresa ákvað að upplýsa málið en lögreglan var ekki hrifin af at- hafnasemi hennar. Teresu tókst þó loks að fá Bryce Thomas dæmdan. Málið var eitt af fáum í Kaliforníu þar sem kveðinn var upp dómur vegna morðs þrátt fyr- ir að ekkert lík hefði fundist. Dæturnar voru ekki velkomnar Teresa og Lisa fæddust 1960. Þær voru dætur Clydes Seabolts og Ethel, eiginkonu hans. Fyrir áttu þau þrjá syni og litlu tvíbura- dæturnar voru ekki velkomnar. Bemska þeirra var dapurleg og einkenndist af áfengisdrykkju for- eldranna. Faðir þeirra lést 1963 í átökum á krá. Móðir þeirra lést nokkrum árum seinna á heimili fyrir áfengissjúklinga. Bömunum var komið fyrir hjá ættingjum. Teresa og Lisa ólust upp saman hjá ömmu og afa í Oklahoma. Þær urðu hins vegar jafn ólíkar og dag- ur og nótt. Teresu gekk vel i skól- Gafst ekki upp Teresa Seabolt fann á sér að eitthnvað hræðilegt hafði komið fyrir tvíburasystur hennar. Hún réö einkaspæjara til að leysa málið. anum en Lisa var villt og skemmti sér með slæmu strákunum í bekknum. Árið 1975, þegar tvíburasysturn- ar voru 15 ára, sneru þær heim til Bakersfield, fæðingarbæjar sins. Lisa átti í erfiðleikum á þessum árum og reyndi að svipta sig lifi með því að gleypa verkjatöflur. En svo hitti hún Bryce Thomas sem virtist eiga bjarta framtíð í olíu- bransanum. Hann var þá 25 ára. Lisa og Bryce gengu í hjóna- band 1987 og eignuðust fljótt tvær dætur. Teresu virtist allt ganga vel hjá systurinni. En þeir sem þekktu til lifnðarhátta Thomas- fiölskyldunnar vissu annað. Bryce Thomas hagaði sér eins og harð- stjóri heima. Hann var drykkju- bolti sem misþyrmdi eiginkonu sinni. Skapofsi hans bitnaði einnig á dætrunum. Fékk hugboö um að eitthvaö hræðilegt hefði gerst Lisa öðlaðist loks svo mikið hugrekki að henni tókst að flytja að heiman með dæturnar. Hún fann litla íbúð og greindi Teresu frá málavöxtum. Teresu var brugðið en samtímis létt. Hún vildi gjarnan taka að sér dætur systur sinnar á meðan hún væri að koma lagi á tilveru sína og ganga frá skilnaðinum við Bryce. Þannig var staða mála þegar systurnar ræddust við í síma 11. ágúst 1996. Lisa var þá bjartsýn og glöð og þær ætluðu að hittast til þess að fara í skógarferð með börnin. En Lisa mætti ekki á um- sömdum tíma. Teresa fékk slæmt hugboð þegar hún hringdi í Bryce til að spyrjast fyrir um Lisu. Hann kvaðst ekkert vita um ferðir hennar. Hann hafði hvorki séð Lisu né dæturnar síðan þær yfirgáfu hann. Hann sagði hins vegar að sér kæmi það ekki á óvart þótt Lisa hefði leitað til gömlu hassvinanna sinna. Stuttu seinna hringdi Bryce örvilnaður og reiður í Teresu. Hann sagði „Hann hafði hvorki séð Lisu né dæturnar síðan þær yfirgáfu hann. Hann sagði hins vegar að sér kæmi það ekki á óvart þótt Lisa hefði leitað til gömlu hassvinanna sinna. Stuttu seinna hringdi Bryce örvilnaður og reiður í Teresu.“ Lisu hafa yfirgeflð hann vegna annars manns. Teresa fékk það hins vegar á tilflnninguna að ör- væntingin væri uppgerð. Hún varð næstum viss um að eitthvað hræðilegt hefði komið fyrir tví- burasystur hennar. Hún sagði lögreglunni frá hvarfi Lisu. Lögreglan hugðist ekki gera neitt. Það hyrfu svo margar konur sem kæmu heim fljótt aftur. Slíkt væri mjög al- gengt í Kaliforníu. Komst loks á sporiö Teresa réð þá einkaspæjara til starfa. Hún komst inn í íbúð Bryce á meðan hann var í vinn- unni. Hún sá tiltölulega nýja blóð- bletti á dýnunum í svefnherberg- inu. Hún lét lögregluna strax vita af því sem hún hafði séð en lög- reglan vildi samt ekki aðhafast neitt. Lögreglumennirnir töldu blettina vera vegna tíðablóðs og tæplega sönnun um morð. Nú var Teresa orðin reið. Hún hélt rannsókn sinni áfram af enn meiri krafti. Hún fékk félaga í kaf- araklúbbi til þess að leita í vötn- um en þeir fundu ekkert. Leit með sporhundi var einnig árangurs- laus. Fjölskyldan í fríi Lisa og Bryce meö aðra dóttur sína í fríi áður en hræðitegur atburöur gerðist. Hamingjusöm á brúökaupsdaginn Lisa og Bryce gengu í hjónaband í október 1987. Áhyggjum var þá létt af tvíburasystur Lisu. Teresa fór aftur á fund lögregl- unnar og sagði þeim frá hugdettu sinni. Hún benti á að Bryce Thomas þekkti til hundraða olíu- brunna þar sem hann hefði getað falið lík. Lögreglan sagði það satt vera en það þýddi samt ekki að hann væri viðriðinn hvarf eigin- konu sinnar. Teresa gafst þó ekki upp. Og hún komst loksins á sporið. Hún fann ávísun upp á 200 dollara falda í bíl mágs síns. Ávísunina hafði hún geflð Lisu stuttu áður en hún hvarf. Teresa fékk einnig samstarfsmenn Bryce Thomas til að greina frá þvi hvernig hann hefði glott þegar talið barst að hvarfi konu hans. Þetta voru ekki mikilvæg atriði en þau sannfærðu lögregluna um að ekki væri allt með felldu. Bryce Thomas var handtekinn og ákærður fyrir að hafa myrt Lisu. Þann 10. mars 1998 mætti Ter- esa í réttarsalnum. Frásögn lienn- ar af því hvers vegna hún teldi að tvíburasystir hennar hefði verið myrt tók 10 klukkustundir. Lög- reglan hafði að lokum neyðst til að rannsaka blóðblettina í svefn- herbergi Bryces Thomas. Sérfræð- ingar viðurkenndu að blettirnir gætu verið vegna ofbeldis. Bryce Thomas var fundinn sekur um morð. Honum var mjög brugðið. Hann hafði reiknað með sýknun eða að minnsta kosti nýjum rétt- arhöldum. Áætlun um nýtt morö Saksóknarinn Lia Green saksóknari hrósaði Teresu fyrir þrautseigju hennar í leitinni að sannieikanum. 1 nóvember 1998 var Bryce Thomas dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir að hafa ætlað að ráða Teresu af dögum. Hann var auk þess dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Lisu. Saksóknarar í Kali- forníu útnefndu Teresu sem vitni ársins. Hún hefur forræðið yfir dætrum Lisu og ætlar að gera allt sem hún getur til þess að skapa þeim öryggi og veita þeim gleði. Málinu var þó alls ekki lokið. Á meðan Bryce Thomas áfrýjaði dóminum og beið svars í fangelsi var hann svo ógætinn að ræða við samfanga um áætlun sína um að myrða Teresu. Hann bað samfang- ann um að útvega leigumorðingja. Samtímis greindi Bryce Thomas frá því hvernig hann hefði myrt Lisu með öxi og stungið henni of- an í tóma olíutunnu. Hann heföi síðan hellt bensíni yfir og kveikt i. Samfangann hryllti við frásögn- inni og greindi lögreglunni frá því sem hann hafði heyrt. gam. Sautján ára fórnarlamb morðmgja Swetlana Rybina var myrt á hrottalegan hátt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.