Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Page 34
34
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000
Helgarblað
Fyrir rétt rúmu ári var klúbb-
urinn Geysir stofnaöur hér á
landi. Hann býöur upp á stuön-
ing og meðferöarúrrœði fyrir
fólk sem hefur átt viö geðsjúk-
dóma aö stríöa. Hugmyndin er
ekki ný af nálinni og byggist á
50 ára gamalli hugmyndafrœöi
Fountains House sem varö til í
Bandaríkjunum í lok fimmta
áratugarins.
Nafnið dregið af gosbrunni
Það var árið 1949 að hópur sjúk-
linga sem var útskrifast af geðdeild-
um þar í borg ákvað að stofna með
sér samtök sem hefðu það að mark-
miði að veita geðsjúkum ákveðið að-
hald og aðstoða við að fóta sig á ný
í lífinu. Hópurinn byrjaöi á því að
hittast reglulega á bókasafni í New
York en fljótlega var farið að safna
fyrir húsnæði sem varð jafnframt
visir að fyrsta Fountain House
klúbbnum. Klúbburinn dró nafn sitt
af gosbrunni sem var í garðinum.
Um 350 klúbbar eru nú starfræktir
undir merkjum Fountain House í 23
þjóölöndum, þar af einn hér á landi.
Fengu húsnæði í gamalli
vélsmiðju
Húsnæði Geysis við Ægisgötu í
gamla vesturbænum lætur ekki
mikið yfir sér séð utan frá séð. Þar
var m.a. starfrækt vélsmiðja á árum
áður og ef gengið er niður að Mýr-
argötu blasa við byggingar gamla
Slippfélagsins og Stálsmiöjunnar
sem lifa á forni frægð þótt að þeim
sæki úr öllum áttum. Eflaust er hús-
næði Geysis við Ægisgötu eitt
skýrasta dæmið tO marks um það
að ferskir vindar blása um þetta
gamla iðnaðarhverfi.
Inni fyrir er starfsemin í fullum
gangi. Erillinn spillir þó engan veg-
inn fyrir og það fyrsta sem maður
veitir athygli er rólegt og þægilegt
andrúmsloftið á staðnum.
Ólína Hulda Guðmundsdóttir,
annar af tveimur starfsmönnum
Geysis, tekur forvitnum blaða-
manni opnum örmum og reynist fús
til að rekja upphafið að stofnun
Geysis á íslandi og hvað Geysir er
að bjóða upp á sem er ólíkt öðrum
úrræðum sem geðsjúkum á íslandi
hefur hingað til staðið til boða.
Þrjár tölvur, þrír stólar og
kaffikanna
„Þetta byrjaði allt saman árið
1997 þegar Anna Valdemarsdóttir,
sem nú er framkvæmdastjóri Geys-
is, og Anna Guðrún Arnardóttir
kynntu sér Fountain House hreyf-
inguna og fleiri hugmyndir í Sví-
þjóð en þær voru þá báðar starf-
andi sem iðjuþjálfar á Kleppsspít-
ala. Þessar hugmyndir voru síðan
kynntar hér heima og strax frá
byrjun leist öllum mjög vel á hug-
myndina. Undirbúningurinn var
hins vegar langur og tók um tvö og
hálft ár. Það var fyrir velvilja Ör-
yrkjabandalagsins að okkur var
loks útvegað húsnæði, tvö lítil her-
bergi í Hátúni 10. Aðstaöan var
reyndar mjög lítil. Við vorum með
þrjár tölvur í einu herbergi og þrjá
stóla og kafFikönnu í hinu herberg-
inu,“ segir Ólína og rekur söguna
af því hvernig allt upp í 15 manns
kúldruðust í 25 fermetra húsnæði
en tókst samt að undirbúa starf-
semi klúbbsins og semja kynning-
arefni og fleira þrátt fyrir rýran
húsakost.
í janúar í fyrra varð breyting á
þegar félagið fékk viðunandi hús-
næði við Ægisgötu fyrir tilstilli
Reykjavíkurborgar en starfsemi
Geysis hefur auk þess verið fjár-
mögnuð með framlögum frá ná-
grannasveitarfélögunum og úr rik-
issjóði. Félagar í klúbbnum tóku
virkan þátt í að koma húsnæðinu i
stand og húsnæði klúbbsins stækk-
aði úr 25 fermetrum í 200 fermetra.
„Þetta skipti auðvitað sköpum
fyrir okkur og nú heimsækja klúbb-
inn allt upp í 90 manns á mánuði.
Þar af eru um 50 skráöir félagar og
nokkuð minni hópur sem er nokk-
urs konar fastur kjami hérna.“
Húsnæði Geysis við Ægisgötu í gamla vesturbænum lætur ekki mikið yfir sér.
„Fólk kemur ekki inn sem sjúklingar enda eru ákveönar kröfur geröar til fólks líkt og til þeirra sem eru frískir. Þaö sem einkennir þó Geysi er aö klúbburinn er
allt annaö en stofnun. Hér axia allir ábyrgöina, “ segir Jón.
Klúbburinn Geysir starfar í anda Fountain House-hugmyndafræðinnar:
Vin í vesturbæ
við atvinnurekendur. Veikist starfs-
maður hlaupi einhver félagsmanna
Geysis í skarðið og þar með sé
vinnuveitendum tryggð 100 prósent
mæting.
„Þetta hefur gefist mjög vel og i
dag erum við með átta einstaklinga
sem eru í vinnu og þrjá sem eru í
námi. Annar af bókhöldurum okkar
er til dæmis kominn í fulla vinnu
hjá Reykjavíkurakademíunni,“ bæt-
ir Ólína við og segir að yfirleitt fái
flestir félagsmenn fastráðningu að
reynslutíma loknum.
„Tíminn vinnur með okkur,“ seg-
ir hún og bendir á gott atvinnuá-
stand og framboð eftir vinnuaíli á
meðan Jón hefur aðrar skoðanir á
velgengni klúbbsins.
„Nei, við erum bara dugleg,
fjandakornið," segir hann og vísar í
tölur frá Noregi sem sýna að þrátt
fyrir mikla eftirspurn eftir vinnu-
afli hafi norskum starfsbræðrum
þeirra ekki tekist með jafn góðum
árangri að koma félagsmönnum út á
vinnumarkaðinn.
Góður árangur með geðklofa
sjúklinga
Ólína og Jön eru bæði sammála
um að Geysir hafi ótvíræða kosti
fram yfir aðrar tegundir af eftirmeð-
ferð.
„Fólk sem kemur af lokuðum geð-
deildum er vant því að aðrir taki
ábyrgð á því. í Geysi tekur fólk
ábyrgð á eigin lífi og þarf því að
vera tilbúið að rétta sig eftir björg-
inni,“ segir Ólína.
Hún tekur dæmi um jákvæða
reynslu af Fountain House hug-
myndafræðinni sem kynnt var á
ráðstefnu samtakanna í Svíþjóð.
„Geðklofi hefur lengi þótt illvigur
og illviðráöanlegur sjúkdómur. Á
ráðstefnunni kom fram að helm-
ingslíkur eru á því að geðklofasjúk-
lingar sem sótt hafa Fountain Hou-
se klúbba geti stundað 50 prósent
vinnu aðeins fimm árum eftir að
þeir voru greindir með sjúkdóminn.
Þetta er ótrúlegur árangur," segir
hún en leggur þó áherslu á að mik-
ilvægt sé að ætla sér ekki um of í
fyrstu.
„Það frjálsræði sem einkennir
Geysi er fyrir mestu. Hingað geta
menn gengið inn og út án nokkurra
skuldbindinga. Það skiptir ekki öllu
máli hvort það eru 30 mínútur eöa
þrír tímar í vinnu sem menn inna
af hendi í klúbbnum á dag ef það
leiðir hugsanlega til þess að fólk
verður reiðubúið að snúa aftur út í
þjóðfélagið. Það er sálarheill ein-
staklingsins sem skiptir öllu.“
-Kristján Geir Pétursson
- öðruvísi úrræði fyrir geðsjúka
Allir axla ábyrgö
„En út á hvað gengur starfsemin
og hinn venjubundni dagur í
Geysi?“
„Við skiptum starfinu í deildir.
Hér er starfrækt eldhúsdeild, mót-
taka, og skrifstofa þar sem m.a. er
gefið út fréttablað. Við höfum
hringt í félaga sem eiga erfltt með
að vakna á morgnana og biðja um
að láta vekja sig. Ef einhver þarf að
leggjast inn á sjúkrahús fórum við í
heimsóknir á sjúkrahúsin og ef ein-
hver er að flytja aðstoðum við hann
við flutningana. Bókhald klúbbsins
er í höndum félaganna og tveir fé-
lagsmanna hafa sótt sérstakt nám-
skeið í tölvubókhaldi. Þá höfum við
einnig mikil samskipti við klúbba
erlendis enda Geysir hluti af alþjóð-
legmn samtökum."
„Við eigum meira að segja vina-
klúbb í Danmörku," bætir Jón Sig-
urgeirsson viö, einn félagsmanna
Geysis, sem ákveður að blanda sér í
umræðurnar. Jón, sem er menntað-
ur lögfræðingur, veiktist fyrir 5
árum en hefur undanfarið ár verið
virkur félagi í Geysi og tekið þátt
innanhússtarfmu auk þess að
kynna sér starfsemi Fountain Hou-
se í Þýskalandi og Danmörku.
„Fólk kemur ekki endilega inn
sem sjúklingar enda eru ákveðnar
kröfur gerðar til fólks líkt og til
þeirra sem eru frískir. Það sem ein-
kennir þó Geysi er að klúbburinn er
allt annað en stofnun. Hér axla allir
ábyrgðina," segir Jón.
Tryggjum 100 prósent
mætingu
Aö sögn Ólínu er ekki aðeins leit-
ast við að virkja félaga í starfi inn-
an klúbbsins heldur er reynt að ná
samningum við atvinnurekendur og
koma þannig félagsmönnum út á al-
menna vinnumarkaðinn.
„Við köllum þetta ráðningu til
reynslu þar sem leitað er til at-
vinnurekenda eftir áhugasviði um-
sækjanda. Við förum okkur þó hægt
og æskilegt að félagar séu búnir að
vinna innan klúbbsins í einhvern
tíma áður en þeira fara út á vinnu-
markaðinn. Þegar fólki finnst það
tilbúið til að stíga skrefið gerum við
samning við atvinnurekendur þar
sem umsækjandi skuldbindur sig til
að inna af hendi sex til níu mánaða
vinnu hálfan daginn. Við bjóðum at-
vinnurekendum og starfsmanni upp
á ákveðna aðlögun og starfsmaður
Geysis fer með nýjum starfskrafti á
vinnustaðinn og fylgir honum þar
til hann hefur náð ákveðnu öryggi."
Ólína bætir við að með þessu
móti sé hægt að ná samningum við
atvinnurekendur á eðlilegum for-
sendum í stað þess að hið opinbera
greiði niður hluta launanna tO móts
Ólína Hulda Guömundsdóttir.
„Hingaö geta menn gengiö inn og út án nokkurra skuldbindinga. Þaö skiptir ekki öllu máli hvort þaö eru 30
mínútur eöa þrír tímar í vinnu sem menn inna af hendi í klúbbnum á dag ef þaö leiöir hugsanlega til þess aö
fólk veröur reiöubúið aö snúa aftur út í þjóöfélagiö. “