Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 35 I>V Helgarblað Greind með alvarlegt þunglyndi fyrir tveimur árum: Erfitt að þola minnsta áreiti María Arinbjarnar er 27 ára gömul, nemi í tölvu- frœði í Iðnskólanum í Reykjavík. Árið 1998 var hún lögð inn á geðdeild vegna þunglyndis sem átti sér langan aðdrag- anda og einkenndist af vanlíðan, misnotkun áfengis og einelti í skóla. „Ég ólst upp í Garðabæ og gekk þar í skóla. Ég átti alltaf erfitt með að fóta mig og komast inn í ein- hvern félagsskap. Ég var lögð í ein- elti frá því í bamaskóla og fram undir lok gagnfræðaskóla þannig að ég hafði átt við vanlíðan að stríða mjög lengi áður en ég var greind þunglynd," segir María. Maríu sóttist námið alla tíð ágæt- lega og útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ jól- in 1994. „Ég var 19 eða 20 ára þegar ég fór að drekka. Ég held samt eftir á að hyggja að ég hafi byrjað að drekka vegna þunglyndis en ekki vegna áfengissýki." Árið 1995 innritaðist María í nám í þjóðfræði við Háskóla ís- lands og stundaöi námið í tvo vet- ur. Bakkus var þó aldrei langt undan og árið 1997 fór hún í áfeng- ismeðferð á SÁÁ. Eitt leiddi af öðru og tveimur árum síðar átti María að baki tvær innlagnir á geðdeild Landspítalans. Síöasta skrefið út á vinnumarkað „Þegar maður er búinn að vera á geðdeildum í ákveðinn tíma verður streitu- og áreitisþröskuldurmn það lágur að maður þolir ekki minnsta áreiti, tilfmningalega né líkamlega. Ég hef ekkert unnið síðan sumarið 1998. Bæði vegna þess að ég hef ekki treyst mér til þess hingað til og eins vegna þess að nú er ég byrjuð í námi í Iðn- skólanum," segir hún og leggur áherslu á þörf fyrir klúbb eins og Geysi þar sem fólk sem útskrifast af geðdeildum getur komið saman og not- ið stuðnings hvert frá öðru. „Ég kynntist Geysi á meðan klúbb- urinn var enn tO húsa í Hátúninu. Geysir er í minum huga sá vettvangur sem brúar bilið fyrir þann sem er að koma út af stofnun og áður en hann heldur út i samfélagið. Það sem ég kann sérstaklega vel við er að í klúbbnum er maður ekki stimplaður vegna geðsjúkdóms heldur fær þá virkni og stuðning sem maður þarf. Fyrir mig er nóg bara að hafa sig út í það að mæta í klúbbinn, tala við fólk eða gera eitthvað annað án þess að manni séu lagðar ákveðnar skyldur á heröar." María horfir björtum augum á framtíðina þrátt fyrir það sem á und- an hefur gengið. „Síðasta skrefið í þessum klúbbi er auðvitað að fara út á vinnumarkað- inn. Ég mun halda mínu námi í tölvu- fræði áfram eftir að kennaraverkfall- inu lýkur og halda áfram að sækja Geysi eftir því sem tími gefst til. Ég hef verið að sérhæfa mig í gagnasafns- forritun og vil mjög gjaman starfa á því sviði í framtíðinni.“ -KGP María Arinbjarnar. „Þegar maöur er búinn að vera á geödeildum í ákveöinn tíma veröur streitu- og áreitisþröskuldurinn það lágur aö maöur þolir ekki minnsta áreiti, tilfinn- ingalega né líkamlega. “ Meö Maríu á myndinni er Ólína Hulda Guömundsdóttir Einar Björnsson. „Ég held persónulega aö i mínu tilfelli megi reka sjúkdóminn til erföa- og umhverfisþátta. Ég passaði einhvern veg- inn aldrei inn samfélagiö þar sem ég ólst upp. Ég var fyrst sendur til læknis þegar ég var tíu ára gamall vegna geöræna vandamála. “ Átján sinnum á geðsjúkrahús á fjórum árum: Vil miðla af eigin reynslu Einar Björnsson er 33 ára gamall, fráskilinn tveggja barna faðir. Fyrir átta árum greindist hann með geðhvarfasýki og á nú að baki hátt á annan tug innlagna á geðdeildir, síðast árið 1996. „Ég held persónulega að í mínu tilfelli megi reka sjúkdóminn til erfða- og umhverfisþátta. Ég passaði einhvem veginn aldrei inn samfé- lagið þar sem ég ólst upp í Kópa- vogi. Ég var fyrst sendur til læknis þegar ég var tíu ára gamall vegna geðrænna vandamála," segir Einar en um tvítugsaldur fóru að sækja á hann sjálfsmorðshugsanir og þung- lyndi. „Ég stofnaði ungur til fjölskyldu eftir að hafa byrjað í menntaskóla en flosnaði upp frá námi. Ég var alltaf góður í skóla og hafði lítið fyr- ir heimanáminu. Ég komst upp með það í grunnskóla að lesa fyrir próf á síðustu stundu en ég held að þetta agaleysi hafi fyrst og fremst orðið til þess að ég hætti í skóla síðar meir.“ Greindur með geðhvarfasýki Einar fór fljótlega að vinna eftir að skyldu lauk og var meðal annars til sjós auk þess að vinna bæði hjá Eimskip og Samskipum. „Mér gekk mjög vel í vinnu. Fljót- lega upp úr tvitugu var ég hins veg- ar kominn út í neyslu á vímuefnum auk áfengis sem endaði með því að ég fór í meðferð 25 ára.“ Eftir að Einar var laus undan viðjum fikniefna og áfengis fóru geðræn vandamál fyrst að gera vart við sig fyrir alvöru. Hann var greindur með mania-depression eða geðhvarfasýki. „Ég held að vímuefnaneyslan sem ég var kominn út í hafi frekar verið afleiðing heldur en orsök sjúkdóms- ins. Læknar hafa staðfest að sjúk- lingum hættir til að nota áfengi sem höggdeyfi til að jafna út geðsveifl- urnar og til marks um þetta er ég í ágætisjafnvægi í dag og fiknin er ekki lengur til staðar.“ Eftir mikla þrautagöngu og inn- lagnir frá árinu 1992 fór loks að rofa til hjá Einari fyrir fjórum árum. Hafði mínar efasemdir „Ég var hjá Hvíta bandinu í þrjú ár. Það er dagdeild sem Landspítalinn rek- ur á Skólavörðustígnum og þar líkaði mér ágætlega." Hjá Hvíta bandinu heyrði Einar fyrst minnst á klúbbinn Geysi. „Við sóttum kynningarfund hjá Geysi. Mér fannst nú ekki mikið til klúbbsins koma til að byija með og hafði minar efasemdir en það átti eftir að breytast." „Það sem mér fannst jákvætt við Geysi er að ég gat farið þangað á eigin forsendum. í dag hef ég mun meira sjálfstraust en ég hafði áður. Ég hef bæði verið að skrifa greinar í blöð og talað fyrir hópi fólks en það er nokkuð sem ég hefði ekki getað ímyndað mér að ég ætti eftir að gera.“ í dag er Einar heimavinnandi hús- faðir auk þess sem hann vinnur fyrir Geysi. Þá stefnir hann á nám í nálægri framtíð. „Ég hef mikinn áhuga á tölvum og öllu sem þeim viðkemur og stefni á nám í forritun og kerfisfræði. Ég hef líka mikinn áhuga á að miðla þeirri reynslu sem ég hef fengið í gegnum minn sjúk- dóm og gæti vel hugsað mér að hjálpa og leiðbeina þeim sem eru að ganga í gegnum það sama og ég gerði." -KGP Frábært verð 2.795 kr Gervijólatré 60 cm með Ijósleiðurum HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.