Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Page 61

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Page 61
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 65 DV Tilvera Jói B., snókerspilari og matgæðingur vikunnar: Sykurhúðaðar engisprettur - er nokkuð sem ég á ekki að venjast Það er Jói B. snókerspilari sem er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Hann er bestur í sinu fagi enda er hann hvorki meira né minna en núverandi Reykjavíkur-, íslands-, Norðurlanda- og Evrópumeistari í snóker. Hann hefur ferðast vítt og breitt um heiminn í keppnisferðum sínum og þar af leiðandi orðinn ýmsu vanur hvað matargerð varðar pnpnn’i og hefur látið slag standa að prófa rétti úr hinum ótrú- legustu hráefnum. „Á löngum snókerferli hef ég próf- að hina margvíslegustu rétti frá hin- um ýmsu menningarheimum, t.d. Ástralíu, Brúnei, Kína, Pakistan, Afríku, Taílandi, Sádi-Arabíu, Srí Lanka, auk margra annarra landa. Núna síðast bauðst mér svo að heimsækja Papúa, Nýju-Gíneu, og var orðinn mjög spenntur fyrir þeirri ferð en þegar ég frétti að góð- ar líkur væru á að ég myndi sjálfur enda á matseðli þeirra heimamanna hætti ég snarlega við. Hefur mallakúturinn minn þurft að þola ansi margt í þessum ferðalögum þar sem maturinn í mörgum af þessum löndum er oft ekki upp á marga fiska og öðruvísi en við Evrópubúar eig- um að venjast. Sem dæmi vil ég nefna nokkra skemmtilega rétti: syk- urhúðaðar engisprettur, lifandi maura með hinum ýmsu sirópsteg- undum og ýmsar nagdýrategundir, matreiddar á allan mögulegan og ómögulegan hátt,“ sagði Jói B. og að hans sögn hefur kilóatalan verið mjög skrautlega misjöfn eftir þessar ferðir. Réttur dagsins „í Afríku, fyrir örfáum árum, ákvað ég að snæða á veitingastað, sem var mjög vinsæll meðal innfæddra, og pantaði rétt dagsins, sem var þessi líka torkennilega kjötkássa, og, viti menn, örfáum dögum síðar var ég hvorki meira né minna en 12 kílóum léttari. Ég vil samt sem áður ekki mæia með þessari megrunaraðferð við nokkurn mann. Ég held samt að það eftirminnileg- asta sé þegar ég var staddur í einni af höfuðborgum Norðurlandanna og fór Uppskrrftir Hermanns Margslungið og gott bragð ein- kennir þessar smákökur. 250 g púðursykur 120 g smjör 1 stk. egg 250 g hveiti 3 tsk. lyftiduft 1/2 tsk. engifer 1/2 tsk. matarsóti 1/2 tsk. kanill 1/2 tsk. negull 100 g rúsínur 80 g heslihnetur Vinnið vel saman sykur og smjör, setjið egg saman við og vinnið vel saman. Blandið öllum þurrefnum saman ásamt hnetum og rúsínum, hnoðið þar til deigið er komið vel Nykaup Þar sem ferskleikinn býr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefnl í þær fæst. þá með pakistanska landsliðinu út að borða á pakistanskan veitingastað. Ég bað þjóninn um einhvern pakistansk- an rétt sem hann héldi að ég hefði ekki prófað en hann mætti alls ekki segja mér hvað hann ætlaði að færa mér. Jú, jú, maturinn kom og leit bara vel út og ég borðaði herlegheitin með bestu lyst. Þegar ég var búinn að borða spurði ég þjóninn hvaða matur þetta væri sem smakkaðist svona líka frábær- lega. Hann laut niður að eyra mér og hvíslaði „voff'. Ég lofa því að lesendur verði ekki fyrir vonbrigðum með þessa rétti sem fara hér á eftir. Bara nú um síðustu helgi bauð ég vinafólki mínu í mat og varð fyrir valinu Afríkumixtúran og chicory-salatið og þó ég segi sjálfur frá þá heppnaðist þetta alveg frábær- lega og voru gestir mínir allir mjög ánægðir með matinn og fóru mjög saddir og sælir heim. Ég hef reyndar ekkert heyrt í þeim síðan þá né aðrir sameiginlegir vinir og vil ég nú nota tækifærið og biðja þá endilega að hafa samband," sagði Jói B. að lokum. A la Rena og Jói B 1/2 svínapylsa 1-2 paprikur (rauðar eða grænar) 1 laukur 1 dós ananas 1 epli 250 ml kotasæla hrísgrjón karrí salt pipar Aðferð: Skerið svínapylsuna, paprikuna og laukinn í bita og steikið á pönnu. Setjið kryddið og kotasæluna á pönnuna. Endið á því að skera ananasinn og eplið í bita, setjið það á pönnuna og steikið dágóða stund, 10-15 mín. Hitið hrísgrjónin samhliða. A la Rena 4 chicory-salat 1-2 bananar 1 epli 1 sítróna saman. Látið standa, gerið kúlur og setjið á plötu. Bakið við 180’ C í 11-13 mín. Hnetutoppar Einfaldir og líta mjog vel út á borði. 250 g hveiti 1 tsk. lyfti- duft 125 g sykur 1 stk. egg 175 g smjör 1/2 tsk. vanilludropar 3/4 tsk. sítrónudropar heilar hnetur Setjið allt hráefnið saman í hræriskálina og vinnið rólega sam- an, fletjið út í pylsu og kælið, sker- ið svo niður. Setjið á bökunarpapp- ír, penslið yfir með hrærðu eggi og stráið smávegis sykri yfir. Stingið heilli heslihnetu í miðjuna og bakið við 180" C í 10-12 mín. Steinatoppar Einfaldir og skemmtilegir að borða vegna þess sem í pokanum er. 3 eggjahvít- ur 100 g sykur 130 g púð- ursykur 1 snakk- poki Jóhannes B. Jóhannesson er matgæóingur vikunnar „Fóru gestir mínir mjög saddir og glaöir heim. Ég hef reyndar ekkert heyrt í þeim síöan þá, né aörir sameiginlegir vin- ir, og vil ég nú nota tækifæriö og biöja þá endilega aö hafa samband, “ sagöi Jói B. 25 ml sýrður rjómi smávegis sykur Skerið chicoryið í litla bita og lát- ið vatn renna á það i u.þ.b. 20 mín- útur svo að súra bragðið hverfi. Sósa Kreistið sítrónuna, skerið eplið í þunnar ræmur og setjið sykurinn út í. Setjið í skál, skerið bananana og setjið út í sósuna og setjið að end- ingu chicory-bitana út i. Fiskréttur aö hætti mömmu Bíbí 700-800 g þorskur eða ýsa (roð- flett) 1 sítróna aromat-krydd 1 dós Campbells spergil- eða sveppasúpa 2 msk. majones 1 rauð paprika 1 græn eða gul paprika rifinn ostur Aðferð: Fiskurinn skorinn í bita og settur í eldfast mót. Safmn úr sítrónunni settur yfir fiskinn. Kryddað með aromati. Campbells-súpunni og majonesinu hrært saman og sett yfir fiskinn. Paprikan skorin smátt og stráð yfir (ekki sakar að strá einnig rækjum yfir). Síðast er svo osturinn settur yfir og bakað í 30 min. við 180-200 gráður C. Meðlæti: Gott er að bera fram gott brauð með. Hér er eitt mjög gott og fljótlegt: Þeytið hvítur og blandið sykri saman við og þeytið þar til sykur er uppleystur. Saxið niður innihald pokans og blandið saman við með sleikju og bakið við 180" C í 12-13 mín. Brauðiö hennar mömmu 5 bollar hveiti og heilhveiti (til helminga) 5 msk. sykur (má hafa minna) 5 tsk. lyftiduft örlítið salt mjólk og vatn eins og þarf Brauðið er penslað með mjólk og stráð yfir það sólkjörnum. Bakist í 60 mínútur við 200 gráður C. Verði ykkur að góðu. (ír &ofe/Mirin/i l /lú&yihjnum l e/cuj 9/ýja flmbitat-Cínan er týomin!! McCrá meira úrvaí af borðstofum 1^1 og sófasettum ■ I Bæjarhrauni 12 Hf. • Sfmi 565 1234 U w) U U U I I Opið alla daga til jóla 10-18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.