Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Side 63

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Side 63
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 Tilvera 67 DV Þjóðleikhúsið í dag: Himnasending Eftirsóttasta útileikhús ítala, Studio Festi, er komið til landsins. Þetta leikhús er þekkt fyrir ævin- týralegar og skrautlegar sýningar og hefur sýnt um viða veröld. Hing- að koma leikaramir með sýninguna Allegoria della Fortuna, sem hlotið hefur nafnið Himnasending og hef- ur sýningin verið löguð sérstaklega að íslenskum aðstæðum. Himnasending fjallar um ham- ingjuna og byggir verkiö á náttúru- öflunum Qórum: jörð, vatni, lofti og eldi. Hamingjan er sá kraftur sem knýr tilveru mannsins og hún býr í allri náttúrunni, jafnt í stjömun- um sem vötnunum, jörðinni og tunglinu. Eitt helsta sérkenni Studio Festi er svífandi sjónarspil sem er göldr- um líkast og leikur þess að eldi og ljósi, skrautlegum búningum, tákn- um, dansi og tónlist er endalaus veisla fyrir augu og eyru. ítölsku fjöllistamennirnir sverja sig að sumu leyti í ætt við loftfimleika- menn eða sjónhverfingameistara. Himnasending er liður i Stjörnu- hátíð Menningarborgar í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Þetta er sýning fyrir alla fjölskylduna og hún fer fram á Hverfisgötunni fyrir framan Þjóðleikhúsið í dag kl. 17. Hverfls- gatan veröur lokuð fyrir umferð kl. 16.30-18.30. Aðeins þessi eina sýning verður á verkinu. ¥ Bók er best vina Sköðið Bókatíðindin Félag íslenskra bókaútgefenda I Leika m.a. verk eftir Schumann og Schubert Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari. Tíbrártónleikar: Tóna- flóð Ásdís Valdimarsdóttir víóluleik- ari og Steinunn Bima Ragnarsdótt- ir píanóleikari efna til samleiks- tónleika í Salnum í dag og hefjast þeir kl. 18.00. Á efnisskránni eru verk eftir Schumann, Britten, Mil- haud og Schubert. Samstarf Ásdisar og Steinunnar Birnu hefur staðið í átta ár. Þær hafa m.a. komið saman fram á tón- leikum á vegum Tónlistarfélagsins og Kammermúsíkklúbbsins. Ásdís er fastur lágflðluleikari I hinum virta Chilingirian strengjakvartett sem kom fram á Listahátíð i Reykjavík 1998 og hyggja Ásdís og Steinunn Bima á frekara tónleika- hald bæði hérlendis og erlendis. Ásdís Valdimarsdóttir útskrifað- ist frá Juilliard-skólanum í New York árið 1985. Þá hélt hún nám- inu áfram við Tónlistarháskólann í Detmold í Þýskalandi og útskrifað- ist með einleikarapróf haustið 1987. Ásdís hefur farið í tónleikarferðir um allan heim með mismunandi kammersveitum. Hún var meðlimur í Miami-strengjakvartettinum með Sigrúnu Eðvaldsdóttur 1998-1989 og hefur verið í Chilingirian strengja- kvartettinum síðan 1995. Ásdís hefur komið fram sem ein- leikari m. a. með Deutsche Kamm- erphilharmonie, London Soloists, London Mozart Players og Russian National Orchestra. í maí síðast- liðnum lék hún með Armenian National Orchestra og í október með Philadelphia Orchestra. Steinunn Birna Ragnarsdóttir lauk meistaragráðu frá New Eng- land Conservatory of Music í Boston árið 1987. Hún hefur haldið tónleika víða um Evrópu og Banda- ríkin og kemur fram á fjölmörgum tónleikum hérlendis og erlendis á ári hverju og hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit íslands. Steinunn er listrænn stjóm- andi „Reykholtshátiöar", tónlistar- hátíðar sem haldin er síðustu vik- una í júlí ár hvert í Reykholti. m auðvelt er að brjóta saman! • Gæðaprófað • Fæst í fimm litum: bláum, svörtum, rauðum, gulum og grænum • Góð taska fylgir (takmarkað magn) • 100 mm, sterk PU hjól • íslenskar leiðbeiningar fylgja Speedy er STER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.