Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Side 78
V 82
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000
Tilvera
I>V
i m ö
Maraþonsöngur
í Hafnarborí
I dag kl. 13 hefst söngdágskrá
í Hafnarborg sem standa mun yf-
ir til kl. 20 í kvöld. Fram koma
22 kórar og sönghópar, alls um
800 söngvarar, þeirra á meðal:
Kór Öldutúnsskóla, Bama- og
unglingakór Víðistaðakirkju,
Bamakór frá Hvammi, Skólakór
Engidalsskóla, Skólakór Álta-
ness og Lemmekórinn.
Klassík
■ BURTFARARPROFSTONLEIKAR I
kvöld kl. 20.30 verða burtfararprófs-
tónlelkar frá Tónlistarskóla Kópa-
vogs í Salnum í Kópavogi. Fram
koma Rakel Jensdóttir flautuleikari
°g Sólveig Anna Jónsdóttir píanó-
leikari.
■ VIOLU- OG PIANOTONLEIKAR I
dag kl. 18 verða víólu- og píanótón-
leikar Í Salnum í Kópavogi. Þar
munu Ásdís Valdimarsdóttir víólu-
leikari og Steinunn Birna Ragnars-
dóttir píanóleikari flytja verk fyrir
víólu og píanó eftir Schubert, Britt-
en, Schumann og Milhaud.
■ ELIA FLUTTUR I LANGHOLTS-
KIRKJU Oratorían Elía eftir DJ
Mendelssohn verður flutt I Lang-
holtskirkju í dag kl. 16. Kór Is-
lensku óperunnar og hljómsveit flyt-
ur verkið undir stjórn Garðars
Cortes. Kristinn Sigmundsson syng-
ur hlutverk spámannsins Elía.
■ JOLATONLEIKAR KVENNAKORS-
INS LETTSVEIT REYKJAVIKUR
Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur
heldur jólatónleika í dag kl. 16 í
Ými, húsi Karlakórs Reykjavíkur
v/Skógarhlíð.
■ SAMKÓR RANGÆINGA í ÁR-
BÆJARKIRKJU Samkór Rangæinga
heldur jólatónleika í Árbæjarkirkju í
Reykjavík í dag klukkan 16.00.
Kabarett
■ SVIFANDI SJONARSPIL I dag kl.
17 verður yfir og á Hverfisgötu svíf-
andi sjónarspil og skrautsýning. Æv-
intýraverur og listamenn frá eftir-
sóttasta útileikhúsi ítala, Studio
Festi, sýna í samvinnu við Þjóöleik-
húsið.
Opnanir
I ENGLAR I dag kl. 16 opnar Þóra
Hreinsdóttir myndlistarsýningu í
Gallerí Smíðar og skart, Skólavöröu-
stíg 16A.
■ FRUMHERJAR I dag veröur opn-
uð í Listasafni Islands sýning á úr-
vali verka í eigu safnsins þar sem
lögð er áhersla á málverk frá fýrri
helmingi 20. aldar.
■ HEKLA DÖGG JÓNSPÓTTIR í dag
kl. 17 opnar Hekla Dögg Jónsdótt-
ir einkasýningu í gallerí@hlemm-
ur.is að Þverholti 5 í Reykjavík.
■ SIGURÐUR ATLI ATLASON Sigurð-
ur Atli Atlason opnar sína fyrstu
einkasýningu á olíumálverkum í
dag kl. 15 í Gallerí Reykjavík,
Skólavörðustig 16.
■ VINNUSTOFUSÝNING í dag kl.
16 opnar Helgi Gíslason mynd-
höggvari vinnustofusýningu aö Lind-
argötu 46.
Fundir
■ BOKASVEIFLA II I dag frá kl
14.30 verður í Borgarbókasafnl í
Grófarhúsi bókasvelfla II. Þetta
veröur nokkurs konar kvennadagur í
safninu þar sem bækur um og eftir
konur verða kynntar.
Sjá nánar: Lífið eftir vlnnu á Vísl.is
Konur á
Næsta bar
Annað kvöld kl. 21 verður haldið
Skáldkvennakvöld á Næsta bar,
gegnt íslensku óperunni. Það er
Hjalti Rögnvaldsson, leikari og upp-
lesari, sem hefur umsjón með og
kynnir upplestur skáldkvennanna.
Að sögn Hjalta er hugmyndin að því
að láta eingöngu konur lesa upp á
þessu kvöldi, komin frá honum og
staðarhaldaranum, Guðmundi Inga,
en þeir eru sammála um að konur
sem fást við skriftir mættu stundum
njóta meiri athygli. Sunnudags-
kvöldin voru til ráðstöfunar og þeir
ákváðu að slá til og fá í lið með sér
nokkra af bestu íslensku kvenrithöf-
undunum. Guðrún Helgadóttir les úr
fullorðinsskáldsögu sinni, hin nýtil-
nefnda Guðrún Eva Mínervudóttir
les úr Fyrirlestri um hamingjuna og
Ingrid Jónsdóttir les úr bók Fríðu Á.
Sigurðardóttur, Sumarblús. Einnig
koma fram Sigurbjörg Þrastardóttir,
Gerður Kristný, Ragna Sigurðardótt-
ir og Þórey Friðbjörnsdóttir. Eðvarð
Lárusson leikur á gítar á undan og í
hléi en Hjalti Rögnvaldsson nýtur
aðstoðar Aristótelesar við kynning-
ar. Þegar Hjalti er beðinn að útskýra
þá aðstoð nánar - þverneitar hann
því.
„Ekki er þó allt búið eftir sunnu-
dagskvöldið því við eigum svo mikið
af góðum skáldkonum að þær rúm-
ast ekki hér á einu kvöldi,“ segir
Hjalti.
„Næsta sunnudagskvöld munu
stórskáldin Vigdís Grímsdóttir,
Linda Vilhjálmsdóttir og Kristín
Ómarsdóttir lesa úr verkum sinum
og Ingrid Jónsdóttir mun lesa úr ný-
útkominni bók Iðunnar Steinsdóttur.
Vilborg Davíðsdóttir og Auður Jóns-
dóttir ætla einnig að láta skáldaljós
sitt skína. Þetta kvöld leikur Krist-
ján Eldjárn á undan og í hléi. Að-
gangur er ókeypis bæði kvöldin."
En hvaða kvenrithöfundur er í
mestu uppáhaldi hjá ljóðaunnandan-
um Hjalta?
„Selma I.agerlöf," segir Hjalti og
hlær. „Ég get ekki hugsað mér að
gera upp á milli íslensku skáld-
kvennanna." -þhs
Guðrún Helgadóttir
Les úr fyrstu „fullorðinsskáldsög-
unnr smni.
JóLafiappdrœtti
Télncjs íslenslíra bókaútgefciula
JVúmer dagsins:
9. des
10. des
85.720
39.846
Hjalti Rögnvaldsson leikari
Hann hefur umsjón meö skáldkvennakvöldinu á Næsta
bar og treystir sér engan veginn til þess aö gera upp á
milli skáldkvennanna.
Sigurbjörg Þrastardóttir
Hún hefur hlotiö sérlega góöa dóma fyrii Ijóðabók
sína, Hnattflug, sem er nýkomin út.
Roadstar-ferðatæki Skilafrestur
5.-10. verðlaun eru Roadstar-ferða-
tæki frá versluninni Radíóbæ með
geislaspilara. Geislaspilarinn er topp-
hlaðinn með FM/MB-útvarpi og
autostop-segulbandi. Verðmæti ferða-
tækisins er 6.995
krónur.
Skilafrestur í jólagetraun DV er til 22.
desember.
Munið að safna saman öllum tiu hlutum
getraunarinnar og senda í einu umslagi í
síðasta lagi 22. desember. Dregið
verður úr réttum svörum 1
getrauninni milli jóla og nýárs.
Nöfn vinningshafa munu birtast í
fyrsta DV á nýju ári, 2. janúar.
5. hluti Svarseðill
s Hvað er jólasveinn
inn að skoða?
DV-jólasveinninn er á þjóðlegum
nótum í ár. Hann fór í Þjóðminja-
safnið og fékk að skoða nokkra
muni. Hann er ekki alveg viss hvað
allir hlutirnir heita þannig að hann
ætlar að biðja ykkur að hjálpa sér.
Til að auðvelda ykkur þrautina gef-
um við þrjá svarmöguleika.
Ef þið vitið svarið krossið þið við
nafnið á hlutnum, klippið seðlana út
úr blaðinu og geymið þá á vísum
stað. Safnið saman öllum tíu hlutum
getraunarinnar en þeir birtast einn
af öðrum fram að jólum. Munið að
senda ekki inn lausnimar fyrr en all-
ar þraulimar hafa birst.
□ Trog Nafn: Jólagetraun DV - 5. hluti □ Brauðrist □ Skeifa
Heimilisfang:
Staður:
Sími:
Sendist til: DV, Pverholti 11, 105 Reykjavík.
Merkt: Jólagetraun DV
H