Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 DV Fréttir Kaupendur og sláturhúsið leystu vandann á Krossi: Sakna hrossanna - segir bóndinn sem vinnur nú á heilsuhælinu í Hveragerði Heldur hefur ræst úr hjá Svein- birni Benediktssyni, bónda á Krossi i Landeyjum, en hann stóð nýlega frammi fyrir miklum vanda með 150 hross sem hann gat hvorki komið í sláturhús né selt. Eins og DV greindi frá hugðist Sveinbjörn fella hrossin sjálfur og fá leyfi til að urða þau i heima- landi sínu. Eftir þá frásögn blaðs- ins streymdu að kaupendur sem gjarnan vildu eignast hross af kyninu frá Krossi og seldust um fjörutíu hross á skömmum tíma. Nú hefur orðið enn frekari breyting á. Skömmu fyrir áramót og í fyrradag fóru tveir hrossahóp- ar, samtals 60 hross frá Krossi I sláturhúsið á Selfossi. Nú eru því ekki eftir nema um 50 hross. Sveinbjörn, sem sjálfur hefur brugðið búi á Krossi, býr nú i Hveragerði. Hann var einmitt að að byrja í nýju starfi $em vakt- maður á Heillsuhælinu í gær þeg- ar DV ræddi við hann. Sonur hans býr á Krossi þar sem hann rekur kúabú. „Vitanlega sakna ég hross- anna, en þegar ekkert er út úr þessu að hafa verður maður að snúa sér að öðru,“ sagði Sveinbjörn. Hann hefur átalið forystu- menn í landbún- aði fyrir að hvetja menn til hrossaræktar á þeirri forsendu að um væri að ræða framtíðar- búgrein sem gefi vel af sér til út- flutnings og kjöt- framleiðslu. Margir þeirra Nýtt starf „Mér líöur vel í nýju starfi og nýjum búningl, “ sagöi Sveinbjörn, fyrrum bóndi á Krossi, á fyrsta degi í nýrri vinnu sinni á heilsuhælinu í Hvera- geröi í gær. sem hlýtt hefðu því kalli stæðu nú uppi með fjöldann allan af hross- um sem þeir gætu ekki losnað við, hvorki til útlanda né í slátur- hús, þar sem erlendir markaðir hefðu reynst mun takmarkaðri en menn hefðu talið i upphafi. En Sveinbjörn sagðist vera heppnari en margir aðrir. „Þetta verður allavega ekki eins stórt högg og ég óttaðist," sagði hann. „Að vísu hef ég enn ekki látið bestu trippin frá mér, ég bara gat það ekki. En ég mun skoða það næstu daga hvað verð- ur um þau. Ég vonast til að þurfa ekki að grípa til róttækra að- gerða, en ég verð að láta þau fara líka.“ -JSS Akureyri: Kona „skall- aði" konur DV. AKUREYRI:______________________ Kona á þrítugsaldri frá Austur- Héraði hefur í Héraðsdómi Norð- urlands eystra verið dæmd fyrir að hafa „skallað" tvær kynsystur sín- ar fyrir utan skemmtistað á Akur- eyri. Þetta átti sér stað sl. sumar. Til einhverra orðahnippinga mun hafa komiö fyrir utan skemmti- staðinn og skipti engum togum að konan „skallaði" hinar tvær í and- litið þannig að þær hlutu áverka. „Skallakonan" viðurkenndi brot sitt greiðlega við yfirheyrslu. Hún var dæmd í 30 daga fangelsi. Með tilliti til ungs aldurs hennar og að hún samþykkti að greiða fórnar- lömbunum skaðabætur ákvað dómurinn að fresta fullnustu dómsins um tvö ár haldi konan al- mennt skilorð. -gk Peugeot-bíll hjónanna úr Keflavík: Frekari rannsóknar þörf á öryggispúðunum Tveir bifvélavirkjar, sem lögreglan í Keflavík fól að rannsaka flak bifreið- ar hjóna frá Keflavík sem fórust í bílslysi á Reykjanesbrautinni í lok nóvember, hafa skilað áliti sínu. Að sögn lögreglu er engin niðurstaða önn- ur en sú að öryggispúðar blésust ekki út og er því talið viðeigandi að senda þann hluta flaksins sem máli skiptir til frekari rannsóknar erlendis. „Það kemur von- andi fljótlega í ljós hvaða leið verður farin. En þetta er spor í þá átt að taka ákvörðun um fram- haldið. Þetta þarfn- ast frekari rann- sóknar," sagði Jó- hannes Jensson lög- reglufulltrúi í sam- tali við DV. Hann segir að líklegt sé að sá hluti flaksins sem um er að ræða verði sendur til útlanda í rannsókn. Ekki liggur fyrir hver ber hitann og þungann af þeirri rannsókn sem fram undan er. Bíllinn var af gerðinni Peu- geot 405. Gunnar Gunnarsson, talsmaður Peugeot á íslandi, sagði í samtali við DV að fyrirtæki hans hefði í desember boðið lögreglunni í Keflavik að fá sér- fræðinga frá fram- leiðendum púðanna, svo og sérfræðing frá Peugeot í Frakk- landi til að rann- saka flak bifreiðar hjónanna. Það hefði verið afþakkað af hálfu lögreglu. -Ótt Púöarnir blésust ekki út Bifreiöin eftir slysiö. Frekari rann- sóknar er þörf. Flugleiðir kæra flugdólga Ómar Konráðsson tannlæknir, vinkona hans og Vestmannaeyingur á miðjum aldri hafa verið kærð til lögreglu vegna dólgsláta í Flugleiða- þota á leið til Mexíkó. Sem kunnugt er var fólkinu gert að yfirgefa vél- ina í Minneapolis vegna framkomu sinnar um borð. í tilkynningu frá Flugleiðum segir: „Flugleiðir hafa lagt inn kæru til lögreglu vegna hegðunar þriggja farþega í flugi 981 til Mexíkó, með millilendingu í Minneapolis, þann 4. desember sl. Flugleiðir telja að hegðun fólksins hafi ógnað flugör- yggi um borð í vélinni og því var tekin ákvörðun að fengnu áliti lög- íhugar einnig að kæra Ómar Konráösson íhugar aö fara meö máliö fyrir öll dómstig og alla leið fyrir Mannréttindadómstólinn í Strassborg ef þurfa þykir. manna að kæra hana til lögreglu. Framhald málsins er síðan háð þeim ákvörðunum sem hinir opin- beru aðilar taka en Flugleiðir telja að háttsemi fólksins brjóti í bága við almenn hegningarlög og lög og reglugerðir um loftferðir þar sem kveðið er á um öryggi í farar- og flutningatækjum." Ómar Konráðsson tannlæknir íhugar einnig að kæra Flugleiðir fyrir að setja sig og vinkonu sina af í Minneapolis og ætlar með málið fyrir öll dómstig og alla leið fyrir Mannréttindadómstólinn í Strass- borg ef þurfa þykir. -EIR DV-MYND HILMAR ÞÖR Skuggi á skautum Þaö hefur kólnað veruiega í veöri aö undanförnu og hafa sumir reynt aö halda sig inni viö til að foröast bit kuldabolans. Sumir sjá sér þó leik á boröi og njóta útiveru eins og þessi geröi á Tjörninni í gær. Skautarnir koma aö góöum notum á frosinni Tjörninni og eins gott aö halda jafn- vægi. Ævintýri SMS- páfagauksins Öndvegiskonur Viðars Ekkií hefndarhug Eldfim umferð Innlent fréttaljós Gæludýriö mitt Borgarleikhús Maðurinn er myndavél Borgarskáldið 100 ára Aumingja örvhenta fólkið Tómas Guömundsson Sýklaflutningar úr nefi Elvis í tunglinu Út að borða með eftirlifendum Geimferðir fyrir almenning Sumarfriiö undirbúiö Allt um vinstri höndina Elvis Aaron Presley Blanka Reykjavík Stuttar fréttir Samstarf í Ameríkusiglingum Undirritaður hef- ur verið samstarfs- samningur Sam- skipa og Atlants- skipa um Ameríku- flutninga. Samning- urinn, auk sam- starfs Samskipa við Maersk-skipafélag- ið, gerir það að verkum að við- skiptavinum Samskipa stendur nú til boða tvöfalt flutningskerfl til Am- eríku. Visir.is greindi frá. Heildarafli nokkru meiri Heildarafli íslenskra skipa á ár- inu 2000 er nokkru meiri en undan- farin tvö ár, þrátt fyrir að afli botn- fisktegunda hafi dregist lítillega saman. Aukinn heildarafla má fyrst og fremst rekja til aukningar í loðnu- og kolmunnaafla. Visir.is greindi frá. Selur eignarlóð í Gufunesi Síðastliðinn fóstudag samþykkti Síminn kauptflboð í hluta eignarlóð- ar sinnar í Gufunesi, Smárarima 1. Kaupandinn var Byggingafélagið Viðar ehf. og var kaupverðið kr. 240 milljónir. Visir.is greindi frá. Starfi lýkur um helgina Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmað- ur er formaður hóps sem forsætisráð- herra skipaði til þess að undirbúa lagasetningu vegna hæstaréttadóms í máli öryrkja og sagði hann í gær að hann vonaðist til þess að vinnu hópsins við undirbúninginn yrði lokið eigi síðar en um helgina. Bylgj- an greindi frá. Einkaflugvéi í vandræðum Lítil tveggja sæta flugvél lenti í vélarvandræðum um hádegið í dag yfir Þingvöllum. Flugmanninum tókst án teljandi vandræða að lenda flugvélinni á flugvellinum á Selfossi. Visir.is greindi frá. Afkomuviðvörun íslandsbanki FBA sendi í gær af- komuviðvörun inn á Verðbréfaþing. Vegna óhagstæðrar þróunar á hluta- bréfamarkaði er líklegt að tap verði af rekstrinum á siðasta ársfjórðungi og verður heildarhagnaður ársins lægri sem þvi nemur. Visir.is greindi frá. Hagsmunasamtök foreldra Hópur foreldrar i framhaldsskól- um hafa falið samtökunum Heimili og skóla að halda fund um miðjan janúar til að undirbúa stofnun hags- munasamtaka foreldra barna í fram- haldsskólum. Visir.is greindi frá. Fíkniefnadómar of vægir Samkvæmt könnun Gallups telja rúm 72% landsmanna að dómar vegna fíkniefnabrota séu of vægir. Fjórðungi þykja þeir mátulega þung- ir en einungis 2% álíta að dómarnir séu of þungir. RÚV greindi frá. Halldór forstjóri Eddu Stjórn Eddu - út- gáfu og miðlunar hf. hefur ákveðið að gera þá breytingu á stjórnskipulagi fyr- irtækisins að starf formanns fram- kvæmdastjómar breytist frá og með áramótum í starf forstjóra. Halldór Guðmundsson, sem gegnt hefur fyrrnefnda starfinu undanfarið hálft ár, verður nú for- stjóri Eddu. Viðskiptablaðið greindi frá- -KEE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.