Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Side 6
6 LAUG DAGUR 6. JANÚAR 2001 DV Fréttir Kristleifur Þorsteinsson á Húsafelli gefur lítiö fyrir fálkaorðuna: Forsetinn var eitthvaö að tauta um ferðamál - segir Kristleifur sem íhugaði að hafna orðunni Frá oröuveitingunni á nýársdag Kristleifur í hópi þeirra sem fengu fálkaorðuna á nýársdag. Honum ber aö skila oröunni þegar hann deyr en veit ekki hvernig fara skal aö því. „Fálkaorðunni fylgja blendnar til- finningar. Forsetinn var eitthvað að tauta um að ég fengi þesa orðu vegna starfa að ferðamálum. Þetta er vafa- samur heiður en af góðum vilja gert og ég er þakklátur fyrir það út af fyr- ir sig,“ segir Kristleifur Þorsteinsson, 77 ára ferðabóndi á Húsafelli, sem var einn þeirra sem forseti íslands veitti fálkaorðuna á nýársdag. Kristleifur var um áratugaskeið í fremstu röð ferðabænda og byggði upp stórveldi á því sviði í Húsafelli. Hann segist hafa orðuna gegn því að skila henni þegar hann deyr. „Á að skila þessu þegar ég dey og hvemig fer ég að því?“ spyr Kristleif- ur og segist jafnframt hafa íhugað hvaðan hann fengi orðuna fyrst fram- boðið réðist af því hve margir orðu- hafar dæju . „Ég hugsað með mér af hvaða hræi ég fengi þetta. Er þetta ekki af ein- hverjum dauðum. En það er víst búið að úthluta svo mörgum orðum að það varð að smiða nýjar. Ég fékk úr því partíi," segir Kristleifur á Húsafelli sem aðspurður hefur enga skoðun á framgöngu forsetans í hinum ýmsu málum. „Hann hefur ekkert gert á minn hlut og ég hef enga skoðun á honum. Hann hefur þó verið að gera sig merki- legan undanfarið út af öryrkjunum,“ segir Kristleifur. Hann telur að mikið skorti á skil- virka stefnu í ferða- málum. „Litlar ein- ingar sem berjast hver gegn annarri. Það þarf að sam- eina og samræma kraftana. Ef ég hefði náð fram vilja mínum í þeim málum ætti ég skilið fálkaorðuna. Mér finnst tvímælalaust að fjöldi sam- ferðamanna eigi hana frekar skilið," segir Kristleifur og telur augljóst hvert stefnir með atvinnuhætti íslend- inga. Útgerðin á ekki mikla framtíð fyrir sér frekar en sauðkindin. Fram- tið íslendinga ræðst af ferðaiðnaðin- um og tækni,“ segir Kristleifur sem er nýbúinn að stofna stjómmálaflokk. „Ég er einn í honum svo hann er óklofinn ennþá. Réttindamál bama, öryrkja, aldraðra og kvenna ber hæst. Það þarf að hræra gamalmennunum saman við þá yngri því annars verða þeir svo leiðinlegir. Gamla fólkið er tekið frá og haft í sér rétt og þá kynn- ist það ekki. Ef við værum meðal þeirra yngri kynntumst við fleirum," segir hann. „Baráttan við ellina er eitt stærsta mál nýja flokksins. Það er átakanlegt að hver einasti maður skuli við fæð- ingu vera dæmdur til dauða úr elli. Barnsfæðingarnar eru eitt helvítis vandamál. Það á að leggja niður þetta gamla vandamál að fæðast og deyja, Erfðafræðin á að geta leitt til þess að fólk verði eilíft og þá í formi á við 25 ára einstakling i dag. Ég bind miklar vonir við Kára og íslenska erfðagrein- ingu i þessum efnum. Þá verður bar- áttan milli kynjanna úr sögunni því allir væru kynlausir og elskuðu hver annan út af lífmu. Mörg stærstu vandamál mannskyns eru tilkomin vegna baráttunnar um hitt. kynið. Neysla eiturlyfja og brennivíns eru mikið til vegna þess að fólk er að sperra sig til að ná hylli hins kyns- ins,“ segir Kristleifur. -rt Kristleifur Þorsteinsson - íhugaöi að hafna fálkaorö- unni. Vetrarríki á Austuriandi Á Austurlandi er sannkallað vetr- arríki þessa dagana og víða má sjá snjóskafla i bæjum. Aö sögn Bjöms Hafþórs Guðmundssonar, bæjar- stjóra á Austur-Héraöi, myndaðist mikil ófærð á Egilsstöðum eftir vonskuveðrið sem var um áramót- in. Hann segir að nú sé búið að hreinsa flestar götur í bænum og víða séu miklir ruðningar i bænum eftir snjómoksturinn. „Þetta hefur ekki truflað okkur og flugsamgöngur hafa til að mynda verið alveg samfelldar," segir Bjöm Hafþór. Hann segir að aðaláhyggju- efnið sé hvort þessar norðlægu áttir haldi áfram að vera ríkjandi og þá hversu lengi. Yngstu ibúarnir hafa hins vegar tekið snjónum vel og hafa nóg að gera við að búa til snjó- karla, renna sér og kasta snjóbolt- um. -MA AkifiTsnjó Miklir snjóruöningar eru víöa á Egilsstööum eftir aö stórvirkar vinnuvélar hafa fariö um og hreinsaö götur bæjarins sem voru flestar ófærar eftir vonskuveöur um áramótin. Lögreglustjórinn í Reykjavík: Leggur til hækkun hámarkshraða Lögreglustjórinn í Reykjavík, Böðv- ar Bragason, hefur sent bréf til borg- arráðs Reykjavíkurborgar þar sem hann fer fram á að tekið veröi til skoöunar hækkun hámarkshraða á ákveðnum götum innan borgarinnar. Samgöngunefnd Reykjavíkurborgar mun hafa bréfið til umfjöllunar á mánudag. „Þetta bréf er ritað í ljósi dóma sem fallið hafa. Við getum ekki annað en bent á þetta, við höfum í raun og veru ekki nein önnur úrræði," sagði Ingi- mundur Einarsson, varalögreglu- stjóri. „Okkur ber að framfylgja lög- unum og reglugerðinni, þar sem okk- ur er gert skylt að bjóða fram sekt og sviptingu. Þegar málið hins vegar gengur til dómsstóla og annar aðili en lögreglan fjallar um það, það er að segja dómari í þessu tilviki, þá gengur sviptingin ekki, og það er í ljósi þessa ósamræmis sem við getum ekki ann- að en bent á þetta. Þetta er af illri nauðsyn, fyrst og fremst." Lagt er til að hámarkshraði verði hækkaður úr 30 kílómetrum á klukkustund í 50 km/klst. á 17 safn- Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur lagt til hækkun hámarkshraöa á 17 safnbrautum og tveimur stærri göt- um borgarinnar, þar með taliö á Gullinbrú frá Höföabakkabrú aö Hallsvegi. brautum, götum sem taka við umferð úr íbúða- eða húsagötum. Ingimundur útskýrði að þegar ökumaður er stöðv- aður af lögreglunni á 61 km/klst og upp í rúmlega 70 km/klst. á götu þar sem leyfilegur hámarkshraði eru 30 km/klst., þá ber lögreglumanninum samkvæmt reglugerð um brot á um- ferðarlögum að sekta ökumanninn og svipta hann ökuleyfi í mánuð eða meira. „Dómarar hafa talið að göturnar beri þennan hraða eða að aðstæöur séu ekki þannig að aksturinn hafl ver- ið mjög vítaverður," sagði Ingimund- ur. „Mér þykir það trúlegt að það sé ekki líklegt að menn vilji fara að rugga þeim báti sem 30 kílómetra hverfln eru,“ sagði Helgi Pétursson, formaður samgöngunefndar Reykja- vikurborgar. Helgi bætti því við að hann telur að 30 kílómetra hverfin hafi lukkast mjög vel. „Ég held að það væru mjög röng skilaboð að fara að breyta þessu aftur,“ sagði Helgi. Gullinbrú og Miklabraut Auk þessara 17 safnbrauta leggur lögreglustjóri til að hámarkshraði verði hækkaður á Miklubrautinni, frá Grensásvegi að brúnni yfir Elliðaár, úr 60 km/klst. í 70 km/klst., og á Gull- inbrú frá Höfðabakkabrú að Halls- vegi, úr 50 km/klst. í 60 km/klst. Á þessum stöðum, sagði Ingimundur að búið væri að lagfæra þau umferðar- mannvirki sem um er að ræða, mikið á síðustu árum. „Við teljum að umferðarmann- virkin sem slík geti borið þennan hraða. Upphaflega var hámarks- hraðinn settur með hliðsjón af um- ferðarmannvirkjunum. Á Miklu- brautinni voru gatnamót sem búið er að taka og það eru komnar þarna tvær göngubrýr. Gatan er bein og breið og hindranirnar sem ættu að valda lækkuðum hámarks- hraða eru ekki lengur til staðar," sagði Ingimundur. „Höfðabakkabrúin kom til sög- unnar á síðasta ári og við teljum að borgaryflrvöld hafi einfaldlega gleymt að taka tillit til þess að þarna er komið miklu betra um- ferðarmannvirki," sagði Ingi- mundur. Helgi sagði þessar breytingar hafa verið til umræðu áður og taldi það liklegt að menn myndu skoða þessar tillögur mjög vand- lega. „Aðstæður hafa breyst þarna og menn hefðu i raun og veru átt að taka á þessu strax,“ sagði Helgi. -SMK ......... Urr.ijón: Reynir fraustason netfang: sandkorn@ff.is Millistjórnendur Uppstokkim á ritstjórn Morgunblaðs- ins í kjölfar brotthvarfs Matthíasar Johann- essens hefur vakið mikla athygli en her karl- manna fékk stöðuhækkanir þó enginn væri ráðinn ritstjóri. Á vefsíðu Bjöms Bjamasonar menntamálaráðherra gætir ákveð- ins saknaðar vegna brotthvarfs Matthíasar og undrunar vegna nýja skipuritsins. „Athyglisvert er, að ekki skuli ráðinn ritstjóri í stað Matthíasar og í stað þess far- in sú leið að fjölga enn millistjórn- endum á blaðinu. Tveir aðstoðar- ritstjórar og fréttaritstjóri hafa verið ráðnir til starfa en Styrmir Gunnarsson verður einn ritstjóri ...,“ segir ráðherrann á heimasíðu sinni en Bjöm er einn hluthafa í Árvakri... Víðerni Þau orð Arnbjargar I Sveinsdóttur | alþingismanns | frá Seyðisfirði að Austfh'ðing-, ar eigi nóg af viöernum til f að leggja und- j ir uppistöðu-1 lón virkjana hafa vakið verðskuldaða at- hygli. Orðið víðerni þýðir í hugum flestra víðlent opið svæði, senni- lega að mestu leyti flatt. Arnbjörg er frá Seyðisfirði þar sem landrými er öflu minna er menn eiga almennt að venjast. Þar hefur þurft að byggja hús upp á rönd í bröttum hlíðum þar sem snjóflóð og aurskriður ógna öllu kviku. Stærsta víðernið sem seyð- firskur alþingismaður þekkir er fótboltavöllurinn á staðnum. Þetta þýðir að annaðhvort er Arnbjörg þarna að ráðstafa víðernum úr eigu annarra eða þá að hún þekk- ir ekki hugtakið og myndi ekki kannast við víðerni fyrr en hún villtist þar. Sjónvarpsstjórar Það hefur /akið athygli hve ferill Skjás eins minnir um margt á fyrstu starfsár Stöðvar 2 á sínum tíma. Þannig er aug- ljóst að Jón Óttar Ragn- arsson er helsta fyrirmynd Áma Þórs Vigfússonar. Nú hefur Árni Þór farið að dæmi Jóns og sér tímaritum fyrir efni með trúlofun- um og ástalífi sínu. Hann hefur fundið sína Elvu Gísladóttur í líki Svölu Björgvinsdóttur. Margir muna eftir „brúðkaupi ald- arinnar" þegar Jón Óttar giftist Elvu í mikilli veislu í Skíðaskálan- um. Árni og Svala hljóta að vera búin að panta skálann ... A Fróni frægstur Slagur Dav- íðs Oddssonar og Garðars Sverrissonar um málefni ör- yrkja hefur vakið mikla at- hygli. Nú eru hagyrðingar_____ _____ landsins -gfc JBH komnir af stað í málið og þá er ekki von á góðu. Þessi vísa barst Sandkornsritara í hendur og lýsir hún átökunum harla vel. Höfundur vill ekki láta nafns síns getið tfl að forðast að kafla reiði öryrkja yfir sig. Davíö er á Fróni voru frœgstur, fjarri samt aö hann sé allra þœgstur, reiöist oft og reynist manna slcegstur, réöst á Garöar þar sem hann er lœgstur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.