Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Side 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 I>V Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Krisfjánsson og Óll Björn Kárason Aóstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Fllmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins i stafrænu forrrii og i gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Kúvending t Noregi Óhjákvæmilegt er, að það hafi áhrif á íslandi, þegar norska rikisstjórnin hættir við að reisa þrjú vatnsorku- ver þar í landi á þeim grundvelli, að stórvirkjanir séu orðnar úreltar og skaði umhverfið of mikið. Nægir að benda á, að norska ríkið á 40% í Norsk Hydro. Hingað til hefur flokkur jafnaðarmanna í Noregi verið flokkur stóriðjusinna, en miðflokkarnir haft meiri áhuga á umhverfisverndun. Hin óvænta yfirlýsing Jens Stolten- bergs forsætisráðherra í nýársávarpi sínu markar þvi þáttaskil í umhverfismálum Noregs. Nú, þegar stærsti stjórnmálafLokkurinn hefur snúið við blaðinu, má heita að öll breiðfylking norskra stjórn- málaflokka hafi snúist á sveif með umhverfissinnum. ís- lenzkir umhverfissinnar mega því vænta hljómgrunns, þegar þeir gagnrýna gerðir Norsk Hydro á íslandi. Holur hljómur er í tilraunum Norsk Hydro til að þykj- ast aðeins vera aðili að byggingu álvers á Reyðarfirði en ekki stórvirkjana, sem þvi fylgir. Augljóst er, að Kára- hnjúkavirkjun verður því aðeins reist, að Norsk Hydro vilji verða einn helzti eigandi Reyðaráls. Norska stjórnin verður sökuð um tvískinnung, ef hún reynir að hreinsa til í stóriðjunni heima fyrir, en lætur viðgangast, að norskt ríkisfyrirtæki notfæri sér græðgi nokkurra aðila í þeim hluta þriðja heimsins, sem heitir ísland. Hún mun segja Norsk Hydro að fara varlega. íslenzkir umhverfissinnar eiga því töluverð sóknar- færi í Noregi með aðstoð norskra umhverfissinna. Vakin verður athygli á, hvernig Norsk Hydro hefur hingað til getað leikið tveimur skjöldum og hagað máli sínu eftir aðstæðum og viðmælendum hverju sinni. Það bætir enn stöðuna, að sá framkvæmdastjóri Norsk Hydro, sem áður gaf umhverfisvænstu yfirlýsingar fyrir- tækisins um Reyðarál, er núna orðin aðalforstjóri fyrir- tækisins. Það eykur likur á, að fyrirtækið stígi enn var- færnari skref en það hefur gert hingað til. Áramótaávarp Jens Stoltenbergs sýnir himin og haf milli nýrra sjónarmiða, sem ríkja þar í landi og suður eft- ir allri Evrópu, og gamaila sjónarmiða, sem enn ríkja í þriðja heiminum og á íslandi, þar sem stundargræðgi veiðimannaþjóðfélagsins er enn við völd. Að þessu leyti eins og svo mörgu öðru hefur ísland staðnað. Meðan Evrópa er á fleygiferð inn í 21. öldina er ísland enn að berjast við vandamál 19. aldar. Á 21. öld verður það mannauðurinn, sem ræður gengi þjóða, en á 19. öld voru það auðlindir lands og sjávar. Áramótaávarp norska forsætisráðherrans sýnir einnig, að þar í landi hefur byggðastefna vikið fyrir öðrum og brýnni hagsmunum þjóðfélagsins. Norðmenn reisa ekki lengur orkuver og álver til að þjóna staðbundnum hags- munum gegn umhverfishagsmunum heildarinnar. Þetta eru mikil tímamót, því að hingað til hefur Noreg- ur gengið allra ríkja lengst í byggðastefnu. Henni hefur nú verið skákað með áhrifamiklum hætti, sem hlýtur að enduróma á íslandi, þar sem margir hafa leitað fyrir- mynda í Noregi að byggðastefnu fyrir ísland. Fréttimar frá Noregi eru áfall fyrir hvort tveggja í senn, byggðastefnu og stóriðjustefnu á íslandi, hvað sem einstakir ráðherrar og hagsmunaaðilar kunna að segja. Þær eru hvatning öllum þeim, sem vilja vekja þjóðfélagið af 19. aldar áráttu og halda inn í 21. öldina. Uppspretta auðs, velmegunar og lífsgæða íslendinga á 21. öld mun liggja í virkjun mannauðs, en ekki í 19. aldar stóriðju og öðrum spjöllum lands og sjávar. Jónas Kristjánsson Glæpur og refsing Ganga má út frá því vísu aö alþjóðlegur stríðglæpadómstóll verði stofnaður. Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að vera aðili að honum. Ekkert bendir þó til þess að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti hann í bráð, enda eru áhrifa- miklir repúblikanar mjög andvígir honum. Spurningin er sú hvort sjálfstæði dómstólsins verði tryggt eða hvort hann verði ofurseldur ■ stjórnmálahagsmunum. Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að varanlegum alþjóðaglæpadóm- stól verði komið á fót árið 2002. Ákvörðun Clintons Bandaríkjaforseta um að skrifa undir samning um stofn- un hans kom á óvart, enda hefúr Bandaríkjastjóm árangurslaust reynt að draga úr vígtennumar. Erkiíhaldsmaðurinn Jesse Helmes, formaður utanríkismálanefndar öld- ungadeildar Bandaríkjaþings, hefúr þó lýst yflr stríði á hendur dómstólnum og hótað þeim ríkjum refsiaðgerðum, sem taka upp samvinnu við hann. Þaö mundi valda miklum skaða ef Banda- ríkjamenn reyndu að hefta störf dóm- stólsins, enda full þörf á því að haldin verði réttarhöld yfir þeim sem bera ábyrgð á „glæpum gegn mannkyninu," tilraunum til þjóðarmorða og stríðs- glæpum. En það em enn mörg ljón í veginum: Fram að þessu hafa mála- ferli gegn stríðsglæpamönnum verið gagnsýrð stjómmálahagsmunum. í Núrnberg-réttarhöldunum árið 1945 vom glæpir nasismans afhjúpaðir á svo óyggjandi hátt að vonlaust var fyr- ir Þjóðverja að afneita þeim. En þetta vora réttarhöld sigurvegaranna, enda vom Þjóðverjar þeir einu sem dregnir vom til ábyrgðar. Val á sakbomingum hefur ávallt verið handahófskennt og sumir stríðsglæpamenn hafa notið vemdar voldugra pólitískra afla. í Frakklandi hafa miklar deilur spunn- ist um það hvort ákæra eigi fyrrver- andi herforingja í franska hemum sem hafa játað að hafa staðið fyrir morðum á 3000 manns í borgarastríðinu í Alsír á 6. áratugnum og upphafi þess 7. Þeir Jacques Chirac, forseti Frakklands, og Lionel Jospin forsætisráðherra vilja gera sem minnst úr málinu. En sú áleitna spuming vaknar hvemig unnt sé að réttlæta það að styðja alþjóða- glæpadómstól í orði, en bæla niður óþægilegar minningar úr nýlendusögu Frakka í verki. Strið gegn konum Eitt helsta nýnæmið við stríðs- glæparéttarhöldin í málefhum Júgóslavíu og Rúanda er að nú hefur kynferðisofbeldi gegn konum verið flokkað undir glæp gegn mannkyninu. Þótt nauðgunum hafi oft verið beitt með skipulögðum hætti í stríði hefúr ffarn að þessu lítið tillit verið til þess tekið; það var t.d. varla minnst á slíka glæpi í Númberg-réttarhöldunum. Af þeim rúmlega 60 sem ákærðir hafa verið af alþjóðastriðsglæpadómstóln- um í Haag em 20 sakaðir um nauðgan- ir og aðra glæpi gegn konum. Þessi réttarhöld gefa vonir um að fleiri fóm- arlömb fái uppreisn, enda þótt mjög fáir stríðsglæpamenn hafi enn verið dæmdir. Helstu leiðtogar Bosníu- Serba, þeir Ratko Mladic og Radovan Karadzic, sem báðir hafa verið ákværðir fyrir þjóðarmorð, era enn frjálsir ferða sinna svo að ekki sé minnst á Slobodan Milosevic, fyrrver- andi forseta „Júgóslavíu". Friðar- gæsluliðar i Bosníu hafa ekki tekið þá áhættu að handtaka Mladic og Karadzic, þótt þeir hafi haft tækifæri til þess. Hins vegar hafa aðrir lægra settir striðsglæpamenn verið teknir höndum og sendir til Haag. Réttarhöld yfir þeim sem viðriðnir vom þjóðar- morðið í Rúanda árið 1994 era komin skemmra á veg en búist við að fleiri verði dæmdir á þessu ári en á því síð- asta. Einræðisherrar fyrir rétt? Á öðmm sviðum hefur nokkur ár- angur náðst: Þing Kambódíu hefúr samþykkt aö standa að réttarhöldum í samvinnu við Sameinuðu þjóðimar yfir leiðtogum Rauðu khmeranna, sem í nafni kommúnískrar „landbúnaðar- staðleysu" em taldir em bera ábyrgð á dauða 1,7 milijóna manna á ámnum 1975-1979. Málsókn er hafin gegn liðs- manni í öryggissveitum Indónesiuhers sem gengu berserksgang í Austur- Tímor árið 1999, en hann er sakaður um fjöldamorð og pyntingar. Þessar aðgerðir em takmarkaðar en þær em engu að síður tákn um ákveðna hugar- farsbreytingu. Handtaka Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, fyrir tveimur árum í London hefur orðið til þess stjómvöld í öðrum ríkjum em viljugri til að handtaka þá sem grunaðir em um pólitíska glæpi. Enn ganga þó margir lausir: Idi Amin, einræðisherra í Úganda á árunum 1971-1979, er í góðu yfirlæti i Saudi-Ar- abíu; Alfredo Stroessner, valdamesti maður Paragvæ á árunum 1954-1989 fékk pólitískt hæli í Brasilíu; Mengistu Haile Miriam, einræðisherra í Eþíópíu á ámnum 1971-1999, dvelst í Zimbabwe. Svona mætti lengi áfram telja. Það leiðir hugann að einni stað- reynd: Það hefur ætíð farið eftir póli- tískum vilja (einkum ráðamanna í þeim rikjum sem fara með forræði í al- þjóðamálum) hverjir em dregnir fyrir rétt fyrir stríðsglæpi og aðra alvarlega glæpi. í því felst sá tvískinnungur sem fylgt hefur slíkum réttarhöldum. Þess vegna er svo brýnt að alþjóðaglæpa- dómstóllinn verði ekki misnotaður í pólitísku skyni heldur haldi sjálfstæði sínu. Þá mun hann standa undir því nafni að vera eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í mannréttindamál- um frá því að mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt árið 1948. Nýir starfstitlar í D.C. Forseti skipaður af dómstólum a Lögmœtis- rúðherra % ©‘OO-TH&BOSTPN oié.T. gw Undirbúnings■ skrifstofa fyrir kosningi slaginn 2004

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.