Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Page 15
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 I>V 15 Helgarblað Á hverju ári er Darwin-verðlaunun- um úthlutað í Amer- íku. Charles Darivin setti fyrstur manna fram kenninguna um náttúruval og uppruna tegund- anna. Þar er því haldið fram að mað- urinn sé kominn af öpum og sé því í rauninni aðeins þró- að afbrigði apa. Þannig sé náttúran gjörvöll í stöðugri leit að betri lausnum og þeir eiginleikar sem jákvœðir teljast fyrir afkomu teg- unda þróist og eflist. Af þessum ástæðum eru verö- launin sem hér um ræðir kennd við Darwin, því þau eru veitt þeim sem farast af slysforum og er það skilyrði að heimska viðkomandi hafi átt sinn þátt i dauða hans. Með þessu telja verðlaunaveitend- ur að verðlaunahafar séu að gera mannkyninu greiða með þvi að fjarlægja sig úr genabankanum og tefja þannig fyrir því að heimska nái yfirhöndinni í geðhöfn manns- ins. Á vefsíðunni www.darwin- awards.com er árlega skýrt frá því hverjir hreppa Darwin-verðlaunin sem eru skiljanlega ávallt veitt að verðlaunahafa látnum. Nú liggur fyrir úthlutun þeirra fyrir árið 2000 og við skulum líta á nokkur dæmi. Kurlaður sigurvegari Sigurvegari ársins er Michael nokkur sem rak viðarkurlunar- þjónustu í bænum Skowhegan í Maine í Bandaríkjunum. Flagg- skip fyrirtækisins var gríðarlega öflugur viðarkurlari sem gat tekið trjáboli sem voru allt að 70 senti- metrar í þvermál og spænt þá nið- ur i kurl þar sem hver bútur var innan við sentímetri að lengd. Apparat þetta, sem gekk undir gælunafninu „Gölturinn", hafði verið óstarfhæft hluta úr degi vegna bilunar og því unnu starfs- menn fram eftir til að ná að kurla upp í pantanir sem fyrir lágu. Fyr- irstaða myndaðist í Geltinum af trjáberki og Michael klifraði upp á færiband sem fóðraði kurlarann og hóf að losa stífluna með hrífu. Honum láðist að stöðva vélina og um leið og hann losaði börkinn rann hann sjálfur inn í gin Galtar- ins og varð þegar i stað að kurli. Vinnueftirlitsmenn sem komu á staðinn þurftu áfallahjálp því að- koman var heldur óhugnanleg og þurfti DNA rannsókn til að bera óyggjandi kennsl á hinn látna þar sem hann var í of smáum bitum til þess að neinn ættingi treysti sér til þess. Þessi fína rafmagnsgirð- ing Fátt veitir karlmönnum meiri gleði en að dytta sjálflr að heimil- um sínum og smíða sjálflr eitt og annað. Charles heitinn var múr- arameistari i Denver og hafði oft unnið við hlið rafvirkja sem lögðu rafmagn í hús. Fyrir vikið taldi Charles sig færan í flestan sjó þeg- ar rafmagn var annars vegar. Hann átti hunda sem stundum sluppu út úr bakgarðinum og ákvað að setja sjálfur upp raf- magnsgirðingu til að halda þeim innan lóðarmarka. Ekki leið á löngu þar til Charlie hafði áfallalaust komið 120 volta straumi á alla girðinguna og lengi vel gekk allt vel og enginn hundur Sumt er þannig í fari mannanna að erfitt er að sjá að viö stöndum þessum ættingjum okkar neitt framar að gáfum. Heimskan varð þeim að falli - Darwin-verðlaununum fyrir árið 2000 úthlutað slapp út. Þá kom vorið og Charlie fór að vinna i garðinum. Hann var að setja niður tómatplöntur þegar hann greip um girðinguna til að styðja sig og lést fljótlega af völd- um raflostsins. Það sem Charlie vissi ekki er að allar rafgirðingar eru með sérstökum búnaði sem rýfur strauminn á nokkurra sek- úndna fresti og kemur þannig í veg fyrir óhöpp. Fyrir þetta fékk Charlie Darwin-verðlaunin. í djúpum skít 32 ára gamall íbúi i Maine, Benjamín að nafni, endaði líf sitt með óvenjulega heimskulegum hætti fyrr á árinu. Benjamín ók Mazda-pallbifreið sinni á ógæti- lega miklum hraða í ranga beygju. Bíllinn valt og fór yflr lága girð- ingu umhverfis 1200 þúsund lítra tank með saur og úrgangi, en end- urvinnslustöð tengd holræsakerfi borgarinnar var einmitt staðsett þama. Kafarar fiskuðu Benjamin og bílinn hans upp af fjögurra metra dýpi þar sem hann hafði sannar- lega lent í djúpum skít og fékk Darwin-verðlaunin fyrir. Charles Darwin settl fram kenning- una um uppruna tegundanna. Viö nafn hans eru kennd óvenjuleg veröiaun sem eru veitt árlega þeim sem farast vegna eigin heimsku. Aö temja hest Það gerðist í Nevada snemma síðastliðið vor að ung kona, Andr- ea að nafni, var við tamningar í gerði við hesthús sem hún hafði á leigu. Hestinn hafði hún unnið í happdrætti og var þetta arabískur gæðingur, mjög taugaveiklaður enda aðeins hálftaminn. Andreu gekk illa að koma beislinu á hann því hann reisti höfuðið alltaf upp svo hún náði því ekki yfir eyrun. Hún ákvað að sjá við þessu með því að binda reipi um háls hests- ins og strekkja hinn enda þess um mittið á sér og hindra þannig hrossið í að lyfta hausnum en hafa jafnframt báðar hendur lausar til að koma beislinu á hann. Hestur- inn fór létt með að kippa eiganda sínum á loft og fældist þegar með hann bundinn um hálsinn og hljóp hring eftir hring i gerðinu. Reipið var nógu langt til þess að framfæt- ur hestsins náðu auðveldlega að rota eigandann, sem lést á sjúkra- húsi skömmu eftir að henni var bjargað frá hestinum. Jóiatréð mitt Sextíu og sex ára gömul kona í Quebec í Kanada fór í ökuferð skömmu fyrir jólin og keypti sér jólatré í skógarlundi. Hún ók heimleiðis með nokkur tré fest á toppinn á bifreið sinni. Á miðri leið losnuðu festingar og trén féllu á akbrautina. Konan fór út úr bílnum og fór að tína saman trén þótt dimmt væri orðiö og brautin væri illa upplýst. Hún varð á skömmum tíma tvisvar fyrir bil og lést við þessi björgunarstörf. Fyrir þetta fékk hún verðlaun Darwins. Er þetta hann? Tveir menn í Brisbane í Ástral- íu áttu eitthvað verulega sökótt við þann þriðja, sem bjó í hjól- hýsagarði þar í borginni. Þeir ákváðu að læðast að hjólhýsi hans og lumbra virkilega á honum. Sennilega hefur þeim verið heldur heitt í hamsi því báðir voru vopn- aðir hnifum. Nokkuð ringulreið skapaðist í myrkri og spennu á staðnum og íbúi hjólhýsisins slapp ómeiddur en árásarmennirnir stungu hver annan mjög illa. Ann- ar lést af stungusárum en hinn lifði við örkuml. Þetta var talið nægja til Darwin-verðlauna. Ég er farin að sofa Ung kona í Karólínuríki í Bandaríkjunum gisti á móteli með unnusta sínum. Þau hjúin undu sér lengi kvölds við víndrykkju og maríjúanareykingar og fannst al- veg tilvalið að eyða nóttinni á þak- inu, enda var afar hlýtt i veðri þennan dag. Þau læddust út seint um nóttina með teppi og kodda og tókst að komast upp á þak gisti- heimilisins. Það reyndist ekki með öllu hættulaust, því þakið var ekki alveg lárétt. Konan valt vel reykt og steinsof- andi fram af þakinu undir morgun og lést af fallinu, sem var nokkrar hæðir niður á götu en unnusti hennar rumskaði ekki. Syndur eins og ísbjörn Það er siður viða í Kanada að taka sér hressandi sundsprett í vökum ísilagðra vatna. Heima- mönnum þykir þetta mikiö hreystimerki og kenna athæfið við ísbimi, sem eiga auðvelt með að synda í vatni og sjó undir frost- marki. 38 ára gamall heimamaður í Kingsmere var að leika hokkí með vinum sínum seint um kvöld þegar hann ákvað að sýna hreysti sína og hugðist synda milli tveggja vaka á vatninu, sem voru aðeins tvo metra hvor frá annarri. Um leið og hann fór í kaf í dimmt og kalt vatnið missti hann allt átta- skyn og villtist af leið. Hann fannst látinn í vatninu undir morgun en fékk þó altént Darwin- verðlaunin. PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.