Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Page 19
19 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 X>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað Djass: Jazzleikarinn með myndavélina - Milton J. Hinton 1910-2000 Milton J. Hinton bassaleikari Það er fullyrt að harm hafí leiklð inn á fleiri plötur en nokkur annar jazzleikari, um það bil 1200 talsins. Hér einu sinni, þegar sjónvarpið var svart-hvítt á Manhattan, auglýs- ingaforkólfarnir á Madison Avenue drukku tvo eða þrjá Vodka Martini í hádeginu og Jack Keruac ruddi úr sér gifuryrðum á bamum í Village Gate, lék þrumugóð hljómsveit í daglegum sjónvarpsþætti Roberts Q. Lewis. Þessi sjónvarpsþáttur naut mikilla vinsælda, ekki síst í suður- ríkjunum. Það vakti því mikla at- hygli þegar allt í einu var kominn nýr bassaleikari í hljómsveit þáttar- ins, svartur á hörund. „Það er ekki réttilega hægt að kalla þetta svart-hvítt sjónvarp nema að það séu bæði svartir og hvítir gaurar í bandinu," fullyrti hljómsveitarstjórinn, Jackie Glea- son, sem seinna varð frægur gaman- og kvikmyndaleikari. Umræddur bassaleikari, Milton J. Hinton, var gamall vinur Gleasons. Hann var fyrsti þeldökki tónlistarmaðurinn sem fékk fasta vinnu í hljóðverum New York-borgar. Það var árið 1954. Hinton ruddi brautina fyrir menn eins og Clark Terry (trpt) og Hank Jones (pno) og fleiri þeldökka jazz- leikara. Hann lék fyrst í síðdegis- sjónvarpsþætti en endaði sjónvarps- feril sinn árið 1970 sem einleikari hijómsveitar Bobbys Rosengarden, sem var húshljómsveit hjá „NBC Late Night Show“ og Dick Cavett. Þátturinn var sýndur um allan heim. NBC-hljómsveitin þótti góð. Henni var oft líkt við Basie-bandið og Herman-hjörðina. Ekki almennilegur bassaleikari Það var einmitt árið 1970 sem Hinton hóf kennslu i bassaleik við Hunter College og við Baruch Col- lege en tíu árum síðar stofnaði hann sérstakan sjóð við Hunter College, The Milton J. Hinton Scholarship Fund, til styrktar ungum bassaleik- urum. Það er hins vegar Temple University-háskólinn sem hefur að- stoðað við útgáfu bóka hans. Milton John Hinton fæddist í Vicksburg í Miss. þann 23. júni árið 1910. Hann ólst upp í Chicago þar sem hann lék með mönnum eins og Zutty Singleton (trompet) og Eddie South (fiðla). Árið 1936 tók Cab Call- oway hann í hljómsveit sína til reynslu. A1 Morgan, bassaleikari hjá Calloway, hætti í hljómsveitinni nokkrum klukkustundum áður en leggja átti af stað í tónleikaför til New York. Hinton segir frá því í endurminningum sínum að Cab Calloway hafi sagt við ráðninguna að hann ætlaði síðan „að finna sér almennilegan bassaleikara í New York“! Eitthvað hefur Calloway reynst erfitt að finna almennilegan bassa- leikara því að Hinton lék með hljómsveit hans næstu 15 árin. Call- oway-hljómsveitin hljóðritaði m.a. tvö tónverk sérstaklega samin og tileinkuð Hinton á þessum árum. „Pluckin’ the Bass“ (1939) og „Ebony Silhouette" (1941). Seinni árin má telja að athyglisverðasta hljóðritun hans með eigin hljóm- sveit sé „Old Man Time“ - tveggja diska samloka (Útg. Chiarascuro) þar sem Lionel Hampton (vib) og Dizzy Gillespie (tpt) leika sem gest- ir. Síðasta hljóðritun hans var aftur á móti gefin út árið 1995. Hún heitir „Laughing at Life“ (útg. Columbia Records). Með Louls, Bing og Gillespie Snemma árs 1953 gekk Hinton til liðs við Count Basie-hljómsveitina áður en hann fylgdi Louis Arm- strong-sextettinum um sumarið í sjö mánaða tónleikaferð um allan heim. Hann var eftirsóttur undirleikari söngvara og var meðal annars með í síðustu söngfor Bings Crosbys til Evrópu. Gunnar Hrafnsson bassa- leikari segir að Hinton hafi verið „rosalega traustur og fjölhæfur bassaleikari. í raun og veru var allt pottþétt sem hann gerði“. Dizzy Gillespie (trpt) og Milt Hinton léku saman, ungir menn, í Calloway-hljómsveitinni. í hinum fræga Cotton Club, þar sem hljóm- sveitin var til húsa, læddust þeir fé- lagar upp á þak á milli sýninga. Þar æfðu þeir nýjar hugmyndir, línur og hljóma, sem voru grunnur að nýjum stíl Dizzys, sem seinna fékk nafnið „Bebop". Cab Calloway var ekki hress með þessar kúnstir og kallaði þær „Chinese Licks“ eða kinaslaufur. Það er haft eftir tónlist- armanninum og jazzsagnfræðingn- um Gunther Schuller að þessar æf- ingar Hintons og Gillespie hafi ver- ið „brautryðjendastarf sem átti sér engan líka i jazztónlist þeirra tíma“. Svingaði fínt „Kontrabassinn er þjónustu- tæki,“ sagði Hinton eitt sinn í við- tali við John S. Wilson, jazzgagn- rýnanda í New York. „Sem stjórn- andi þessa þjónustutækis verður maður að búa yfir auðmýkt. Maður verður að vera ánægður með hlut- skipti sitt að baki annarra jazzleik- ara, vitandi að maður í raun og veru heldur þessu öllu sarnan." Tómas R. Einarsson, tónsmiöur og bassaleikari, segir: „Milt Hinton var ekki með stóran tón en hann sving- aði fint og gaf góöan botn, hvort sem það var fyrir Cab Calloway eða Branford Marsalis." Ljósmyndun var helsta áhugamál Hintons, utan tónlistarinnar. Hann eignaðist fyrstu myndavélina sina árið 1935 og varð síðar meir einn af fáum áhugaljósmyndurum í Banda- rikjunum sem hlutu viðurkenningu Leica-fyrirtækisins. Milton Hinton hélt fjöldann allan af ljósmyndasýn- ingum víðs vegar um Bandaríkin og gaf út tvær bækur með ljósmyndum og endurminningum. Hin fyrri, „Bass Line“ (1988), er ómetanleg söguleg heimild um kost og kjör svartra jazzleikara í Bandaríkjun- um, sérstaklega þó myndir af ferli Dizzy Gillespies (trpt) frá æskuár- um til fullorðinsára. Hinton var ásamt Jimmy Blant- on, bassaleikara Ellington-hljóm- sveitarinnar, fyrstur til að leika ein- leik á kontrabassa i jazztónlist. Fúll- yrt er að hann hafi leikið inn á fleiri plötur en nokkur annar jazzleikari, um það bil 1200 talsins. Ólafur Stephensen Heimildir: NYT, Down Beat, LATimes, Encyclopœdia of Jazz. Sviðsljós Jackson rauk á dyr Michael Jackson, söngvari og skemmtikraftur, er meðal dular- fyllstu persónuleika í skemmtana- iðnaðinum. Jackson vakti mikla athygli á dögunum í veglegu brúð- Michael Jackson, songvari og skemmtikraftur Hann vakti mikla athygli á dögun- um þegar hann stormaöi út úr brúökaupi hátt setts plötuútgef- anda. kaupi. Sá sem var að gifta sig var enginn annar en yfirmaður plötu- útgáfu Sony samsteypunnar, Tony Mottola að nafni. Sá er reyndar þekktastur fyrir að vera fyrrverandi eiginmaður Mariah Carey en það er önnur saga. Mottola hélt brúðkaup sitt með stæl og bauð mörgu fyrirmenni, þar á meðal Jackson sem var vís- að til sætis í fremstu röð brúð- kaupsgesta. Presturinn sem vígði hjónin sá ástæðu til þess að halda harðorða ræðu gegn kynferðislegum öf- uguggahætti, klámi og dónum af öllu tagi sem hann taldi að tröll- riðu þjóðfélaginu. Jackson varð sýnilega órótt eftir því leið á pré- dikunina og var að sögn sjónar- votta farinn að kiða sér í sætinu og líta flóttalega í kringum sig. Einnig tóku menn eftir því að roða sló á kinnar Jacksons sem margir hafa talið að væru farðað- ar í meira lagi. Að lokum þoldi Jackson ekki þennan ósómafyrirlestur og strunsaði út löngu áður en athöfn- inni lauk og vakti útganga hans verulega athygli. Talsmaður söngvarans sagði síðar að hann hefði yfirgefið svæðið af öryggisá- stæðum. Oprah er nískupúki Oprah Winfrey hefur efnast vel. Hún er samt orölagður nískupúki og grútarnefur í fjármálum. Þáttastjómandinn vinsæli Oprah Winfrey er þekkt um allan heim því þáttur hennar er sýndur um öll heimshom, meðal annars á Islandi. Fyrir stjórn þáttarins og aðrar sporslur sem Winfrey hefur sinnt um dagana þiggur hún rífleg laun og hefur ávaxtað vel sitt pund og er orðin sterkefnuð. Það er fullyrt að tekjur hennar nemi um 1000 milljónum íslenskra króna á ári eða milljarði og eignir hennar verði ekki metnar nema í tugum milljarða í húseignum, bíl- um og öðrum verðmætum. Þrátt fyrir þetta er Oprah al- þekktur nískupúki og grútamefur í fjármálum og neitar til dæmis aifar- ið að greiða gestum sem koma fram í sjónvarpsþætti hennar fyrir að mæta. Það mun vera siður að greiða þeim sem reka nefið inn i svona þáttum um það bil 40 þúsund krón- ur íslenskar fyrir hvert skipti. Oprah tekur ekki þátt í þessu og segir að þegar fólk mæti í þáttinn til þess að auglýsa sjálft sig eða fram- leiöslu sína með einhverjum hætti sé engin ástæða til þess að borga því fyrir. Þeir sem hafa reynt aö fá greitt hafa gengið á vegg. Spacey og bílastæðiö Leikarinn Kevin Spacey er hátt skrifaður í Hollywood og eftirsótt- ur af framleiðendum kvikmynda. Eins og tíðkast þar í borg á hann sitt sérmerkta bllastæði fyrir utan húsið sem hýsir skrifstofu hans I Beverly Hills. Þar getirn hann lagt bB sínum hvenær sem er en bíla- stæði er eftirsótt þar eins og í Kvosinni. Maöur nokkur, Howard Brandy að nafni, leigir skrifstofu í sömu byggingu og Spacey og á, eins og hcmn, sérmerkt bílastæði. Hann var orðinn mjög þreyttur á því að vinir Spaceys lögðu ávallt í hans stæði þegar þeir komu í húsið. Hann ákvað að ræða málið við þá en þeir svöruðu honum aðeins með skætingi og dónaskap. Brandy var ekki ánægður með þetta og tók málið upp við Spacey sjálfan. Hann tók umkvörtunum hans mjög illa og öskraði á hann og hafði uppi hótanir og svívirö- ingar. Brandy sagði við blöðin af þessu tilefni að Spacey vissi vel að bílastæði væru dýr en hefði ekki hugmynd um að kurteisi kostar ekki neitt. Kevin Spacey lelkari Hann þykir vera viöskotaillur í meira lagi og hefur lent í miklum deilum vegna bilastæöa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.