Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Page 23
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 DV 23 Helgarblað - og hvers vegna framleiði ég svona mikið af hor þegar ég er kvefaður? Það er sagt að Egyptar hinir fomu, sem stunduðu margvíslegar rannsókn- ir á mannslíkamanum áður en grunn- urinn var lagður að nútíma læknis- fræði, hafl komist að þeirri niðurstöðu að heili mannsins væri risavaxinn kirtill sem framleiddi hor sem síðan læki út um nefið. Þótt Egyptamir væm skarpir sáu þeir engan annan til- gang með því einkennilega Mæri sem heilinn sannarlega er. Þessi kenning þeirra hefur löngu verið hrakin þótt stundum væri freist- andi að trúa henni því þama væri sannarlega komin ágæt útskýring á ýmsu undarlegu framferði samferða- manna vorra. Hor er góður Nú er því hins vegar almennt trúað að heilinn sé undirstaða alls vitsmuna- lífs mannsins og hor sé eitthvað allt annað. Samt heldur maðurinn alltaf áfram að kvefast og kvef er ásamt ýms- um tegundum krabbameins og fleiri skaðlegum sjúkdómum talið vera ólæknandi. Kvef er hins vegar ekki banvænt heldur í besta falli óþægilegt og veldur því engum teljandi skakka- fóllum þó ekki sé hægt að lækna það. Eini kosturinn sem hægt er að velja er sá að bíða meðan kvefið hefur sinn gang og rennur sitt skeið á enda. Það er i besta falli hægt að draga úr óþægi- legustu einkennunum en engin leið til að lækna það. Þeim sem er illa kvefaður flnnst að misjafnlega þykkur hor renni úr nefi hans allan sólarhringinn ef það er ekki beinlínis stiflað af horframleiðslu. En hvað er það sem raunverulega gerist þegar maður kvefast og hvers vegna fylgir slæmu kvefl svona óhóflega framleiðsla á hor? Satt best að segja er hor mjög nauð- synlegur hluti af ónæmiskerfi manns- ins. Hann er birtingarform vama mannslíkamans gegn ýmsum sýking- um en um leið staðfesting þess að vamirnar hafa að einhverju leyti bmgðist. Hvernig virkar þetta eiginlega? Undir venjulegum kringumstæðum, þegar maður er ekki kvefaður, dregur maður andann gegnum neflð. Loftið þyrlast um nefgöngin, hitnar upp áður en það fer niður í lungu og ryk og ýms- ir aðskotahlutir loða við veggi nef- ganganna sem em þakin slimi eða fest- ast í bifhárum sem sérstaklega er ætl- að þetta hlutverk. Bifhárin flytja ruslið úr andrúms- loftinu í bland við misjafnlega þurrt slím aftur í nefkokið. Þar veldur það pirringi og er skýringin á því hvers vegna menn þurfa að ræskja sig. Þetta geta varla talist óþægindi og sjálfsagt að vera þakklátur náttúrunni fyrir þennan hugvitsamlega búnað. Þegar kvefvíms tekur sér bólfestu í nefgöngum eykst slímframleiðsla til Kvef er einn þeirra sjúkdóma sem teljast ólæknandi. Þegar kvef er í hámarki framleiöir meöalmaöurinn um 14 grömm af hor á hverjum degi. Sumum finnst þeir áreiöan- lega geta skaffaö mun meira í góöu kvefi. mikilla muna og er höfuðtilgangur þess að losna við umræddan vírus. Stundum tekst þetta og nef sjúklings stífLast ekki. Stundum fer horfram- leiðslan á slíkt flug að nefið stíflast. Þá er hætta á sýkingu í nefgöngum sem aftur skilar sér í sérstaklega grænum og þykkum hor sem flestum finnst fremur ógeðfelldur. Vandinn er sem- sagt falinn í sýklunum en ekki í hom- um. 14 grömm á dag Vökvinn sem líkaminn þarf til að framleiða hor er sóttur í blóðið. Þang- að sækja horfrumumar í nefgöngum okkar hráefnið að hluta en að hluta í sýklana. Það hefur verið vísindalega mælt hve mikinn hor meðalmaður get- ur framleitt á einum degi og reyndust það vera um 14 grömm á sólarhring. Þá er miðað við að kvef sé í hámarki og hor sé framleiddur með hámarksaf- köstum. Ekki er að efa að mörgum finnist þetta heldur lágar tölur miðað við síðustu kvefminningar. Menn hafa velt því fyrir sér hver sé efnafræðiformúla fyrir innihald hors og því er til að svara að 95% af hor er vatn eða H20. Afgangurinn er prótein, fita og dauðir kvefsýklar. Af þessu má ráða að næringarinnihald hors er án efa mjög lítið og getur það engan veg- inn skýrt hvers vegna enn era á með- al okkar þeir sem treysta sér til að borða framleiðslu af þessu tagi. Bróðurparturinn af þessum upplýs- ingum um þetta sammannlega vanda- mál er sóttur á Netið á slóð sem heitir www.straightdope.com og helgar sig því sannleiksleit í ýmsu formi. -PÁÁ Hvað er hor? Ekki vinsæl hjá f/ölmiölafólki. Crowe og Ryan: Óþolandi saman Þau voru ágæt og elskuð sitt i hvoru lagi en eftir að þau kynntust, kysstust og byrjuðu saman opinber- lega er óhætt að segja að þau hafi misst helsta glansinn. Meg Ryan og Russell Crowe eru að verða einstak- lega hötuð meðal fjölmiðlafólks i Ameríku. Myndin sem dró þau saman hefur fallið eftirminnilega og virðast áhorfendur raunar forðast hana eins og heitan eldinn. Það sama má reyndar segja um það hvernig Meg og Russell forðast fjölmiðlana og þá sérstaklega blaðafólk. Nýlega greindum við frá því að þau vildu ekki kynna kvikmyndina nema með viðtölum í sjónvarpi. Russell vildi auk þess ekki veita lengri viðtöl en þrjár mínútur sem hann nýtti frek- ar sjálfselskulega. Þremur minútum eyddi hann í að tala um þyrlur. í öðru viðtali var hann spurður hvað honum þætti um svokallaða pappa- rassa, ágenga ljósmyndara. Því svaraði hann með samantvinnuðum blótsyrðum sem auðvitað var ekki hægt að setja í sjónvarp. Og auðvit- að eyðilögðu stuðningsmenn Russells öll sönnunargögn. Hegðun Russells síðustu vikumar er farin að minna óþarflega mikið á Mickey nokkum Rourke sem var einu sinni frægur. En það væri kannski hollt fyrir nýsjálenska leik- arann Russell að hugsa til þess hvað Mickey er að gera núna. Og hvað er Mickey að gera? Enginn veit það - og öllum er sama. Opið laugard. 10-18 sunnud. 10-18 afsláttur mr • buxur • sk og margt fleira s. 511 4747 SPAR SPORT TOPPMERKI A LÁGMARKSVERÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.