Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Síða 27
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 DV 27 Helgarblað Laugarbakki í Miðfirði: Þriðja vetursetan „Hún kom hingað fyrst fyrir tveimur árum og þá var hún hérna fyrir neðan gróðurhúsin, en við sáum hana ekki mikið þann vetur- inn. En síðan kom hún aftur síðasta vetur og var þá mikið meira og svo kom hún á jóladag núna og hefur verið síðan" sagði Ólöf Sigurbjarts- dóttir á Laugarbakka í Miðfirði í samtali við DV í gær. En álft hefur tekið sér bólfestu á Laugarbakka yfir veturinn og fer hvergi, þrátt fyrir að hún sé farfugl og hafi bland- að geði við aðrar áftir, sem hafa við- komu við Miðfjarðará á sumrin. „Það eru nokkir sem gefa henni að borða hérna og hún tekur til mat- ar síns, þegar hún er svöng. Þegar hún sást fyrst var hún hálfræfilsleg, en braggaðist fljótlega en hún átti sér skjól hérna í hitavatnslæk rétt fyrir neðan hjá okkur. I fyrra var hún mikið héma á staðnum og hún beið eftir dóttur minni þegar hún kom heim úr skólanum og fylgdi henni heim. Svo kom hún á jóladag en ég var hérna fyrir neðan húsið og þá heyrði ég í henni hinu megin við Miðfjarðará. Ég kallaði í hana og hún kom skömmu seinna yfir ána til okkar,, sagði Ólöf um leið og hún gaf álftinni brauð. Álftin færði sig sig lítið úr stað þrátt fyrir að að óboðnir gestir væru mættir og undi vel sínum hag við húsið númer 8 á Gilsbakka á Laugarbakka í Miðfirði, þegar við áttum þar leið hjá. Er við fómm kúrði hún og fátt virtist trufla hana nema einn og einn hundur, sem henni var frekar illa við. „Þetta gerist þónokkuð héma að áftir hænist að fólki og stundum hafa þær verið til vandræða, því það getur verið erfitt að losna við þær,“ sagði Ævar Petersen hjá Nátt- úrufræðistofnun islands. -G.Bender í boði fyrir þá sem vilja hætta að reykja: Námskeiö og endurg j aldslaus símaþjónusta DV-MYND G. BENDER Mannelsk álft Ólöf Sigurbjartsdóttir á Laugarbakka gefur álftinni. Þeir sem strengdu það áramótaheit að hætta að reykja geta fengið ráðgjöf um meðferðar- og stuðningsúrræði í apótekum fram til 2. febrúar. Það em félagsmenn í Samtökum hjúkrunar- fræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki sem veita reykingaráðgjöflna og að sögn Dagmarar Jónsdóttur, formanns verkefnisins, hafa móttökumar verið mjög góðar. Dagmar segir að full þörf sé á slíkri ráðgjöf þar sem margar leiðir era í boði fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Til að mynda séu til reykingalyf, hægt sé að hringja í nýja reykingalínu sem veitir endurgjalds- lausa símaþjónustu fyrir þá sem vilja hætta reykingum og ýmis námskeið séu í boði. „Það er mjög einstaklings- bundið hvað leiðir hentar fólki við að hætta að reykja, „ segir Dagmar. Leita meira eftir ráðgjöf Arndís Guðmundsdóttir sér um reykinganámskeið hjá Krabbameins- félaginu og segir hún að aukning hafi verið á því að einstaklingar sem era að hætta að reykja leiti eftir ráðgjöf hjá félaginu. Félagið býður upp á 6 skipta námskeið sem taka fimm vikur og einnig heldur það námskeið i fyrir- tækjum. Arndís segir að á námskeiðunum sé boðið upp á margs konar fræðslu um reykingar, áhrif þeirra og heilbrigt lif- erni. Þá sé reynt að finna út hvaða leið hentar best fyrir hvem og einn. í fjórða tímanum sem kallaður sé H- dagurinn sé drepið í og siðustu tveir fundirnir séu notaðir sem stuðnings- fundir. „Við fylgjum námskeiðunum eftir með því að hringja í fólk og það hjálpar til, „ segir Amdís. Hugarfarsbreyting mikilvæg Heilsustofnun Náttúrulækningafé- lags Islands er með vikimámskeið fyr- ir fólk sem vill hætta að reykja og að sögn Bee McEvoy verkefnisstjóra, er fullbókað í fyrsta námskeiðið sem hefst þann 14. janúar og byrjað er að bóka í það næsta. „Fólk viil helst hætta að reykja á þessum tima, „ seg- ir Bee. Hún segir að haldið sé sam- bandi við þá sem koma á námskeiðin út árið t.d. með því að bjóða þeim í heimsókn einu sinni í mánuði og með því að hringja í það. Á námskeiðun- um sé lagt áherslu á að fólk geri breyt- ingar á lífstíl sínum og hugafari. Bee segir að fólki gangi vel að hætta að reykja á námskeiðunum og það megi meðal annars rekja til þess að um- hverfið er rólegt og jákvætt. „Fólk fær líka mikla líkamlega útrás sem hjálp- ar til við að takast á við fráhvarfsein- kennin," segir Bee. Guðjón Bergmann, sem hefur hald- ið námskeið fyrir reykingamenn í fjögur ár með góðum árangri, segir að þegar fólk vilji hætta aö reykja sé hugafarsbreyting mikilvægust. „Lyf eru óþörf því það eina sem þau gera er að draga úr einkennunum, „ segir Guðjón. Námskeið hans byggja á per- sónulegri reynslu því hann reykti sjálfur í 12 ár og er markmiðið með þeim að losa fólk endalega við tóbakið þannig að það þurfi ekki að halda í sér innan um reykingafólk. Á þessu ári mun Guðjón aðeins halda eitt opið námskeið í samstarfi við SGA, Sí- mennt sem hefst þann 9. janúar og tekur fjögur kvöld. Námskeiðið bygg- ir á fyrirlestrum og verkefnum og síð- an er árangurinn undir hverjum og einum kominn. -MA Fyrsti heiðursborgarinn í Garðabæ: Bragi útnefndur Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að gera séra Braga Frið- riksson að heiðursborgara Garðá- bæjar. Með þvi vill bæjarstjóm láta í ljós þakklæti sitt fyrir mikið og gott starf séra Braga í þágu bæjar- búa og bæjarfélagsins um áratuga skeið. Séra Bragi Friðriksson starfaði sem sóknarprestur i Garðabæ á ár- unum 1966-1997. Hann var ekki ein- ungis prestur bæjarbúa heldur vann hann einnig að mörgum fram- faramálum í þágu bæjarfélagsins, einkum á sviði fræðslumála, iþrótta-og æskulýðsmála. Bæjarstjórn Garðabæjar útnefnir séra Braga sem sinn fyrsta heiðurs- borgara sem er vel við hæfi á 25 ára afmæli bæjarins. -DVÓ QUELLE 2ja hluta buxnadragt Stretch, 100% polyester. Má þvo i þvottavél. K Plómu og grá. '&nU frúi5 dfi ^ntn/ííi 4 ÞÍriíUfin vcrí'i! Blússur kr. 990,- , Jakkar kr. 1.590,- /á í Peysur kr.990,- m Buxur kr.790,- W B Pils kr.090,- L Töskur - töskur ✓ i bæinn ✓ í sundið ✓ í leikfimina ✓ Eða hvert sem er Hnífasett - 18 hlutir. 12 hluta borðbúnarður ✓ 5 hnífar til allra verka ✓ Brýni ✓ ! góðri tösku ✓ Ryðfrítt eðatstát litsala kr. 5.900 3ja hluta baðsett ✓ Fallegt og notadrjúgt ✓ Fyrir sápu ✓ Fyrir sápukrem ✓ Fyrir tannbursta Handklæðasett ✓ Mjúk og þægileg ✓ Frottier úr hreinni bðmull ✓ 4 handklæði 58 x 100 cm. ✓ 2 baðhandklæði 70 x 140 cm. Tölva sem gott er að nota! ✓ í vönduðu veski með blokk og penna ✓ Umreiknar i Evrur ✓ Notar sólarorku ✓ Stór gtuggi, stórir starfir. ✓ Fín til að eiga, gðð til að gefa! QUELLE Verslun Dalvegi 2 Kópavogi Sími5642000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.