Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Síða 39
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001
DV
Tilvera
Ferðir út í geiminn árið 2001:
Geimferðir
fyrir almenning
- sama hæð og Alan Shephard, fyrsti ameríski geimfarinn, fór í árið 1961
Þyngdarleysi
Strangt tiltekið eru menn ekki komnir á braut um jörðu en samt sem áöur er
útsýnið stórkostlegt og farþegarnir njóta þyngdarleysis í fimm til tíu mínútur.
Fronskunámskeið
/■-jtbo hddin 15. janúar.
2. £912. janúar.
Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna,
námskeið fyrir börn og eldri borgara,
taltímar, einkakennsla.
Tökum aS okkur kennslu í fyrirtækjum.
Alliance Francaise
Hringbraut 121 • Sími 552-3870 • Fax 562-3820
netfang af@ismennt.is • veffang http://af.ismennt.is
Árið 1968 spáði kvikmynda-
gerðarmaðurinn Stanley Kubrick
því i myndinni 2001: A Space
Odyssey að fljótlega eftir aldamót
myndu flugfélög bjóða upp á
reglubundnar ferðir út I geiminn.
í myndinni er sena þar sem flug-
freyjur frá PanAm ganga um með
tehettur á höfðinu og færa farþeg-
um fljótandi flugvélamat á meðan
þeir tala í myndsíma sem er í
bakinu á sætinu fyrir framan þá.
Sumt af því sem Kubrick spáði
á sínum tíma hefur ræst en ann-
að ekki. Það eru enn þá flugfreyj-
ur um borð i flugvélum en þær
eru ekki meö tehettur á höfðinu.
Flugvélamatur er óætur og í sum-
um flugvélum er hægt að horfa á
sjónvarp en það er ekki boðið upp
á reglubundnar ferðir út í geim-
inn og PanAm er farið á hausinn.
Blikur á lofti
Þrátt fyrir að spáin hafi ekki
ræst eru blikur á lofti um að það
muni gerast á næstu áratugum
því stórfelldar áætlanir eru á lofti
um að bjóða almenningi upp á
ferðir út í geiminn. Menn eins og
Buzz Aldrin, annar maðurinn til
að stiga fæti á tunglið, eru ötulir
baráttumenn fyrir geimferðum
handa almenningi. Hann heldur
því fram að framtíð geimferða
byggi á slíkum ferðum og hvetur
til fjárfestinga í fyrirtækjum sem
ætla að bjóða upp á slíkar ferð-
ir.
100 kílómetra hæð
Nú þegar er byrjað að skip-
leggja ferðir þar sem fólki er boði
upp á ferðir með sérhönnuðum
Sumarfrí
í dönsku
sumarhúsi
Nýr verðlisti frá dönsku sumar-
húsaleigunni Dan Center kom út á
dögunum en þetta er í 44. sinn sem
staðið er að þessari útgáfu. í frétta-
tilkynningu með listanum segir að
búast megi við verðlækkun á tíma-
bilinu júní til júlí. Þá séu mörg til-
boð í gangi og þess dæmi að aðeins
þurfl að greiða tíu daga leigu fyrir
afnot af sumarhúsi i tvær vikur.
Þeir sem hyggja á ferðalag til Dan^o
merkur geta fengið listann sendan
heim sér að kostnaðarlausu og
einnig er hægt að skoða sig um á
heimasíðu íslenska umboðsmanns-
ins www.fylkir.is á Netinu. Á
heimasíðunni er hægt að skoða
hvort hús eru laus, hvað þau kosta
og einnig má ganga frá bókun á Net-
inu. Þá er einnig að finna upplýsing-
ar um sumarhús í Svíþjóð og Noregi
eða fá sérstakan lista þar um send-
an heim.
Rugfreyjur með tehettur
Flugfreyjur færa farþegum fjótandi flugvélamat á meðan þeir tala í
myndsima.
þotum sem flytja fólk upp í 100
kílómetra hæð. Það er sama hæð
og Alan Shephard, fyrsti amer-
íski geimfarinn, fór í árið 1961.
Strangt tiltekið eru menn ekki
komnir á braut um jörðu en samt
sem áður er útsýnið stórkostlegt
og farþegarnir njóta þyngdarleys-
is í fimm til tíu mínútur. Allir
sem fara í slíka ferð verða að
vera í góðu líkamlegu formi og fá
sérstaka þjálfun sem tekur um
fjóra daga. Enn sem komið er
þykir ferðin nokkuð dýr en hún
kostar um 100 þúsund dollara.
Geimhermir
Þeir sem ekki hafa ráð á svo
dýru flugi geta notið þess næst-
besta og farið í flughermi sem lik-
ir eftir ferð út í geiminn. Ferö í
geimhermi þykir stórkostleg
reynsla, ótrúlega eðlileg og kost-
urinn við hana er að hún áhættu-
laus.
í Bandarikjunum er einnig boð-
ið upp á sumarbúðir fyrir börn
þar sem þau fræðast um geim-
ferðir. Frægir geimfarar á borð
við Buzz Aldrin, Alan Bean og
John Glenn halda fyrirlestra og
börnin fá þjálfun svo að þau geti
tekið þátt í geimferðum framtíð-
arinnar.
-Kip
INNANHÚSS- 72
ARKITEKTÚR
í frítíma yðarmeð bréfaskriftum
Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til
þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota.
Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti,
lýsingu, list. Þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll,
blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, góiflagnir,
veggklæðningar, vefnaðarvara. Þar tilheyrir gólfteppi,
húsgagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl.
Ég óska, án skuldbindingar, að fá sendan bækling yðar
um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ
Nafn..............................
Heimilisfang....................
Akademisk Brevskole A/S
Jyllandsvej 15 ■ Postboks 234
2000 Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark