Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Qupperneq 43
51 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 DV Tilvera 'BYLG J A Ni tunglinu - þess hefur verið farid á leit að kaþólska kirkjan geri hann að dýrðlingi Elvis á Þjóðsögur eiga sér margar og merkilegar birtingarmyndir. Flestir tengja þær fortíðinni og gamla bændasamfélaginu, álfum, draugum og tröllum. Þrátt fyrir þetta eru nýj- ar þjóðsögur alltaf að verða til og í kringum sumar persónur verða til svo margar sögur að það líkist fári. Sögur um Elvis Presley eru dæmi um þetta, frægðarstjama hans hefur aldrei risið hærra en í dag, rúmum tuttugu árum eftir að hann lést. Vinsældir Elvisar og sala á tónlist hans eru þvílíkar að það mundi sæma hvaða lifandi tónlistarmanni sem væri. Það er því ekki úr vegi að rifja upp nokkrar sögur um hann í tilefni þess að afmælisdagur kóngsins í Graceland er 8. janúar. Ævi Elvisar er klassískt dæmi um fá- tækan dreng sem brýst til frægðar af eigin rammleik. Hann eign- ast allt sem hugurinn girnist en fær leiða á öllu saman, tapar sér í frægðinni og glatar öllu, eða eins og hann sagði sjálfur: „a rat race at a snail’s pace“. Sögurnar öðlast líf Skömmu eftir að frægðarsól Pres- leys tók að risa fóru af stað sögur. Ein er á þá leið að eftir að eigandi Sun-útgáfufyrirtækisins heyrði fyrstu upptöku hans á hann að hafa sagt að það væri mun betra fyrir El- vis að halda áfram að keyra vörubil en að reyna fyrir sér í tónlist. Önn- ur saga er á þá leið að Elvis hafi verið mikill kynþáttahatari og hafi lýst því yfir að það eina sem negrar gætu gert fyrir sig væri að kaupa plöturnar sínar og bursta skóna. Báðar sögurnar verða að teljast mjög vafasamar þar sem eigandi Sun gaf út fyrstu Elvis-plötuna og hann var undir sterkum áhrifum frá trúartónlist þeldökkra suður- ríkjamanna. dag er hann kominn með bjórvömb, skegg og skalla. Hann segir að sér líði ágætlega en iðrast þess að hafa svikið aðdáendur sína með þessum hætti: „Ég ætlaði mér ekki að særa neinn, ég gat bara ekki meira.“ í annarri frétt í sama blaði segir að í staðinn fyrir Elvis hafi verið búin til nákvæm vaxmynd af kóng- inum og hún höfð til sýnis meðan líkið stóð uppi og að þaö hafi verið lík óþekkts Englendings sem fór í gröfma. í öðru blaði er því haldið fram að Elvis sé geimvera og það hafi sést til hans á tunglinu. Þessi - hugmynd kemur reyndar líka fram í kvikmyndinni Men in Black þar sem sagt er að Elvis hafi ekki dáið heldur farið heim. Heilagur Elvls Frá dauða Presleys hafa verið stofnuð trú- félög sem hafa tekið hann í guðatölu. Sumir halda þvi fram að hann sé frels- arinn endur- fæddur og þess hefur verið far- á leit að kaþólska kirkjan taki hann í tölu dýrðlinga. The Church of Elvis í Portland Oregon er opin allan sólarhringinn og þar er hægt að ganga í hjónaband og Elvis-líki syngur við brúðkaupið. Önnur birtingarmynd Elvis-dýrkun- arinnar er að á hverju ári er keppt út um allan heim þar sem menn leitast við að líkjast goðinu í útliti og háttum. Það eru því til taílensk- ir, japanskir, norskir og íslenskir Elvisar. Fyrir nokkrum árum heiðraði bandaríska póstþjónustan rokkgoð- ið með því að setja mynd af honum á frímerki og kraftaverkin gerast enn. Stuttu seinna lýsti bandarísk kona því yfir að hún hefði læknast af krabbameini í hálsi eftir að hafa sleikt Elvis-frímerki. Og frá Hollandi hafa borist þær fréttir að stytta af Elvis gráti blóði eins og Maríumyndir gera annað slagið. Gat ekki meira Eftir að tilkynnt var um dauða El- visar 16. ágúst 1977 hafa gengið sög- ur um að hann sé langt frá því að vera dauður og sé við góða heilsu. Á hverju ári berast fréttir víðs vegar úr heiminum um að til hans hafi sést allt frá Kópaskeri til Kalkútta. Vikublaðið World Weekly News hefur verið einstaklega duglegt við að birta frásagnir af þessu. Blaðið hefur t.d. greint frá því að Elvis búi á Hawaii, ásamt núverandi eigin- konu sinn, undir nafninu John Burrows. Elvis mun hafa greint frá því í viðtali ekki alis fyrir löngu að hann hafi verið að bugast undan frægðinni og álaginu sem henni fylgdi og dauði sinn hafi verið sett- ur á svið svo að hann gæti lifað eðli- legu lífi. Hann segist reyndar búa sjaldan lengi á sama stað því hann sé á stanslausum flótta undan því að þekkjast. Elvis hefur reyndar breyst talsvert með aldrinum og í Helgidómurinn Graceland Líkt og aðrir dýrlingar á Elvis sinn helgireit þangað sem dýrkend- ur hans sækja í stríðum straumum aiia daga ársins þótt fjöldinn sé mestur í kringum fæðingar- og dán- ardag hans. Margir líta á Graceland sem helgidóm og telja sér skylt að fara í pílagrímsferð þangað að minnsta kosti einu sinni á ævinni, líkt og múslímar sem verða að fara til Mekka. Dagbækurnar Fyrir nokkrum árum héit banda- rískur blaðamaður því fram að hann hefði fundið dagbækur Elvisar og að síðasta færslan væri dagsett tveimur árum eftir dauða hans. Fréttin vakti mikla athygli og þótti óræk sönnun þess að Presley hefði ekki látist 1977 eins og haldið er fram opinberlega. Sagan af dagbók- unum minnir óneitanlega á Dag- bækur Hitlers á sínum tíma og það sem meira er, þær hurfu á dularfull- an hátt áður en blaðamaðurinn gat sýnt þær eöa birt nokkuð úr þeim. Aldrei vinsælli en núna Sé litið tO vinsælda og æðisins í kringum Elvis Presley á undanfóm- um árum er engu líkara en að hann hafi snúið aftur frá dauðum og sé ódauðlegur. Sala á tónlist hans hef- ur aldrei verið meiri og talið er að búið sé að selja rúmlega milijarð eintaka, sem þýðir að sjötta hver manneskja á jörðinni á plötu með Elvis, hann lifir. -Kip Sest hefur til Elvisar Presleys á tunglinu Er Elvis geimvera sem kom til jaröarinnar til aö skemmta mannfólkinu? stemmmngu með frábærum skemmtikröftum! ogBroadway kynna: ^ Síöan 1Í9F9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.