Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Page 49

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Page 49
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 DV _______51 Á Tilvera Afmælisbörn Rowan Atkinson Leikarinn Rowan Atkinson verö- ur 45 ára í dag. Rowan er þekktur gamanleikari og hefur túlkun hans á hrakfallabálkinum herra Bean notið mikilla vinsælda. Hann hefur leikið í fjölda gamanþátta á BBC-sjón- varpsstöðinni auk nokkurra bíó- mynda. Nicholas Cage Leikarinn Nicholas Cage á afmæli í dag - hann er fæddur í Kaliforníu árið 1946. Cage hóf kvikmyndaleik 15 ára gamall og síðan hefur hann leik- ið í hverri stórmyndinni á fætur annarri og er einn vinsælasti leikar- inn vestanhafs í dag. Hann er bróð- ursonur leikstjórans Francis Ford Coppola. Stjörrmspá Spá sunnudagsins: i m \ Spá sunnudagsins: Vatnsberinn (20. ian.-i8. febri * a Eitthvað sem þú hefur beðið eftir lengi verður loksins að veruleika. Þú átt ekki eftir að verða fyrir vonbrigð- um. Rómantikin Uggur í loftinu. pá mánudagsins: Greiðvikinn vinur kemur þér í opna skjöldu og þér liður ems og þú skuldir honum greiða. Traust og heiðarleiki er þó allt sem þú þarft að sýna af þér. Hrúturinn (21. mars-19. aprill: Gildir fyrir sunnudaginn 7. janúar og mánudaginn 8. janúar Fiskarnir (19. febr.-20. marsi: Þér gengur vel að leysa f verkefhi sem ollu þér B "R vandræðum fyrir nokkru. Þú ert í góðu jafnvægi og dagurinn verður skemmtilegiu-. Spa manudagsins: Einhver þarfnast hjálpar þinnar en kemur sér ekki að þvi að biðja um hana. Þú færð vísbendingar annars staðar frá. Spá sunnudagsms: Þú ættir að láta meira að þér kveða í félagslifinu. Vertu óhræddur við að láta skoðanir þínar í ljós og koma hugmyndum þinum á framfæri. Spá mánudagsins: Hætta er á mistökum í dag, bæði hjá þér og öðrum. Þess vegna er nauðsynlegt að fara varlega í allt sem þú tekur þér fyrir hendur. Tvíburarnlr (21. maí-2i. iúní): /^^Ferðalag liggur í loftinu «// og þú hlakkar mikið til. Ef þú ert jákvæðir mun ferðin verða afar skemmtileg og eftir- minnileg. Spa sunnudagsins: Nautið (20. apnl-20. mai.l: ^iVinur þinn á í bash með f eitthvað og þú hefur að- %k,.J stöðu til að hjálpa honum. Þú gerir eitthvað sem þú hefúr ekki gert lengi og sérð alls ekki eftir því. Spa manudagsms: Mikil samkeppni ríkir í kringum þig og það er vel fylgst með öllu sem þú gerir. Þú þarft að gæta þess að láta ekki misnota dugnað þinn. Krabbinn (22. iúní-22. iúií): Spá manudagsins: Verkefiii sem þú átt fyrir höndum veldur þér talsverðum áhyggjum. Það reynist þó óþarfi þar sem allt gengur mjög vel þegar á reynir. Liónið (23. iúlí- 22. áeústi: Spá sunnudagsms: Það verður mikið um að ' vera fyrri hluta dagsins og ^ þú tekur ef til vill þátt í þvi að skipuleggja viðburð í félagslífinu. Kvöldið verður afar eftirminnilegt. Spá manudagslns: Glaðværð rikir í kringum þig og þú nýtur lífsins. Þér hefur orðið nokkuð ágengt í að þoka málunum áleiðis. Happatölur þinar eru 7,14 og 19. Vogin (23. sept.-23. okt.): XBMESHa I Þú átt rólegan dag i >f vændum sem einkennist *f af góðum samskiptum við fjölskyldu og ástvini. Rómantikin liggur í lofdnu. Spá sunnudagsins: | Vinnan á hug þinn allan þessa dagana. Þú verður að gæta þess að særa engan þótt þú hafir lífinn tíma til að umgangast ástvini. Spá manudagsins: Þú hefur beðið lengi eftir því að fá ósk þína uppfyllta í ákveðnu máli. Þú þarft liklega að bíða enn um sinn en ekki fara þó að örvænta. Mevlan (23. áeúst-22. sept.l: Einhveijar tafir verða á ^-skipulaginu en láttu þær ’ ekki koma þér úr jafn- vægi. Dagurinn verður að öðru leyti ágætur og ekki verður kvöldið verra. Spá mánudagsíns: Þú skalt ekki láta á neinu bera ef þér finnst einhver vera leiðinlegur viö þig og vera að reyna að ögra þér. Þessi framkoma í þinn garð stafar af öfund. Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.): Spa sunnudagsins: Ýmislegt skemmtilegt Spá manudagsins: Samkvæmi sem þú ferð í verður þér og fleirum eftirminnilegt. Þar kynnist þú mjög áhugaverðum manneskjum. Bogamaður (22. nóv.-21. des.): Spa sunnudagstns: "Farðu varlega í fiármál- um og ekki treysta hverj- um sem er. Þú ættir að gefa þér tíma til að slappa af og gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. Spá mánudagsins: Þú hefur tilhneigingu til að vera tor- trygginn gagnvart þeim sem þú þekkir ekki mikið. Það væri skyn- samlegast að láta ekki á neinu bera. gerist í dag og þú verður ’ fyrir óvæntu happi seinni hluta dagsins. Nú er góður tími til að gera breytingar. Spá mánudagsins: Þér berst óvænt boð í samkvæmi sem þú hélst að þú værir ekki vel- kominn í. Þú ert ekki alveg viss um hvemig þú átt að taka þessu. Steingeitln (22. des.-19. ian.): Spá sunnudagsins: Einhver er í vafa um að það sem þú ert að gera sé rétt. Þú skait hlusta á það sem aðrir hafa að segja en endanlega ákvörðunin verður þó að vera þin. Spa manudagsms: Þú þarft aö gera þér grein fyrir hver staða þín er í ákveðnu máli. Verið getur að einhver sé ekki með hreint mjöl í pokahominu. Vinsælasta myndbandiö: Tvöfaldur Jim Carrey Vinsælasta myndbandið þessa vikuna er Me, Myself & Irene, þar sem Jim Carrey fer á kostum í hlutverki lögregluþjónsins Charlies Baileygates. Bræðurnir Bobby og Peter Farelly eru leik- stjórar. Þetta er í annað sinn sem þeir bræður starfa með Jim Car- rey og hér fékk hann tækifæri til að leika tvær persónur í einum og sama manninum. Leikur hann Charlie sem á að baki sautján ára flekklausan feril í lögreglunni á Rhode Island. Hann er hjálpsam- ur, skapgóöur og elskar þrjá syni sína og hugsar vel um þá. Þvi miður fyrir Charlie er hann tvö- faldur persónuleiki og þegar hann hefur gleymt að taka inn meðulin sín eða er búinn með þau verður hann að Hank Baileygates, orðljótum töffara sem drekkur eins og svampur, slæst við hvern sem er og hefur gaman af grófu kynlífi. Charlie og Hank eiga ekkert sameigin- legt nema að þeir eru báðir hrifnir af Irene Waters (Renee Zellweger). Hefst nú stríð á milli þeirra um hylli Irene. Segja má að með Me, Myself & Irene hafi Jim Carrey aftur kom- ið sér i far- sagírinn en eng- inn gam- an- leik- ari í dag nær jafngóðum tökum á þvi formi, þegar gott handrit er í boöi. Carrey hefur með góðum ár- angri á síðustu árum verið að blanda saman dramatík og gríni (The Truman Show, Man on the Moon) og sannað sig sem leikari en nú er grínið aftur í forgrunn- inum og sjálfsagt eru fáir leikar- ar betri i að túlka tvær persónur i sama manninum en Carrey. I gagnrýni i DV um Me, Myself and Irene sagði meðal annars: „Líkt og söguþráðurinn gefur til kynna fær Carrey fjölmörg tæki- færi til að geifla á sér kattliðugt andlitið en ekki alltaf til góðs - erfitt er þó að ímynda sér annan leikara í hlutverkinu. Þá eru eig- inlega hvorki Charlie né Hank sérstaklega fyndnar persónur og Car- rey þvi nokkur vorkunn. Lítið er lagt upp úr öðrum hlut- verkum og Renée Zellweger gerir t.d. fátt annað en að brosa og vera sæt“. -HK Where the Money Is: * Eintóm leiöindi Hinn mæti leikari Paul Newman tilkynnti eftir frumsýningu Where the Money Is að hann ætti aðeins eftir að leika í sinni síðustu kvikmynd. Til allr- ar guðs lukku varð Where the Money Is ekki hans síð- asta mynd því þá hefði ann- ars farsæll ferill hans endað illa. Leikstjóri myndarinnar er Marek Kanievska sem mun einkum þekktur fyrir sjón- varpsleikstjórn í Bretlandi. Hann hefur gert tvær kvikmyndir; Less than Zero frá 1987 og Another Country frá 1985. Where the Money Is fjallar um roskinn bankaræningja, leikinn af Paul Newman, sem eftir áralanga fangelsisvist gerir sér upp heila- blóðfall og fær sig þannig fluttan á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Á elliheimilinu hittir hann fyrir unga hjúkrunarkonu, Carol að nafni, sem strax í upphafi grunar karl um græsku. Þau taka að kynnast og að lokum afhjúpar Carol leyndarmálið og fær í kjölfarið þá afbragðshug- mynd að fá gamla manninn til að kenna sér að ræna banka. Það er Linda Fior- entino sem leikur hjúkrun- arfræðinginn en hún nær sér aldrei almennilega á strik og er ótrúlega daufleg. Hugmyndin að baki myndinni er í sjálfu sér góð og hlutverkið hefði átt að vera sem klæðskerasniöið fyrir leik- ara á borð við Paul Newman en þrátt fyrir tilraunir hans til að blása lífi í myndina tekst það ekki. Sagan verður klisjukenndari eftir því sem á líður og þeir sem ná að sitja til loka upplifa ótrúlega hallærislegan endi. Where the Money Is er ein- hvem veginn fullkomlega tilgangs- laus mynd; boðskapurinn er enginn og skemmtigildið núll. -aþ Leikstjóri: Marek Kanievska. Lengd: 90 mfnötur. Aldurstakmark: 12 ára. Útgef- andi: Myndform. With Friends Like These ★★★ íH Leikar- ar í at- vinnu- leit í leikarastéttinni í Hollywood eru fáir útvaldir. Fyrir hvern einn sem getur lifað áhyggjulausu lífi eru tíu sem eru í strögli með að fá hlutverk og fer mestur tími þeirra í að fara í prufur og að smjaðra fyrir framleið- endum, ekki skemmtilegt líf það. í ' With Friends Like These er á fynd- inn hátt, með þó alvarlegum undir- tóni, sagt frá fjórum leikurum sem allan sinn feril hafa verið í leit að hlutverkum. Þetta eru allt fjöl- skyldumenn og miklir vinir, vinir eins langt og það nær, því þegar kemur að því að næla sér í hlutverk er vináttan á þunnum ís. Einn þessara fjórmenninga er Johnny. Hann eins og vinir hans er að bíða eftir stóra tækifærinu. Alltaf þegar þeh- hittast þá er talað um leikara (A1 Pacino og Robert De Niro eru goðin), kvikmyndir og hlutverkin sem þeir misstu af. Dag einn fær Johnny óvænt símtal frá umboðsmanni sínum; Martin Scor- -y- sese er að fara gera kvikmynd um A1 Capone og vill óþekktan leikara. Hann hafði séð Johnny í litlu hlut- verki og vill fá hann í prufu. Johnny er auðvitað í skýjunum, en getur ekki haldið kjafti og brátt eru vinir hans famir að sverma fyrir hlutverkinu án þess að láta Johnny vita. With Friends Like These er góð skemmtun og eftir því sem kvik- myndaáhugi áhorfandans er meiri þá er skemmtunin betri. Leikarar, sem flestir eru þekktir karakterleik- arar fylla vel upp í hlutverkin, eng- in er þó betri en Robert Costansa i hlutverki Johnny. -HK Útgefandi Háskólabló. Bandarísk, 1999. Lengd: 100 mín. Leyfð öllum aldurshóp- um. Ceiito' Stag« ★★i Lífið er dans Leikstjórinn Nicholas Hytner skaust upp á , stjömuhimininn þegar hann sendi frá sér The Madness of King George, sem meðal annars var tilnefnd til ósk- arsverðlauna sem besta mynd. í kjöl- farið fylgdi The Cracible, eftir leikriti Arthurs Millers og gamanmyndin The Object of My Affection. Nýjasta mynd hans er Center Stage og verður að segjast eins og er að verkefnavalið hjá Hydner kemur á óvart í þetta skiptið og þó ekki. Hydner sem er með klassískan bakgrann þekkir vel baksviðs hjá balletflokkum og hefur sett á svið klassíska balletta. Hér reynir hann að blanda klassíkinni saman við Broadway, ef svo má orða það, og reynist hált á svellinu, ekki kannski beint að því sem snýr að dansinum, heldur þegar á að fara að ~ gera flinka balletdansara að leikur- um, þar eru hinir ungu dansarar á veiku svelli. Sagan í myndinni er kunnugleg og þeir sem muna eftir Fame ættu að kannast við ýmislegt. Þama era ungir dansarar að beijast um að komast að sem atvinnudansarar í þekktan ballet- flokk. Þama er ung stúlka sem verður ástfangin af aðaldansarar flokksins (Ethan Stiefel, af mörgum talinn besti karldansarinn í heiminum í dag), sem dregur hana á tálar og þama er metn- aðarfúll móðir sem ætlast til að dóttir hennar verði best. Fleiri slíkar klisjur v má finna. Center Stage er langt í frá gallalaus, en er á köflum lífleg og er ekki hægt annað en dást að snilli „leik- aranna“ þegar þau gera það sem þau kunna best. -HK Útgefandl: Skífan. Bandarísk, 2000. Lengd: 111 mín. Leyfð öllum aldurshópum. ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.