Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Page 51
59 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 I>V Tilvera Hanna Dóra Sturludóttir óperusöngkona: Leitaði að nótum fyrir Madonnu PV BUDARDAL:________________ Hanna Dóra Sturludóttir kom óvænt við sögu við und- irbúning brúðakaups stór- stjörnunnar Madonnu og leikstjórans Guy Ritchie en þau gengu eins og kunnugt er í hjónaband í Skotlandi skömmu fyrir jól. Forsaga málsins er sú að Madonna bað vin sinn, Sting, að syngja við brúð- kaupið og varð hann við þeirri ósk. Sting ákvað að syngja Ave Maríu fyrir brúðhjónin og kallaði til ítalska píanóleikarann Kötju Labekue til að leika undir. Katja dreif sig tii Skotlands en á fyrstu æfingu kom í ljós að hún var ekki með nótur að laginu i réttri tóntegund. Sting krafðist þess að syngja lagið í As dúr en afar fátítt mun að lagið sé útsett í þeirri tóntegund. Nú voru góð ráð dýr og ör- skammur tími til brúð- kaupsins. Píanóleikarinn Katja sló á þráðinn til um- boðsmanns síns á Ítalíu, sem svo vel vill til að er íslensk Fann réttu nóturnar Hanna Dóra Sturludóttir gegndi mikilvægu hlutverki viö undirbúning brúökaups Madonnu. kona, Ingveldur Sighvats- dóttir, og bað hana í öllum bænum að útvega nóturnar. Ingveldur hóf þegar leit að nótunum en ekkert gekk fyrr en henni hugkvæmdist að hringja í löndu sína, Hönnu Dóru, og þá fóru hjólin loks að snúast. Að sögn Hönnu Dóru átti hún ekki þessar nótur en hún hafði samband við vin- konu sína sem syngur við sama óperuhús og hún í Þýskalandi. Vinkonan átti ekki nóturnar en vísaði Hönnu Dóru á píanóleikar- ann Graham Johnson í London. „Ef hann á ekki þessar nótur þá eru þær hvergi til,“ sagði vinkonan við Hönnu Dóru. Það kom hins vegar á daginn að ábendingin var rétt og með milligöngu Hönnu Dóru komust réttar nótur í hend- ur Kötju og Sting gat sung- ið lagið í ákjósanlegri tón- hæð brúðhjónunum og gest- um til mikillar ánægju. -melb Listráð Ýmis styrkir tvo unga listamenn: Söngvurum komið á framfæri Karlakór Reykjavíkur rekur myndarlegt tónlistar- hús við Skógarhlíð, Ými. Þar æfa Karlakór Reykja- víkur, Kvennakór Reykjavíkur og fleiri kórar. í Ými er einnig tónleikasalur með afar fínum hljómburði þannig að aðstaða þar til tónleikahalds er mjög góð. Milli jóla og nýárs var stofnað listráð Ýmis og sitja í þvi Baldvin Tryggvason, Bemharður Wilkinson, Björn Th. Ámason, Elín Ósk Óskarsdóttir, Guðmund- ur Sigþórsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Ingimundur Sigurpálsson, Ólafur B. Thors, Rut Ingólfsdóttir, Signý Pálsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir sem jafn- framt er formaður ráðsins. Hlutverk listráðsins er að efla tónlistarhúsið Ými m.a. með því að veita ungu tónlistarfólki styrki og aðstoða það við að koma sér á framfæri. Fyrstu styrki ráðsins hlutu þau Guðrún Ingimars- dóttir sópran og Davíð Ólafsson bassi og hlutu þau styrki sína í tengslum við 75 ára afmæli Karlakórs Reykjavíkur. Guðrún Ingimarsdóttir lauk námi frá Söngskólan- um í Reykjavík árið 1992. Þá hélt hún til Lundúna þar sem hún sótti söngtíma um tveggja ára skeið. Árið 1995 hóf hún svo nám við einsöngvaradeild Tón- listarháskólans í Stuttgart. Guðrún hefur tekið þátt í fjölda óperuuppfærslna í Bretlandi og Þýskalandi og einnig komið fram á tón- Davíð Ólafsson. Guðrún Ingimarsdóttir. leikum þar og á Ítalíu. Árið 1996 vann Guðrún til verðlauna í alþjóðlegu Erika Köth söngkeppninni sem haldin er ár hvert í Þýskalandi. Davíð Ólafsson stundaði nám við Nýja tónlistar- skólann og Söngskólann í Reykjavík en hóf nám að loknu 8. stigi við Tónlistarhá- skólann í Vínar- borg og útskrif- aðist þaðan síð- astliðið vor. Davíð hefur sungið fjölda- mörg hlutverk í óperuhúsum í Bandarikjun- um, Austurríki, Sviss og Þýska- landi, auk fjölda tónleika. Nú er Davíð ráðinn til tveggja ára að óperunni í Lúbeck i Þýska- landi. Nýsending Faxafeni 12 - S. 588 9191 Netverslún: www.taboo.is Yfir sig hamingjusöm Madonna ásamt nýja eiginmanninum, Guy Ritchie, og barni þeirra sem hlotiö hefur nafniö Rocco. Mercedes Benz E 200 T Classic Árgerð 2000, ekinn 31 þkm. Sjálfskiptur, leðurinnrétting, glertopplúga, ABS hemlar, ESP stöðugleikakerfi, álfelgur, Psíllingar i stýri, rafdrtfin sæti, rafdrifnar niítir, 5 höfuðpúðar, loftpúðar, litað gler, loftkæling, fjarstýrðar samlæs. meí þjófavöm, stefnuljós í speglum ofl. ofl. hbimport. be smart ehí sími 699 5009

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.