Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 Fréttir JO'V" Umhverfisstofnun til starfa um næstu áramót: Stjórnsýslan verð- ur mun skilvirkari - segir umhverfisráðherra og sameinar fimm stofnanir DV-MYND EINAR J Siv boöar breytingar „Mín trú er sú aö meö þessu geti stjórnsýsla á sviöi umhverfismála oröiö faglegi og einfaldari, “ segir Siv Friöleifsdóttir. Myndin var tekin á blaða- mannafundi í gær. „Þetta boðar sókn 1 umhverfís- málum því þama munum við í einni stofnun sameina mikla þekk- ingu sem fyrir er í dag á þessum mála£lokki,“ sagði Siv Friðleifsdótt- ir umhverfisráðherra í samtali við DV. Kynnt var á blaðamannafundi í gær stofnun Umhverfisstofnunar sem verður í Reykjavík og tekur til starfa um næstu áramót. Undir einu merki sameinast Hollustuvemd rik- isins, Náttúruvernd ríkisins, Veiði- stjóraembættið, Hreindýraráð og Dýravemdarráð. Áfram verður þó veiðistjóri með höfuðstöðvar sínar á Akureyri og Hreindýraráð verður á Egilsstöðum. Faglegri og einfaldari „Mín trú er sú að með þessu geti stjómsýsla á sviði umhverfismála orðið faglegi, einfaldari, skilvirkari og trúverðugri en hún er í dag. Ég sé í þessu sóknarfæri fyrir mála- ílokkinn,“ segir umhverfisráðherra. Á blaðamannafundi hennar, þar sem þessar breytingar voru kynnt- ar, kom fram að stofnanaskipting ráðuneytis umhverfismála byggði að verulegu leyti á gömlum granni. Skipanin væri í verulegu leyti eins og var fyrir tíð ráðuneytisins en fram til þess tíma heyrðu umrædd- ar stofnanir undir mismunandi ráðuneyti. Tímabært og eðlilegt væri að endurskipuleggja stofnana- skiptingu ráðuneytisins eftir starf þess í rúman áratug. Fram kom ennfremur að á vegum ráðuneytis- ins væri um þessar mundir unnið að endurskoðun stjómsýslu skipu- lags-, bygginga- og brunamála . Tilraunin er áhugaverð Sextiu starfsmenn áðumefndra stofnana hafa forgang að störfum hjá Umhverfisstofnun, utan hvað rannsóknarstarf Hollustuverndar mun flytjast annað í stjómsýsluna. Óvíst er enn hvert. Auglýst verður eftir framkvæmdastjóra fljótlega og miðað er við að hann hefji störf ekki síðar en 1. október næstkom- andi. Samkvæmt heimildum DV mun vera nokkuð góður hljómgrunnur fyrir Umhverfisstofnun. „Mér lýst vel á þetta, smæðin hefur nokkuð háð núverandi stofnunum. Ég sé í þessu bæði rekstarlega og faglega samlegð," sagði Davíð Egilsson, framkvæmdastjóri Hollustuvernd- ar, við DV. „Mér fmnst sú sýn sem menn hafa á viðfangsefnið vera í lagi en spurning er hvernig til tekst. Tilraunin er áhugaverð," sagði Áki Ármann Jónsson veiðistjóri. -sbs Gagnrýnir Rannsóknarnefnd sjóslysa: Nær ekki að sinna lögbundnu hlutverki - vegna pólitískra afskipta Frá aöalfundinum Friörik Pátsson, stjórnarformaður SÍF, á fundi SÍF í gær. Aðalfundur SÍF: Uppgjör í evrum Rekstur SÍF hf. verður í framtíð- inni gerður upp í evrum í stað ís- lenskra króna. Þetta var samþykkt á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær. Hlutafé félagsins verður einnig breytt úr krónum í evrar. Fram kom á fundinum að félagið skOaði 435 milljóna króna hagnaði í fyrra, það er eftir skatta. „Segja má, að nánast í hverri viku berist inn á borð einhverra stjórn- enda félagsins, heima og erlendis, hugmyndir eða þreifmgar í einhverri mynd um kaup á félögum, samein- ingu, yflrtöku eða samvinnu. Á tím- um sameininga er það mjög eðlilegt. SÍF vegur og metur allar slíkar hug- myndir en vissulega mismikið eftir aðstæðum," sagði Friðrik Pálsson, stjómarformaður SÍF, á fundinum í gær um hugmyndir um sameiningu fisksölufyrirtækja. Um þær hefur ver- iö fjallað talsvert hér í DV að undan- fómu. Á aðalfundinum var samþykkt til- laga stjómarmanna um laun þeirra sjálfra. Árslaun stjómarmanna verða 700 þúsund krónur og stjórnarformað- urinn fær þá upphæð þrefalda. -BÞ „Það virðist ljóst að þeir flármunir sem Rannsóknamefnd sjóslysa hefúr úr að spila hafi runnið til annars en þeirra lögbundnu verkefna sem henni ber að sinna. Að minnsta kosti er at- hyglisvert að látið hefur verið undir höfuð leggjast að gefa skýrslur neínd- arinnar út, enda þótt fyrir liggi að skýrslur fyrir árin 1998 og 1999 séu þegar tilbúnar til útgáfu og hafi lengið verið,“ segir Lúðvík Bergvinsson al- þingismaður. Eins og DV hefur greint frá í vik- unni þykir sitthvað sérstakt við starf nefndarinnar. Skýrslur fyrir áður- nefnd ár eru ekki komnar út, enda þótt þær hafi verið fullbúnar til prentunar um alllangan tima. Skv. heimildum blaðsins hefur útgáfan dregist meðal Framkvæmdastjóri stjómsýslu og fjármálasviðs Hafnarfjarðarbæjar, Hall- dór Ámason, segir að hann hafi vitað af samningnum sem gerður var við Skúla Bjamason þegar Skúli tók timabundið við störfum framkvæmdastjóra hjá byggðasamlaginu Strætó. Hann segist hafa gert 2-3 athugasemdir þegar hon- annars vegna fjár- skorts. Skýrslum- ar er hins vegar væntanlegar fljót- lega. „Vinna við tvö seinni árin, 2000 og 2001, er í fullum gangi og er stefnt að því að báðar skýrslumar verði komnar út eigi síðar en næsta haust," sagði Sturla á Alþingi í vikunni. Vefsetur neöidarinnar hefur þegar verið opnað og þar er í tölvutæku formi að firma skýrslu ársins 1998. Rannsóknamefhd sjóslysa er nú í fjárþröng og er með þrjá menn á launum eftir breytingar á starfseminni. Hefur launakostnaður um voru kynnt drög að samningnum og sér vitandi hafi verið tekið tillit til þeirra athugasemda. Halldór segist hins vegar ekki geta sagt til um hvort bæjar- stjórar allra sveitarfélaganna sem hlut eiga að byggðasamlaginu hafi fengið upplýsingar um samninginn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- nefndarinnar aukist um 300%, rétt eins og DV greindi frá í gær. Lúðvík Bergvinsson segist telja að sá vandi sem nefndin og starf hennar glímir nú við komi til vegna þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á starfmu. Flutningur vestur í Stykkis- hólm og breytingar á gamalli flugstöð þar sem starfsemin fékk inni hafi kost- að sitt - og fleira í þessum dúr hafi skapað útgjöld. „Allt þetta veldur þeim vanda sem nefndin og fjárhagur henn- ar era nú í, þannig að hún nær ekki að sinna til fullnustu hlutverki sínu, það er að rannsaka sjóslys og svo gefa út skýrslur þar um. Þetta er ekki flókið en pólitísk afskipti virðast valda því að þessi lögbundnu verkefhi sitja á hak- anum.“ -sbs stjóri sagði í DV að viðkomandi oddvit- um bæjarfélaganna hefði átt að vera kunnugt um málið en áhöld eru um það í röðum sjálfstæðismanna. Þegar Hall- dór var spurður hvort betur hefði mátt standa að málum með því að bera samn- inginn undir stjóm Strætó sagði hann ekki sitt að dæma um slíkt. -BÞ Hafnarfjörður um samninginn við Skúla Bjarnason: Var vel kunnugt um málið Lúövík Bergvlnsson. Eldborg til Miramax Kvikmyndafyrir- tækið Miramax óskar eftir því að fá eintak af hinni umdeildu Eldborgarmynd. Fyr- irtækið er eitt hið stærsta á sínu sviði í heiminum. Einar Bárðarson, framleiðandi myndarinn- ar, segir að ekki sé vitað hvort sóst sé eftir dreifmgu í sjónvarpi eða bíói. Það skýrist næstu daga. Lélegir leikburðir LÍÚ-aðallinn ræður sér vart af kæti þrátt fyrir lélega leiktilburði um óánægju með frumvarp þetta. Svo segir í bókun K-listans í bæjar- stjóm ísafjarðarbæjar en óskað var umsagnar hennar um frumvarp til breytinga á lögum á stjórn fiskveiða þar sem lagt er til að tekið verði upp veiðileyfagjald. Kaffi í sundi Sundhöll Reykjavíkur við Bar- ónsstíg verður 65 ára í dag, laugar- daginn 23. mars. Af því tilefni verð- ur gestum gerður dagamunur því að um morguninn, milli kl. 9 og 10, verður kaffi á boðstólum fyrir sund- hallargesti og aðra gesti. Breytingar í mjólkinni Kúabúum fækkar en búin stækka. Færri og stærri bílar sækja mjólkina og er gert ráð fyrir að átta bílar sæki mjólkina á svæði búsins í apríl í stað 11 bíla árið 1999. Þetta kom fram á aðalfundi Mjólkurbús Flóamanna í vikunni. Fyrirtækið var rekið meö 342 milljóna kr. hagnaði í fyrra. Samdráttur í olíusölu Olíufélagsins hf., ESSO, hagnað- ist um 378 milljónir króna í fyrra en 429 milljónum árið áður. Afkomu- tölur félagsins voru birtar i gær. Eldsneytissala félagsins dróst sam- an í fyrra - einkum í sölu flotaolíu og þotueldsneytis vegna sjómanna- verkfalls og minni flugumferðar. Landsmót á Króknum Landsmót Ungmennafélags ís- lands verður haldið á Sauðárkróki árið 2004. Stjórn UMFÍ samþykkti á fundi sínum í kvöld umsókn Ung- mennafélags Skagafjarðar um mót- ið. Valið stóð á milli umsóknar Skagfirðinga og Kjalnesinga sem vildu landsmót í Kópavog. Meðalverð svipað Meðalverð á grænmeti og ávöxt- um í nokkrum matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu er svipað og það var áður en magn- og verðtollar á ýmsum tegundum vora felldir nið- ur í febrúar. Þó eru dæmi um tölu- verða verðlækkun á nokkrum inn- fluttum tegundum. Drógu Morgunstjörnuna Varðskipsmenn á Ægi drógu fær- eyska bátinn Morgunstjörnuna, sem var á reki fyrir austan land, til Hafnar. Þangað var koffiið inn síð- degis og var þá tekið til við að skera dræsur í netum bátsins sem gerðu hann vélarvana. Styttri bið - betri heyrn Biðtími eftir þjón- ustu og heymartækj- um hjá Heyrnar- og talmeinastöð íslands hefur styst verulega síðasta áriö. Fyrir tæpu ári biðu á milli 1400 og 1600 manns eftir heymartækjum en nú era um 850 á biðlista. Þá er biðtíminn nú helmingi skemmri segir á heima- síðu heilbrigðisráðuneytis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.