Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 DV Utlönd Thatcher þagnar Læknar Mar- grétar Thatcher, fyrrum forsætis- ráðherra Bret- lands, hafa skipað henni að hætta öll- um ræðuhöldum af heilsufarslegum ástæðum eftir al- varleg veikindi að undanfornu. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá jámfrúnni í gær eftir að hún hafði fengið snert af hjartaáfalli á fimmtudaginn. Þar kemur fram að Thatcher, sem er 76 ára, hafi fengið fleiri minni háttar hjartaáföll á undanförnum vikum og sé því hætt að halda ræður og hvili sig nú á heimili sínu. Ward saklaus Norður-írinn Paul Ward, sem ár- ið 1998 var dæmdur í lífstíðarfang- elsi fyrir morðið á rannsóknar- blaðakonunni Veronicu Guerin, sem skotin var til bana í bil sínum í útjaðri Dublin sumarið 1996, var í gær úrskurðaður saklaus eftir að mál hans hafði verið tekið upp af glæpadómstóli í Dublin. Sannað þótti að vitnisburður gegn honum hefði ekki verið á rökum reistur. Ward, sem er 37 ára, verður þó áfram bak við lás og slá þar sem hann tekur út tólf ára dóm fyrir þátttöku í óeirðum innan fangelsis- múranna. Sætur sigur Schröders Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, vann sætan og mikil- vægan sigur í þýska þinginu í gær þegar umdeild lög varð- andi innflytjendur voru samþykkt i efri deild þingsins með aðeins eins atkvæðis mun, 35-34. Tilgang- ur laganna er að laða sérmenntað fólk til landsins en herða um leið reglur almennra innflytjenda. Mikil átök urðu um málið í þinginu og gekk hluti stjórnarandstöðunnar út með látum eftir að hafa sagt kosn- inguna ólöglega. Úgandamaöur drepinn Foringi í her Úganda var skotinn til bana í suðurhluta Súdan í fyrra- dag þegar til skotbardaga kom milli hersveita súdanska stjómar- hersins og skæruliða LRA-hreyfing- arinnar sem berst gegn sitjandi stjómvöldum í Súdan. Foringinn, Kheril Magara, var á ferð með súd- önsku hersveitinni þegar um hund- rað manna liðssveit skæruliða gerði skyndiárás með þeim afleið- ingum að 24 féllu úr liði stjómar- hersins en átta liðsmenn LRA. Bush ávarpar fátækraþing George W. Bush Banda- ríkjaforseti sagði í ræðu sinni á þingi Sameinuðu þjóðanna gegn fátækt í heimin- um, sem nú er haldið í Monter- rey í Mexíkó, að fátækar þjóðir verði að taka sig á í pólitískri og efnahagslegri upp- byggingu til að hljóta aðstoð vest- rænna þjóða. „Frelsi, lög og tæki- færi er meðal þess sem þarf til að ná árangri við uppbygginguna,“ sagði Bush. Skartgriparán í London Grímuklæddir ræningjar létu í gærmorgun greipar sópa í anddyri hins fræga Dorchester-hótels i Lundúnum en þar hafa að undan- fömu verið til sýnis dýrindis skart- gripir í eigu tveggja stórfyrirtækja til yndis fyrir forrika gesti þessa fimm stjörnu hótels. Ræningjarnir ruddust fram hjá öryggisvörðum hótelsins í bítið í gærmorgun, vopn- aðir skotvopni, og brutu upp sýn- ingarskápa með slaghömrum áður en þeir hurfu á braut með feng sinn. Ekkert hefur verið gefið upp um verðmæti þýfisins. Vopnahlésviðræður ísraela og Palestínumanna í hnút: ísraelar halda að sér höndum eftir þriðju sjálfsmorðsárásina Palestínskur sjálfsmorðsliði sprengdi sjálfan sig í loft upp við eftirlitsstöð ísraelska hersins í ná- grenni bæjarins Jenin á Vestur- bakkanum í gær með þeim afleið- ingum að fjöldi manns særðist og þar af einn mjög alvarlega. Þetta er þriðja sjálfsmorðárásin á jafnmörgum dögum og var hún gerð stuttu áður en fyrirhugaður framhaldsfundur sáttanefnda ísra- ela og Palestínumanna átti að hefj- ast í Tel Aviv í gær en fundinum hafði verið frestað í fyrradag eftir sjálfsmorðsárásina á strætisvagna- biðstöðinni i miðborg Jerúsalem þar sem þrir ísraelskir borgarar létu lífið. Þrátt fyrir allt fór fundurinn fram og stóð hann i rúmar þrjár klukku- stundir en þó án þess að nokkur árangur næðist eins og búist var við. Að sögn talsmanna ísraelska utanríkisráðuneytisins mjakaðist ekkert í vopnahlésátt og virðist nú Hryðjuverkaæfing al-Aqsa samtakanna Liösmenn palestínsku al-Aqsa samtakanna, sem staöiö hafa fyrir hverri sjálfsmorösárásinni af annarri síöustu vikurnar, sjást hér á æfingu. sem málið sé komið í hnút þar sem deiluaðilar bíða aðgerða og frum- kvæðis hvor frá öðrum. Árásin í gær kemur beint í kjöl- far loforða Yassers Arafats um að gera sitt til að binda enda á blóðbað- ið og sýnir árásin að hann hefur litla stjórn á vopnuðum hreyfingum öfgasinnaðra Palestínumanna sem staðið hafa fyrir hverri sjálfsmorðs- árásinni af annarri að undanförnu. Arafat hitti Anthony Zinni á fundi í Ramallah í gær og er ljóst að Zinni hefur þar ítrekað kröfur Bush Bandaríkjaforseta um að hann beiti sér mun harðar fyrir því að árásum á ísraelska borgara linni. Talsmenn israelskra stjórnvalda sögðu í gær að þrátt fyrir árásina yrði staðið við fyrri loforð um að bíða átekta með hefndaraðgerðir en bættu við að strax yrði gripið til að- gerða ef framhald yrði á árásum á ísraelska borgara. Það verði ekki liðið til lengdar. „Ungfrú B“ fékk leyfi hæstaréttar til að deyja Hæstiréttur í Bretlandi hefur úr- skurðað að kona nokkur, sem liggur í öndunarvél eftir að hafa orðið fyr- ir því að æð opnaðist í hálsi hennar fyrir rúmu ári, fái leyfi til að láta slökkva á vélinni sem heldur í henni lífinu. Konan, sem er 43ja ára og gengur undir nafninu „Ungfrú B“, sótti mál sitt til hæstaréttar eft- ir að hafa fengið um það úrskurð sérfræðinga að hún hefði aðeins eitt prósent möguleika á því að ná bata og yrði þvi að vera tengd öndunar- vélinni það sem eftir væri ævinnar. Úrskurður hæstaréttar var að læknar gætu ekki lengur neitað beiðni „Ungfrú B“ um að slökkt yrði á vélinni og sagði lafði Elizabeth Butler, sem kvað upp dóminn, að hann gæfi henni fullt leyfi til að deyja friðsamlega og með fullri virð- ingu ef hún vildi það sjálf. Vatnsburður í Indlandi Miklum vatnsskorti er spáö í lönd- um Afríku og Asíu áriö 2025. SÞ spáir aukn- um vatnsskorti í heiminum Samkvæmt niðurstöðum útreikn- inga sérfræðinga sem starfa á veg- um Sameinuðu þjóðanna munu 2,7 milljónir manna þjást af vatnsskorti í heiminum árið 2025 ef vatnsnotk- un verður áfram i svipuðum mæli og hún er i dag. Þetta kemur fram í skýrslu sem kynnt var í gær í tilefni „Dags vatnsins" en þar kemur fram að fimm billjónir manna muni þá búa á svæðum þar sem erfitt verði að nálgast ferskt og hreint vatn til drykkjar. Helstu ástæður vatnsskortsins eru taldar illa skipulagður vatnsbú- skapur í heiminum í dag, mikil fólksfjölgun og breytingar á veðr- áttu en talið er að löndin á Sahara- svæðinu í Afríku og lönd í Asíu verði verst úti. Afganskir riddarar í geitaslag Afganskir riddarar kljást hér á iþróttaleikvanginum i Kabúl í einni af þjóöaríþróttunum sem kallast Buzkashi. Leikurinn er liöakeppni þar sem tólfriddarar skipa hvert liö oggengur út á þaö aö ná tökum á hauslausri geit sem liöin togast á um meö miklum látum og reyna aö koma inn í afmarkaöan hring sem gefur stig. Fjögur liö tóku þátt i keþþninni sem fram fór í gær í tilefni nýárs mú- hameöstrúarmanna og höföu nokkrir úr hverju liöi veriö bornir slasaðir af vígvellinum þegaryfir lauk. Ekkert lát á blóðsúthellingum í Kasmír: Fimmtíu manns særðust í handsprengjuárásum í gær Ekkert lát er á blóðsúthellingum í indverska hluta Kasmír, þar sem sveitir aðskilnaðarsinna berjast harðri baráttu gegn ríkjandi yfirvöld- um og að sögn lögregluyfirvalda særðust að minnsta kosti fimmtíu manns í tveimur aðskildum hand- sprengjuárásum í suðurhluta landsins í gær. Fyrri árásin var gerð í gær- morgun á fjölförnu markaðstorgi í bænum Shopian, sem er í um 50 kíló- metra fjarlægð suður af sumarhöfuð- borginni Srinagar, en þar slösuðust allt að 35 manns, allt óbreyttir borgar- ar. Tveir þeirra særðust mjög illa og voru fluttir til frekari læknisaðgerða í Srinagar. Að sögn sjónarvotta fleygðu árásarmennimir fimm sprengjum inn á markaðstorgiö með fyrrgreindum afleiðingum. Seinni árásin var gerð á strætis- vagnabiðstöð í bænum Anantnag en þar slösuðust að minnsta kosti fimmt- án óbreyttir borgarar auk eins lög- reglumanns. Þar með er tala slasaðra í sprengju- árásum síðustu daga komin yfir sex- Oöld í Kasmír Meira en sextíu manns hafa slasast í sprengjuárásum aöskilnaöarsinna í Kasmír síðustu daga. tíu en fyrr í vikunni var gerð hand- sprengjuárás nálægt strætisvagnabið- stöð í nágrenni bæjarins Kulgam þar sem þrettán óbreyttir borgarar og einn lögreglumaður slösuðust. Ekki er vitað hverjir stóðu fyrir árásunum í gær en yfirvöld saka að- skilnaðarsinna, sem berjast gegn yfir- ráðum Indverja í landinu, um þær. Hizbul Mujahideen, hélsta aðskiln- að£irhreyfing múslíma í landinu, hef- ur þó fordæmt árásirnar og segir fyrr- um hermenn úr indverska hemum bera ábyrgð á þeim. Fyrr í vikunni voru tveir aðskiln- aðarsinnar drepnir í skotbardaga við indverska landamæraverði nálægt bænum Koimoh í suðurhluta landsins en tii bardagans kom eftir að sveit landamæravarða hafði gert áhlaup á bækistöðvar aðskilnaðarsinna. Að sögn talsmanna aðskilnaðarsinna felldu þeir þrjá úr röðum Indverj- anna. Þá kom tO skotbardaga á landa- mærunum við bæina Ganderbal og Budgam um miðja vikuna og munu þrír liðsmenn aðskilnaðarsinna hafa legið þar í valnum, þar af einn úr hópi íslömsku Jihad-samtakanna sem hafa bækistöðvar sínar í pakistanska hluta Kasmírs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.