Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Blaðsíða 18
Helqarblaö 13 "V LAUGARDAGUR 27. JÚLf 2002 Litadýrðin á Þingvöllum er ótrúleg enda sækja ferðamenn mikið í að fara þangað. Þar getur fólk kafað ofan í sprungu sem skilur að tvær meginlandsplötur, kafað í gegnum hella í kristalstæru vatni með svo til óendanlegu skvggni. Svo nærri, en samt svo fjarri Kafað allan ársins hring Ekki eru til neinar tölur yfir það hversu margir stunda köfun á íslandi en í Sportkafarafélagi íslands eru félagsmenn um 90 talsins, svo eru einhverjir kaf- arar í björgunarsveitunum auk atvinnukafara. Þetta eru afar lágar tölur miðað við annars staðar á Norð- urlöndum sem er í raun skrýtið þar sem aldrei er langt að sjó hér á íslandi. Áhugi á köfunaríþróttinni hefur þó verið á hraðri uppleið hér á landi en samt virðist almenningur enn vera eitthvað smeykur við þessa íþrótt, enda af mörgum talin hættuleg. „Fólk heldur að köfun sé mjög hættulegt sport en það er af og frá. Það er hættulegra að ganga yfir göt- una heldur en að stunda köfun. Það eru til tölur frá Bandaríkjunum varðandi slysatíðni í íþróttum, og þar með talið köfun, og köfun og keila voru með sömu slysatíðni,“ segir Héðinn en ítrekar að það sé samt undir kafaranum sjálfum komið hversu hættuleg þessi íþrótt sé. Hann segir að helsta hættan i köfun sé sú að menn fari i hella eða skipsflak og finni ekki leiðina út aft- ur. Köfunarveiki er einnig önnur hætta en hún er tengd því þegar fólk er fariö að kafa djúpt og vera lengi. Vissulega hafa orðið köfunarslys hér á íslandi í gegnum tíðina en þá hafa menn yfirleitt verið að fara út í eitthvað sem þeir hafa ekki haft getu eða réttindi til að sögn Héðins. Annar misskilningur er sá að það sé allt of kalt að kafa í íslenskum sjó og þar sé heldur ekkert að sjá. „Það er ljóst að við sjáum ekki skrautfiska og kóral- rif hér við íslandsstrendur en það er hellingslíf í ís- Selir eru mjög forvitnar skepnur og verða oft á vegi ltafara. Þessi mvnd er tekin við sellátur í Hindisvík á Vatnsnesi. „Ég veit ekki annað en þeir séu hættulausir, enda er það nú þannig með flest dýr að þau eru alveg meinlaus nema þeim finnist að það sé ráðist á þau. Menn hræðast inest steinbítinn en ég hef aldrei heyrt um að hann hafi bitið menn," segir Héðinn. lenskum sjó. Hér eru krabbar, krossfiskar, ígulker og sæsniglar, fyrir utan alla fiskana,“ segir Héðinn og heldur áfram. „Og hvað varðar kuldann þá er búnað- urinn orðinn svo góður í dag aö maður finnur ekki fyrir honum. Hér er hægt aö kafa allan ársins hring ef því er að skipta. Héðinn dregur fram ljósmyndir teknar á hans fjöl- mörgu köfunarferðum sem styðja það að ýmislegt er að sjá í íslenskum sjó og vötnum. Sérstaka athygli vekja myndir frá Þingvöllum en þar er sagt að sé ein- stakt að kafa þar sem tærleiki vatnsins er mjög mik- ill. „Litadýrðin á Þingvöllum er ótrúleg enda sækja ferðamenn mikið í að fara þangað. Þar getur fólk kaf- að ofan í sprungu sem skilur að tvær meginlandsplöt- ur, kafað í gegnum hella i kristalstæru vatni með svo til óendanlegu skyggni. Þetta er alveg einstakt á heimsmælikvarða sem og hverastrýtan í Eyjafirði. Slíkar strýtur finnast reyndar annars staðar í heim-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.