Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 Hetlqctrblað 1OV 29 500 árum hafi verið að ná til eins margra og þeir mögulega gætu. Kirkjur og kapellur voru sennilega besti vettvangur þess tíma til þess og tæknin var steint gler, lágmyndir, höggmyndir og málverk. Ég man eftir því að hafa verið við kvöldmessu í einni kirkjunni við sólsetm-. Geislarnir sem flæddu inn í kirkjuna gegnum steinda gluggana voru eins og nú- tíma ljósasýning. Og ég hugsaði með mér: Vá, þess- ir menn vissu hvað þeir voru að gera. Því þessi áhrif voru engin tilviljun. Steint gler, nýjar upp- götvanir í málaralist og aðrar aðferðir voru há- tækni síns tima og listamennirnir notuðu þær til að ná til fjöldans.“ Leonardo segist hafa sett sér sama markmið og miðaldasnillingarnir: Að ná til fjöldans. Hann sá að til þess þyrfti hann að gera hið sama og þeir, það er beita nýjustu tækni samtímans og skapa verk fyrir þá miðla sem næðu til flestra. Hann ákvað því að nota tækni 20. aldarinnar og vinna í nútímanum - við gerð teiknimynda. Hómer er einfaldastur Leonardo fluttist til Los Angeles og hóf störf sem teiknari i Hollywood árið 1984. Þar vann hann fyrst og fremst við ýmsa sjónvarpsþætti en kom einnig að gerð kvikmynda. Síðustu árin áður en hann fluttist til íslands starfaði hann reyndar langmest að gerð auglýsinga af einfaldri ástæðu: „Þar eru peningarn- ir“ segir hann og nefnir sem dæmi að margir kvik- myndaleikstjórar eigi sér þann draum að komast að í auglýsingabransanum, eins þversagnakennt og það hljómar. Meðal sjónvarpsþátta sem Leonardo vann að var Smáfólkið, þar sem Snoopy og Kalli Bjarna eru fremstir meðal jafningja, og Simpsons-fjölskyldan. Hvernig hann komst að í svo stórum teiknimynda- þáttum útskýrir hann á sinn hógværa hátt: „Alveg eins og allir aðrir. Ég mætti með möppuna mína og sótti um, ræddi við stjórnendurna, fór í próf og fékk starfið." Þótt persónur þessara þátta séu vissulega ekki raunverulegar i útliti og margar fremur einfaldar að sjá hlýtur sú spurning að vakna hjá ódrátthögum hvort ekki sé erfitt að komast upp á lagið með að teikna þá alveg rétt. „Auðvitað er það dálitil kúnst í fyrstu," viður- kennir Leonardo. „En maður vinnur ekki blindandi. Það er notuð sérstök bók sem er kölluð „Biblían“ og á þá hver þáttur eða karakter sína biblíu. Hún er venjulega hnausþykk og sýnir hvern karakter frá öllum hugsanlegum hliðum. Biblían mín fyrir Simp- sons innihélt líka nákvæmar myndir af húsinu þeirra, hverju einasta herbergi og öllum hlutum sem þar voru inni svo menn vissu hvernig þetta ætti að líta út. 1 biblíunni voru líka öll önnur hús í smáatriðum, kráin hans Moe, búðin hans Apu og höll Mr. Burns, svo eitthvað sé nefnt. Með æfing- unni lærist þetta svo og maður verður öruggari." Leonardo teiknaði alla karakterana. Spurður um uppáhaldspersónu sína úr þáttunum segir hann að kasta yrði upp peningi milli Hr. Burns og Sideshow Bob, hann geti ekki gert upp á milli þeirra. Hr. Burns sé einfaldlega svo illur að ekki sé annað hægt en að kunna vel við hann. Sideshow Bob sé ekki eins og fólk er flest, eins og þeir vita sem þekkja hann, og honum finnist persónuleiki hans skemmti- legur. Hann neitar þeirri freudísku túlkun, reyndar hlæjandi, að val hans segi eitthváð um hans eigin persónuleika. Auðveldasta persónan til að teikna kemur ekki á óvart: „Það er Hómer. Hann er einfaldur hvernig sem á það er litið, blessaður," brosir Leonardo. Leonardo teiknaði hinn heimspekilega þenkjandi og léttþunglynda hund Snoopy í fjöldamörg ár, þar á meðal fyrir stórar auglýsingaherferðir bandaríska tryggingafélagsins MetLife en það hefur notað hvutta í auglýsingum sínum í 18 ár og er nú svo komið að hann er nánast orðinn vörumerki fyrir- tækisins. Hvers vegna velur tryggingafyrirtæki teiknimyndahund til að koma skilaboðum sinum á framfæri? „Teiknimyndir létta á spennu og kvíða, eru góðar til að koma myndrænt áleiðis einföldum og auð- skildum skilaboðum og síðast en ekki síst: Þær geta selt hið óseljanlega. Það er ekki auðvelt að búa til sjónvarpsauglýsingu fyrir líftryggingar. Þær eru ekki beinlínis sexi viðfangsefni, tengjast áföllum, leiða huga fólks að dauðanum og ýmsum óþægileg- um hugsunum. Þess vegna verður að finna ein- hverja leið til að létta á alvarleikanum. Þar kom Snoopy inn í dæmið. Upphaflega leigðu þeir persón- una til auglýsinganota í eitt ár. Að því loknu ætluðu þeir ekki að framlengja samninginn og efuðust um að salan, sem hafði aukist mikið á þessu ári, myndi halda áfram að vaxa. Ég ráðlagði þeim að halda áfram, þeir gerðu það og hafa gert óslitið siöan. Ég held að línuritið hafi verið meira og minna upp á við hjá þeim siðan.“ Hann sýnir myndir úr hinum ýmsu auglýsingum og svo auglýsingarnar sjálfar á tölvunni: Snoopy sem Tarzan, bjargandi fólki frá tígrisdýrum; Snoopy framkvæmir giftusamlega björgun í sundlaug og Snoopy í brúðkaupi í trylltum dansi við brúðina. Tryggingar hafa aldrei litið svona vel út. Bannsett- ir símasölumennirnir ættu að íhuga það alvarlega að koma sér upp fyndnum röddum og bröndurum. Boðið á Bessastaði Komið er að ákveðnum straumhvörfum, jafnt í lífssögu Leonardos sem þessu viðtali. Spurningin óumflýjanlega: „Hvernig stendur á því að þú flúttir til Islands", sprettur fram með lúðrablæstri. „Ég átti íslenska kærustu í Los Angeles og það var hún sem fór fyrst með mig hingað, að kynna mig fyrir fjölskyldu sinni og vinum. í einni af þess- um ferðum hitti ég fólk frá Zoom. Nokkrum árum eftir það kom mikið fjármagn inn í fyrirtækið frá fjárfestum og það stækkaði mjög ört. Þá hringdu þeir í mig og buðu mér að koma og gerast yfirmað- ur framleiðsludeildarinnar. Ég hugsaði málið, ákvað að slá til og kom hingað fyrir einu og hálfu ári. Pabbi minn sagöi alltaf að maður yrði að hrista upp I lífi sínu á róttækan hátt á að minnsta kosti fimm ára fresti." Kúbverska samfélagið á íslandi er svo lítið, 10 manns, að þegar Buena Vista Social Club hélt tón- leika á íslandi í fyrra og var boðið í móttöku á Bessastöðum var einfaldlega öllum Kúbverjum á Is- landi boðið. Leonardo segist hafa hváð þegar honum var sagt að hans væri vænst í boð á Bessastöðum, spurt af hverju og hlegið mjög þegar svarið kom: Af því þú ert Kúbverji. Undrun hans skilst vel ef tekið er mið af því að hann hefur búið i Bandaríkjunum nánast allt sitt lif. Þar kemst fólk ekki í partí til for- setans bara af því það er frá hinu eða þessu landinu. Hann segist hafa mætt á tilsettum tíma á Bessa- stöðum og hitt forsetann fyrstan manna þar sem hann gægðist út um glugga eftir gestunum. „Ert þú tónlistarmaður?" spurði Ólafur kurteis- lega. „Nei,“ svaraði Leonardo. „Þeir eru seinir," sagði Ólafur, þungur á brún. Le- onardo spurði hversu seinir og fékk svarið: hálftími var liðinn án þess að sæist til öldunganna. „Þeir koma eftir klukkutíma - þetta eru Kúbverj- ar,“ útskýrði Leonardo þá fyrir forsetanum og hlær hjartanlega þegar hann rifjar upp minni háttar árekstur þessara menningarheima. Með hann á milli. Fegurðin er tvíeggjað sverð Vitanlega er Leonardo einnig spurður um álit sitt á landi og þjóð. Hann hrósar landinu, segir það fal- legt, loftið og vatnið hreint og fínt og kann að meta allan staðalbúnaðinn eins og flestir. Eina spurningu segist hann fá oftar en aðrar, bæði frá útlendingum sem hann hittir og frá svolítið andstuttum heima- mönnum sem vilja vita hvernig útlendingurinn upp- lifir ísland: „Fólk spyr mig mjög oft hvort mér finnist ekki ís- lenskar konur vera þær fallegustu í heimi. Ég svara þá ávallt að vissulega séu íslenskar konur afar fagr- ar, það er engin lygi. Hins vegar státa öll lönd af fal- legum konum. Ég ímynda mér að það geti verið erfitt fyrir íslenskar konur að fara til útlanda því þær þurfa að standa undir öllum þeim væntingum sem fylgja goðsögninni um óviðjafnanlega fegurð ís- lenskra kvenna, hvernig svo sem þær sjálfar eru af guði gerðar. Ef ég væri íslenskur faðir myndi ég því ekki hamra á líkamlegri fegurð heldur reyna að kenna henni að það sem gerir manneskjur, og þar með konur, fallegar er hvað býr í hjarta þeirra. Feg- urðin almenn og þessi fræga fegurð íslenskra kvenna getur verið tvíeggjað sverð. Sem betur fer er ekki til nein samsvarandi kúbversk stereótýpa sem ætlast er til að við uppfyll- um. Við erum helst þekkt fyrir mambó og vindla. Og að spyrja Kúbverja hvort hann dansi er eins og að spyrja hann hvort hann andi. Eini maðurinn sem dansar ekki á Kúbu er Fídel.“ Leonardo þarf ekki að vera hræddur við vænting- ar því hann er bæði mikill vindlakarl og dansunn- andi. í Los Angeles gat Leonardo fengið útrás fyrir dansástríðuna á risavöxnum salsaklúbbum innan um aðra blóðheita með fiðring í tám og mjöðmum. Skömmu eftir að Leonardo fluttist hingað segist hann hafa spurt hvert fólk færi að dansa og farið var með hann beinustu leið á Tres Locos. Fljótlega skildi hann að íslendingar höfðu aðrar áherslur þeg- ar kom að fótmenntum. Leonardo ber saman Kúbverja og íslendinga og segir talsverðan mun vera á þjóðunum. Hann gerir ráð fyrir að íslendingar séu upplýstari og betur menntaðri á heildina litið. Einnig mun opnari á margan hátt. Hann tekur sem dæmi að ef Kúbverji fer með kærustunni sinni á bar eða stefnumót er ai- veg kristaltært að það kvöldið er engum öðrum leyft að tala við hana. íslenskir karlmenn láti sér slíkt og skyld atriði í léttu rúmi liggja og þeim sé sama hver talar við kærustuna þeirra. Hins vegar sé ákveðin hlédrægni mjög áberandi líka. „Á vissan hátt held ég að þessi þjóð sé sú feimn- asta sem ég hef nokkurn tímann kynnst," segir hann hugsi og skal tekið fram að hann hefur ferðast víða. „Ég finn fyrir þessu hjá erlendum stúlkum sem komið hafa hingað, mjög fallegum stelpum. Þær eru vanar að fá svakalega athygli á götum erlendra stórborga, flaut, spjall og skjall frá bláókunnugum karlmönnum. Hér ganga þær göturnar á enda án þess að nokkur tali við þær eða snúi sér við. Þetta finnst þeim skrýtið," segir hann og hlær. „Það er gaman að kynnast nýrri og ólíkri menn- ingu. Stundum sparkar hún duglega í rassinn á manni! - en maður lærir bara á því.“ -fin myndrænt áleiðis einföldum og auðskildum skilaboðum og síðast en ekki síst: Þær geta selt hið óseljanlega. Það er ekki auðvelt að búa til sjónvarpsauglýsingu fyrir líftrvggingar. Þær eru ekki beinlínis sexí viðfangsefni ... Þar kom Snoopy inn í dæmið.“ Leonardo vann um tíma við Simpsons-þættina. Ilann segir Hómer vera einföldustu týpuna enda sé hann einfaldur maður að öllu Ieyti: „Biblían inín fyrir Simpsons innihélt líka nákvæmar myndir af húsinu þeirra, hverju einasta herbergi og öllum hlutum sem þar voru inni svo menn vissu hvernig þetta ætti að líta út.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.