Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 niiy Fréttir Fimm aðilar staðfestu áhuga á kaupum: Hverjir vilja ríkisbankana? Þeir fimm aðilar sem hafa sótt um að kaupa hlut ríkisins í Lands- bankanum eða Búnaðarbankanum koma víða að úr íslensku viðskipta- lífi. Meðal umsækjenda um kaupin má sjá allt frá sjávarútvegsfyrir- tækjum til banka og frá olíufyrir- tæki til kaupfélags. Bjórverksmiöjur og banki Meðal þeirra sem lýst hafa yfír áhuga á kaupum að minnsta kosti pórðungshluta í ríkisbönkunum er íslandsbanki. Hann hefur áður lýst yfir áhuga sínum á því að fjárfesta í samkeppnisbönkunum tveimur. Fjórir aðrir aðilar sitja um hit- una. Feðgamir Björgólfur Guð- mundsson og Björgólfur Thor Björg- ólfsson hafa ásamt Magnúsi Þor- steinssyni staðfest áhuga sinn. Þeir voru reyndar hvatamenn að því að bankamir fóru á sölu þegar þeir uppljóstraðu um áhuga sinn við einkavæðingarnefnd fyrir skemmstu. Feðgamir auðguðust meðal ann- ars á bjórverksmiðjunni Bravo í Rússlandi og eru leiðandi hluthafar í Pharmaco. Björgólfur , Ólafur Guðmundsson. Olafsson. Forn frægð SÍS Þriðji aðilinn sem staðfesti áhuga sinn á margt að sækja til gamla SlS- veldisins. Þar má meðal annars flnna Samvinnulífeyrissjóðinn, Samskip hf., og Ker hf., sem er í raun ekkert ann- að en Olíufélagið hf. sem á Esso-bens- ínstöðvarnar, svo eitthvað sé nefnt. í sama hópi er Eignarhaldsfélagið Sam- vinnutryggingar, Eignarhaldsfélagið Andvaki, sem er einn eigenda Vá- tryggingafélags íslands og tvö fyrir- tæki frá Sauðárkróki: Fiskiðjan Skag- firðingur og Kaupfélag Skagfirðinga. Flest þessi fyrirtæki búa við ágætisaf- komu. Skagfirðingur er rekinn með 230 milljóna króna hagnaði og Ker hf. með 378 milljóna króna hagnaði. Sam- Þóröur Valur Magnússon. Valsson. skip töpuðu hins vegar tæpum 250 milljónum á síðasta ári, en Olíufélag- ið á helming hlutafjár í fyrirtækinu. Huldumenn úr Gildingu Fjórði hópurinn sem vili ríkisbank- ana á þegar drjúgan hlut í Búnaðar- bankanum. Meðal annarra í þessum hópi eru fyrrverandi eigendur Gild- ingar, sem eignuðust hlut í Búnaðar- bankanum þegar þeir seldu fyrirtæk- ið í hendur bankans. Þórður Magnús- son, fyrrverandi stjórnarformaður Gildingar og forsvarsmaður fjárfesta- hópsins hefur ekki viljað gefa upp nöfn einstakra aðila. Sjálfur er hann núverandi stjórnarformaður Ölgerð- arinnar Egils Skallagrímssonar. Af þeim fjárfestum sem stóðu að Gild- ingu má nefna Þorstein Vilhelms- son, fyrrum Sam- herjamann, Jón Helga Guðmunds- son, forstjóra Byko og stjómar- meðlim í Samtök- um atvinnulífsins og Áma Odd Þórð- arson, sem er sonur Þórðar og stóð að Gildingu með honum. Norðanmenn í Kaldbak Fimmti fiárfestahópurinn sem vill næla sér í bita af rikisbanka er að norð- an. Hlutafjáreigendur í Fjárfestingafé- laginu Kaldbak em fyrst og fremst Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri (KEA), sjávarútvegsrisinn Samheiji og Lífeyr- issjóður Norðurlands. Kaldbakur á tæp 9 prósent i Samherja, en aftur á Sam- herji tæp 17 prósent í Kaldbaki. Þá á líf- eyrissjóðurinn rúm 13 prósent en KEA ber höfuð og herðar yfir aðra með rúm- um helmingshlut sínum. Þess ber að geta að Samherji hagnaðist um milljarð á fyrsta ársf órðungi 2002. -jtr Eiríkur S. Jóhannsson. Reykjavík: Harður arekstur við Hlemm Mjög harður árekstur varð á of- anverðri Hverfisgötu á móts við Hlemm um klukkan átta í gær- kvöldi. Tildrög slyssins munu þau að Audi-bifreið var ekið á miklum hraða upp Hverfisgötu í austurátt. Á móts við Hlemm fataðist bilstjóranum aksturinn með þeim afleiðingum að hann hafnaði á jeppabifreið, sem var lagt í bílastæði. Jeppinn hentist síðan á annan bil þannig að alls lentu þrír bílar í súpunni. Mildi þykir að ekki ekki urðu alvarleg slys á fólki en loftpúðar í Audi-bílnum sprungu út við höggið. Bílamir eru mikið skemmdir ef ekki gjörónýtir. -sbs Harður árekstur Audi bifreiöinni vargefiö inn og útkoman varö svakaleg, en alls þrír bílar lentu í súpunni. Góöu heilli uröu hins vegar engin slys á fólki en lögregla og slökkviliö voru viö öllu búin þegar þau komu á vettvang. Björn Ingvarsson fékk Pioneer-hljómtæki frá Bræðrunum Ormsson: Set Ragga Bjarna undir geislann „Þetta eru mjög finar græjur, með geislaspilara, útvarpi og öllu. Sonur minn, sem er meira inni í þessu en ég, er mjög ánægður með græjum- ar. Ég spila sjálfur ekki mikið, helst Ragga Bjarna og svoleiðis, en ég er mjög ánægður með þetta,“ sagði Björn Ingvarsson, Otrateigi 3, Reykjavík, við DV. Þá hafði hann veitt forkunnarfinum Pioneer- hljómtækjum frá Bræðrunum Ormsson viðtöku úr hendi Jóhönnu M. Ólafsdóttur, þjónustuveri DV. Bjöm hefur verið áskrifandi að DV í mörg ár og segist ánægður með blaðið. Hann segist lesa allt i því en fletti einna fyrst upp á íþrótt- um og fréttum af Formúlu- kappakstrinum. Áskrift Björns að DV hefur nú fært honum fyrirtaks hljómtæki. En hann er ekki einn um að vera hepp- inn. Fimm heppnir áskrifendur voru dregnir úr áskrifendapotti DV á fimmtudag. Auk Bjöms fengu þau Þórunn Kristjánsdóttir, Lágholts- vegi 9, Reykjavík, og Guðni Magnús Björnsson, Álfaskeiði 86, Hafnar- firði, Pioneer-hljómtæki frá Bræðr- unum Ormsson. Pitsuveislu fyrir 8 frá Pizza Hut fengu síðan þau Halldór Bjarni Mar- íasson, Eiðsstöðum, Blönduósi, og Þórunn Ólafsdóttir, Túngötu 23, Grindavík. Þrír bílar eftir DV er í sannkölluðu sumarskapi í allt sumar. í hverri viku verður dregið úr hópi áskrifenda DV og munu einn til fimm heppnir áskrif- Haraldur Magnússon B.Sc. (bons) Ostcopathy Osteopathy á íslandi Hef nýlokið 4 ára námi við The British School of Osteopathy og hef hafið störf hjá heilsumið- stöðinni Heilsuhvolli. Osteopathy (hrygg- og liðskekkjufræði) er likams- meðhöndlunarkerfi sem greinir og meðhöndlar hina ýmsu líkamlegu verki gegnum vöðva- og liðkerfi líkamans. Osteopathy meðhöndlar vöðva- og liðvandamál, Heilsuhvoll svo sem bak-, háls- og axlarverki. Upplýsirtgar og timapantanir í síma 846 3380 Hepplnn áskrifandi Björn Ingvarsson tekur viö Pioneer-hljómtækjum frá Bræörunum Ormsson úr hendi Jóhönnu M. Ólafsdóttur, þjónustuveri DV. endur vinna margs konar vinninga, eins og sjónvörp, DVD-spilara, heimabíókerfi, tölvur, fartölvur, hljómtæki, stafrænar tökuvélar, pitsuveislur o.fl. Alls verða fjórir bílar dregnir úr áskriftarpotti DV. Splunkuný Toyota Corolla hefur þegar verið af- hent heppnum áskrifanda en hinir bílamir þrír verða dregnir út 20. ágúst, 20. september og 20. október. Hvaða bílar það verða verður kynnt síðar. DV vill verðlauna þá sem safna áskriftum að blaðinu. Hver sá sem safnar að minnsta kosti 5 áskrifend- um að DV mun fá 14 tomma Aiwa- sjónvarp að launum, með íslensku textavarpi, A/V-tengi, Euroscart- tengi og fullkominni fjarstýringu. Fyrsta sjónvarpið er þegar farið til ötuls áskriftasafnara, Söndru Dagg- ar Vatnsdal, 13 ára stúlku í Reykja- vík. Þeir sem vilja safna 5 áskrifend- um geta fengið sérstök eyðublöð á afgreiðslu DV, Skaftahlíð 24, eða hringt i síma DV, 550 5000, og beð- ið um að fá eyðublöðin send heim. -hlh j£us jj£ AjíiyarÍLJJ REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 22.49 22.52 Sólarupprás á morgun 04.21 03.41 Síödegisflóð 20.35 13.26 Árdeglsflóö á morgun 08.53 01.08 Kólnar er líður á kvöldið Norðan og norðvestan 8-10 m/s og kólnar með deginum, fyrst á Vestfjörðum. Norðvestlæg átt 8-13 og rigning eða skúrir norðan- og vestanlands á morgun, en léttskýjað að mestu með Suðaustur- og Austurströndinni. ‘jfsót.'ií> íl JJJL/iJUJJ Víða léttskýjað Suðvestan 5-8 m/s og léttskýjað með köflum víða um landið. Hiti á bilinu 9 til 18 stig, hlýjast austan- og norðaustanlands. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Hit« r Hiti 7° Hiti 69 til 18° tii 14° ti! 14° Vtndur; 5-8»]/s Vindur: 5-8 m/s Víndur: 5-8 m/s Fremur hæg breytileg átt og stöku skúrir á Hægt vaxandl austan- og norðaustanátt Útlit fyrir norðvestlæga átt og vætu um yíö og drelf. og fer að rigna, mest allt landið. Áfram fremur fyret á Fremur kalt í hlýtt í veöri. austuretröndinnl. veðrl áfram. Hægt kólnandi. «- t£ * 1 Vindftraðí m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stlnningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 ílfl1 AKUREYRI léttskýjaö 14 BERGSSTAÐIR skýjað 12 BOLUNGARVÍK alskýjaö 11 EGILSSTAÐIR mistur 15 KIRKJUBÆJARKL. skúr 12 KEFLAVÍK úrkoma 11 RAUFARHÓFN alskýjaö 10 REYKJAVÍK skýjaö 11 STÓRHÖFÐI skúr 10 BERGEN skýjaö 14 HELSINKI skýjaö 20 KAUPMANNAHÖFN rigning 16 OSLÓ skýjaö 21 STOKKHÓLMUR 20 PÓRSHÖFN ringing 13 ÞRÁNDHEIMUR rigning 14 ALGARVE heiöskírt 30 AMSTERDAM léttskýjaö 21 BARCELONA 26 BERLÍN alskýjað 18 CHICAGO mistur 24 DUBLIN skýjaö 17 HAUFAX skýjaö 16 FRANKFURT alskýjaö 18 HAMBORG alskýjaö 18 JAN MAYEN skúr 11 LONDON hálfskýjaö 23 LÚXEMBORG skýjaö 19 MALLORCA skýjað 29 MONTREAL alskýjað 20 NARSSARSSUAQ skýjaö 8 NEW YORK skýjaö 19 ORLANDO háifskýjaö 26 parIs skýjaö 23 VÍN skýjaö 22 WASHINGTON alskýjað 19 WINNIPEG heiöskírt 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.