Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 27. JÚLf 2002
H&lQarhlað X>V
inum en þær eru á svo miklu dýpi aö þaö er vonlaust
aö komast að þeim. Það er mjög merkilegt að sjá
hvernig þorskurinn syndir upp og niður eftir strýt-
unni, manni finnst maður vera á hvolfi þarna,“ segir
Héðinn. í myndabunkanum vekja fallegar selamynd-
ir, teknar við sellátur i Hindisvík á Vatnsnesi, einnig
athygli og aödáun enda teknar í ðtrúlegri nálægð.
„Selir eru afskaplega forvitnir en það er nú frekar
lítið um það að verið sé að kafa í sellátur. Ég veit ekki
annað en þeir séu hættulausir enda er það nú þannig
með flest dýr áð þau eru alveg meinlaus nema þeim
finnist að það sé ráöist á þau. Menn hræðast mest
steinbítinn en ég hef aldrei heyrt um að hann hafi bit-
iö menn,“ segir Héöinn.
Veiðir rauðmaga ofan á brauð
Spurður um flakakafanir á íslandi segir Héðinn að
ekki sé mikið um það þar sem ekki sé svo mikið af
flökum við ísland, allavega ekki svo vitað sé.
„Olíuskipið E1 Grillo, sem sökk í seinni heimsstyrj-
öldinni á Seyðisfirði, liggur á tæplega 50 metrum og
svo er á Sundunum skipið Sigurjón á 25 metrum sem
var sérstaklega sökkt fyrir björgunarsveitirnar til æf-
inga, þangað kíkjum við sportkafararnir einnig. Svo
er sykurskipið, rétt fyrir utan Álftanesið, og það dreg-
ur nafn sitt af sykurfarmi sem það var að flytja til
landsins. Það brotnaði alveg í spað og liggur á við og
dreif á 12-13 metra dýpi,“ segir Héðinn. Hann bætir
við að svo sé alltaf mikið rætt um að kafa í Goðafoss
þó svo að enginn leiðangur hafi enn verið farinn
þangað að honum vitandi en það verkefni sé mjög
spennandi.
Héðinn bendir á að kafarar séu oft spurðir hversu
djúpt þeir hafi kafað, en í hans augum skiptir dýptin
engu máli heldur upplifunin. Sportkafarar séu ekkert
að sækjast eftir því aö fara mjög djúpt þar sem mest
sé að sjá á 3-18 metra dýpi.
„Þar fyrir neðan fer að verða minna að sjá, nema
það sé eitthvað sérstakt eins og skipsflak eða eitthvað
álíka sem maður er að sækja í. Eftir því sem farið er
\<3
dýpra er minna ljós og gróður þrífst ekki í ljósi. Dýr
þrífast best í gróðri þannig að þegar komið er niður á
30 metra er ekkert að sjá nema dauðar skeljar og einn
og einn karfa,“ segir Héðinn.
Persónulega finnst Héðni skemrntilegast að kafa á
næturnar því þá er allt annað líf að sjá en á daginn.
„Þá er maður bara með eitt ljós og skoðar mjög lítinn
hring í kringum sig. Ég hef mjög gaman af því að
skoða þetta smáa líf, og eyði oft heilli köfun í bara
nokkra fermetra þar sem ég fylgist t.d. með krabba og
hvaö hann er að gera,“ segir Héðinn. Skemmtilegasta
köfunin sem hann hefur farið í var einmitt næturköf-
un í Kaplagjótu í Vestmannaeyjum. „Það var stórkost-
leg köfun sem leið eins og skot. Ég hef aldrei séð eins
mikið af kolkröbbum en ég held að þetta sé eini stað-
urinn á landinu þar sem hægt er að ganga að þeim
vísum.“
Það kemur einnig fyrir að Héðinn fari í sérstakar
veiðiferðir. Hann hefur farið og tínt skel fyrir veit-
ingahús en einnig finnst honum gott að fara og ná sér
í einn og einn rauðmaga ofan á brauð. „Rauðmaginn
er svakalega góður reyktur ofan á brauð. Hann er svo
spakur að hann hreyfir sig ekki þó maður syndi að
honum þannig að það er bara hægt að tína hann upp
eins og maður sé að tína ber,“ segir Héðinn og hlær.
Hann segir að mikið sé kafað á Suðurnesjunum. Vin-
sælt sé hjá sportköfurum að skreppa suður í Straums-
vík eftir vinnu því þar sé alltaf mikið líf. Um helgar
er fínt að skreppa í Flekkuvík á Keilisnesi, eða á
bryggjuna í Garði.
„Veðrið verður að vera þokkalegt svo hægt sé að
fara út í því ef það er mikill öldugangur er svo mikið
rót á botninum að skyggnið er ekki mikið og það er
náttúrlega ekkert gaman. Það er þó vel hægt að velja
köfunarstaði eftir vindátt. Ef það er norðannátt get-
um við farið upp á Kjalarnes, í suðvestanátt er það
strandlengjan og Straumsvík og svo er alltaf gott
skyggni á Þingvöllum, þannig við erum minna háð
veðráttunni en margur heldur," segir Héðinn.
Fjársjóðir á hafsbotni
Talið berst að því hvað þurfi til vilji maður prófa
að kafa. Héðinn segir að einu kröfurnar sem hann
geri til nemenda sinna séu að þeir séu í almennt góðu
líkamsástandi. Hann hefur verið með alls konar fólk
í köfunarskólanum hjá sér þar sem kennt er eftir
hinu alþjóðlega PADI-kerfi. „Erlendis þekkist það að
fólk með hina ýmsu líkamlegu fötlun kafi, jafnvel fólk
með engan mátt í fótunum," segir Héðinn sem tekur
kennsluna í litlum skrefum og lætur nemendurna
verða örugga um það sem þeir eru að gera áður en
næsta skref er tekið. Enginn fer út í sjó fyrr en hann
er búinn með bóklegt nám og æfingar í sundlaug.
Hvað varðar kostnaðinn við að stunda köfun þá er
hann lítill. Það kostar að fara á námskeið og koma sér
upp búnaði en eftir það er kostnaðurinn enginn og ef
vel er farið með búnaðinn getur hann enst í mörg ár.
„Það er hár stofnkostnaður en það kostar ekkert að
stunda sportið, samanber að í Sportkafarafélaginu
hafa oft verið blankir skólastrákar sem hafa alltaf get-
að farið að kafa þótt þeir hafi ekki efni á því að fara
í bíó,“ segir Héðinn.
Eins og áður er komið fram fór Héðinn sjálfur ekki
að læra köfun fyrr en fyrir tæpum fjórum árum, þá 33
ára að aldri, og hefur síðan tekið kennararéttindi í
greininni og eytt ómældum tíma í kafi. Áður en hann
lét af því verða að skella sér á köfunarnámskeið hafði
þessi draumur lengi blundað með honum, eða allt frá
því að hann var unglingur að alast upp á Raufarhöfn.
„Það var nú svo skrýtið með það að ég er alinn upp
við sjó, pabbi var svona trillukarl þannig að maður
þekkti sjóinn vel enda var ég sjálfur að vinna á sjó
sem unglingur. Sjóinn þekkti ég hins vegar bara ofan-
sjávar þannig að það var mjög skrýtið að koma loks
neðansjávar. Að sjá allt það sem var þar um að vera,
allt þetta líf og þetta umhverfi sem var alltaf svo ná-
lægt manni en samt svo fjarri. Það var bara ótrúlegt,"
segir Héðinn.
Þannig lýsa nemendur hans einnig þessarri upplif-
un, heimurinn undir vatninu er allt annar, litirnir
eru undarlegir, þögnin mögnuð og að sjá þaraskóginn
sem bærist um er ógleymanlegt. „Fólk getur farið á
sædýrasafn og séð fiska í búrum en það er ekki það
sama og sjá þá í sínu náttúrulega umhverfi," skýtur
Héðinn inn í. Hann viðurkennir að auðvitað sé einnig
heilmikil spenna fólgin í því að geta átt það á hættu
að rekast á fjársjóð, ekki endilega gimsteina og gull-
stangir, heldur eitthvað sem enginn hefur áður fund-
ið eða séð.
„Hver veit svo sem nema maður rekist einhvern
daginn á gullskipið sem hefur verið leitað hvað mest
að?“ segir Héðinn glottandi en heldur áfram öllu al-
varlegri: „Ég legg mikla áherslu á það að vera áhorf-
andi þegar ég er að kafa. Viö eigum ekki að tæta í öllu
og tína eitthvað til þess að koma með það upp. Við
erum gestir á þessu svæði og eigum að haga okkur
eftir því. Það tók mig mjög langan tíma að koma mér
af stað og láta drauminn um að prófa þetta rætast.
Það er eiginlega það eina sem ég sé eftir í dag, að hafa
ekki byrjað fyrr á því að kafa,“ segir Héðinn að lok-
um. -snæ
DV-mynd Sigurður Jökull
Héðinn Ólafssou rekur köfunarskólann Kafarinn.is en auk þess að kenna
íslendingum að njóta köfunaríþróttarinnar fer hann með túrista inn í ís-
Ienskan neðansjávarheim. „Ég hef aldrei upplifað það að þeim sem prófa
að kafa sjálfir finnist þetta ekki æðislegt. Þessi heimur kernur öllum
skemmtilega á óvart,“ segir Héðinn.
Hverastrýtan í Eyjafirði er einstök á heimsmælikvarða. Slíkar strýtur
finnast reyndar annars staðar í heiininum en þær eru á svo miklu dýpi að
það er vonlaust að komast að þeim.
Skrautfiskar og kórallar sjást ekki við íslandsstrendur en það er þó nóg
líf að finna í íslenskum sjó.