Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 Helgarblacf DV 43 i þess að þær fari í slíka aðgerð. Það var t.d. ein hjá mér í morgun sem ég sagði við að mér fyndist hún ætti ekki að gera þetta, hennar brjóst væru það faileg að svona aðgerð myndi ekki gera neitt fyrir hana,“ segir Sigurður. - Segirðu það virkilega við stúlkur? „Auðvitað, ég verð að vera sannfærður um að ég sé að eyða minni kunnáttu og æfi í eitthvað sem er til gagns. Sumar fara út hálfóánægðar með þetta álit mitt en svo eru aðrar sem hafa komið af því þær vita að ég eigi það til að segja þetta. Oftast eru þær hins vegar búnar að ákveða að þær ætli í þetta og því miður eru þær ekki að koma til þess að leita ráða,“ segir Sigurður. Hann bend- ir á að það sé vel hægt að fjarlægja efnið ef maður sjái eftir öllu saman eftir nokkur ár. „Þá lítur brjóstið í meg- inatriðum eins út og fyrir aðgerðina. Það er sem sagt hægt að snúa til sama lands aftur en þá hefurðu bæði haft af því kostnað, óþægindi af aðgerðinni og situr svo uppi með ör,“ segir Sigurður. Hann bætir við að silíkon- ið valdi ekki tognun á brjóstinu þannig að það verði eins og tómrn- tepoki þegar það er fjarlægt. „Það er mjög sjaldan að fólk sem er algjörlega hugsun- arlaust um sitt útlit leiti eftir lýtaaðgerðum. Það er aftur á móti mjög algengt að maður þurfi að labba að speglin- um og reyna að fá viðkomandi til þess að útskýra fyrir sér hvað það sé sem hann er óánægður með. Væntingar eru oft ekki í samræmi við það sem fólk heldur að mað- ur geti gert og þá reynir maður að telja manneskjunni hughvarf. Þó að það sé tæknilega framkvæmanlegt þýðir ekki að það sé endilega skynsamlegt að gera það. Það er svona afstaða sem þróast með manni eftir því sem mað- ur er lengur í þessu,“ segir Sigurður. Hann bendir einnig á að hugarfarsbreyting hafi átt sér stað varðandi svona aðgerðir á þeim tíma sem hann hafi verið í faginu sem sést best á spumingunum sem hann fær frá sjúklingum sínum. Áður hafi verið mjög algengt að fólk hafi spurt hann hversu langt veikindafrí það gæti fengið út á þetta. í dag er sú spuming alveg horfm en fólk spyrji frekar hvenær það geti mætt aftur í líkamsrækt- ina og byrjað aftur i vinnu. Það fmnst honum vera já- kvæð þróun. Að hans sögn em flestar konur sem gangast undir bijóstastækkunaraðgerðir í dag á aldrinum 25-35 ára. Aldurinn spannar samt allt frá lögráða og upp að fimm- tugu. Flestar konur sem til hans koma em búnar að velta aðgerðinni fyrir sér í eitt til tvö ár áður en þær koma í viðtal. „Þetta er mjög yfírvegað yfirleitt þegar þær koma og þær eiga þá kannski vinkonu sem er búin að fara í þetta líka,“ segir Sigurður. Eftir viðtal er ákveðinn að- gerðardagur ef þær vilja stíga það skref. Viku fyrir að- gerð þurfa þær svo að staðfesta að þetta sé raunverulega það sem þær ætla að gera. „Það kemur enginn í viðtal í dag og í aðgerð á morgun. Fólk er látið fara heim og spek- úlera í hlutunum," segir Sigurður. Klofnar varir heilla Eins og fram kom hér í upphafi þá era það ekki bara brjóstastækkanir og andlitslyftingar sem Sigurður fæst við. Auk þess að sinna fegrunaraðgerðum á Læknastöð Glæsibæjar starfar Sigurður á Landspítalanum ásamt fjórum öðrum lýtalæknum, þeim Rafni Ragnarssyni, Ólafr Einarssyni, Guðmundi Már Stefánsson og Jens Kjartansyni. Þar fást þeir við aðgerðir sem snúa að upp- byggingu brjósta eftir krabbamein, brunasár, krepptar hendur, klofnar varir og góma, svo fátt eitt sé nefht. „Það er styrkur deildarinnar hvað við fimm erum með breitt áhugasvið og getum kallað hver á annan í erflðum verkefnum og verið saman við aðgerðir," segir Sigurður sem segist vera ánægður með að vera aldursforsetinn í þessum góða hópi. „Þegar ég kom heim úr námi lá spítalastarf sem lýta- læknir ekki á lausu nema maður gæti jafnframt starfað sem almennur skurðlæknar. Þannig að framan af mínum ferli var ég einnig starfandi sem almennur skurðlæknir á vöktum, takandi botnlanga, magasár og annað slíkt. Siðastliðin 10-15 ár hef ég hins vegar getað einbeitt mér að því sem ég hef mestan áhuga á og tel mig geta gert best,“ segir Sigurður. Á starfsferlinum hefur hann kom- ið víða við. Hann lauk námi sínu í Bandaríkjunum, fimm ára námi i almennum skurðlækningum og þremur áram í lýtalækningum. í fjögur ár starfaði hann svo sem lýta- læknir í Suður-Kaliforniu. „Mjög margir af okkur sem byrjum í lýtalækningum heillumst af því að gera við klofnar varir af því að þar er svo sláandi árangur. Þegar ég var síðast úti í Bandaríkj- unum, í San Diego, hafði ég mikið af slíkum aðgerðum á minni könnu. Ég var í samstarfi við háskóla þar og við fórum oft í sjálfboðaferðir til Mexíkó. Það er mikil fátækt þama og maður sá hversu gott starf maður var að gera fyrir þá einstaklinga sem nýttu sér þetta. Svona aðgerð- ir breyta reyndar engu í þjóðfélaginu en fyrir lækni er það sannkölluð lifsfylling aö sjá árangur af slíku starfi," segir Sigurður sem fór einnig til Guetemala þegar hann var í námi og sinnti þar álíka aðgerðum. „Svona aðgerð- ir heilla mig en staðreyndin er sem betur fer sú að það em ekki mörg svona tilfelli á íslandi," segir Sigurður. Stráltar með bijóst Sigurður er greinilega sáttur með ævistarfrð enda lik- lega draumastarf hvers karlmanns aö fá að vera innan um konubrjóst alla daga, eða hvað? „Brjóst em og verða yndi karlmanna. Þau eru það fyrsta sem veitti okkur sælu og huggun sem ungbömum. Já, ég verð að játa að ég er í draumastarfi þar sem ég er ánægður með þaö að vera að vinna við lýtalækningar, en það hefur ekkert með það að gera að til mín leiti aðallega konur," segir Sigurður og hlær. Hann segir að það sem sé hvað mest jákvætt við starfið sé að hann fái til sín fólk á stofuna sem er að fara að gera eitthvað jákvætt fyrir sig og það er gefandi að geta tekið þátt í því. En myndi hann sjálfur geta hugsað sér að leggjast und- ir hnífinn? „Já, ég held t.d að aðgerð á efri augnlokum sé mest gef- andi aðgerð sem maður getur gert fyrir karl eða konu. Karlar sem hafa þreytulegt útlit af því að efri augnlokin em farin að síga koma gjaman og láta laga það og fá mjög góðan árangur," segir Sigurður. Hann bendir einnig á að karlmenn fari líka í andlitslyftingar, fitusog og eymaaðgerðir. „Því miður heldur fólk oft að við getum gert meira en við getum. Sérstaklega hvað varðar fitusogið. Það er eng- in megrunaraöferð. Það þýðir ekkert fyrir einstakling sem er mjög feitur að ætla að sjúga alla fltuna bm-t, fitu- sog er bara notað á staðbundna fitu. Fitusog getur einnig verið góð lausn fyrir unga stráka sem fá konubrjóst. Það er mikið feimnismál að vera 15-16 ára gamall og vera það feitur að maður sé með brjóst," segir Sigurður. Þau eru greinilega ófá vandamálin sem Sigurður hef- ur leyst, enda kemur það fyrir að honum sé heilsað á fömum vegi og þakkað fyrir. „Ég heilsa hins vegar ekki að fyrra bragði, það er nú yfirleitt heppilegra að ég bíði eftir því að mér sé heilsað, segir Sigurður sem segist ekki geta labbað í gegnum Kringluna án þess að sjá talsvert af sínum kúnnum. „Það er ekki beinlínis þannig að konur klappi mér á öxlina á veitingastað og segi: „Takk fyrir bijóstin, Sigurður,“ en sem betur fer fær maður að njóta sinna verka með þægilegri framkomu viðkomandi ef maður hittir hann á fomum vegi,“ segir Sigurður og brosir. -snæ Sannleikurinn um silíkon - svona ganga brjóstastækkanir til Bijóstastækkanir era yfirleitt ekki gerðar ,Si nema á lögráða einstak- lingum. Viðkomandi mætir i viðtal og skoðun og pantar síðan tíma fyr- ir aðgerð. Viku fyrir að- gerð þarf að staðfesta að aðgerðin sé virkilega eitthvað sem óskað er eftir. Þegar að aðgerð kemur er viðkomandi svæfður og brjóstið deyft. Sjúklingur fer heim samdægurs og mætir í eftirlit tveim til fjóram dögum seinna. Að meðaltali era konur eina til tvær vikur að ná sér að fúllu eftir slíka aðgerð. Nú eru aðallega notuð silíkoninnlegg við bijóstastækkanir og er saltvatnið á hraðri útleið þar sem slikir púðar eiga það til að leka. Púð- inn er yfirleitt settur á bak við brjóstvöðvann. Hættumar við brjóstastækkanir eru þrenns konar: 1) Sýkingarhætta eins og við allar skurðaðgerðir. 2) Doði getur myndast í bijósti en er yfirleitt ekki viðvarandi og er afar sjaldgæft. 3) Bijóst get- ur orðið óeðlilega hart þar sem líkaminn litur á púðann sem aðskotahlut og reynir að losa sig við hann. 7-8% kvenna sem fara i brjóstastækkun fá hart brjóst sem er hægt að laga með annarri aðgerð. Si- likonbrjóst springa ekki í flugi eða köfun. Þau gætu hugsanlega sprungið í bílslysi, t.d ef bein stingst inn í þau. Ef silikonpúði springur helst silíkon- ið á sínum stað en lek- ur ekki um allan lík- amann. Silíkon hefur engin áhrif á brjósta- gjöf og er ekki krabba- meinsvaldandi. Si- líkonbrjóst geta verið alveg eins viðkomu og venjuleg brjóst, viðkoman fer eftir því hversu mikill bandvef- ur myndast í kringum púðann. Aðgerðin skilur alltaf eftir sig ca 4 cm ör sem er þó er oftast lítt sjáanlegt. Örið er ann- aðhvort á mörkum geirvörtu og húðar, eða i grób undir brjóstinu. Fegrunaraðgerðir era allar greiddar að fullu af viðkom- andi en ekki hinu opinbera heilbrigðiskerfl. Lolo Ferrari á að hafa verið með heimsins stærstu brjóst en hún var inikill aðdándi silíkonaðgerða. Ilún dó í þrí- tug að aldri. Brjóstamál heniiar var þá 177,5 cm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.