Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 49 DV Bílar DV-myndir Hari Vespa og vespa er sitt hvað Kostir: Stórt farangursrými, kraftur, áreynslulaus akstur Gallar: Áseta Hvað dettur manni í hug þegar talað er um „vespu?“ Jú, sennilega lítil, kraftlaus mótorhjól sem varla hreyfast úr stað. Gamlar konur í göngugrindum geta jafnvel tekið fram úr þeim sum- um. TMAX-inn frá Yamaha kom því verulega á óvart því hvem hefði grun- að að draumurinn um „vespu" sem hreyfðist úr stað yrði einn góðan dag að veruleika. Hjólið hefúr alla kosti „vespunnar": sjálfskiptingima, þægi- lega ásetu, (svo næstum því er hægt að hjóla í kjól og hælaháum skóm - ekki ráðlegt þó, öryggisins vegna) og lágan jafnvægispunkt svo ég hafði það á til- fmningunni að hægt væri að setja komabam undir stýri á þessu hjóli og það myndi spjara sig. Vélarstærðin er þó kannski það sem kemur í veg fyrir YAMAHA TMAX 500 Vélbúnaður: Vél: 2ja strokka línuvél, vatnskæld Rúmtak: 499 rúmsentímetrar Þjöppun: 10,1:1 Ventlar: 8 I Kerti: 2 Blöndunqar: 30 mm i “ Bensíntankur: 14 lítrar Gírkassi: Sjálfskipt Rafgeymir: 14 Ah HELSTU TÖLUR Lengd/hæð: 2235/1410 mm Hjólhaf: 1575 mm Veghæð: 140 mm Sætishæð: 795 mm BURÐARViRKI ■ Framfjöðrun: Hreyfigeta: 120 mm Afturfjöðrun: Hreyfigeta: 120 mm Frambremsur: 282 mm diskur Dælur: Ein 2ja stimpla Afturbremsa: 267 mm diskur Dæla: Ein Framdekk: 120/70 14 Afturdekk: 150/70 14 HAGKVÆMNI Verksmiðjuábyrqð: ' 2 ár Verð: 985.000 kr. það að hjól af þessu tagi nái útbreiðslu meðal þeirra sem velja einfaldleikann en 500 rúmsentímetra mótor skilar frá sér 40 hestöflum. Próf á stórt mótorhjól þarf nefnilega á TMAX hjólið þrátt fýr- ir að um sjálfskipta „vespu“ sé að ræða. Framúrstefnuleg hönnun Hönnun hjólsins er verulega framúr- stefnuleg og dálítið „speisuö", eins og einhverjir myndu segja. Mjúkar en langar línur og hátt glerið auk ská- settra framljósa gera hjólið rennilegt og verulega fallegt. Mælaborðið er einfalt með öllum helstu mælum, s.s. hraða- mæli, hitamæli og bensínmæli, auk klukku, viðvörunarljósa og stafræns kílómetramælis. Farangursrými TMAX-hjólsins er 32 lítrar sem þýðir að vel er hægt að koma aukahjálmi, innkaupapokanum eða íþróttatöskunni fyrir undir sætinu án vandkvæða en farangursrými í bifhjólum er venjulega lítið sem ekkert. Þá er n.k. „hanska- hólf ‘ líka á hjólinu og er það nógu stórt Umboð: Hestöfl/sn: SAMANBURÐARTOLUR Merkúr hf. 40/7000 Snúningsvægi/sn: 46 Nm/5500 Þurrvigt: 197 kg til að geyma í því símann, húslyklana og peningaveskið. Þægilegur akstur Öll hönnun hjólsins tekur mið af þægindum fyrir ökumann og farþega og hár skermurinn og sérstök straum- línulaga hlíf aö framan brýtur mesta vindinn svo lítil hætta er á að þreytast þess vegna en ökumaðurinn og farþeg- inn sitja nánast i logni í stað þess að berjast með vindinn í fangið. Sætið er einstaklega þægilegt, bæði fyrir öku- mann og farþega, en stuðningspúða við bakið er hægt að færa fram og aftur. Sætið sjálft er mjúkt og flnt og farþeg- inn minn á hjólinu talaði sérstaklega um það hversu þægilegt það væri. 500 kúbikin og hestöflin 40 skila sér ótrú- lega vel þrátt fýrir sjálfskiptingu en hjólið er sprækt af stað á gatnamótum og engin hætta á að maður sé skilinn eftir á umferðarljósum. Það var ekki fyrr en komið var í 80-90 km hraða og átti að gefa aðeins meira í að í Ijós kom að sjálfskiptingin tekur dálítið af við- bragðinu. Hámarkshraði hjólsms er þó uppgefmn 160 km/klst og uppgefin hröðun er 7,5 sek. frá 0 í 100 km/klst þannig að þeir sem vilja njóta einfald- leika sjálfskiptingarinnar og áreynslu- lausrar ásetunnar án þess að tapa krafti mótorhjóla fá nú loks eitthvað fyrir sinn snúð. Fjöðrun hjólsins er ein- staklega mjúk og fagmannlega upp- byggð sem á ekkert skylt við fjöðrunar- búnað lítilla vespa, sem oft eru hastar, enda afar þægilegt og lítt þreytandi að aka hjólinu lengri vegalengdir. Fyrir mömmur sem þora Ég velti því lengi fyrir mér hvaða hóp ég myndi sjá á svona hjóli þar sem um er að ræða blöndu af stóru bifhjóli með alvörumótor og vespu og eiginleik- um þessara tveggja blandað saman. Notagildið verður dálítið annað fyrir vikið og þessir venjulegu mótorhjóla- töffarar þora væntanlega ekki að skipta yfir í þægindin. Hjólið er hægt að nota til styttri ferða innanbæjar eða huggu- legra sunnudagsbíltúra út úr bænum. Nesti og aukafatnaður verður ekkert vandamál enda farangursrými nóg. Ég sé fyrir mér að markhópurinn fyrir Yamaha TMAX hjólið verði því mömm- ur sem þora. Helstu gallamir við hjólið eru ásetan sem er eins og setið sé í hægindastól með fætur fyrir framan sig en hún verður samt dálítið skrýtin þegar maður hefur vanist því að aka hjóli þar sem ásetan er allt önnur og nota þarf fætur tO gírskiptinga og hemlunar. Hún venst hins vegar afar vel. Sjálfskiptingin tekur dálítið af „þoli“ hjólsins því þó það sé tiltölulega snöggt af stað verður átakið meira þegar hraðinn hefur verið aukinn og viðbragðið leng- ist þegar hraða- talan fer að nálgast þrjá stafi. Helstu kostir eru þægi- leg áseta, rúm- gott farangurs- rými og nægur kraftur. -HSH Notaðir bífar hjá Suzuki bílum hf. Suzuki Baleno Wagon, sjsk. Skr. 6/99, ek. 26 þus. Verð kr. 1190 þús. Suzuki Baleno GL, 4 d., bsk. Skr. 5/99, ek. 38 þús. Verð kr. 890 þus. Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk. Skr. 5/98, ek. 60 þús. Verð kr. 1150 þús. Suzuki Vitara JLX, sjsk. Skr. 4/97, ek. 75 pús. Verð kr. 1050 þús. Suzuki Vitara JLX, Skr. 7/98, ek 7 Verð kr. 970 bsk. Suzuki Swift GLS, 3 d., bsk. Skr. 9/99, ek. 23 þús. Verð kr. 790 þus. Ford Focus Trend, 5 d., sjsk. Skr. 1/02, ek. 1 þús. Verð kr. 1790 þús. Audi A-4, bsk. Skr. 11/99, ek. 35 þús. Verð kr. 1670 þus. Honda CRV, sjsk. Skr. 9/97, ek. 80 þús. Verð kr. 1490 þús. Toyota RAV-4, 5 d., sjsk. Skr. 6/96, ek. 76 þús. Verð kr. 1150 þús. Sjáöu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---M-------------— SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, simi 568-5100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.