Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Blaðsíða 32
32 Helcjarblað I>V LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 Árni í bakgarðinum, þar sem hann fer að eigin sögn oft til að liugsa. „Árni hefur ekki mikið pólitískt nef og tekur að minnsta kosti ekk- ert tillit til pólitíkur þegar kemur að störfum hans hjá bankan- um. Lýsandi fyrir þetta er til dæmis yfirtaka Búnaðar- bankans á SPRON.“...Póli- tískt viðkvæmari menn hefðu kanuski veigrað sér við að taka þann slag." Maðurinn bak við bindið Á þvíer engirw vafi að Árni Tómasson, banka- stjóri Búnaðarbankans, hefur mátt vinna fgr- ir kaupinu sínu síðustu vikur. Bankinn hefur tenqst, annaðhvort íbakgrunni eða sem Igkil- spilari, að minnsta kosti þremur umdeildum og stórum málum sem borið hefur hátt í fjöl- miðlum og umræðunni ísumar. DV fjallar um persónuna Árna ínærmgnd og skoðar meðal annars ástæður þess að hann hafnaði upphaf- lega bankastjórastöðunni, hvort og hverniq pólitík hefur áhrif á ákvarðanatöku hans, mátar lífshlaup Árna við ameríska drauminn og sviptir hulunni af FH-bananum. Árni tók við starfi bankastjóra hjá Búnaðarbankan- um fyrir um 15 mánuðum og má með sanni segja að undanfarnar vikur hafi verið eldskírn hans í starfi, að minnsta kosti hvað varðar þátttöku í áberandi ágreiningsmálum frammi fyrir alþjóð. Hann er sonur Tómasar Árnasonar, fyrrverandi ráðherra og seðla- bankastjóra, löggiltur endurskoðandi, hefur verið kallaður baunateljarinn en mikið fleira vita margir ekki um þennan hægláta og ákveðna mann. Hver er Árni Tómasson? Ráðherra kveðinn í ltútinn Skipan Árna í stöðu annars bankastjóra Búnaðar- bankans um mánaðamótin febrúar-mars 2001 kom mörgum mjög á óvart enda nafn Árna ekki meðal hinna hefðbundnu í hattinum þegar „stöðubarátta“ á vettvangi ríkisins er annars vegar. Ráðning Árna átti sér ákveðna forsögu sem Morgunblaðið greindi frá í áhugaverðri fréttaskýringu á sínum tíma. Talsverðar væringar höfðu verið með Valgerði Sverrisdóttur, ráðherra bankamála, og bankaráði Búnaðarbankans. Tveir af þremur bankastjórum Búnaðarbankans voru að láta af störfum. Valgerður vildi nota tækifærið og annars vegar fækka banka- stjórum úr þremur niður í einn en hins vegar skipa I þá stöðu Eirík S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóra KEA og góðvin að norðan. Bankaráðið var á annarri skoð- un, vildi í fyrsta lagi ekki fækka bankastjórunum nema niður í tvo og í öðru lagi sætti það sig ekki við kandídatinn sem Valgerður tefldi fram. Miklar svipt- ingar urðu milli Valgerðar og bankaráðsmanna bak við tjöldin og leikin var refskák mikil. Hún endaði í talsverðum illindum milli Valgerðar og einstakra bankaráðsmanna, sem ekki voru vinir fyrir, og mifli- göngu frammámanna í Framsóknarflokknum þurfti til að lægja öldumar. Mitt í þessum hráskinnaleik um lausa stólinn stungu aðflar innan Búnaðarbankans sjálfs óvænt upp á Árna Tómassyni sem þá hafði ver- ið endurskoðandi bankans um nokkurt skeið. Hug- myndin hlaut góðar viðtökur hjá bankaráðinu og þeg- ar maðurinn sem endanlega hafði úrskurðarvald um hina pólitísku ráðningu - Halldór Ásgrímsson - reyndist tillögunni hlynntur neyddist Valgerður til að draga í land. Stóllinn var Árna ... „Nei, taldi“ ... en vildi Árni stólinn? Að sögn viðmælenda helg- arblaðsins hafnaði Árni stöðunni að minnsta kosti einu sinni, sennilega oftar, þegar haft var samband við hann fyrst. „Það var lagt hart að honum og legið í honum að taka stólinn. Þrýstingurinn var mikill og frá topp- mönnum sem ekki er vanir að sætta sig við neitun,“ sagði einn, samstarfsmaður Árna til margra ára. Annar viðmælandi hefur sömu sögu að segja en tek- ur fram að ekki komi sér á óvart að Árni hafi þegið stöðuna á endanum. „Þetta er ein af toppstöðunum í þjóðfélaginu og eðlilegt að hún freisti metnaðarfulls manns eins og Árna. Ég er miklu frekar hissa að hann skyldi hafa færst undan I fyrstu.“ Það er samdóma álit viðmælenda blaðsins að ástæða þess að Árni hafi hafnað bankastjórastólnum fyrst í stað hafi verið sú að þá var nýlega um garð genginn samruni endurskoðunarskrifstofunnar Lög- giltir endurskoðendur, þar sem hann var meðeigandi, við aðra skrifstofu undir merkjum Deloitte & Touche. Vegna samrunans taldi Árni sig vera skuldbundinn hinu nýja fyrirtæki og samstarfsmönnum að fylgja því úr hlaði. Svo fór þó að Árni þáði bankastjórastöð- una eftir að hafa ráðgast við samstarfsfólk sitt. Ástæðan fyrir hiki Árna við þessar aðstæður rim- ar ágætlega við það mat viðmælenda blaðsins að hann sé traustur maður, samviskusamur og áreiðan- legur í samstarfi. Upp í hugann kemur það sem Bret- arnir hafa kallað „sound“ - sjá: „sound chap!“ - og þykir meðal eftirsóknarverðustu mannkosta sem for- kólfar í viðskiptum og stjómmálum þar í landi geta búið yfir. „Að öðrum ólöstuðum einn traustasti maður sem ég hef unnið með,“ vitnaði einn fyrrum samstarfs- maður. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur samstarf Árna og hins bankastjórans, Sólons Sigurðssonar, verið með ágætum og ekki fer neinum sögum af sam- starfsörðugleikum milli hans og Valgerðar Sverris- dóttur, þótt hún hafi vissulega róið að því öllum árum að annar maður vermdi stólinn. Álirifamikill bróðir Árni fæddist 1955 og er því 47 ára að aldri. Hann ólst upp í Kópavoginum og á enn heima þar. Tómas Árnason, faðir hans, var áberandi persóna í þjóðlíf- inu, alþingismaður, ráðherra og seðlabankastjóri um margra ára skeið. Eldri bróðir Árna er Eiríkur Tóm- asson, lagaprófessor með meiru og einn helsti áhrifa- maður Framsóknarflokksins, auk þess vinur og trún- aðarmaður bæði Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar og einn helsti lögfræðilegi ráðgjafi Fram- sóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar. Þeirri sögu heyrðist fleygt við blaðið að Árni hafi sem barn lagt það í vana sinn að leggia stafsetningarþrautir fyrir eldri bróður sinn sem nánast alltaf hafi stafsett orðin rétt. Fór það mjög í keppnisskapið á yngri bróðurn- um, en nóg var af því og er enn að sögn þeirra sem þekkja, hvort sem er á golfvellinum eða í starfi. 1 æsku er honum annars lýst sem yfirveguðum og skörpum strák sem lagði afar hart að sér í námi. „Það er mjög eftirminnilegt hvað hann var alltaf einbeittur. Hann var prakkari, ekki hrekkjóttur, ekki einu sinni stríðinn. Hann var settlegur krakki, alltaf svolítið fullorðinslegur eftir aldri. Og er það nú enn!“ segir einn æskuvina Árna sem kemur starfsframi hans ekki á óvart. Ameríski draumurinn ... og þó? Árni kynntist konu sinni, Margréti Birnu Skúla- dóttur, í Menntaskólanum við Hamrahlíð en þaðan útskrifaðist hann 1975. í Háskóla íslands nam hann viðskiptafræði. í skóla minnist fólk Árna sem mjög góðs nemanda sem krafðist skýringa kennaranna þangað tfl hann hafði hlutina algerlega á hreinu. Eft- ir útskrift varð hann löggiltur endurskoðandi og hóf störf hjá skrifstofu sem hann vann hjá allar götur þangað tfl hann varð bankastjóri, þótt nafnið breytt- ist tvisvar og stofan stækkaði með samruna við aðr- ar stofur. Það vekur athygli þegar lífshlaup Árna er skoðað að það virðist, á yfirborðinu að minnsta kosti, mjög klippt og skorið - „streit“ á vondu máli. Árni þýtur upp skólakerfið með eftirtektarverðri elju og dugnaði og nær góðum árangri. Hann kynnist eiginkonunni í menntaskóla, útskrifast, verður endurskoðandi og starfar hjá sama fyrirtækinu í rúma tvo áratugi áður en hann verður bankastjóri. Klifur metorðastigann hratt og örugglega - varð meðeigandi eftir 6 til 7 ára starf hjá fyrirtækinu, sem er fáheyrt - og endar sem stjórnarformaður. Þrjú börn, einbýlishús í úthverfi (eða ígildi þess!), á fullu í golfinu, veiðir lax. Allur pakkinn. Aflt virðist frekar átakalaust, engar beygj- ur, krókaleiðir eða pyttir á ferlinum, svo sjáanlegt sé. Einhver myndi segja ameríski draumurinn holdi klæddur. Með einni undantekningu þó: „Ég veit að það þótti athyglisvert þegar hann var í þeim prósess að verða meðeigandi að hann var aldrei gráðugur í peninga,“ segir einn viðmælandi okkar. „Árni hefur aldrei gengið fyrir peningum, beygir sig ekki eftir þeim og lætur ekki auðveldlega að stjórn neins.“ Harka og heiðarleild Ef draga á saman það sem viðmælendur blaðsins höfðu að segja um almenn karaktereinkenni Árna myndi það hefjast á orðunum traustur, áreiðanlegur og ákveðinn. „Árni gerði aldrei neitt á bak við mann og var fljót- ur að vinna sér traust og trúnað samstarfsmannanna. Hann hefur mikla leiðtogahæfileika og er dálítið skapmikill þannig að það var ekki óþekkt að það slægi í brýnu milli manna. En alveg sama hversu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.