Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Blaðsíða 36
44 Helcjarbloð H>V LAUGARDAGUR 27. JÚLf 2002
Sakamál________________
Umsjón
Páll Ásgeir
Ásgeirsson
Kvöldveislan
breyttist í blóðuga martröð
Löqreglan rakti slóð Brooks til tötraleqs
gistiheimilis íLondon. Við leit fannst haqla-
bqssa oq sérfræðinqar lögreqlunnar gátu
staðfest að um morðvopnið frá ráninu í
Barn veitinqastaðnum árinu áður væri að
ræða.
Veisla á hverjum degi! Þetta voru einkunnar-
orð eigenda Barn veitingastaðarins í Eastend i
London. En nóvembernótt eina 1972 breyttist
gleðin í blóðuga martröð.
Eigendurnir, hjónin Bob og Muriel Patience,
lokuðu veitingastað sínum og slökktu ljósin um
hálftvöleytið aðfaranótt 4. nóvember. Ásamt tví-
tugri dóttur sinni, Beverly, héldu þau inn í íbúð
sína bak við veitingastaðinn með tekjur kvölds-
ins, um 100 þúsund íslenskra króna, í peninga-
kassa.
Á sama augnabliki breyttist vel heppnað kvöld
í ólýsanlega martröð. Á ganginum að íbúðinni
biðu fjölskyldunnar tveir menn með afsagaðar
haglabyssur. Annar þeirra tók peningakassann
af Muriel, sem var skelfingu lostin, og heimtaði
lyklana að peningaskápnum. í honum voru um
100 þúsund krónur í reiðufé.
Þegar Bob Patience hikaði greip annar ræn-
ingjanna púða úr sófa, hélt honum fyrir byssu-
hlaupinu og beindi vopni sínu fyrst að Beverly
og síðan að Muriel. „Hvora á ég að skjóta fyrst,
dóttur þína eða konuna þína?“ spurði raeninginn.
„Ég held ég skjóti konuna,“ sagði hann og í sömu
andrá heyrðist skothvellur. Muriel rak upp vein
áður en hún hneig niður með skotsár á höfði.
Bob fleygði lyklunum fyrir fætur ræningjanna.
Þeir létu innihald peningaskápsins í léreftspoka
á meðan Bob flýtti sér til að koma konu sinni til
UTBOÐ
F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er óskaö eftir
tilboöum í knattspyrnuvelli við Fossaleyni 1.
Helstu magntölur eru:
•Flutningur jarövegs innan svæöis:
20.000 m
Buröarlagsfylling: 9.000 m
Jarðvegsdúkur: 19.000 m
Grasþakning: 9.700 m
Malarsvæöi: 8.600 m
Drenbarkar og lagnir: 1.300 m
Gróðurmold: 1.500 m
Giröing: 700 m
Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 5.000 kr.
skilatryggingu.
Opnun tilboða: 12. ágúst 2002, kl. 11.00, á sama stað.
FAS 75/2
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavik-Sími 570 5800
Fax 562 2616 - Netfang: isrSrhus.rvk.is
hjálpar. Eftir að ræningjarnir höfðu tæmt pen-
ingaskápinn og lagt ránsfeng sinn í bíl Bobs Pati-
ences bundu þeir hann og dóttur hans við stóla
og skutu þau í fæturna. Síðan óku ræningjarnir
á brott.
Sonurinn uppgötvaði blóðbaðið
Það var sonur Bobs, David, sem uppgötvaði
blóðbaðið. Fórnarlömbunum þremur var í
skyndi ekið á sjúkrahús. Þar tókst að bjarga lífi
feðginanna en Muriel Patience lést án þess að
komast til meðvitundar.
Þetta grófa rán vakti alls staðar hörð viðbrögð,
einnig í undirheimum London. Þar var einkum
eitt nafn á vörum manna, George Ince.
George var enginn engill. Afbrotaferill hans
var langur og hafði hann oft gerst sekur um of-
beldi og árásir. Á þessum tíma var hann grunað-
ur um stórfellt skartgriparán.
En George Ince hafði hins vegar aldrei drepið
neinn né misþyrmt einhverjum alvarlega.
En einhvern tíma verður allt fyrst, var mat lög-
reglunnar.
Bob Patience benti á nokkra mögulega árásar-
menn í myndasafni lögreglunnar. Enginn þeirra
var George Ince. Beverly benti hins vegar tvisvar
sinnum á Ince og það var lýst eftir honum. Lög-
reglan hafði varla hafið leit að honum þegar
hann gaf sig sjálfur fram. Hann mætti á lögreglu-
stöðina í fylgd lögmanns síns.
Hann vísaði allri vitneskju um hið blóðuga rán
á bug. En nú hafði einnig Bob Patience bent á
Ince sem annan hinna seku.
George Ince var ákærður fyrir morðið á Muri-
el Patience og réttarhöldin í Chelmsford urðu að
skrípaleik. Ince hellti sér yfir dómarann og reifst
við lögmann sinn sem hann rak síðan. Kvaðst
hann ekki þurfa neinn verjanda.
Kviðdómendur voru ráðþrota. Þeir brutu heil-
ann í sjö klukkustundir en komust ekki að sam-
komulagi. Rétta varð á ný yfir Ince viku seinna.
Það var skoðun dómarans að Ince hefði tekið
sönsum. Hann hafði fengið nýjan verjanda, og
vitni sem umturnaði öllum réttarhöldunum.
Vitnið var Dolly Kray sem var gift hinum al-
ræmda glæpamanni, Charlie Kray. Charlie sat
þá í fangelsi ásamt bræðrum sínum, Ronnie og
Reg.
Ótrú eiginkona glæpamanns
Það fór kliður um réttarsalinn þegar hin ljós-
hærða Dolly Kray sagði í vitnastúku að Ince
heföi verið með henni aðfaranótt 4. nóvember
þegar morðið var framið. Verjandinn benti á þá
hættu sem Dolly Kray stofnaði sjálfri sér í með
því að bera vitni. Og það var ekki að ástæðu-
lausu. Dagblöðin greindu frá því að Charlie Kray
hefði fengið æðiskast í fangelsinu vegna hjúskap-
arbrots eiginkonunnar. Og hann hafði lagt rúm-
ar tvær milljónir króna til höfuðs George Ince.
í þetta sinn tók það kviðdómendur tæpa
klukkustund að komast að niðurstöðu. George
Ince var sýknaður við mikinn fögnuð viðstaddra.
Skálað var í kampavíni fyrir utan dómhúsið þar
sem Ince lýsti því yfir að hann og Dolly hygðust
nú byrja upp á nýtt. En fyrst ætlaði hann að
drekka sig almennilega fullan.
Scotland Yard hafði orðið fyrir álitshnekki og
varð nú að hefja rannsókn sína á byrjunareit á
ný.
Útlit var fyrir að hálfs árs rannsókn hefði ver-
ið til einskis. Spurningin sem menn urðu að
spyrja sig var þessi: Úr því að George Ince var
ekki morðinginn hver var hann þá?
Muriel Patience var skotin í höfuöið
Gortaði af því að eiga liaglabyssu
Þegar útlitið var sem svartast birti óvænt til.
Þann 15. júní 1973 gaf sig fram maður að nafni
Peter Hanson og játaði hann á sig rán. Kvaðst
hann hafa starfað með náunga sem gortaði af því
að eiga haglabyssu og að hafa myrt konu með
henni. Maðurinn hét John Brook og fórnarlamb
hans var sennilega Muriel Patience.
Lögreglan rakti slóð Brooks til tötralegs gisti-
heimilis i London. Við leit fannst haglabyssa og
sérfræðingar lögreglunnar gátu staðfest að um
morðvopnið frá ráninu í Barn veitingastaðnum
árinu áður væri að ræða. Stuttu síðar handtók
lögreglan einnig mann að nafni Nicholas John-
son sem viðurkenndi þátt sinn í ráninu. Johnson
sagði að Brook hefði verið höfuðpaurinn.
í janúar 1974 kom málið fyrir rétt í Chelms-
ford. Brook, sem var vel klæddur og sjálfsörugg-
ur, kom miklu betur fyrir en Ince hafði gert. Um
skeið leit út fyrir að hann gæti snúið á kerfið.
Brook fullyrti að Nicholas Johnson og Ince hefðu
verið á veitingastaðnum og að Ince hefði hleypt
af. Sagði Brook að Johnson hefði greint sér frá
þessu morguninn eftir morðið. Kvaðst Brook
hafa hvatt Johnson til að gefa sig fram.
Vonir um frelsi urðu að engu
En vonir Brooks um að ganga úr réttarsalnum
sem frjáls maður urðu að engu þegar Beverly
Patience steig upp í vitnastúkuna. Hún var spurð
að því hvort hún gæti bent 'á manninn sem
myrti móður hennar og skaut á hana sjálfa og
föður hennar. Beverly svaraði föl og svolítið hik-
andi: „Það er hann sem situr á ákærubekknum."
Meira þurftu kviðdómendur ekki. John Brook
var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á
Muriel Patience og Nicholas Johnson var dæmd-
ur í 10 ára fangelsi fyrir sinn þátt í glæpnum.
George Ince gat ekki verið viðstaddur þegar
hann var endanlega sýknaður. Hann sat í fang-
elsi fyrir fyrrnefnt skartgriparán og var ekki lát-
inn laus fyrr en 1980.
Nú starfar hann sem leigubílstjóri og hefur
ekki komist í kast við lögin á ný. Hann og Dolly
Kray eru hamingjusamlega gift.