Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Blaðsíða 30
30
Helgarblac) 33 "V LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002
Þú missir aldrei
námshæfileikann
Jóhanna Kristjónsdóttir var að-
eins tvítug þegar hún skrifaði
söguna Ást á rauðu Ijósi. Sagan
þótti fjörug og listilega skrifuð
og seldist upp á örskömmum
tíma. Nú hefur bókin loksins ver-
ið gefin út aftur og DV ræddi við
Jóhönnu um bókina djörfu og til-
ganginn með endurútgáfunni.
Ástæða þess að Jóhanna ákvað að skrifa skáld-
sögu var ekki sú hún þyrfti endilega að fá útrás fyr-
ir sköpunargáfuna. Hún hafði alltaf ætlað sér að
skrifa bók einhvern tímann en Ást á rauðu ljósi var
skrifuð af mjög praktískum ástæðum. Jóhanna var
nýbúin að kaupa íbúö á Lindabraut ásamt eigin-
manni sínum Jökli Jakobssyni en hún var ekki full-
frágenginn. Til að eiga fyrir pússningunni settist
Jóhanna fyrir framan ritvélina og skrifaði. Hagnað-
urinn af sölu bókarinnar dugði ekki eingöngu fyrir
pússningunni heldur líka rafmagni og pípulögnum.
Núna hefur bókin verið endurútgefin og enn er
ástæðan aö nokkru leyti praktísk. Jóhanna er að
fara i meistaranám í Damaskus í Sýrlandi en eins
og kunnugt er hefur hún lagt stund á arabískunám
undanfarin ár. Ef allt gengur vel stefnir Jóhanna að
þvi að fara í októberlok og enn virðist bókin ætla að
bjarga henni þvi hún rokselst. Jóhanna fer ekkert í
grafgötur um að bókin ræður úrslitum hvort hún
kemst eða ekki. „Já, ég ligg ekki á því og fólki finnst
það mjög skemmtilegt. Einkum finnst konum þetta
jákvætt en samt er eftirtektarvert að í áskrifenda-
hópnum eru karlar ámóta margir,“ segir Jóhanna
og fær sér væna sneið af smjörköku.
Ertu að reyna segja umhverfinu eitthvað?
„Nei, ég er aðallega að segja sjálfri mér að ég get
það sem ég ætla mér að gera,“ segir Jóhanna. „Ég er
búin aö komast að því að maður missir ekki náms-
hæfileikana um þrítugt og því ætti ég ekki þá að
fara í mastersnám ef mig langar til þess? Mér finnst
að konum séu allir vegir færir hvort sem þær eru
um tvítugt eða sextugt."
Jóhanna var komin á sextugsaldur þegar hún
sagði starfi sinu á Morgunblaðinu lausu og fór til
Egyptalands í nám. Hún segir að ákvörðunin hafi
ekki alltaf mætt skilningi hjá fólki. „Ein vinkona
mín spurði: „Hvernig þorir þú þessu? Missir þú
ekki öll réttindi?" Auðvitað þarf ég peninga en
krakkarnir mínir eru uppkomnir og ég ber engan
kostnað af þeim. Þvi skyldi ég ekki bara skemmta
mér, sérstaklega af því að ég get það? Og mér finnst
alveg sérstaklega skemmtilegt að Ást á rauðu ljósi
virðist ætla gera mér kleift að fara í framhalds-
nám.“
Sagan átti ekki að vera djörf
Ást á rauðu ljósi fjallar um efnilegan listamann
sem heitir María Sjöfn. Hún á vingott við piltinn
Þorkel sem er að ljúka stúdentsprófi. Þau dreymir
um að fara til Frakklands í framhaldsnám en ýmis
ljón eru á veginum. Móðir Maríu er drykkjusjúk-
lingur og hefur átt erfiða ævi. Móðir Þorkels er rík
ekkja sem er ekki sátt við tilvonandi tengdadóttur
sína. Höfundur sögunnar er Hanna Kristjánsdóttir.
Ég spyr Jóhönnu af hverju hún hafi notað dulnefni.
„Það var einfaldlega vegna þess að ég var svo feim-
in,“ útskýrir Jóhanna og heldur síðan áfram: „Ég
gat ekki hugsað mér að koma fram undir eigin nafni
en síðan ákvað ég, eða reyndar voru það nú Jökull
og Ólafur Jónsson, starfsbróðir hans á Tímanum,
sem ákváðu að ég kæmi fram.“
Þú segist hafa verið feimin en svo skrifarðu djarfa
bók. Varstu aldrei á nálum þegar þú vannst aó
henni?
„Ég ætlaði aldrei að skrifa djarfa bók,“ fullyrðir
Jóhanna og hlær. „Það er svo fjarri þvi að þetta hafi
veriö eitthvað meðvitað. Ég ætlaði bara að skrifa
sögu sem vonandi yrði skemmtileg og það hvarflaði
ekki að mér að það væri eitthvað í henni sem myndi
sjokkera fólk. Á hinn bóginn þegar bókin var kom-
in út og fólk var farið að lesa hana þá varð mér
órótt, ekki sist gagnvart foreldrum minum og ekki
síöur tengdaforeldrum mínum.“
Og urðu foreldrar þínir og tengdaforeldrar
hneykslaöir?
„Nei, alla vega fóru þeir þá mjög hljótt með það,“
svarar Jóhanna. „Ég man eftir samræðum á milli
mömmu og tengdó þar sem mamma sagði, og ég
held að það hafi veriö í gríni: „Hún er nú lagleg
móðir söguhetjunnar. Það er vonandi að fólk haldi
ekki að Jóhanna sé að lýsa móöur sinni.“ Og þá
sagði tengdamamma: „Ja, ekki er þaö nú skárri út-
reið sem tengdó fær!“ En þær virtust taka bókinni
vel og ég hafði engar fyrirmyndir að persónunum í
bókinni nema ef vera skyldi málverkasalinn, Hag-
barður Jónsson. Ég hugsa að Guömundur á Mokka-
kaffi hafi verið fyrirmyndin að Hagbarði. Á þessum
tíma var Mokkakaffi nýr staður og Guðmundur
leyfði oft ungum listamönnum að sýna hjá sér sem
var ekkert sjálfsagt á þessum tíma.“
Seiglaii saineiginleg með Maríu
Þú átt ekkert sameiginlegt með aöalsöguhetjunni
Maríu Sjöfn?
„Ég er nú ekki viss um það,“ segir Jóhanna og
hikar í smástund áður en hún svarar spurningunni.
„Ég var töluvert lífsreynd um tvítugt. Ég átti mann
og tvö börn og hafði tekið stúdentspróf árið eftir að
ég gifti mig, sem var mjög fátítt á þessum árum.
Líklega á ég þessa seiglu sameiginlega með Maríu.
Annars finnst mér voðalega mislukkað þegar fólk er
að segja að það sé svona en ekki hinsegin. Ég er
alltaf aö sjá það betur og betur að þegar fólk er að
lýsa sjálfu sér er það fyrst og fremst að segja hvern-
ig það vill að aðrir sjái það.“
Þegar ég las bókina fékk ég það á tilfinninguna að
María Sjöfn vœri sífellt aó fórna sér fyrir Þorkel. Ef
þú vœrir að skrifa skáldsögu í dag, myndir þú láta
konuna fórna sér svona fyrir karlmanninn?
„Nei, örugglega ekki,“ segir Jóhanna. „Að vísu
verður þetta ekki almennileg fórn í lokin því Þor-
kell bregst öðruvísi við en hún átti von á. Ég held
að það sé mjög ríkt í konum að fórna sér og það er
kannski vegna þess sem við eigum erfitt uppdráttar.
Sennilega var ég líka fórnfúsari þegar var yngri.“
Mér skilst að það hafi verið til annar lokakafli á
bókinni sem ákveðið var aö nota ekki. Hvernig var sá
kafli?