Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Blaðsíða 44
HelQorblaiö H>V LAUGARDAGUR 27. JÚLf 2002 Umsjón Kjartan Gunnar Kjartansson Örn Friðriksson fyrrv. prófastur í Þingeyjarprófastsdæmi er sjötíu og fimm ára í dag _ > Friðrik Hákon Örn Friðriksson, fyrrv. prófastur í Þingeyjarprófastsdæmi, Litluhlíð 4B, Akureyri, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Örn fæddist í Wynyard í Saskatchewan í Kanada og ólst þar upp fyrstu árin en á Húsavík frá sex ára aldri. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1949, stundaði nám í tungumálum, bókmenntum og tónlist við Kaup- mannahafnarháskóla með styrk frá Menntamálaráði íslands 1949-51 og lauk þar cand.phil.-prófi 1950, lauk embættisprófi í guðfræði við HÍ 1954, stundaði fram- haldsnám í kirkjusögu við Kaupmannahafnarháskóla 1960-61 og fór námsför til Irlands til að kynna sér kaþólska siði og trúarlíf 1974. Örn var sóknarprestur í Skútustaðaprestakalli 1954-97 og prófastur í Þingeyjarprófastsdæmi 1986-97. Örn var símstöðvarstjóri á Skútustöðum 1955-65, póstafgreiðslumaður þar 1958-65, stundakennari við Barna- og unglingaskólann á Skútustöðum (síðar Grunnskólann) 1964-90, við Tónlistarskóla Mývatns- sveitar 1974-86, kenndi þýsku við fullorðinsfræðslu á vegum hreppsins öðru hvoru, var prófdómari við Barna- og unglingaskólann á Skútustöðum 1955-77 og við stúdentspróf í dönsku og latínu við MA 1963-83. Örn sat í skólanefnd Skútustaðahrepps 1955-70, var formaður áfengisvarnanefndar Skútustaðahrepps 1956-80, formaður Lestrarfélags Mývatnssveitar um árabil, söngstjóri Karlakórs Mývatnssveitar 1958-75, varamaður í skattanefnd Skútustaðalirepps 1959-63, formaður Félags áfengisvarnanefnda í Suður-Þingeyj- arsýslu 1962-70 og sat i helgisiöanefnd Þjóðkirkjunn- ar 1976-81. Þá var Örn undirleikari með kórsöng og við leik- sýningar og hefur verið allvirkur sem tónskáld, frí- stundamálari og ljósmyndari. Fjölskylda Örn kvæntist 17.4. 1955 Álfhildi Sigurðardóttur, f. 12.6. 1936, húsmóður og fyrrv. matráðskonu. Hún er dóttir Sigurðar Stefánssonar, fyrrv. bílstjóra frá Haganesi í Mývatnssveit, og Málmfríðar Þorláksdótt- ur húsfreyju. Börn Arnar og Álfhildar eru Áslaug, f. 22.10. 1955, BA í dönsku og þýsku og húsmóðir í Braunschweig í Þýskalandi, gift dr. Klaus Willi Hermann Wendt, f. 2.7. 1953, landmælingaverkfræðingi og eiga þau tvö börn; Friðrik Dagur, f. 8.11. 1956, BA í sagnfræði og BA í landafræði og kennari í Reykjavík en kona hans er Sigyn Eiríksdóttir, f. 17.2. 1966, BA í jarðfræði og hársnyrtifræðingur og eru börn hans fjögur; Arnfríð- ur, f. 2.1. 1960, stúdent og myndlistarkennari á Akur- eyri en maður hennar er Erlingur Harðarson, f. 2.3. 1959, rafeindavirki og forstöðumaður tölvudeildar HA og eru börn hennar tvö; Þórdís, f. 29.10. 1972, stúdent og ferðaráðgjafi í Reykjavík en maður hennar er Ingólfur Sigurðsson, f. 17.3. 1970, háskólanemi og tón- listarmaður; Sigurður Ágúst, f. 14.4. 1974, vélstjóri og vélaverkfræðingur í Reykjavík en kona hans er Svan- hildur Anja Ástþórsdóttir, f. 27.4. 1976, háskólanemi. Systur Arnar eru Gertrud Beata Björg, f. 24.3. 1926, húsmóðir á Húsavík; Aldís Elísabet, f. 10.12. 1932, hjúkrunarfræðingur á Húsavík; Birna Guðrún, f. 5.5. 1938, starfsmaður á Biskupsstofu í Reykjavík. Foreldrar Arnar: Friðrik Aðalsteinn Friðriksson, f. 17.6. 1896, d. 16.11. 1981, prestur íslensku safnaðanna í Saskatchewan í Kanada og i Blain i Washingtonríki, síðar prófastur á Húsavík, og k.h., Gertrud Estrid Elise Friðriksson, f. Nielsen, 15.2. 1902, d. 27.12. 1986, húsfreyja, kennari og organisti. Stefán G. Stefánsson vélstjóri í Reykjavík er sjötugur í dag Stefán G. Stefánsson vélstjóri, Hraunbæ 178, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Stefán fæddist á Akureyri og ólst þar upp en fjöl- skyldan bjó lengst af á Norðurgötu 15. Stefán flutti til Vestmannaeyja rúmlega tvítugur og settist þar að. Hann lauk vélstjóraprófi í Vestmanna- eyjum. Stefán stundaði sjómennsku frá Eyjum, lengst af sem vélstjóri, starfaði um tíma hjá Landsvirkjun við byggingu virkjana á hálendinu, en hefur starfað við fyrirtæki sonar síns, Bónusvídeó í Reykjavík, frá 1980. Fjölskylda Stefán kvæntist 23.5. 1953 Erlu Þóroddsdóttur, hús- móður og verslunarkonu. Hún er dóttir Þórodds Ólafssonar, f. 1.6. 1900, d. 16.5. 1989, frá Eyvindaholti undir Eyjafjöllum, og Bjargeyjar Steingrímsdóttur, f. 13.8. 1909, d. 29.10. 1986, frá Akureyri. Börn Stefáns og Erlu eru Þóroddur Stefánsson, f. 14.2. 1953, verslunarmaður, búsettur í Reykjavík en kona hans er Ásgerður Garðarsdóttir einkaritari; Bjargey Stefánsdóttir, f. 4.3.1959, snyrtifræðingur, bú- sett í Reykjavík, gift Gunnari Má Andréssyni verk- taka. Barnabörn Stefáns og Erlu eru tíu talsins og barna- barnabörnin eru orðin tvö. Systkini Stefáns: Ólafur Stefánsson, f. 28.10. 1925, fyrrv. iðnverkamaður; Sigríður Stefánsdóttir, f. 3.12. 1926, húsmóðir; Örn Stefánsson, f. 2.7. 1931, fiskmats- maður; Anna Fríða Stefánsdóttir, f. 6.10. 1934, hús- móðir; Jón Stefánsson, f. 7.6. 1937, múrari; Brynjar Karl Stefánsson, f. 2.8. 1939, vélstjóri; Sigurður Árni Stefánsson, f. 16.9.1941, bensíntæknir; Auður Stefáns- dóttir, f. 9.12. 1945, húsmóðir. Foreldrar Stefáns voru Stefán Árnason, f. 19.9.1897, d. 23.5. 1977, frá Dagverðareyri í Glæsibæjarhreppi, og k.h., Ragnheiður Jónsdóttir, f. 24.2. 1899, d. 19.7. 1980, frá Engimýri í Öxnadal. Stefán og Erla verða með heitt á könnunni i dag og bjóða öllum vinum og vandamönnum að kíkja í kaffi í sumarbústað að Fitjahlíð 63a, Skorradal. Ætt Friðrik Aðalsteinn var hálfbróðir, samfeðra, Ólafs, föður Friðriks, stórmeistara og skrifstofustjóra Al- þingis. Friðrik Aðalsteinn var sonur Friðriks, út- vegsb. á Lágholti í Reykjavík, síðar húsvarðar, Ólafs- sonar, og Ketilríðar S. Friðgeirsdóttur, b. í Hvammi í Laxárdal, Árnasonar, b. í Mörk, Jónssonar. Gertrud Estrid var dóttir Carls Christian Holger Nielsen, ríkisskjalavarðar í Kaupmannahöfn, og k.h., Dagmarar Emilie Sophie Nielsen, f. Thomsen, kenn- ara. Laugardagurinn 27. júlí 95 ÁRA____________________ Óskar Sigurðsson, Hrafnistu, Hafnarfiröi. 90 ÁRA Karl Ingólfsson, Hvammi, Húsavtk. 85 ÁRA____________________ Björn Þorgeirsson, Sólvallagötu 3, Reykjavik. Friðrika Líkafrónsdóttir, Kleifarseli 5, Reykjavík. Héðinn Vigfússon, Strandgötu 1, Stokkseyri. Pétur Þorsteinsson, Árskógum 17, Egilsstöðum. 80 ára Bjarni Pálsson, Hrafnistu, Reykjavík. Ingibjörg Kristófersdóttir, Múlavegi 40, Seyðisfirði. Sigríður Guðmundsdóttir, Kveldúlfsgötu 22, Borgarnesi. Unnur Kolbeinsdóttir, Lönguhlíð 11, Reykjavík. 75 ÁRA____________________ Anna Árnadóttir, Brekkubyggð 6, Blönduósi. Vilborg Andrésdóttir, Kleppsvegi 28, Reykjavík. 70 ÁRA____________________ Guðrún Lárusdóttir, Spóahólum 8, Reykjavík. Pétur G. Helgason, Ránargötu 6, Akureyri. Sigurður B. Jónsson, Skarðshlíð 40e, Akureyri. 60 ÁRA Alda Kjartansdóttir, Vesturbergi 53, Reykjavík. Guðmundur Ingvi Jóhannsson, Brávöllum 7, Egilsstööum. Krystyna Januszewska, Ránarslóð 3, Höfn. Ragna Gísladóttir, Lækjasmára 2, Kópavogi. 50ÁRA Aöalbjörg Rut Pétursdóttir, Garðastræti 9, Reykjavik. Anna J. Guðmundsdóttir, Hrisholti 13, Garðabæ. Bjöm Júlíusson, Valshólum 6, Reykjavík. Kristín Sigríður Gísladóttir, Byggðarholti 57, Mosfellsbæ. Páll Guðfinnur Guömundsson, Sæbóli 18, Grundarfiröi. Petar Grbic, Kleppsvegi 50, Reykjavík. Valgeröur Friöþjófsdóttir, Fannarfelli 6, Reykjavík. Vilborg Rafnsdóttir, Hulduhlíö 46, Mosfellsbæ. Örn Guðmundsson, Blikaási 7, Hafnarfirði. 40 ÁRA Benóný Gíslason, Höfðavegi 19, Vestm.eyjum. Bjami Friðrik Jóhannesson, Greniteigi 33, Keflavík. Helga Pálína Karlsdóttir, Vestursíðu 36, Akureyri. Jónatan Guðni Jónsson, Skerjavöllum 1, Kirkjub.kl. Katrín Sveinsdóttir, Eiöismýri 26, Seltjarnarnesi. Kristján Vattnes Sævarsson, Goðatúni 9, Garðabæ. Ögmundur Haukur Knútsson, Möðruvallastræti 10, Akureyri. Sunnudagurinn 28. Júlí 80 ÁRA Einarína Magnúsdóttir, Blikabraut 3, Keflavík. Sveinn Samúelsson, Tjarnarstig 3, Seltjarnarnesi. Valgerður Þ. Guöbjörnsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði. Vilborg Hansdóttir, Naustahlein 25, Garðabæ. 75ÁRA Friörik Emilsson, Skipasundi 29, Reykjavík. Hlífar Erlingsson, Þorgrimsstöðum, Breiðdalsvík. Ingólfur Guðmundsson, Heiöarholti 30b, Keflavik. 70 ÁRA____________________ Stefán Árni Sigurðsson, Vallarbraut 6, Njarðvik. 60 ÁRA Auður Guðrún Ragnarsdóttir, Garðhúsum 12, Reykjavík. Bryndís Jóhannsdóttir, Markarlandi 6a, Djúpavogi. Diðrik Óli Hjörleifsson, Hjaltabakka 14, Reykjavík. Júlíus Júlíusson, Hnotubergi 3, Hafnarfirði. 50 ÁRA Daníei Snorrason lögreglufulltrúi, Klapparstig 7, Akureyri, verður fimmtugur á mánudag. Kona hans er Hrafnhildur E. Karlsdóttir, aöstoðarhótelstjóri á Hótel KEA. Þau hjónin taka á móti gestum á Súlnabergi, Hót- el KEA 28.7. 17.00-19.00. Guðmundur Yngvi Pálmason, Barrholti 27, Mosfellsbæ. Guðrún Lára Kjartansdóttir, Skaftahlið 34, Reykjavík. Guðrún Þ. Þórðardóttir, Reynihlíð 9, Reykjavík. Gunnar Öm Hámundarson, Barónsstíg 43, Reykjavík. Inga Guðmundsdóttir, Faxabraut 32c, Keflavík. Jón Kristinn Sveinsson, Stekkjarhv. 42, Hafnarfirði. Kristín Stefánsdóttir, Frostafold 12, Reykjavik. Randý Sigrún Guðmundsdóttir, Birkiteigi 4b, Keflavík. Valborg Friður Níelsdóttir, Hringbraut 95, Keflavík. Þórarinn Kjartansson, Mýrarási 15, Reykjavík. 40ÁRA_____________________ Andrés Ingólfur Óskarsson, Skólavegi 96, Fáskrúðsfirði. Axel Jóhann Björnsson, Norðurfelli 11, Reykjavík. Björgvin J. Sveinsson, Grenihlíð 11, Sauöárkróki. Bryndís Björnsdóttir, Norðurbyggð lb, Akureyri. Guðmunda Signý Þórisdóttir, Heiðargerði 29b, Vogum. Guðni Þóroddsson, Seljahlíð 3d, Akureyri. Guðrún Þóröardóttir, Hjaltabakka 18, Reykjavík. Kristrún Ragnarsdóttir, Hjaltabakka 18, Reykjavík. Sigurður Ásgeir Samúelsson, Skólagerði 32, Kópavogi. Sólrún Stefánsdóttir, Fögrusiðu 9b, Akureyri. Stefán Atli Ástvaldsson, Mjólkárvirkjun, Bíldudalur. Sveinn Helgi Geirsson, Skúlagötu 70, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.