Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Blaðsíða 9
9 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 DV_____________________________________________ Útlönd Igor Ivanov. Ivanov reynir að miðla málum Igor Ivanov, utanríkisráöherra Rússlands, er nú staddur í Seoul í Suður-Kóreu þar sem hann hitti þá Kim Dae-jung forseta og Choi Sung- hong utanríkisráðherra á fundi í gær áður en hann heldur til Pyongyang, höfuðborgar Norður-Kóreu, til fundar við þarlenda ráðamenn í dag. Tilgang- ur ferðarinnar er að ræða samskipti Kóreu-ríkjanna og mögulega aðstoð Rússa við að létta á spennunni milli þeirra eftir sjóorrustuna í síðasta mánuði þar sem 5 sunnanmenn og meira en 20 norðanmenn létu lífið. Stjórnvöld í Norður-Kóreu sendu stjórnvöldum í Suður-Kóreu í fyrra- dag simskeyti þar sem þau harma at- burðinn og vonar Ivanov að það muni verða til þess að hægt verði að taka upp viðræðurnar sem hafnar voru milli Kóreuríkjanna með þátttöku Bandaríkjanna og Japans. Ivanov mun í viðræðum sínum við leiðtogana leggja áherslu á að koma aftur á lestasamgöngum milli ríkj- anna en að eigin sögn telur hann það mjög mikilvægt skref í sáttaferlinu. Leiðtogar Kóreuríkjanna hittust síðast á fundi í Pyongyang árið 2000 en mistókst þá að ná sáttum. Viagra getur bjargað börnum Stinningarpillan Viagra og börn er nokkuð sem fólk setur ekki í hvers- dagslegt samhengi en nú getur orðið breyting þar á. Danskur hjartalækn- ir, Jöm Carlesen, heldur því nefiii- lega fram að Viagrataflan geti hjálpað börnum sem þjást af sjaldgæfum lungnasjúkdómi (PPH). Hann styður álit sitt með tilvitnun í fjölda rann- sókna sem gerðar hafa verið víða um heim. Sjúkdómurinn herjar á um tíu Dani á ári, einkum konur á fertugs- aldri, og lýsir sér í of háum blóðþrýst- ingi í lungum. Áður fyrr var sjúk- dómur þessi banvænn en í dag er af- leiðingum hans haldið í skefjum með tækjabúnaði. Carlesen, sem reynt hefur Viagra- töfluna á þremur sjúklingum með góð- um árangri, segir að engin ástæða sé lengur fyrir sjúklingana til að notast við óþægilegan tækjabúnað ef ein lítil tafla gerir sama gagn. Hann leggur til að enn frekari rannsóknir verði gerð- ar á virkni lyfsins gegn sjúkdómi þessum. Börn hafa fengið lyfið á nokkruni sjúkrahúsum í heiminum með góðum árangri. En á barnadeild danska Rík- isspítalans hefur aðeins einu barni verið gefið lyfið án þess að verulegur bati hafi orðið við lyfjagjöfina. -GÞÖ Bush hótar að beita lagasetningu REUTERS-MYND Elísabet Bretadrottnlng á Samveldisleikum Elísabet Bretadrottning heilsaöi í gær upp á keppendur á Samveldisleikunum sem nú fara fram í Manchester í Englandi. Hér á myndinni ræöir drottningin viö ásrölsku hlaupadrottninguna Cathy Freemans. George W. Bush Bandaríkjaforseti varaði i gær bandaríska þingið við því að takmarka völd nýs öryggis- málaráðuneytis sem sérstaklega er ætlað að fara með öryggismál innan- lands og lét að því liggja að hann myndi beita lagasetningu ef með þyrfti til að ná fram vilja sínum áður en lögin verða lögð fyrir bandaríska þingið sem kemur saman seinna í haust. Bush sendi þessi skilaboð tO þings- ins aðeins degi eftir að allsherjar- nefnd hafði samþykkti lög með 12 at- kvæðum gegn 5, sem munu neita for- setanum um völd til þess að takmarka réttindi þeirra 170 þúsund starfs- manna sem ráðgert er að ráöa til starfa hjá áðurnefndu öryggismála- ráðuneyti. „Stríðstímar eru ekki rétti timinn til þess að takmarka vald forsetans í viðleytni hans til að vernda banda- ríska þegna,“ sagði Bushæn lagapakk- inn, sem er sniðinn að vilja demókrata sem ráða meirihlutanum í þinginu, gerir ekki ráð fyrir neinum Bush Bandaríkjaforsetl. undanþágum frá gildandi lögum og reglum hvað varðar réttindi opin- berra starfsmanna, að sögn demókrata til að vernda sjálfsögð rétt- indi tilvonandi starfsmanna. „Ég er ekki að fara fram á völd tO þess að brjóta á fólkinu heldur aðeins að tryggja það að völd forsetans verði ekki takmörkuð. Ég sætti mig ekki við lagasetningu þingsins sem dregur úr völdum forsetans og takmarkar möguleika á að ná settum markmið- um í baráttunni gegn hryðjuverkum þegar hagsmunir þjóðarinnar eru í veði,“ sagði Bush sem finnst laga- pakkinn ekki nógu sveigjanlegur. Sérstaklega er hann ósáttur með ráðningar á starfsfólki en þar vOl hann að ráðuneytið fái frjálsar hend- ur tO þess að ráða og reka fólk að eig- in vOd. „Það gerir ekki annað en að tryggja betri árangur þess í starfi," sagði Bush sem virðist ákveðinn í að koma sínu í gegn með einum eða öðr- um hætti. Demókratinn Josep Lieberman, sem leiddi vinnuna í aOsherjarnefndinni, sagðist hissa á viðbrögðum forsetans þar sem hann hefði fengið 90% af því sem hann vOdi. „Það voru skiptar skoðanir um málið í nefndinni og þetta er niðurstaðan sem mér finnst vel ásættanleg," sagði Lieberman. Fjórir ísraelar féllu í hefndar- árás í nágrenni Hebron Palestínskir byssumenn skutu í gær fjóra ísrealska landnema tO bana í tveimur aðskOdum fyrirsát- um í nágrenni bæjarins Hebron á Vesturbakkanum. Þrír hinna látnu voru úr sömu íjölskyldunni og var þar um að ræða foreldra og barn sem voru saman í öðrum bOnum og fullorð- inn karlmann sem var í hinum bOn- um. Árásin er gerð í kjölfar loftárásar ísraelsmanna í Gaza-borg á mánu- daginn þar sem flmmtán manns féUu og þar á meðal háttsettur for- ingi í vopnuðum armi Hamas-sam- takanna sem þegar hótuðu grimmi- legum hefndum. Fyrstu hefndaraðgerðir litu síðan dagsins ljós strax í gær þegar palest- ínskir byssumenn skutu ísraelskan rabbía tU bana þar sem hann var á Fallnlr trúbræður syrgðlr. ferð í bifreið sinni nálægt bænum QalqUiya á Vesturbakkanum. Að sögn talsmanna Hamas var þar aðeins um að ræða fyrstu við- brögð við árásinni á Gaza og er ísra- elsher nú í viðbragðsstöðu þar sem óttast er að gripið verði tU enn frek- ari og grimmUegri aðgerða gegn ísraelskum borgurum. Fyrr í gær var einn Palestínu- maður skotinn tO bana nálægt bæn- um QalqUiya þegar israelskir her- menn gerðu húsleit á svæðinu. Að sögn palestínskra öryggisvarða fékk maðurinn skot í höfuðið þar sem hann sat við eldhúsborðið í íbúð sinni. Talsmaður vopnaðs arms Hamas- samtakanna skýrði frá því í gær að nýr foringi hefði verið valinn í stað Salah Shehada, sem féU í Gaza- árásinni á mánudaginn, en ekki var getið um nafn hans af öryggisástæð- um. Markovic tvísaga Rade Markovic, fyrrum yfirmaður j| júgóslavnesku leyni- þjónustunnar í for- setatíð Slobodans MUosevics, sagði í gær að forsetinn fyrr- verandi bæri enga ábyrgð á stríðsglæp- unum í Kosovo. Þetta er í mótsögn við það sem hann sagði í vitnaleiðslum fyrir stríðsglæpadómstólum í Haag fyrr um daginn en þar hélt hann því fram að MUosevic hefði daglega fengið skýrslur um aðgerðir hers og lögreglu. Nauögari í lífstíöarfangelsi 23 ára gamaU Suður-Afríkumaður var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um nauðgun á níu mánaða gömlu stúlku- barni. Atburðurinn mun hafa átt sér stað á heimUi bamsins og mun mað- urinn, sem heitir David Potse, hafa verið unnusti móðurinnar. Móðirin, hin 17 ára gamla Lya Booysen, viður- kenndi við réttarhöldin að hún hefði orðið vitni að nauðguninni en haldið henni leyndri. Lögreglan komst fyrst á sporið eftir DNA-rannsókn en halði áður yfirheyrt Potse þegar málið var fyrst tU rannsóknar vegna tengsla hans við móðurina. Nóvemberliöi handtekinn Gríska lögreglan handtók í gær, enn einn meðlim skæru- liðasamtakanna 17. nóvember og er hann sá fjórtándi í röðinni sem hand- tekinn er, grunaður um aðUd að samtök- unum. Um er að ræða ónafngreindan mann á fímmtugsaldri sem sagður er hafa verið helsti samstarfsmaður Al- exandros Giotopoulos, stofnanda sam- takanna, sem handtekinn var fyrr í mánuðinum. Samtökin eru sökuð um að hafa staðið að morðum á meira en 20 manns á síðustu 27 árum og þar á meðal erlendum sendiráðsmönnum, en fyrsta fórnarlambið mun hafa ver- ið CIA-foringinn Richard Welch sem starfaði við bandaríska sendiráðið í Aþenu. Eldgos í Kongó Eldgos hófst í gær í eldfjaUinu Mount Nyamuragma i Alþýðulýðveld- inu Kongó, í aðeins 20 kUómetra fjar- lægð frá borginni Goma, sem varð Ola úti í öðru eldgosi í janúar sl. Að sögn yíirvalda er um kröftugt gos að ræða og mun gossúlan hafa náð um 100 metra i loft upp þegar síðast fréttist, auk þess sem kvikurennsli var mikið beggja vegna gígsins, tU norðurs og suðurs. íbúar nærliggjandi byggða voru í gær ekki taldir í bráðri hættu, en með áframhaldandi gosi er óttast að akurlendi á aUt að 20 kUómetra svæði kringum þetta 3000 metra háa fjall geti lent undir hrauni. Engum aö kenna Vladimir Ustinov, aðalsaksóknari Rússlands, staðfesti í gær að elds- neytisleki úr tundur- skeyti hefði orsakað sprengingarnar sem urðu til þess að kjarnorkukafbátur- inn Kursk sökk til botns með aUri áhöfn, aUs 118 manns, sem aUir létust. Ustinov sagði að nákvæm rannsókn sérfræðinga hefði leitt það i ljós að lekinn úr tundurskeytinu hefði orsak- að sprenginguna sem kom af stað keðjusprengingum sem rifu göt á skrokk bátsins. Engum sé um að kenna og enginn verði dreginn tU ábyrgðar. Flýja skattana heima fyrir Stjórnvöld í Kaliforníu, ríkasta og fjölmennasta ríki Bandarikjanna, hafa tUkynnt að þau muni ekki eiga viðskipti við fyrirtæki sem ekki borga skatta og skyldur tU ríkisins. Þessi tU- kynning kemur í kjöU'ar þess að fjöldi bandarískra fyrirtækja hefur á und- anförnum mánuðum flutt aðsetur sitt tU svokaUaðra skattaparadísa, eins og Cayman-eyja og Bermuda, tU að forð- ast skattheimtuna heima fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.