Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Blaðsíða 38
46 Helqarblað H>"V
LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002
Innsýn í óþekktan heim
I dag i/erður opnuð íListasafninu á Akur-
egri sgningin „Milli goðsagnar og veru-
leika - nútímalist frá arabaheiminum“.
Verkin sem eru til sgnis eru úr hinu Kon-
unglega fagurlistasafni Jórdaníu íAmm-
an. Ohætt er að segja að hérsé um afar at-
hggliswerða sgningu að ræða en arabísk
list hefur ekki verið mikið íkastljósinu á
Islandi. DV ræddi við Wijdan Ali, prinsessu
íJórdaníu, en hún erstödd hér á landi
vegna opnunar sgningarinnar.
Það var Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Lista-
safnsins á Akureyri, sem átti frumkvæðið að sýning-
unni „Milli goðsagnar og veruleika“ sem opnuð verð-
ur í Listasafninu á Akureyri í dag. Hugmyndin varð
til í kjölfar þeirra atburða sem áttu sér stað eftir 11.
september. Umræðan einkenndist oft af miklum for-
dómum í garð íslams og mönnum varð tíðrætt um að
nú væri runnin upp sú stund að trúarbrögðin tækjust
á með blóði drifnum afleiðingum. Tuttugasta og
fyrsta öldin myndi einkennast af togstreitu milli mis-
munandi menningarheima og trúarbragða, eins og
Samuel P. Huntington hélt fram í bók sinni The Clash
of Civilizations.
Að mati aðstandenda sýningarinnar var nauðsyn-
legt að auka skilning á menningu araba og með þeim
hætti koma í veg fyrir fordóma og fávisku sem gæti
•1 aðeins alið af sér hatur og vantraust milli ólíkra
heimshluta. Þó svo að hinir vestrænu fjölmiðlar séu
duglegir að flytja okkur fréttir frá arabalöndunum, og
þannig upplýsa okkur i vissum skilningi, fjalla þær
iðulega um átök og hið neikvæða sem á sér stað, og
vissulega er af mörgu að taka rétt eins og annars
staðar. Markmið sýningarinnar er því ekki að hvít-
þvo araba. Tilgangurinn er fyrst og síðast að gefa ís-
lendingum innsýn inn í heim sem lítið hefur verið
fjallað um, hvorki af fjölmiðlum né menntastofnunum
á íslandi.
Öll þekkjum við arfleifð araba upp að vissu marki.
Við þekkjum píramídana og algebruna og ýmislegt
sem tengist fortíðinni en sýningin á Akureyri á að
„varpa nýju ljósi á heim araba sem verið hefur svo
mikið í kastljósi vestrænna fjölmiðla að undanförnu,
í þeirri trú að menningarsamskipti geti leitt til auk-
ins skilnings og umburðarlyndis ...,“ svo vitnað sé
beint í formála bókar sem gefin er út í tilefni af sýn-
ingunni.
Arabísk nútímalist reynir að taka á málefnum sem hvíla á samfélaginu.
Þetta verk er eftir Leilu Shawa og er partur af myndröðinni
„Veggirnir í Gaza“.
Telíið á málefnum samtíðarinnar
Á sýningunni eru verk eftir fjörutíu og sex lista-
menn frá sextán arabalöndum. Stíltegundirnar eru
margvíslegar og blaðamaður spyr því Wijdan Ali
fyrst hvort það sé eitthvað sem sameini verk þessara
listamanna en hún er einnig listfræðingur. „Ég vissi
að það mátti ekki velja listamennina af handahófi,“
svarar Wijdan. „Þegar Hannes hafði samband við mig
og sagði mér frá sýningunni vissi ég að við þurftum
að ígrunda valið vel. Það sem sameinar listamennina
sem sýna á Akureyri er að þeir endurspegla i verkum
sínum ákveðin málefni sem tengjast kynferði, stjórn-
málum, félagslegum aðstæðum og trúarbrögðum. En
við völdum líka abstraktlistamenn sem eru kannski
Wijdan Ali, prinsessa í Jórdaníu, er stödd hér á landi vegna sýningarinnar „Milli goðsagnar og veruleika".
Það er von aðstandenda sýningarinnar að hún slái á fordóma sein urðu mjög áberandi eftir 11. september.
DV-mvnd. E.ÓL.
ekki endilega að segja eitthvað með myndunum sín-
um. Þeir sækja efnivið sinn í uppruna sinn, bæði
sögulegan og andlegan. Listamennirnir voru
valdir með hliðsjón af þvi hvað væri að
gerast í þessum heimshluta en
einnig til að sýna fólki um
hvað list í arabalöndunum
snýst.“
Ég spyr hana í fram-
haldi af þessu um hvað
arabísk nútímalist
snúist og Wijdan
svarar því til að
ólgan i þessum
heimshluta hafi
haft mikil áhrif á
arabiska nútíma-
list. Arabískir
listamenn hafi
kynnst miklu álagi
og erfiðleikum, bæði
með beinum og óbein-
um hætti. Viðfangsefni
listamannanna eru auð-
vitað ólík eftir því hvaðan
þeir eru en togstreitan í
arabaheiminum er sá
rauði þráður sem sam-
einar listamennina.
Þeir fjalla um vanda-
mál sem blasa við þeim
á hverjum degi og þetta
á ekki síst við um
palestínska listamenn
sem hafa glatað hluta af landi sínu. í grein sem Wijd-
an skrifaði, sem er birt í bókinni sem áður var nefnd,
kemur fram að listamenn frá öðrum
arabalöndum hafi líka tekið á mál-
efnum Palestínu og
þessi efnistök ein-
kenni að miklu
leyti arabíska nú-
tímamyndlist.
Konur hafa
sömu rétt-
indi
Annað sem ar-
abiskum nútíma-
listamönnum er
mjög hugleikið er
staða kvenna og al-
menn mannréttindi.
I hugum margra Vest-
urlandabúa eru konur
kúgaðar í arabaheimin-
um og hafa ekki þau rétt-
indi sem okkur finnst sjálf-
sögð í hinum vestræna heimi.
Blaðamaður spyr Wijd-
an út í stöðu kvenna í
Jórdaníu en landið þyk-
ir á margan hátt nú-
tímalegt á arabískan
mælikvarða.
„Ég held að vanda-
málið liggi hjá konun-
Verkið er eftir Issam El-Said frá frak.
Iiann var málari, hönnuður, arkitekt, listsérfræðingur og
sérfræðingur í íslamskri list. Hann var mcðal þeirra fyrstu
sem notuðu skrautskrift í nútímalistaverkum. Þannig átt-
uðu nútímalistamenn sig á því að þeir gátu tengt nútíma-
listastefnur sinni eigin arfleifð.