Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Blaðsíða 23
LAUGARDACU R 27. JÚUÍ 2002 Helqarblacf H>V 23 DV-myndir Sigurður Jökull Kínahnífur eða kínaöxi er gott áhald, að sögn meistarans. Hann notar það meðal annars til að skera kjúklingabringurn- ar niður í passlega strimla til að þræða á spjótin. Bringurnar eru annað hvort grillaðar eða steiktar á pönnu. Hér hefur Oddsteinn skellt smá víni á pönnuna svo logar í. Oddsteinn segir agúrkur fara sérlega vel með þessum rétti, ásamt vorlauk. Agúrkurnar gefa ferskt bragð og svo eru þær fallegar á litinn. Þroskað Rioja-vín og silkimýkt frá Astralíu - er val Steinars Más Steinarrssonar hjá Allied Domeq í samræðum um verð á vínum hefur stundum örlað á undrun þess efnis að fólk skuli gera stór- mál vegna 3-100 króna verðmunar á ódýrustu vín- unum í ÁTVR og þeim vínum sem mælt er með hverju sinni, hvort sem það er á þessum síðum eða annars staðar. Þá er gjarnan verið að tala um flöskur sem kosta um 1300-1400 krónur. Reyndin er nefnilega sú að ef fólk bætir 3-100 krónum við þá 1.000 króna útgjaldaáætlun sem það miðar við í verslunum ÁTVR getur það skilað sér i töluverð- um mun á gæðum. Oftar en ekki er um „bestu- kaup“ að ræða. Um það geta unnendur vína vitn- að. Við þetta má bæta að ef miðað er við mörg þús- und króna útgjöld vegna matarinnkaupanna geta 3-400 krönur varla verið stórmál. En hins vegar skal tekið fram aö hér er i engu verið að kasta rýrð á vín sem kosta í kringum þúsundkallinn. í þeim geta vissulega falist alveg prýðileg kaup. Með þessar hugleiðingar í sinni kíkjum við á vín vikunnar en hvor flaskan um sig kostar tæpar 1400 krónur. Fyrst fyrir valinu hjá Steinari Má Stein- arrssyni hjá Ailied Domeq var Campo Viejo Res- erva 1996, frá Alta-vínekrunum í Rioja-héraðinu á Spáni. Þetta vín er gert úr þrúgunum Tempranillo, Graciano og Mazuelo og hefur þroskast 2 ár í eik- artunnum. Vínið er með björtum kirsuberjarauð- um lit. í nefi finnast þroskaðir ávextir auk vanillu og eikar. Bragð einkennist af meðalfyll- ingu, tannín og löngu eftirbragði. Vinið, sem kostar 1.390 krónur í ÁTVR, er tilvalið með steikum, rauðu kjöti og villibráð. Frá Spáni liggur leiðin til Ástralíu þar sem Oxford Landing, Cabernet Sauvignon-Shiraz verður fyrir valinu. Það kemur frá framleiðanda að nafni Yalumba sem er elsta fjölskyldufyrir- tækið í vínframleiðslu í Ástralíu. Stofn- andi þess hóf vínframleiðslu sina fyrir gróða af gullgrefti og sölu. Víngarðurinn er í Suður-Ástralíu og eins og nafnið gefur tii kynna er vínið gert úr þrúgunum Cabernet Sauvignon og Shiraz. Liturinn er rúbínrauð- ur með fjólubláum blæ. í nefi verður vart við rifsber, myntu, ristaða vanillu og eik. Bragð- ið er silkimjúkt og afar ávaxtarfkt með eik- arkeimi. Eftirbragðið er langt. Tilvalið er að geyma þetta ástralska gæðavín í 5-10 ár en það er gott með grilluðum kjúklingi, lamba- kjöti og svínakjöti. Einnig hentar það vel með bragðmiklum pastaréttum og ostum. Oxford Landing, Cabernet Sauvignon-Shiraz kostar 1.370 krónur í ÁTVR. -hlh Umsjón Haukur Lárus Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.