Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Blaðsíða 23
LAUGARDACU R 27. JÚUÍ 2002
Helqarblacf H>V
23
DV-myndir Sigurður Jökull
Kínahnífur eða kínaöxi er gott
áhald, að sögn meistarans.
Hann notar það meðal annars
til að skera kjúklingabringurn-
ar niður í passlega strimla til
að þræða á spjótin.
Bringurnar eru annað hvort
grillaðar eða steiktar á pönnu.
Hér hefur Oddsteinn skellt smá
víni á pönnuna svo logar í.
Oddsteinn segir agúrkur fara
sérlega vel með þessum rétti,
ásamt vorlauk. Agúrkurnar
gefa ferskt bragð og svo eru
þær fallegar á litinn.
Þroskað Rioja-vín og
silkimýkt frá Astralíu
- er val Steinars Más Steinarrssonar hjá Allied Domeq
í samræðum um verð á vínum hefur stundum
örlað á undrun þess efnis að fólk skuli gera stór-
mál vegna 3-100 króna verðmunar á ódýrustu vín-
unum í ÁTVR og þeim vínum sem mælt er með
hverju sinni, hvort sem það er á þessum síðum eða
annars staðar. Þá er gjarnan verið að tala um
flöskur sem kosta um 1300-1400 krónur. Reyndin
er nefnilega sú að ef fólk bætir 3-100 krónum við
þá 1.000 króna útgjaldaáætlun sem það miðar við í
verslunum ÁTVR getur það skilað sér i töluverð-
um mun á gæðum. Oftar en ekki er um „bestu-
kaup“ að ræða. Um það geta unnendur vína vitn-
að. Við þetta má bæta að ef miðað er við mörg þús-
und króna útgjöld vegna matarinnkaupanna geta
3-400 krönur varla verið stórmál. En hins vegar
skal tekið fram aö hér er i engu verið að kasta rýrð
á vín sem kosta í kringum þúsundkallinn. í þeim
geta vissulega falist alveg prýðileg kaup.
Með þessar hugleiðingar í sinni kíkjum við á vín
vikunnar en hvor flaskan um sig kostar tæpar 1400
krónur. Fyrst fyrir valinu hjá Steinari Má Stein-
arrssyni hjá Ailied Domeq var Campo Viejo Res-
erva 1996, frá Alta-vínekrunum í Rioja-héraðinu á
Spáni. Þetta vín er gert úr þrúgunum Tempranillo,
Graciano og Mazuelo og hefur þroskast 2 ár í eik-
artunnum. Vínið er með björtum kirsuberjarauð-
um lit. í nefi finnast þroskaðir ávextir auk
vanillu og eikar. Bragð einkennist af meðalfyll-
ingu, tannín og löngu eftirbragði. Vinið, sem
kostar 1.390 krónur í ÁTVR, er tilvalið með
steikum, rauðu kjöti og villibráð.
Frá Spáni liggur leiðin til Ástralíu þar
sem Oxford Landing, Cabernet
Sauvignon-Shiraz verður fyrir valinu.
Það kemur frá framleiðanda að nafni
Yalumba sem er elsta fjölskyldufyrir-
tækið í vínframleiðslu í Ástralíu. Stofn-
andi þess hóf vínframleiðslu sina fyrir
gróða af gullgrefti og sölu. Víngarðurinn er
í Suður-Ástralíu og eins og nafnið gefur tii
kynna er vínið gert úr þrúgunum Cabernet
Sauvignon og Shiraz. Liturinn er rúbínrauð-
ur með fjólubláum blæ. í nefi verður vart við
rifsber, myntu, ristaða vanillu og eik. Bragð-
ið er silkimjúkt og afar ávaxtarfkt með eik-
arkeimi. Eftirbragðið er langt. Tilvalið er að
geyma þetta ástralska gæðavín í 5-10 ár en
það er gott með grilluðum kjúklingi, lamba-
kjöti og svínakjöti. Einnig hentar það vel
með bragðmiklum pastaréttum og ostum.
Oxford Landing, Cabernet Sauvignon-Shiraz
kostar 1.370 krónur í ÁTVR. -hlh
Umsjón
Haukur Lárus
Hauksson