Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Blaðsíða 45
LAUGARDACUR 27. JÚLf 2002
H<2lgarblad> X>"V"
53
Ingvi Hrafn Jónsson
laxabóndi og umsjónarmaður Hrafnaþings á Útvarpi Sögu
Ingvi Hrafn Jónsson, laxabóndi og Hrafnaþings-
stjórnandi á Útvarpi Sögu, Barmahlíð 56, Reykjavík,
er sextugur i dag.
Starfsferill
Ingvi Hrafn fæddist i Reykjavík, lauk landsprófi frá
Núpi í Dýrafirði 1958, stúdentsprófi frá MR 1965 og
BA-prófi í stjórnmálafræðum og blaðamennsku frá
Wisconsinháskólanum í Madison í Wisconsin 1970.
Hann tók skipstjóraréttindi á þrjátíu tonna báta 1960.
Ingvi var sjómaður á togurum og farskipum
1958-61, blaðamaður á Morgunblaðinu 1966-78, stund-
aði fjölmiðlunarráðgjöf 1978-85, var þingfréttamaður
Ríkissjónvarpsins 1979-83, fréttastjóri Sjónvarpsins
1985-88, sinnti ritstö'rfum og fjölmiðlaráðgjöf og var
markaðsstjóri Eðalfisks hf. í Borgarnesi 1988-91,
fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar 1992-94 og hefur
síðan verið laxabóndi og sinnti fjölmiðlaráðgjöf auk
þess að hafa umsjón með Hrafnaþingi á Útvarpi Sögu
frá því í april sl.
Ingvi sat í stjórn Round Table 1971-80, var formað-
ur klúbbsins 1977-78 og sat í stjórn knattspyrnudeild-
ar Vals 1980-82.
Fjölskylda
Kona Ingva er Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir, f.
29.3. 1951, flugfreyja. Foreldar hennar: Hafsteinn Sig-
urðsson, f. 17.8. 1926, d. 13.9. 1986, lögfræðingur, og
k.h., Lára Hansdóttir, f. 1.2. 1932, kennari.
Synir Ingva og Ragnheiðar eru Hafsteinn Orri, f.
23.6. 1979, atvinnuflugmaður, búsettur í Reykjavík;
Ingvi Örn, f. 6.1. 1983, nemi við VÍ.
Systkini Ingva: Jón Örn, f. 30.3. 1938, hagfræðingur
og ráðgjafi í innanríkisráðuneytinu í Saskatchewan í
Kanada; Óli Tynes, f. 23.12. 1944, fréttamaður á Stöð 2;
Sigtryggur, f. 15.6. 1947, fasteignasali í Reykjavík;
Margrét, f. 27.12. 1955, skrifstofumaður í Reykjavík.
Foreldrar Ingva: Jón Sigtryggsson, prófessor í
Reykjavík, og k.h., Jórunn Tynes, húsfreyja. Þau eru
bæði látin.
Ætt
Föðursystir Ingva, samfeðra, var Sigríður, móðir
✓
Astrós
Reginbaldursdóttir
Hannesar Péturssonar skálds. Jón var sonur Sig-
tryggs, veitingamanns á Akureyri, Benediktssonar, b.
á Hvassafelli, bróður Sigríðar, langömmu Ingimars
Eydals. Benedikt var sonur Jóhannesar, b. á Sáms-
■stöðufn, Grímssonar, græðara á Espihóli, Magnússon-
ar. Móðir Jóhannesar var Sigurlaug Jósefsdóttir, b. á
Ytra-Tjarnarkoti, Tómassonar, langafa Kristjáns, afa
Jónasar frá Hriflu; langafa Jóns, langafa Sigrúnar,
móður Kristjáns Karlssonar bókmenntafræðings;
langafa Jóhannesar, afa Jóhanns Sigurjónssonar
skálds, og langafa Ingiríðar, langömmu Steins Stein-
arr. Móðir Sigurlaugar var Ingibjörg, systir Gunnars,
langafa Hannesar Hafstein. Móðir Sigtryggs var Sig-
ríður Tómasdóttir, b. á Holti í Eyjafirði, Jónssonar,
bróður Magnúsar í Laufási, föður Jóns forsætisráð-
herra. Móðir Tómasar var Sigríður, systir Tómasar,
Ingunn Hjördís
Björnsdóttir
langafa Davíðs, föður Ingólfs grasafræðings. Systir
Sigríðar var Rannveig, amma Páls Árdals skálds, og
langamma Kristínar Sigfúsdóttur rithöfundar. Sigríð-
ur var dóttir Davíðs, b. á Völlum í Eyjafirði, bróður
Jósefs i Ytra-Tjarnarkoti og Jónasar, afa Jónasar
Hallgrímssonar skálds. Móðir Jóns var Margrét, syst-
ir Kristínar listmálara, móður Helgu Valtýsdóttur
leikkonu, móður Stefáns Thors skipulagsstjóra. Mar-
grét var dóttir Jóns, skipstjóra í Arnarnesi í Eyja-
firði, Antonssonar, b. í Arnarnesi, Sigurðssonar, veit-
ingamanns á Akureyri, Benediktssonar. Móðir Mar-
grétar var Guðlaug Sveinsdóttir, hálfsystir Einars,
alþm. á Hrauni, langafa Þuríðar Pálsdóttur óperu-
söngvara. Guðlaug var dóttir Sveins, b. á Haganesi,
Sveinssonar.
Jórunn var dóttir Ole Tynes, norsks útgerðar-
manns á Siglufirði, og Indíönu Pétursdóttur, systur
Kristínar, ömmu Njarðar P. Njarðvík og langömmu
Júlíusar Hafstein. Móðir Indíönu var Jórunn Hall-
grímsdóttir, systir Jóns, afa Guðjóns B. Ólafssonar.
Ingvi Hrafn og fjölskylda taka á móti fjölskyldu og
vinum í samkomuhúsi hestamanna að Hamri í Borg-
arnesi að loknu opna Langármótinu í kvöld milli kl.
20.00 og 22.00.
Árið 1988 kom út bók sem hét Vísan og innihélt
sýnishorn af íslenskri vísnagerð frá ýmsum tímum.
Kári Tryggvason valdi vísurnar. Bókin var endur-
útgefin árið 1993 og nefndist þá „Ferskeytlan". í
bókinni eru um 170 vísur. Við byrjum á gagaraljóði
eftir Valdimar Benónýsson:
Andi þinn á annaö land
er nú fluttur burt frá mér.
Bandaö hef ég bleikan gand
ber hatin mig á eftir þér.
Guðfinna Þorsteinsdóttir orti þá næstu sem er
hringhend ferskeytla:
Brekkur anga, allt er hljótt
aðrir ganga aó dýnu.
Sárt mig langar sumarnótt
aö sofa í fangi þínu.
Hér er líka þekkt vísa eftir Ólöfu Sigurðardóttur
frá Hlöðum:
húsmóðir í Grindavík
Ástrós Reginbaldursdóttir
húsmóðir, Heiðarhrauni 30b,
Grindavík, verður fimmtug á
morgun.
Starfsferill
Ástrós fæddist í Grindavík
og þar uppi í Eystrahverfinu.
Hún var í Barnaskólanum í
Grindavík og lauk prófi frá
Fiskvinnsluskólanum.
Astrós stundaði fiskvinnslu á unglingsárunum og
eftir að hún gifti sig stundaði hún afgreiðslu við úti-
bú Kaupfélagsins.
Ástrós starfaði með Kvenfélagi Grindavíkur og
söng hún með Samkór Grindavíkur, kirkjukór
Grindavíkurkirkju og Húnakórnum í Reykjavík.
Fjölskylda
Ástrós giftist 31.12. 1970 Hauki Reyni Pálssyni, f.
20.12. 1949, vörubílstjóra. Hann er sonur Páls S. Ey-
þórssonar, nú látinn, verkamanns í Grindavík, og
k.h., Torfhildar Sigurveigar Kristjánsdóttur, sem er
látin, verkakonu og umboðsmanns DV í Grindavík.
Börn Ástrósar og Hauks Reynis eru Svanur Freyr
Hauksson, f. 3.2. 1970, sjómaður i Grindavik; Baldur
Reynir Hauksson, f. 16.1. 1972, sjómaður i Grindavík;
Sólveig María Hauksdóttir, f. 16.8. 1975, fiskvinnslu-
kona á Höfn; Anna Kristín Hauksdóttir, f. 21.2. 1980,
starfsmaður við leikskóla.
Alsystur Ástrósar: Kristín Reginbaldursdóttir, f.
15.8. 1940, húsfreyja á Heiði í Gönguskörðum; Jó-
hanna V. Reginbaldursdóttir, f. 20.2. 1946, búsett í
Vogum.
Hálfsystur Ástrósar, sammæðra: Guðveig S. Sig-
urðardóttir, f. 9.12. 1931, búsett í Grindavík; Sigríður
Sigurðardóttir, f. 2.7. 1933, búsett í Reykjavík; Anna
Margrét Sigurðardóttir, f. 8.7. 1934, búsett í Reykja-
vík.
Foreldrar Ástrósar voru Reginbaldur Vilhjálms-
son, f. 26.3. 1911, nú látinn, vörubifreiðastjóri í
Grindavík, og Sæunn Bjarnveig Bjarnadóttir, f. 17.6.
1911, d. 6.8. 1981, húsmóðir og verkakona i Grindavík.
Ástrós tekur á móti gestum í sal Verkalýðshússins,
Víkurbraut 46, Grindavík, sunnud. 28.7. kl. 15.00.
ritari við Rimaskóla
Ingunn Hjördís Björnsdótt-
ir, ritari í Rimaskóla, Flétt-
urima, Reykjavík, er sextug i
dag.
StarfsferiU
Ingunn Hjördis fæddist á
Kvígsstöðum í Andarkíl en
ólst upp í Reykjavík. Hún
lauk gagnfræðaprófi frá Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar.
Að loknu gagnfræðaprófi stundaði hún
verslunarstörf og var ritari hjá Búnaðarfélagi íslands
um tvitugsaldur. Hún sinnti síðan barnauppeldi og
heimilisstörfum til fertugs en tók þá að sér ræstingar
á Reykjalundi. Síðustu níu árin hefur hún verið ritari
við Rimaskóla í Reykjavík.
Fjölskylda
Ingunn Hjördís giftist 25.12. 1966 Erlingi Kristjáns-
syni, f. 8.8. 1945, húsamíðameistara. Þau skildu 1999.
Hann er sonur Kristjáns Eldjárns Þorgeirssonar og
Guðnýjar Magnúsdóttur.
Börn Ingunnar Hjördísar og Erlings eru Margrét, f.
18.6. 1967, húsmóðir í Grindavík, gift Þorsteini Gunn-
ari Kristjánssyni sjómanni og eru börn þeirra Halla,
f. 15.5. 1989, d. 16.5. 1989, Ingunn, f. 2.2. 1991, Ægir, f.
8.10. 1992, og Erla, f. 7.1. 1996; Daníel, f. 8.1. 1969, smið-
ur í Reykjavík en dóttir hans og Guðrúnar Hrafnkels-
dóttur er Daníela Rut, f. 15.6. 1994; Egill, f. 26.2. 1972,
sölumaður í Kópavogi, kvæntur Ragnheiði Kristínu
Guðmundsdóttur markaðsstjóra og eru börn þeirra
Elvar, f. 7.9. 1998, íris Jóna, f. 9.3. 2002; Atli, f. 11.12.
1977, húsa- og húsgagnasmiður í Hafnarfirði, í sam-
búð með Önnu Kristínu Jóhannsdóttur kennara og er
dóttir þeirra Arnbjörg Guðný, f. 31.5. 2001
Systkini Ingunnar Hjördísar: Auðunn, f. 5.7. 1940,
bókbindari í Reykjavík; Vigfús Grétar, f. 4.9. 1945,
bakari í Reykjavík; Gunnar Lúðvík, f. 14.8. 1947,
skrifvélavirki í Reykjavík; Guðlaug, f. 6.8. 1950, for-
stöðukona á Egilsá í Skagafirði.
Foreldrar Ingunnar Hjördísar: Björn Daníel Hjart-
arson, f. 6.6. 1919, d. 30.11. 1992, sölumaður í Reykja-
vík, og Vilborg Vigfúsdóttir, f. 9.8. 1912, d. 25.4. 1978,
kennari.
Dýpsta sœla og sorgin þunga
svífa hljóölaust yfir storö.
Þeirra mál ei talar tunga
tárin eru beggja orð.
Indriði Þorkelsson á næstu vísu:
Finnst mér oft er þrautir þjá,
þuliö mjúkt í eyra:
Þetta er eins og ekkert hjá
ööru stœrra og meira.
Hér er líka vísa eftir Kristmann Guðmundsson,
nokkurs konar eftirmæli um einhvern sem hefur
verið afar afslappaður, visan minnir okkur á að þó
að stressið sé heilsuspillandi mega rólegheitin samt
ekki verða of mikil:
Gegnum lífið létt aö vanda
liöugt smó hann,
nennti síðast ekki aö anda
og þá dó hann.
Ég hef alltaf gaman af dýrt kveðnum ’
sérstaklega ef þær eru einnig vel gerðar
lega. í bókinni er oddhend hringhenda
Helga Sveinsson, afar myndræn i
skemmtileg:
Svífur már á flugi frár, i
Fley um bárur þýtur.
Þar sem gárast glœstur sjár,
gull í skárum flýtur.
Að lokum er merkileg braghenda ef
Sigurð J. Gíslason:
Þótt ég geri stöku stöku stöku sinni,
lítt ég því aö sinni sinni,
sinni bara vinnu minni.