Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Qupperneq 45
LAUGARDACUR 27. JÚLf 2002 H<2lgarblad> X>"V" 53 Ingvi Hrafn Jónsson laxabóndi og umsjónarmaður Hrafnaþings á Útvarpi Sögu Ingvi Hrafn Jónsson, laxabóndi og Hrafnaþings- stjórnandi á Útvarpi Sögu, Barmahlíð 56, Reykjavík, er sextugur i dag. Starfsferill Ingvi Hrafn fæddist i Reykjavík, lauk landsprófi frá Núpi í Dýrafirði 1958, stúdentsprófi frá MR 1965 og BA-prófi í stjórnmálafræðum og blaðamennsku frá Wisconsinháskólanum í Madison í Wisconsin 1970. Hann tók skipstjóraréttindi á þrjátíu tonna báta 1960. Ingvi var sjómaður á togurum og farskipum 1958-61, blaðamaður á Morgunblaðinu 1966-78, stund- aði fjölmiðlunarráðgjöf 1978-85, var þingfréttamaður Ríkissjónvarpsins 1979-83, fréttastjóri Sjónvarpsins 1985-88, sinnti ritstö'rfum og fjölmiðlaráðgjöf og var markaðsstjóri Eðalfisks hf. í Borgarnesi 1988-91, fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar 1992-94 og hefur síðan verið laxabóndi og sinnti fjölmiðlaráðgjöf auk þess að hafa umsjón með Hrafnaþingi á Útvarpi Sögu frá því í april sl. Ingvi sat í stjórn Round Table 1971-80, var formað- ur klúbbsins 1977-78 og sat í stjórn knattspyrnudeild- ar Vals 1980-82. Fjölskylda Kona Ingva er Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir, f. 29.3. 1951, flugfreyja. Foreldar hennar: Hafsteinn Sig- urðsson, f. 17.8. 1926, d. 13.9. 1986, lögfræðingur, og k.h., Lára Hansdóttir, f. 1.2. 1932, kennari. Synir Ingva og Ragnheiðar eru Hafsteinn Orri, f. 23.6. 1979, atvinnuflugmaður, búsettur í Reykjavík; Ingvi Örn, f. 6.1. 1983, nemi við VÍ. Systkini Ingva: Jón Örn, f. 30.3. 1938, hagfræðingur og ráðgjafi í innanríkisráðuneytinu í Saskatchewan í Kanada; Óli Tynes, f. 23.12. 1944, fréttamaður á Stöð 2; Sigtryggur, f. 15.6. 1947, fasteignasali í Reykjavík; Margrét, f. 27.12. 1955, skrifstofumaður í Reykjavík. Foreldrar Ingva: Jón Sigtryggsson, prófessor í Reykjavík, og k.h., Jórunn Tynes, húsfreyja. Þau eru bæði látin. Ætt Föðursystir Ingva, samfeðra, var Sigríður, móðir ✓ Astrós Reginbaldursdóttir Hannesar Péturssonar skálds. Jón var sonur Sig- tryggs, veitingamanns á Akureyri, Benediktssonar, b. á Hvassafelli, bróður Sigríðar, langömmu Ingimars Eydals. Benedikt var sonur Jóhannesar, b. á Sáms- ■stöðufn, Grímssonar, græðara á Espihóli, Magnússon- ar. Móðir Jóhannesar var Sigurlaug Jósefsdóttir, b. á Ytra-Tjarnarkoti, Tómassonar, langafa Kristjáns, afa Jónasar frá Hriflu; langafa Jóns, langafa Sigrúnar, móður Kristjáns Karlssonar bókmenntafræðings; langafa Jóhannesar, afa Jóhanns Sigurjónssonar skálds, og langafa Ingiríðar, langömmu Steins Stein- arr. Móðir Sigurlaugar var Ingibjörg, systir Gunnars, langafa Hannesar Hafstein. Móðir Sigtryggs var Sig- ríður Tómasdóttir, b. á Holti í Eyjafirði, Jónssonar, bróður Magnúsar í Laufási, föður Jóns forsætisráð- herra. Móðir Tómasar var Sigríður, systir Tómasar, Ingunn Hjördís Björnsdóttir langafa Davíðs, föður Ingólfs grasafræðings. Systir Sigríðar var Rannveig, amma Páls Árdals skálds, og langamma Kristínar Sigfúsdóttur rithöfundar. Sigríð- ur var dóttir Davíðs, b. á Völlum í Eyjafirði, bróður Jósefs i Ytra-Tjarnarkoti og Jónasar, afa Jónasar Hallgrímssonar skálds. Móðir Jóns var Margrét, syst- ir Kristínar listmálara, móður Helgu Valtýsdóttur leikkonu, móður Stefáns Thors skipulagsstjóra. Mar- grét var dóttir Jóns, skipstjóra í Arnarnesi í Eyja- firði, Antonssonar, b. í Arnarnesi, Sigurðssonar, veit- ingamanns á Akureyri, Benediktssonar. Móðir Mar- grétar var Guðlaug Sveinsdóttir, hálfsystir Einars, alþm. á Hrauni, langafa Þuríðar Pálsdóttur óperu- söngvara. Guðlaug var dóttir Sveins, b. á Haganesi, Sveinssonar. Jórunn var dóttir Ole Tynes, norsks útgerðar- manns á Siglufirði, og Indíönu Pétursdóttur, systur Kristínar, ömmu Njarðar P. Njarðvík og langömmu Júlíusar Hafstein. Móðir Indíönu var Jórunn Hall- grímsdóttir, systir Jóns, afa Guðjóns B. Ólafssonar. Ingvi Hrafn og fjölskylda taka á móti fjölskyldu og vinum í samkomuhúsi hestamanna að Hamri í Borg- arnesi að loknu opna Langármótinu í kvöld milli kl. 20.00 og 22.00. Árið 1988 kom út bók sem hét Vísan og innihélt sýnishorn af íslenskri vísnagerð frá ýmsum tímum. Kári Tryggvason valdi vísurnar. Bókin var endur- útgefin árið 1993 og nefndist þá „Ferskeytlan". í bókinni eru um 170 vísur. Við byrjum á gagaraljóði eftir Valdimar Benónýsson: Andi þinn á annaö land er nú fluttur burt frá mér. Bandaö hef ég bleikan gand ber hatin mig á eftir þér. Guðfinna Þorsteinsdóttir orti þá næstu sem er hringhend ferskeytla: Brekkur anga, allt er hljótt aðrir ganga aó dýnu. Sárt mig langar sumarnótt aö sofa í fangi þínu. Hér er líka þekkt vísa eftir Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum: húsmóðir í Grindavík Ástrós Reginbaldursdóttir húsmóðir, Heiðarhrauni 30b, Grindavík, verður fimmtug á morgun. Starfsferill Ástrós fæddist í Grindavík og þar uppi í Eystrahverfinu. Hún var í Barnaskólanum í Grindavík og lauk prófi frá Fiskvinnsluskólanum. Astrós stundaði fiskvinnslu á unglingsárunum og eftir að hún gifti sig stundaði hún afgreiðslu við úti- bú Kaupfélagsins. Ástrós starfaði með Kvenfélagi Grindavíkur og söng hún með Samkór Grindavíkur, kirkjukór Grindavíkurkirkju og Húnakórnum í Reykjavík. Fjölskylda Ástrós giftist 31.12. 1970 Hauki Reyni Pálssyni, f. 20.12. 1949, vörubílstjóra. Hann er sonur Páls S. Ey- þórssonar, nú látinn, verkamanns í Grindavík, og k.h., Torfhildar Sigurveigar Kristjánsdóttur, sem er látin, verkakonu og umboðsmanns DV í Grindavík. Börn Ástrósar og Hauks Reynis eru Svanur Freyr Hauksson, f. 3.2. 1970, sjómaður i Grindavik; Baldur Reynir Hauksson, f. 16.1. 1972, sjómaður i Grindavík; Sólveig María Hauksdóttir, f. 16.8. 1975, fiskvinnslu- kona á Höfn; Anna Kristín Hauksdóttir, f. 21.2. 1980, starfsmaður við leikskóla. Alsystur Ástrósar: Kristín Reginbaldursdóttir, f. 15.8. 1940, húsfreyja á Heiði í Gönguskörðum; Jó- hanna V. Reginbaldursdóttir, f. 20.2. 1946, búsett í Vogum. Hálfsystur Ástrósar, sammæðra: Guðveig S. Sig- urðardóttir, f. 9.12. 1931, búsett í Grindavík; Sigríður Sigurðardóttir, f. 2.7. 1933, búsett í Reykjavík; Anna Margrét Sigurðardóttir, f. 8.7. 1934, búsett í Reykja- vík. Foreldrar Ástrósar voru Reginbaldur Vilhjálms- son, f. 26.3. 1911, nú látinn, vörubifreiðastjóri í Grindavík, og Sæunn Bjarnveig Bjarnadóttir, f. 17.6. 1911, d. 6.8. 1981, húsmóðir og verkakona i Grindavík. Ástrós tekur á móti gestum í sal Verkalýðshússins, Víkurbraut 46, Grindavík, sunnud. 28.7. kl. 15.00. ritari við Rimaskóla Ingunn Hjördís Björnsdótt- ir, ritari í Rimaskóla, Flétt- urima, Reykjavík, er sextug i dag. StarfsferiU Ingunn Hjördis fæddist á Kvígsstöðum í Andarkíl en ólst upp í Reykjavík. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Austurbæjar. Að loknu gagnfræðaprófi stundaði hún verslunarstörf og var ritari hjá Búnaðarfélagi íslands um tvitugsaldur. Hún sinnti síðan barnauppeldi og heimilisstörfum til fertugs en tók þá að sér ræstingar á Reykjalundi. Síðustu níu árin hefur hún verið ritari við Rimaskóla í Reykjavík. Fjölskylda Ingunn Hjördís giftist 25.12. 1966 Erlingi Kristjáns- syni, f. 8.8. 1945, húsamíðameistara. Þau skildu 1999. Hann er sonur Kristjáns Eldjárns Þorgeirssonar og Guðnýjar Magnúsdóttur. Börn Ingunnar Hjördísar og Erlings eru Margrét, f. 18.6. 1967, húsmóðir í Grindavík, gift Þorsteini Gunn- ari Kristjánssyni sjómanni og eru börn þeirra Halla, f. 15.5. 1989, d. 16.5. 1989, Ingunn, f. 2.2. 1991, Ægir, f. 8.10. 1992, og Erla, f. 7.1. 1996; Daníel, f. 8.1. 1969, smið- ur í Reykjavík en dóttir hans og Guðrúnar Hrafnkels- dóttur er Daníela Rut, f. 15.6. 1994; Egill, f. 26.2. 1972, sölumaður í Kópavogi, kvæntur Ragnheiði Kristínu Guðmundsdóttur markaðsstjóra og eru börn þeirra Elvar, f. 7.9. 1998, íris Jóna, f. 9.3. 2002; Atli, f. 11.12. 1977, húsa- og húsgagnasmiður í Hafnarfirði, í sam- búð með Önnu Kristínu Jóhannsdóttur kennara og er dóttir þeirra Arnbjörg Guðný, f. 31.5. 2001 Systkini Ingunnar Hjördísar: Auðunn, f. 5.7. 1940, bókbindari í Reykjavík; Vigfús Grétar, f. 4.9. 1945, bakari í Reykjavík; Gunnar Lúðvík, f. 14.8. 1947, skrifvélavirki í Reykjavík; Guðlaug, f. 6.8. 1950, for- stöðukona á Egilsá í Skagafirði. Foreldrar Ingunnar Hjördísar: Björn Daníel Hjart- arson, f. 6.6. 1919, d. 30.11. 1992, sölumaður í Reykja- vík, og Vilborg Vigfúsdóttir, f. 9.8. 1912, d. 25.4. 1978, kennari. Dýpsta sœla og sorgin þunga svífa hljóölaust yfir storö. Þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. Indriði Þorkelsson á næstu vísu: Finnst mér oft er þrautir þjá, þuliö mjúkt í eyra: Þetta er eins og ekkert hjá ööru stœrra og meira. Hér er líka vísa eftir Kristmann Guðmundsson, nokkurs konar eftirmæli um einhvern sem hefur verið afar afslappaður, visan minnir okkur á að þó að stressið sé heilsuspillandi mega rólegheitin samt ekki verða of mikil: Gegnum lífið létt aö vanda liöugt smó hann, nennti síðast ekki aö anda og þá dó hann. Ég hef alltaf gaman af dýrt kveðnum ’ sérstaklega ef þær eru einnig vel gerðar lega. í bókinni er oddhend hringhenda Helga Sveinsson, afar myndræn i skemmtileg: Svífur már á flugi frár, i Fley um bárur þýtur. Þar sem gárast glœstur sjár, gull í skárum flýtur. Að lokum er merkileg braghenda ef Sigurð J. Gíslason: Þótt ég geri stöku stöku stöku sinni, lítt ég því aö sinni sinni, sinni bara vinnu minni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.