Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 Fréttir I>V Menn á vegum utanríkisráðuneytis og flugumferðarstjórnar á leið utan: íslendingar yfirtaka flugum- ferðarstjórn í Kosovo - kostnaður rúmlega 40 milljónir króna sem heyrir undir friðargæsluverkefni Stuttar fréttir 3 ' ' iliw Islenskir flugumferðarstjórar eru á leið utan til að taka við flug- umferðarstjórn tímabundið á al- þjóðaflugvellinum í Pristina sem er aðalflugvöllurinn í Kosovo. Hér er um að ræða verkefni fyrir 4-5 ís- lenska flugumferðarstjóra og 2 svo- kallaða fluggagnafræðinga næsta hálfa árið en fulltrúar NATO hafa sýnt því áhuga að íslendingamir verði lengur í verkefninu. NATO stýrir hinu svokallaða KFOR-frið- argæslukerfi í Kosovo en það er einnig undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. íslendingar eru að taka við af ítölum í flugumferðarstjórninni á flugvellinum í Pristina, að sögn Sverris Hauks Gunnlaugssonar, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðu- neytinu. Með þessum hætti eru ís- lendingar að leggja fram sitt fram- lag til friðargæslu i hinu stríðs- hrjáða sjálfstjómarsvæði Kosovo a.m.k. næsta hálfa árið. Kostnaður verður rúmlega 40 milljónir króna en starfsmennimir íslensku verða einu flugumferðarstjóramir á vell- inum þann tíma sem um er að ræða. Verið getur að skipt verði um menn frá Flugmálastjórn á tímabilinu þannig að þeir sem fara í upphafi verði ekki allan tímann. Hallgrímur Sigurðsson flugum- ferðarstjóri stýrði uppbyggingar- starfi í flugumferðarmálum í Kosovo árið 2000 en hann er einn þeirra sem eru að fara ásamt full- trúa frá utanríkisráðuneytinu til að skipuleggja starfið sem fram undan er. Gert er ráð fyrir að hin íslenska flugumferðarstjóm hefjist þann 1. október í Kosovo. Sverrir Haukur sagði við DV í gær að tilhögun þessara mála mundi skýrast frekar í lok næstu viku. „Menn eru bjartsýnir enda hefur það sýnt sig að íslendingar eru duglegir þar sem uppbygging- arstarf á sér stað,“ sagði Sverrir Haukur. -Ótt Lúðvík Geirsson Áslandsskóli: Bærinn tekur yfir stjórn skólans Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa ákveðið að taka yfir stjórn og rekstur Áslands- skóla eftir að þrettán kennar- ar við skólann sögðu upp störfum vegna sam- starfsörðugleika við skólastjórn- endur. Bærinn mun rifta samningi við Islensku menntasamtökin en kennar- amir óskuðu eftir að skólastjóri starf- aði sem yfirmaður þeirra en ekki framkvæmdastjóri samtakanna sem nú verður leystur frá störfum. Því ligg- ur fyrir að Áslandsskóli verður rekinn af bæjaryfirvöldum. „Þetta ófremdarástand sem hefur verið undanfarna daga gengur ekki lengur," sagði Lúðvík Geirsson bæjar- stjóri við DV. Hann segir að ráðamenn íslensku menntasamtakanna hafi í gær ekki sinnt kalli til að gera grein fyrir sínum málum. „Það er afar einkennilegur og alvar- legur hlutur. Bæjaryfirvöld standa frammi fyrir því að taka á þessu af festu, enda er það krafa kennara og foreldra nemenda," sagði Lúðvík. Boðað verður til aukafundar í fræðsluráði á mánudagsmorgun. „Það liggur fyrir yfirlýsing um að kennarar gangi til starfa undir rekstrarstjórn bæjarins. Við munum leggja fram til- lögu um skólastjóra tímabundið til að koma starfinu af stað en munum síðan auglýsa stöðuna," sagði Lúðvík Geirs- son. Hann bjóst við að skólastarf kæm- ist í eðlilegt horf á miðvikudag. -Ótt Ekki meirihluti í SPRON að óbreyttu Samkvæmt áliti fjármálaeftirlitsins telst Búnaðarbankinn hæfur til að eignast meirihluta í SPRON, að því gefhu að sjóðnum verði breytt í hluta- félag. Pétur Blöndal, einn fimmmenn- inganna sem gerðu tilboð í allt stofnfé sjóðsins, segir að hér sé í raun um að ræða niðurstöðu eins og upphaflega hafi verið hugmynd félaganna fimm. „Samkvæmt þessu mætti álykta að starfsmannasjóðurinn geti ekki náð sínu markmiði nema annað komi til þar sem hann ætlar að halda núver- andi rekstrarformi SPRON óbreyttu," sagði Pétur við DV. -Ótt Blaöiö Einvígi Tuma þumals og Svarthöföa Erlent fréttaljós Pilla sem breytir þér í Barbie Brún, grönn og Jsexí Fundu skemmtilegt fiðrildi í Breiðholtinu Daníel Hauksson og Charlotta Sigmundsdóttir fundu þetta fallega fíörildi fýrir utan Breiðholtsskóla í gær. Þau voru í frímínút- um þegar þau sáu fiörildiö og tókst í sameiningu aö handsama þaö. Þaö fékk svo aö fljúga frjálst í kennsiustund. Krakkarnir hyggjast reyna aö halda lífmu í fiörildinu í vetur. Þau fengu þær upplýsingar aö fiðrildiö væri af tegund sem kallast admiral. Stækkun Grand Hótels samþykkt: Steinunn Valdís ein á móti Sú óvenjulega staða var uppi í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur á miðvikudagsmorg- un að formaður nefndarinnar, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, lenti ein í minnihluta gegn öðrum fulltrúum Reykjavíkurlistans og fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Á fundinum var samþykkt breyting á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar stækkunar Grand Hótels við Sigtún, en til stendur að reisa tvo þrettán hæða turna við hótelið. Ekki náðist í Steinunni Valdísi vegna málsins en í bókun hennar á fundinum segist hún með engu móti geta samþykkt breytinguna, enda sé hún „í hróplegu ósam- ræmi við byggðamynstur við Sigtún og Teigahverfið í heild og stingur í stúf við sitt nánasta um- hverfi". Björn Ingi Hrafnsson, einn full- trúa Reykjavíkurlistans í nefnd- inni, segir það meðal annars hafa ráðið afstöðu sinni að háar bygg- ingar væru víðar í nágrenninu, til dæmis í Hátúni og nýja Sóltúns- hverfinu, og því ætti að gera farið vel á þessu. Þá hafi forsvarsmenn hótelsins sagt að stækkun myndi treysta rekstrargrundvöllinn. At- Umdeild hótelbygging Svona mun hótelið líta út fullbyggt í janúar 2004. hugasemdir sem bárust hafi held- ur ekki verið þess eðlis að hafna bæri tillögunni. „Þetta er vissulega óvenjulegt en mér finnst það í rauninni eðli- legt. Ég ber fulla virðingu fyrir þvi að formaðurinn hafi aðra skoðun en við en meirihlutinn ræður,“ segir Bjöm Ingi. Upphaflegri umsókn um leyfi fyrir einum tuttugu og fjögurra hæða turni hafði áður'vérið-t að. Með stækkuninni fjölgar her- bergjum á Grand Hótel úr eitt hundrað í þrjú hundruð. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir i vet- ur og opna nýju aðstöðuna í janú- ar 2004. -ÓTG Stenst Fylkir pressuna? Leikur árslns Brölt um Botnssúlur Um fjoll og firnindi Nefndarfundi frestaö? Vilhjálmur Egils- son, formaður eftia- hags- og viðskipta- nefndar Alþingis, segir hugsanlegt að fundi nefndarinnar verði frestað á meðan Ríkisendur- skoðun fer yfir vinnubrögð einkavæðingarnefndar þegar ákveðið var að viðræður skyldu hafnar við Samson um sölu á hlut rikisins í Landsbanka ís- lands. Sprengja í Þorlákshöfn Sprengja frá því í heimsstyrjöld- inni síðari fannst á golfvellinum í Þorlákshöfn í vikunni. Það var Dav- íð Davíðsson sem veitti athygli tor- kennilegum hlut sem var grafinn í sand. Hann gerði Landhelgisgæsl- unni viðvart og sprengjusérfræðing- ar staðfestu að um væri að ræða sprengju sem var notuð til að merkja staðsetningu kafbáta. Áfram í varðhaldi Héraðsdómur Reykjavíkur fram- lengdi í gær til 25. október gæsu- varðhald yfir tveimur bræðrum sem eru grunaðir um alvarlega lík- amsárás á Skeljagranda í síðasta mánuði. Föður bræðranna, sem set- ið hefur i varðhaldi vegna málsins, hefur hins vegar verið sleppt. Meira kjöt út íslenskir bændur hafa í hyggju að auka kjötútflutning en framleiðslu- getan hefur vaxið langt umfram þörf á innanlandsmarkaði. Skaut út um bílgluggann Lögreglan á Blönduósi stöðvaði í gær gæsaskyttu en sést hafði til hennar þar sem hún skaut úr riffli út um glugga á bfl. Vegfarendur, sem voru vitni að atburðinum, sögðu manninn hafa sært gæs en ekið svo á brott. Athæfi sem þetta er ólöglegt og getur maðurinn átt von á því að verða kærður. Farþegar afvopnaöir Um 30 vopn hafa verið tekin af farþegum í Leifsstöð frá því 11. sept- ember á siðasta ári. Vopnaeftirlit á Keflavíkurflugvelli var hert mjög í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin. Alls er um 11.206 hluti að ræða. Hiti yfir 20 stig Hitinn fór yfir 20 stig víða á Norð- austurlandi í gær. Á Grímsstöðum á Fjöllum mældist 22 stiga hiti, 21 stigs hiti á Hjarðarlandi í Biskups- og Nautabúi í Skagafirði og 20 stigT*Mtuvið Mývatn. Hitinn í höfuðborginni'niældist hins vegar 16 stig. Veöurstofan spáir góðu veðri um helgina. \ Hagsmunir tryggðir Samgönguráð- herra, Sturla Böðv- arsson, telur að hagsmunir minni símafélaga séu tryggðir í FARICE, félagi sem á að vinna að undirbún- ingi lagningar sæ- strengs milli íslands, Færeyja og Skotlands. Ráðherra sagði í samtali við RÚV að sú ákvörðun íslands- síma að vera ekki með í félaginu hefði engin áhrif á undirbúning að lagningu sæstrengs. -aþ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.