Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 32
32
H e lcg ct r h lct ö JO'V
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002
Söguleg skáldsaga eftir Oliver North:
Vekur ugg
og kvíða í Washington
I næstu uiku kemur út bók íBandaríkjunum sem líkleg er til að uekja upp mesta
hnegkslismál sem upp kom íforsetatíð Ronald Reaqans, íran-contra-málið. Liðs-
forinqinn Oliuer North lék þar aðalhlutuerkið og uakti uitnisburður hans íqfir-
heqrslum þingnefnda heimsathqgli. Hann uar sakaður um að hafa selt írönum
uopn í trássi uið uopnasölubann stjórnarinnar og ágóðinn uar notaður til að
stqrkja hæqrisinnaða contraskæruliða íbaráttu uið löqlega kjörna uinstristjórn
íNikaraqúa. Þau framlöq uoru einnig ólögleg samkuæmt bandarískum löqum.
Þegar upp komst um öll þessi ólöglegu uiðskipti kepptust æðstu menn þjóðarinn-
ar uið að suerja afsér alla uitneskju um uopnasölu og stqrk uið contraskæruliða,
en nokkrir æðstu menn örqggismála uoru dæmdir oq reknir úr stöðum sínum. Þá-
uerandi forstjóri CIA dó drottni sínum áður en réttuísin náði til hans. Oliuer
North uinnur að þriqqja binda skálduerki um málið oq kemur fqrsta bindi út
núna oq hin síðar. Líklegt má telja að það fari um qmsa fqrruerandi ráðamenn
þegar játninqar höfuðskúrksins koma út í formi Iqkilrómans. Ólíklegt er þó að
tiltölulega lágt settur hermaður hafi leikið aðalhlutuerkið ííran-contra-málinu
þótt reqnt hafi uerið að skella allri skuldinni á hann.
Oliver North, fyrrverandi ofursti í landgönguliðinu,
er nú 58 ára að aldri. Hann býr skammt frá Was-
hington, sem hann kallar pólitíska skepnu og kveðst
þekkja eðli hennar flestum betur. Bókin kemur út und-
ir nafninu Mission Compromised og er reiknað með að
hún seljist grimmt en fyrsta upplagið er 350 þúsund
eintök. Oliver er ekki einn að verki því rithöfundurinn
Joe Musser hefur aðstoðað við að koma bókinni á skilj-
anlegt mál, eins og Oliver orðar það, en í hans eigin
skrifum er mikið af orðum og orðatiltækjum úr her-
mennsku og öryggisþjónustu sem almenningur ber lít-
ið skynbragð á og þarf að þýða á skiljanlegt mál.
I bókinni kemur fyrir fjöldi persóna sem auðvelt er
að bera kennsl á og vel þekktir atburðir sem komst
upp um þegar íran-contra-málið var upplýst. Oliver
segist ekki vera að fegra sjálfan sig í bókinni því hann
sé fyrir löngu búinn að játa sínar sakir, en þá, eins og
nú, er á flestra vitorði að hann var að framkvæma fyr-
irskipanir annarra og sér mun æðri manna í valda-
stiga hers og öryggisþjónustu, svo ekki sé minnst á
nánustu ráðgjafa forsetans.
Á sínum tíma vann ofurstinn i sérstakri öryggis-
deild í Washington sem heyrði undir hið geysiöfluga
öryggisráð forsetans, þar sem aðeins æðstu valdastofn-
anir eiga fulltrúa ásamt sjálfum öryggisráðgjafanum,
sem er valdalaus á yfirborðinu en getur haft meiri
áhrif en nokkur annar embættismaður risaveldisins.
Minna má á að Kissinger gegndi þessu hlutverki hjá
Nixon og lagði tU að mynda á ráðin um að hætta að
stríða í Víetnam og undirbjó jarðveginn að bættum
samskiptum við Kína sem talið er eitt helsta afrek
Nixons i embætti.
Skáldsagan greinir frá mörgum gegnum mönnum
sem eru í virðulegum embættum og mega ekki vamm
sitt vita og hafa hreinan skjöld. En atburðir og karakt-
erar leyna sér ekki í frásögn höfundarins og er þar
mörgu lýst á annan veg en opinberað hefur verið til
þessa.
Lesa má i að sagan er látin gerast á valdatíma Ciint-
ons í Hvita húsinu. Söguhetjan er ungur liðsforingi í
landgönguliðinu sem er efniiegur og klífur metorða-
stigann tiltöluiega ört. Honum er fengið sérstakt verk-
efni á vegum Hvíta hússins.
Allt í einu stendur liðsforinginn ungi frammi fyrir
því að vera svikinn af yfirmönnum sínum og stjórn-
inni sem ætlast til að hann taki að sér verkefni sem
ekki þola dagsins ljós en eiga að bjarga heimsfriðnum,
ef ekki öllu mannkyni.
Fyrir koma nöfn þekktra persóna sem sett eru í ann-
að samhengi en gamla íran-contra-málið. Þannig er
Oliver L. North sjálfur, eða alnafni hans, gerður að
föður unga mannsins sem skipað er að vinna skítverk-
in fyrir stjórnina í bókinni. Einnig er majórinn Peter
J. Newman kallaður til leiks, en þjónandi hermaður
með því nafni er nýráðinn ritari öryggisráðgjafa for-
setans.
I sögunni er forseti Bandaríkjanna aldrei nefndur á
nafn en vel má lesa í að hún gerist á svipuðum tíma og
Monica Lewinsky var í starfsnámi í Hvíta húsinu.
Newman majór er fyrirskipað að endurvekja stofnun-
ina sem átti að framkvæma leynilegar aðgerðir á veg-
um Hvíta hússins í stjórnartíð Reagans. Hún var lögð
niður þegar upp komst að hún stóð í að selja írönum
vopn og nota hluta ágóðans til að fjármagna skæruliða-
starfsemi gegn löglega kjörinni stjórn í Nikaragúa.
Höfundur fer þó út úr gömlu rullunni þegar hann
hugsar upp og skrifar um samsæri til að ráða Saddam
Hussein íraksforseta og Osama bin Laden af dögum
þegar þeir halda með sér fund i írak.
Vert er að minnast þess að þegar Oliver North seldi
írönum vopnin voru þeir höfuðóvinir Bandaríkjanna -
varla neitt skárri en Sovétmenn. Þeir höfðu í haldi
hátt á annað hundrað bandaríska sendiráðsstarfsmenn
sem handteknir voru þegar Komeni og heittrúarlið
hans gerðu sína byltingu og tóku völdin af keisaranum
sem var leppur Bandaríkjamanna.
Yfirvöldin i Washington sóru ávallt og sárt við lögðu
að vopasalan kæmi tilraunum þeirra til að fá gíslana
lausa ekkert við. Því trúði aldrei nokkur ályktunar-
bær maður. Var ávallt reynt að skella skuldinni af
ólöglegum aðgerðum leynistofnunarinnar sem Oliver
starfaði hjá á hann einan þótt ekki tækist það fullkom-
lega. Tveir öryggisráðgjafar fengu að fjúka, Poindexter
og McFarlaine, sem var háttsettur í hernum á sínum
tíma. Þeir sem fylgdust með nýsýndum þáttum í Ríkis-
sjónvarpinu um laumuspil Hvita hússins í tíð nokk-
urra forseta sem setið hafa að völdum eftir heimsstríð-
ið mikla ættu að muna eftir McFairlaine, sem þar vitn-
aði, fullur beiskju, gegn fyrrverandi ráðherrum og
valdamönnum í efstu tröppum og var orðljótur um per-
sónuleika þeirra og vanhæfni til að sinna veigamikl-
um embættum. Þar fékk margur ofmetinn pólitíkus og
háttsettur embættismaður á baukinn.
íran-contra-málið kom upp á yfirborðið 1986 þegar
Reagan viðurkenndi opinberlega að orðrómurinn um
að Bandaríkjastjórn hefði selt írönum vopn, þrátt fyr-
ir að þingið hefði sett vopnasölubann á landið, ætti við
rök að styðjast. Hefði það verið gert til að bæta sam-
skiptin sem voru afar slæm fyrir. En forsetinn harð-
neitaði því að vopnasalan hefði haft neitt með lausn
gíslanna í Teheran að gera. Reagan blikkaði ekki auga
þegar hann laug þessu blákalt inn í sjónvarpsvélarnar
og svaraði siðar engum spurningum um málið.
Þegar síðar kom í ljós að ágóðinn af vopnasölunni
var notaður til að fjármagna enn aðra ólöglega aðgerð
varð ekki hjá því komist að gera eitthvað í málinu.
Skipuð var sérstök rannsóknarnefnd beggja þing-
deilda og var yfirheyrslum hennar sjónvarpað um
gjörvöll Bandaríkin. Vöktu yfirheyrslurnar griðarlega
athygli, enda voru margir af æðstu embættismönnum
Oliver North aflaði sér bæði aðdáunar og fvrirlitningar
þegar hann sat fyrir svörum þingnefndar í yfirheyrsl-
um sem sjónvarpað var vítt um heim. Enn er ekki á
hreinu livort hann er sannur föðurlandsvinur sem
gerði skvldu sína eða undirförull lygari.
þjóðarinnar kallaðir fyrir. Allir bentu þeir á Oliver
North, starfsmann leyndardómsfullrar öryggisstofnun-
ar sem heyrði beint undir Hvíta húsið, sem eina söku-
dólginn.
En North varðist fimlega; neitaði ekki sök en benti
á skyldur sínar sem hermanns og trúnað við æðstu
stjórn ríkisins. En hann ákærði ekki aðra og varði for-
setann svo að engri sök varð komið á hann.
Yfirheyrslur þingnefndarinnar stóðu yfir mánuðum
saman og síðan var sérstökum dómara falið að rann-
saka og úrskurða hvort lög hefðu verið brotin.
Margir þeir sem yfirheyrðir voru hlutu þó ámæli og
síðan dóma fyrir að hafa logið vísvitandi að þinginu.
Það þykja ljótir siðir í Washington eins og dæmin
sanna.
Málalyktir urðu þær að Oliver North var dæmdur til
að greiða 150 þúsund dollara sekt og í þriggja ára skil-
orðsbundið fangelsi. Sjálfur öryggismálaráðgjafi for-
setans, Poindexter, fékk sex mánaða fangelsi fyrir að
ljúga þráfaldlega að þinginu, nokkir háttsettir CIA-
menn fengu dóma fyrir ranga vitnisburði og Caspar
Weinberger varnarmálaráðherra var áminntur fyrir
að segja ekki alveg satt frá. Reagan forseti og Bush
varaforseti voru ekki fríaðir af því að hafa haft af-
skipti af íran-contra-málinu en látið var kyrrt liggja.
Á aðfangadag jóla 1994 náðaði George Bush forseti
alla þá sem hlutu dóma í mesta hneykslismáli sem upp
kom i tíð hans sem varaforseta. Vert er að hafa í huga
að Bush var fyrrverandi forstjóri CIA og er óhætt að
álykta að mál eins og ólögleg vopnasala til óvinveitts
ríkis og ólöglegur stuðningur við uppreisnarmenn sem
stefndu að þvi að fella lýðræðislega kjörna ríkisstjórn
hcifi ekki farið fram hjá honum. En Hvíta húsið tengdi
saman alla þá sem við sögu komu.
Augljóst er að Oliver North býr yfir miklu meiri vit-
neskju um samspil æðstu valdastofnana Bandaríkj-
anna í íran-contra-málinu en aðrir menn. Hann skrif-
aði áður sjálfsævisögu sína, Under Fire, sem út kom
1991 og var á metsölulista vikum saman. Undanfarin
ár hefur hann verið með vikulega þætti í sjónvarpi, en
manninum er liðugt um málbeinið, eins og fram kom í
yfirheyrslum þingnefndarinnar þegar mjög reyndi á að
fara varlega kringum sannleikann.
Reiknað er með að fyrsta bindi sögulegu skáldsög-
unnar um íran-contra seljist í stóru upplagi, en næsta
bindi er komið vel á veg. North hefur fengið sama lög-
fræðing til að semja um útgáfuréttinn og þau hjónin
Hillary Rotham og Bill Clinton fengu til að gera millj-
óna dollara samninga um útgáfurétt á sínum bókum til
að bæta lélegan fjárhag þeirra. Forsetahjónin fyrrver-
andi skulda lögfræðingum háar upphæðir fyrir að
verja sig í málum sem varða Whitewater og frúin
tengdist og síðan skuldar Bill háar upphæðir fyrir
vöm í Monicumálinu, en varðandi það laug hann ekki
aðeins að þinginu heldur einnig allri þjóð sinni. Það
fyrirgefst en lögfræðingarnir þurfa sitt.
Nú bíða menn spenntir, sumir milli vonar og ótta,
eftir fyrsta bindi skáldsögu Olivers North um sann-
söguleg efni. Hvort hann flettir enn frekar ofan af
valdabrölti og ólöglegu athæfi starfsmanna í Hvíta
húsinu er enn á huldu en hvað sem því líður verður
enn um hríð deilt um það hvort fyrrverandi erindreki
æðstu valdaklíku Washingtonborgar segir satt eða
skrökvar um aðferðir heimsveldisins til að styrkja
völd sín og áhrif.
-OÓ