Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 18
I 8
Helgarbfad JOV
LAUGARDAGUR l^. SEPTEMBER 2002
Má ekki
skríða fyrir valdi
fengins frelsis í viðskiptum í tómarúminu sem skapast á
meðan eftirlitstofnanir eru enn að slíta barnsskónum,
stofnanir sem eiga að sjá til þess að samkeppni ríki og
heiðarleiki ráði för. Aðhald er mikilvægt og gott til þess
að vita að viðkomandi stofnanir og einstakir stjórnmála-
menn hafa varað við fákeppni og hringamyndun í at-
vinnulífi “
Örn Bárður fór ekki beina leið inn í guðfræðina held-
ur kemur hann eiginlega til Guðs frá mammoni. Örn
Bárður er fæddur og alinn upp á ísafirði, innan um
hreinskiptna Vestfirðinga og í fjölskyldu athafnamanna
sem voru ekki kirkjuræknir umfram það sem gengur og
gerist þótt sóknarkirkjan væri á næsta götuhorni. Faðir
hans fékkst við kaupskap og fyrirtækjarekstur og fjöl-
skyldan stofnaði rétt eftir 1950 fyrirtæki sem seinna
varð Silfurtún í Garðahæ og framleiddi þakpappa og
seinna eggjabakka úr endurunnum pappír. örn Bárður
var framkvæmdastjóri þess fyrirtækis á áttunda ára-
tugnum en bróðir hans, Friðrik, rekur það í dag, en
hann hefur hannað endurvinnsluvélar og flutt þær út til
margra landa.
Auk þessa rak örn sína eigin heildsölu sem flutti inn
hreinlætisvörur og matvörur af ýmsu tagi. Sennilega er
frægasta afurð þeirrar heildsölu Homeblest-kexiö sem er
auglýst stíft fyrir að vera gott báðum megin. Örn Bárð-
ur var nefnilega allgóöur liðsmaöur mammons því hann
hafði gott lag á rekstri fyrirtækja, eins og margir í ætt-
inni, og haföi hann nægt dálæti á tölum til þess að hann
lauk við verklega hlutann af námi endurskoðanda á sín-
um tíma þótt hann tæki aldrei próf til starfsréttinda.
Þvi var nefnilega þannig farið að þrátt fyrir annasam-
an starfsferil í iðnaði og fyrirtækjarekstri og vel heppn-
að Homeblest þá fannst Emi Bárði hlutskipti sitt ekki
gott báðum megin. Á hann sóttu spurningar um grund-
vallarrök tilverunnar og spurningar um trú og siðfræði.
„Ég er ekki hagfræðingur en ég er alinn upp sem bis-
nessmaður og hóf þannig mína þátttöku í atvinnulífinu.
Faðir minn rak verslanir á ísafirði, auk þess að vera út-
sölustjóri áfengis, eða ríkisstjóri eins og gárungarnir
kölluðu það. Auk þess rak hann þakpappaverksmiðju í
Garðabæ með bróður sínum. Árið 1972 stofnaöi ég svo
fyrirtækið Silfurtún í samvinnu við fjölskylduna og
byggði meðal annars á þessari verksmiðju.
Þakpappinn er í raun pappi, vættur í jarðbiki sem er
náttúrulegt hráefni og Nói notaði meðal annars til að
þétta örkina. Fjölskyldan hefur því tengst endurvinnslu
í 50 ár og skýrir það m.a. áhuga minn á umhverfismál-
um.“
„Ég stóð frammi fyrir spurningum um kristindóminn
og fannst ég ekkert vita um hann. Ég fór fyrst til Eng-
lands og var þar á guðfræðinámskeiði í biblíuskóla í
þrjá mánuöi. Þar ákvað ég að selja heildsöluna og nota
peningana til frekara náms í Englandi."
Örn Bárður fór að starfa með Halldóri Gröndal í
Grensáskirkju og var vígður djákni þar haustið 1979 en
eftir nokkurra mánaöa starf þar ákvað hann að demba
sér i guðfræðinám eins og hann kallar það. Hann fór síð-
an á hraðri ferð gegnum guðfræðinámið með hálfu starfi
í Grensási og næturvöktum á vistheinnli og var 35 ára
þegar hann útskrifaðist. En héldu ekki fjölskyldan og
kunningjarnir að hann væri orðinn galinn að snúa frá
blómlegum einkarekstri og gepast guðfræðingur?
„Fjölskyldan sýndi þessu skilning en mér var löngu
orðið ljóst að ég yrði ekki hamingjusamur í fyrirtækja-
rekstri. Hitt kom auðvitað fyrir að menn horföu á mig
eins og ég hefði fengið þungt höfuðhögg og margir virt-
ust halda að ég hefði orðið fyrir einhverju áfalli."
Flaggað í guðfræðinni
Örn Bárður staðfestir fyrir blaðamanni þá sögu að á
árum hans í guðfræðideildinni hékk þar uppi á vegg
landakort með flöggum í hverju prestakalli. Sérstakur
litur á flagginu gaf til kynna ef sóknarpresturinn á
staðnum nálgaðist eftirlaun, lítil fjöður táknaði dúntekju
og bútur af eldspýtu táknaði rekavið. Bestu brauðin
voru þar sem þetta þrennt fór saman.
- Eftir að námi lauk var Örn Bárður aðstoðarprestur
í Garðabæ en fór síðan í prestskosningu í Grindavík og
var sóknarprestur þar í fimm ár. Þá var hann kallaður
inn á Biskupsstofu til þess að sinna sérstöku verkefni
um safnaðaruppbyggingu og fór í framhaldsnám til Am-
eríku í tengslum við það. Hann varð síðar fræðslustjóri
kirkjunnar. Starfiö útheimti námskeiðahald, rannsókn-
arvinnu og ferðalög um allt land nær allan tiunda ára-
tuginn en síðan var Örn Bárður skipaður prestur í Nes-
sókn, eftir að hafa verið þar í afleysingum í tvö ár.
„Það er að mörgu leyti betra að byrja seinna en fyrr í
guðfræðinámi. Ég hef stundum sagt í grini að ég væri
bara svona seinþroska. Almennt held ég samt að þrosk-
inn leggi manni lið við nám í flestum húmanískum
greinum."
Smávesírar og örkóngar
Ef við grípum niður í prédikun síðasta sunnudags,
sem hefur vakið mikla athygli og aukið heimsóknir á vef
Neskirkju um helming, þá segir þar um skiptingu auð-
æfanna:
„Við munum það mörg að tiltölulegur jöfnuður ríkti
meðal fólks; a.m.k. var styttra bil á milli ríkra og fá-
tækra þá en nú. Margt fólk bjó við kröpp kjör og lítil efni
en það voru líka til ríkir menn, eignamenn, en þeir voru
upp til hópa smávesírar, örkóngar í samanburði við þá
ofurbubba sem nú hafa skotið upp kollinum i skjóli ný-
Kristur talar um peninga
Það hlýtur að vera freistandi að spyrja um tilgang
slíkra prédikana? Er presturinn sem leggur út af dag-
blöðum dagsins og talar um réttláta skiptingu auðsins
ekki kominn út fyrir sitt verksvið?
„Lítum á það sem Kristur er að fjalla um. Hann talar
ótrúlega mikið um peninga. Hann segir ríka manninum
að selja eigur sínar og gefa fátækum til þess að sýna að
hann elski náunga sinn. Hann kallar Sakkeus toll-
heimtumann til sín og hann gefur helming eigna sinna.
Hann rökræðir viö Gyðinga um skattheimtu og veltir
borðum víxlaranna í musterinu. Hann talar um mann-
réttindi og rífst við farísea um lögmál hvíldardagsins
sem hann segir að sé til mannsins vegna og þess vegna
megi bjarga manni á hvíldardegi og meira að segja
skepnum líka.
Trúin er ekki bara einhver himneska. Hún er jarð-
nesk og á að tengja saman himin og jörð. Prestur sem fer
í stólinn og talar bara um himnaríki og dásemdir þess er
að bjóða söfnuði sínum svikna vöru að mínu áliti.
Meö því að tala við söfnuðinn um trúna í samhengi
líðandi stundar og dægurmála tel ég mig vera að setja
trúna I rétt samhengi. Við lifum í stóru samhengi. Yfir
okkur vakir lifandi Guð. Albert Einstein, visindamaður
aldarinnar, sagðist til dæmis ekki geta hugsað sér tilver-
una án æðri máttar, hugsandi afls.
Hingað koma á annað hundrað manns á föstudögum á
AA-fund. Fyrsta sporið í því kerfi er að menn viður-
kenni að til sé æðri máttur. Þetta er grundvallaratriði í
öllu lífinu, að kunna að beygja sig undir Guð og vald
hans.“
- Hvernig tekur söfnuðurinn því þegar presturinn
flytur honum harðorðar prédikanir um misskiptingu
auðsins?
„Ég veit ekki annað en söfnuðurinn sé sáttur. Sóknar-
böm tala við prestinn eftir messu og þá fæ ég töluverð
viðbrögð. Kannski eru þau tregari til að orða gagnrýni
augliti til auglitis en hrós. Maður má ekki láta stjómast
af hrósinu einu. Það kemur fyrir að fólk yfirgefur kirkj-
una í guðsþjónustu en ég reikna með því að það sé af
öðrum ástæðum."
Sé eymdina í starfinu
- Sérð þú í þínu starfi þá eymd sem leiðir af fátækt og
misskiptingu auðsins?
„Ég var seinast í morgun að afgreiða fólk með fjár-
hagsaðstoð og mat. Hjálparstarf kirkjunnar annast af-
greiðsluna fyrir okkur en við styrkjum starfið hins veg-
ar myndarlega. Kristur sagði reyndar: fátæka hafið þér
alltaf hjá yður sem staðfestir að fátækt verður alltaf til
staðar. Það er hins vegar hættulegt að nota það sem af-
sökun. Við hljótum þvert á móti alltaf að berjast gegn
eyðingaröflum tilverunnar, hvort sem þau heita fátækt
eða eitthvað annað.
í þessu starfi sé ég glöggt hve margir sem t.d. eru á
bótum hafa það slæmt. Það getur hver sem er reynt að
lifa á 85 þúsund krónum á mánuði og greiða helminginn
í húsaleigu."
- Nú eru ríkmannlegustu hverfi bæjarins innan sókn-
armarkanna. Er fátæktin líka til í Vesturbænum?
„Fátæktin er til alls staðar. Þetta er mjög blandað
hverfi og hér eru bæði stór og ríkmannleg hús og litlar
ibúðir og fjölbýlishús. Þetta er þess vegna mjög blönduð
sókn. En fátækt er líka afstæð. Ríkur maður getur t.d.
verið hræðilega fátækur þótt hann eigi nóg af pening-
um.“
- Það er því líklegt að á hverjum sunnudegi sitji með-
al kirkjugesta bæði þeir sem þekkja fátækt á eigin
skinni og hinir sem segja má að beri með einhverjum
hætti ábyrgð á henni:
„Það blandast áreiöanlega þannig í söfnuðinum."
40 þúsund í Neskirkju
- Kirkjan verður oft fyrir gagnrýni í okkar samtíma.
Er hún alltaf réttmæt?
„Stundum er hún sett fram af þekkingarleysi og slett
fram ýmsum mýtum, t.d. um tómar kirkjur. Áætlað er að
Neskirkja fái um eða yfir 40 þúsund heimsóknir á ári.
Sumt fólk kemur oft, annað sjaldnar eða aldrei. Mikið og
fjölbreytt starf fer fram í kirkjunni. Kirkjustarf er öflugt
víða um land en sums staðar er lítið um að vera. Helst
mætti að mínu áliti gagnrýna kirkjuna fyrir skoðana-
leysi. Hún er sein á sér og segir fátt um mikilvæg mál-
efni líðandi stundar. Hún á beinlínis að leiðbeina okkur
í erfiðum málum. Það er óskiljanlegt að prestar eða guð-
fræðingar skuli nær aldrei kallaðir til í umræðu í sjón-
varpi um mikilvæg málefni."
Margir tala eins og kirkjan sé óþörf í nútímanum
sem eigi lausnir við öllum vandamálum:
„öll samfélög virðast hafa þörf fyrir trúarstofnanir og
ég held að trúarþörfin sé hluti af mannsandanum eða
eðli okkar. Maöurinn sem slíkur er einfaldlega trúaður
að upplagi og hann hefur jafnmikla þörf fyrir trú og ást.
Ég held að trúlaus maður sé ekki til. Trúleysi sem slíkt
er trúarafstaða eða kerfi sem menn nota til að skilja ver-
öldina og þá er það orðið trú í sjálfu sér.