Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 52
HelQarblacf 33 "V LAUGARDAGUR IAr. SEPTEMBER 2002 756 Liggur eins og hann sé á teinum Kostir: Aksturseiginleikar, viðbragð, farangursrými Gailar: Stíf framsœti fyrir langferðir, vindhljóð frá hliðarspeglum Umsjónarmanni bílablaðsins bauðst nýlega að prófa ríkulega búinn Opel Astra Coupé Turbo í Þýskalandi. Eknir voru yfir 1500 km, bæði á hraðbrautum og krók- óttum sveitavegum og var meðal annars komið við í Múnchen, Berlin og Frankfurt. Bíllinn var einnig prófaður með nýj- ustu kynslóð leiðsögu- kerfis Opel sem er bæði einfalt í notkun og býður upp á fjölda upplýsinga- möguleika. Sportleg innrétting Fyrir sportbíl er Astra Coupé óvenju rúmgóður, bæði í fram- og aftursæt- f ffin. Aftursætin standast kannski ekki samanburð við hefðbundinn fjöl- skyldubíl en eru furðu rúmgóð samt og þar fer mjög vel um tvo. Nokkuð þarf þó að hafa fyrir því að komast þangað og framsæti hafa þann leið- indagalla að fara aldrei í sama farið aftur. Að auki voru þau helst til of stíf til að hægt væri að láta fara vel um sig eftir 500 km akstur. Fyrir styttri ferðir var það þó ekki vandamál. Að öðru leyti er bíllinn nánast fullkominn að innan, stýrið er alveg mátulega þykkt, gírstöng hæfilega nálægt og góð tilfinning fyrir fót- pedulum. Prófunarbíllinn var búinn sérstakri sportinn- réttingu sem fólst í tvílitu leðri, svörtu og hvítu, auk betri búnaðar eins og fullkomnari hljómtækjum með fjarstýringu. Nýjasta gerð leiðsögubúnaðar var einnig í bílnum og kom hann sér vel oftar en einu sinni. Hægt er að láta kerfið leita að næstu bensínstöð, hóteli, veit- ingastað eða þess vegna listasafni. Rúsínan í pylsuend- anum var svo 400 lítra farangursrými sem gerist ekki betra í sportbíl og gleypti það þrjár ferðatöskur og íleira hafurtask. Eins og á teinum í akstri er Turbo-útgáfan nánast óaðfinnanleg, sá er með stífari og lægri fjöðrun en Astra Coupé og gömlu, hlöðnu strætin í austurhluta Berlínar ekkert þægileg yfirferðar. Á skemmtilegum sveitavegum Suður-Þýska- lands naut hún sín hins vegar í botn og var hrein unun að láta bílinn renna eftir hlykkjóttum vegum eins og hann væri á teinum. Krafturinn í vélinni er líka með ágætum. Forþjappan tryggir gott upptak og líka milli- hröðun sem kom sér oft vel á hraðbrautunum. Bíllinn er vel hljóðeinangraður en á 17 tomma lágbarðadekkj- um var veghljóð nokkuð eins og eðlilegt er. Á vissum hraða heyrðist vindgnauð frá hliðarspeglunum, eins og Sigurður Hreiðar benti líka á í reynsluakstri sínum á Spáni fyrir tveimur árum. Þar lofuðu tæknimenn Opel bót og betrun en hafa greinilega látið það eins og „vind um eyrun þjóta.“ -NG O Farangursrýmið sannaöi sig á feröaiaginu og er óvenjustórt fyrir sportbíl. Qlnnréttingin er vel útfærö þrátt fyrir mikinn búnaö. ®Svört og hvít leðurinnréttingin setur mikinn svip á bílinn og þaö er góöur hliöarstuðningur frá framsæt- um. © Kröftug vélin meö forþjöppunni fyllir vel upp í vél- arsalinn. Ventlar: 16 Þjöppun: 8,8:1 Gírkassi: 5 qíra beinskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun framan: Klafaspyrnur, MacPherson Fjöðrun aftan: Vinduásar, qormar Bremsur: Loftkældir diskar/diskar, ABS, EBD, ESP c Dekkjastærð: 215/40 R17 YTRI TÖLUR: Lengd/breidd/hæð: 4267/1709/1390 mm Hjólahaf/veghæð:____________________2606/150 mm. Beygjuradíus:_________________________10,9 metrar. INNRI TÖLUR: Farþegar m. ökumanni: 4 Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: 4/4 Farangursrými: 460-1150 lítrar. HAGKVÆMNI: Eyðsla á 100 km: 8,9 lítrar Eldsneytisgeymir: 52 lítrar Ábyrgð/ryðvörn: 3/12 ár Verð: 3.200.000 kr. Umboð: Bílheimar Staðalbúnaður: Rafdrifnar rúður og speglar, fjarstýrðar samlæsingar, 4 öryggispúðar, útvarp m. geislaspilara, 17 tomma álfelgur, leðurinnrétting, skrikvörn, krómað púst, álhnúður á gírstöng og álskreytingar í innréttingu, leður- j klætt stýrishjól, sportsæti, hitastýrð loftræsting, aksturs- tölva oq skriðstillir. SAMANBURÐARTÖLUR: Hestöfl/sn.: 190/5400 Snúningsvægi/sn.: 250 Nm/1950. Hröðun 0-100 km: 7,5 sek. Hámarkshraði: 245 km/klst. Eigin þyngd: 1345 kq.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.