Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002
H l C) cj r b la ö 33 "V
29
Þingmaður vitjar hæsta tinds kjördæmisins, Hvannadalshnúks:
Komust í hann
krappan í hálku,
þoku og stórhríð
Hér er Kristján Pálsson með ísexina góðu, kominn
við illan leik á tind Öræfajökuls.
Það má segja að Kristján Pálsson alþingismaður
kanni í þaula nýtt kjördæmi þar sem hann hyggst
starfa á næstu árum. Suðurkjördæmi er fimm jökla
kjördæmi með Vatnajökul, stærsta jökul Evrópu,
sem eins konar kórónu sköpunarverksins. Þetta er
líka kjördæmi mikilla eldstöðva og þar er Hekla án
efa frægust fjalla. Þessi ferð reyndist slarkferð hin
mesta í glerhálku, úrhellisrigningu, þoku og stór-
hríð. Upp á tindinn komst leiðangurinn þó og hafði
þá komist í hann krappan. Leiðsögumennirnir
sögðust ekki fara slíka ferð aftur þegar hópurinn
var kominn heill á húfi í hús.
Hæstu mörk kjördæmisins
Kristján Pálsson stóð fyrir stuttu á Hvannadals-
hnúki sem er austarlega í verðandi kjördæmi hans
sem nær allt austur í Lónssveit. Að sögn Kristjáns
var það ekki einfalt mál að komast upp á hæsta
fjallstind landsins í 2.119 metra hæð, hæstu mörk
kjördæmisins, en það tókst við illan leik.
„Þetta hefur lengi staðið til - tvær tilraunir voru
gerðar en hætta þurfti vegna veðurs. Ég fór síðan
með staökunnugum leiðsögumönnum frá íslensk-
um íjallaleiðsögumönnum. Nú var lofað mjög góðu
veðri og ekkert til fyrirstöðu. Við fórum að tygja
okkur af stað um 4-leytið á laugardagsnóttina, fór-
um fyrst í að stilla brodda og huga að tækjum okk-
ar og tólum en lögðum á jökulinn klukkutíma síð-
ar,“ segir Kristján.
„í þessu tilfelli var lagt upp á Virkisjökul sem er
skriðjökull niður úr Vatnajökli. Allt byrjaði þetta
vel en síðar reyndist jökullinn illfær vegna gler-
hálku og sprungna. Veðrið var heldur ekkert of
gott en við héldum í þá von að veður færi batnandi
sem ekki varð þó raunin. Við lentum í svartaþoku
og rigningu í 1.500 metra hæð - héldum þó okkar
striki upp á við og vissum ekki fyrr en við vorum
komnir í stórhríð í 1.800 metra hæð,“ segir Krist-
ján Pálsson.
Meiri áhættuferð en búist var við
Kristján segir að uppgjöf hafi þó ekki verið til
hjá leiðangursmönnum sem voru tólf talsins, ís-
lendingar og Skotar. Ákveðið var að halda áfram
með hjálp GPS-staðsetningartækja og hæðarmæla.
„Þetta var orðin meiri áhættuferð en við höfðum
reiknað með í upphafi. Við vissum samt alltaf hvar
við vorum og fikruðum okkur upp á við, allir
tengdir saman með taug. Aðalvandamáliið var að
finna færa leið yfir sprungurnar sem eru orðnar
mjög breiðar á þessum tíma árs. Þetta var kjark-
mikið og hraust fólk og lét sér ekki allt fyrir brjósti
brenna og þótt leiðsögumennirnir tveir væru á því
að þetta væri ófært þá var samt haldið áfram síð-
asta áfangann," segir Kristján Pálsson.
Síðasti áfanginn erfiður
Lokaleiðin upp á stallinn er afar brött og erfið.
Mönnum skrikaði ítrekað fótur og erfitt var að
finna leiðina. Það tókst þó um síðir og komnir upp
á stallinn eru nokkrir tugir metra upp á Hvanna-
dalshnúkinn sjálfan. „Við fundum færa leið við
brún stallsins og skildum þar eftir ísexi til að
merkja leiðina. Þarna er aðeins ein uppgönguleið,
þverhnípi annars staðar og hættulegt yfirferðar
fyrir ókunnuga. Án leiðsögutækja er þetta hættu-
spil. Veður spillast fljótt því jökullinn hefur sitt
eigið óútreiknanlega veðurkerfi. Því verður að um-
gangast þennan konung íjallanna með varúð og
virðingu," sagði þingmaðurinn.
Á niðurleið hófst leitin að öxinni sem reyndist
eins og að leita að nál í heystakki. Menn krussuðu
fram og aftur um stallinn og leituðu og lokst fannst
öxin, þökk sé GPS-tækjunum, en án þeirra hefði
öxin ekki fundist. Öxin vísaði hins vegar á einu
færu leiðina niður af fjallinu. Eftir þetta gekk ferð-
in ágætlega, nema hvað veðrið var leiðinlegt, snjór
fyrst og síðan rigning. Þegar komið var að síðasta
áfanganum, Virkisjökli, þurftu menn að fara á línu
sem strengd var yfir svellbunkana. Menn voru þá
ekki tengdir saman af ótta við að ef einn félli þá
fylgdu hinir með.
„Þessi ferð varð mun ævintýralegri en menn
bjuggust viö og ánægjuleg eftir því. Ferðalagið tók
16 til 17 klukkutíma og þetta voru heilmikil átök.
Ljóst er að jökullinn vildi sýna okkur að á hann
fara menn ekki nema vel undirbúnir. Hann vildi
reyna í okkur þolrifin og gerði það svo sannar-
lega,“ sagði Kristján Pálsson alþingismaður. Hann
sagði að leiðangursmenn hefðu allir strengt þess
heit að fara aftur á Hvannadalshnúk og freista þess
að fá betra veður. „Sjálfur ætla ég á jökulinn á 4
ára fresti meðan ég sit á þingi. En næst er meining-
in að ráðast til uppgöngu á Heklu, eldfjalladrottn-
inguna sjálfa. Ætli ég geri það ekki fyrir haustið."
-JBP
Hér er vetrarlegt um að litast á Hvannadalshnúki enda þótt sumar sé. Kristján Pálsson alþingismaður er lengst til vinstri, þá Ililinar Ingimundarson leiðsögumaður og
Skotarnir Mark og John.