Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002
Helc)a rblctð DV
4-3 K
j
er sagt að byggingarhefðin hafi verið „lífræn“ (líkt
og hjá sumum indíánaþjóðum og t.d. Japönum).
Hús endast skamman tíma en eru oft endurbyggð í
svipuðu formi úr nærtæku efni. Með tilkomu var-
anlegs byggingarefnis rofnar endumýjunarferlið
og gömlu húsin eyðast. Ný hugsun, um að byggja
úr varanlegu efni, ýtir undir að menn gleyma að
hlúa að fyrri byggingararfi.
Steining er eitt helsta sérkenni íslenskra, stein-
steyptra húsa frá tímabilinu 1930-1960. Hún er mik-
ilvægur hluti byggingarsögunnar. Með nýjum að-
ferðum gæti þessi frágangur útveggja auk þess
gengið í endurnýjun lífdaga og fært umrædda hefð
í íslenskri húsagerð skrefi framar.
Endurrreisn
Um tíma, fyrst eftir að áhugi vaknaði á varð-
veislu húsa, bar á því að kastað var höndum til við-
gerða eða endurbóta. Röng efni voru notuð eða
röngum aðferðum beitt, oft vegna skorts á upplýs-
ingum eða kunnáttu, en ekki af ásetningi. Stundum
var ofgert við endurnýjun og viðgerðir. Á þessu
hefur orðið veruleg breyting til batnaðar. Mikill
sómi er að endurbótum íjölmargra bygginga, allt
frá Hóladómkirkju og Viðeyjarstofu til margra
íbúðarhúsa úr timbri eða steinsteypu og nýrri
bygginga á borð við Aðalbyggingu Háskólans og
Hnitbjörg - Listasafn Einars Jónssonar. Ekki verð-
ur snúið af þessari braut húsafriðunar og húsa-
varðveislu.
Gamlar byggingaraðferðir geta verið horfnar en
þær er unnt að nálgast með því að kanna heimild-
ir og skoða gamlar byggingar. Efni sem henta, jafn-
vel upprunaleg byggingarefni, eru oftast tiltæk.
Einnig er æskilegt, en ekki einhlít regla, að færa
fremur yfirbragð húsa nær upprunalegu útliti en
gjörbreyta ásýndinni með nýjum efnum eða aðferð-
um. Tækni nútímans gerir kleift að endurbæta hús
þannig að efni eða aðferðir sem áttu þátt i lélegri
endingu þurfi ekki að koma aftur við sögu. Nær-
færni og virðing fyrir viðfangsefninu er aðal húsa-
verndar.
Upphaf steiningar
Þegar kom að byggingu Þjóðleikhússins hafði
steypa verið notuð á íslandi að einhverju marki frá
því um aldamótin. Lengst af voru slétthúðun og
hraunhúðun algengustu aðferðirnar við húðun
steyptra veggja. Þegar Austurbæjarskóli var byggð-
ur í Reykjavík 1927-1930 var þar notað afbrigði
hraunhúðunar. Áferð þessi er t.d. á Verkamanna-
bústöðunum og Elliheimilinu Grund við Hring-
braut/Ásvallagötu.
Hugmynd Guðjóns Samúelssonar var í upphafi
sú að nota, en endurbæta mjög, norska aðferð til
múrhúðunar. Þjóðleikhúsið var húðað 1938, tæpum
fimm árum eftir að byrjað var á byggingu þess. Má
telja það upphaf steiningar í verki. Hún fór fram
undir verkstjórn Korneliusar Sigmundssonar múr-
arameistara. Dregin var nokkuð þykk, slétt múr-
húð á veggi og mylsna, úr hrafntinnu, kvarsi og
silfurbergi, dregin í múrinn með bretti, eða henni
kastað á. Ljósir og dökkir fletir skreyta bygging-
una.
íslensku steinefnin í steiningu húsa voru jafnan
ljóst kvars, svört hrafntinna eða silfurberg. Grjót
var sótt um langan veg og svo mulið. Kostnaðurinn
var töluverður og var steiningin talin nokkuð dýr.
Stefán Einarsson trésmíðameistari tók að nota
skeljamulning í stað steinefna. Skeljun er ekki eins
góð húðunaraðferð og steining vegna þess að end-
ing skeljahúðarinnar er minni en steiningarhúðar.
Hallar undan fæti
íslensku steinefnin voru að miklu leyti upp urin
um miðjan sjötta áratuginn. Síðustu tvö húsin sem
voru húðuð með íslenska kvarsinu voru frágengin
1955. Á síðasta skeiði þessa tímabils tóku menn að
nota erlend steinefni, fyrst og fremst innflutt
kvars, ýmist eingöngu eða blönduð með íslenskum
efnum.
Upp úr 1960 lagðist steining að mestu leyti niður
en þá hófst skeið viðgerða og endurnýjunar. Flest-
ar þær aðferðir sem menn fundu upp á voru gallað-
ar. Ýmist voru viðgerðirnar endingarlitlar eða þær
spilltu útliti, og stundum færðu þær yfirbragðið
langt frá því upphaflega, einkum þegar tekið var
upp á því að mála steinuð hús. í einhverjum tilvik-
um réði breyttur smekkur og eigendur vildu stund-
um reyna að breyta lit útveggja. Tilraunir til þess
að nota plötur með mulningi utan á steinuð hús
þykir sjaldan hafa heppnast vel.
Um og upp úr 1990 er enn mikið um viðgerðir og
endurnýjun steinaðra húsa. Byggingardeild borgar-
verkfræðings i Reykjavík vann að því að endur-
bæta aðferðir við viðgerðir, og ný viðgerðaraðferð,
endursteining, var unnin til hlítar, fyrst og fremst
hjá verkfræðistofunni Línuhönnun. Fyrsta bygg-
ingin sem var endurgerð með steiningu er Nes-
S tr.. ;/’• &
kirkja í Reykjavík. Enn fremur var fundin upp ný
aðferð við að steina veggi, völunin, á vegum Línu-
hönnunar. Fyrsta byggingin þar sem sú aðferð var
nýtt að marki er Eldborg, móttökuhús Hitaveitu
Suðurnesja, annað dæmi er nýbygging að Leiru-
bakka í Landsveit.
Háskóli fslands, aðalbygging, er eitt af stórhýsum
Guðjóns Samúelssonar. Það er ekki aðeins steinað að
utan heldur eru íslcnskar steintegundir notaðar nijög
víða í byggingunni. Steiningin var endurnýjuð fyrir
nokkrum árum og var þá sótt kvars í námu í Miðdal
en silfurbergið var sótt í Djúpadal í Djúpafirði á
Barðaströnd.
Hvað nú?
Fjöldi steinaðra húsa á landinu þarfnast lagfær-
inga og endursteiningar og því er mikilvægt að tek-
ið sé faglega á málum. Nú hefur steiningaraðferðin
verið endurvakin, steining er notuð við viðhald og
mikið er um steinaðar nýbyggingar.
Máltækið segir að oft sé betur heima setið en af
stað farið og á það ágætlega við um steininguna.
Þegar verulegar endurbætur þarf á steinuðum hús-
um er jafnan betra að kosta til því sem þarf, frek-
ar en að reyna að lappa upp á verst förnu hlutana.
Steining er þess eðlis að mjög þarf að vanda til
verka og nota rétt efni og aðferðir og ljúka verður
öllum steypuviðgerðum áður en steinað er á ný.
Helsti kostur steiningar á útveggjum er löng
ending og hlutfallslega lágur viöhaldskostnaður.
Árlegt viðhald á steinuðum flötum er lítið sem ekk-
ert en á móti kemur að þegar viðgerða er þörf, oft
ekki fyrr en eftir 40-60 ár, þarf að iðulega að end-
ursteina hús í heild sinni eða a.m.k. stóra fleti.
Margvísleg mistök hafa verið gerð í viðhaldi og
endurbótum á steinuðum húsum, í mörgum tilfell-
um af vanþekkingu og reynsluleysi. Stundum er
aðeins gert við helstu skemmdir og hús síðan mál-
uð. Þar með er kallað á viðhald á 6-8 ára fresti með
málun, auk þeirra lýta sem geta fylgt slíkum að-
gerðum. Stundum hefur verið reynt að gera við
skemmdir með því að steina bletti en það nánast
ógerningur svo vel fari, en þó valkostur ef fresta á
heildarsteiningu.
Aðferðin við steiningu nýbygginga er talsvert
frábrugðin upprunalegu aðferðinni. Oftast er stein-
að beint á steypta mótafleti án múrhúðunar. Notuð
eru tilbúin verksmiðjuframleidd steiningarlím og
þeim dælt eða sprautað á fletina og dregið úr með
stálbrettum en steiningarefnið dregið, þvi kastað
eða sprautað i límið.
Ný og spennandi aðferð
I mörg ár hefur hörðnunarseinkari verið notað-
ur, m.a. við veggeiningaframleiðslu, til að tefja fyr-
ir hörðnun sementsefju í yfirborði. Þetta er gert
svo hægt sé að þvo eða skola yfirborðið og fá fram
lit og lögun þeirra fylliefna sem notuð eru í
steypuna. Þessi áhrif og einföld virkni seinkarans
valda þvi að nota má hörðnunarseinkara við múr-
húðun á veggflötum utanhúss. Þá er múrhúð höfð
eins þykk og verkast vill, misgróft efni, allt upp í
hnullunga, dregið í múrinn eða því ýtt inn i hann
og t.d. kústað yfir. Seinkaranum er úðað á vegginn
og eftir ákveðinn tíma er unnt að skola sements-
blöndu af öllu þvi sem á að sjást. Með þessu móti
er unnt að steina með nánast hvaða efni sem er og
við það opnast nýjar víddir í veggjaklæðningu.
Um þessar mundir er verið að vinna að bæklingi
um steiningu sem kemur bráðlega út á vegum
Húsafriðunarnefndar ríksins.
Texti:
Ari Trausti Guðmundsson
Ljósm.
Ragnar Th. Sigurðsson/Línuhönnun
Náttúrufræðihúsið í Vatnsmýri er teiknað af dr.
Magga Jónssyni. Það er nýsteinað með hvítu kvarsi
sent er erlent.
Þjóðleikliúsið er fyrsta íslenska stórhýsið sein var
steinað og þarfnast það nú brýnna viðgerða. Utan á
húsinu eru aðallega hrafntinna, kvars og silfurberg.
Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg er steinuð ineð ís-
lenskum og erlendum steini. Einar Sveinsson tciknaði
þetta fallega og svipinikla hús.