Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 20
20 Helgctrblctd' 13 "V LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 Ekki eins oú fólk er flest Inga Bjarnason leikstjóri hefur fengist við leikhús íþrjátíu ár og ætlaði fgrst að frelsa heiminn með leiklist en segist hafa orðið íhaldssöm með aldrinum. Hún talar við DV um listina, illa meðferð á gullfisk- um og andstgggð á markaðssetningu. Inga Bjarnason er ekki eins og fólk er flest. En kannski er ekki sérlega eftirsóknarvert að vera eins og fólk er ílest ef maður horfir á fólk eins og það flest er. Inga hefur fengist við leiklist í rétt 30 ár, oftast sem leikstjóri, og er ekki alveg á þeim buxunum að leggja sinar árar í neinn bát þótt sjórinn sem hennar bátur siglir sé ekki alltaf lygn. Við sitjum í stofu við Flyðrugranda í íbúð Ingu um- kringd af listaverkum. Það eru myndir eftir Kristján Davíðsson, Þorvald Skúlason, Karl Kvaran og Gunnar Örn uppi um alla veggi. Við fótagaflinn í svefnherberg- inu hangir stór mynd eftir Magnús Tómasson og yfir rúminu skúlptúrar sem hann gerði eftir brjóstum Ingu þegar leiðir þeirra lágu þétt saman fyrir margt löngu. Inga var nefnilega árum saman í innsta kjarna þess listamannahóps sem kenndi sig við SÚM og breytti óumdeilanlega listheiminum á íslandi og viðhorfl al- mennings til listarinnar þótt þeir gerðu sér ekki alltaf grein fyrir því meðan það var að gerast. Gleymdu liöfundinum Ludwig van Beethoven þrumar á fóninum og Inga lýsir þeirri skoðun sinni að tónlistin sé sannarlega móðir allra lista því hún sé óvægnust og erfiðust þeirra allra. Hún segist stundum.hlusta á tilteknar sin- fóníur hvað eftir annað þegar sálarástand hennar kall- ar eftir þeim lækningamætti sem góð tónlist býr yfir. Svo fer hún að rifja upp fyrstu leiksýninguna sem hún tók þátt í að skapa þegar hún var ung stúlka úti í Kaupmannahöfn fyrir 30 árum að læra tækniteiknun en þá var Inga sannfærð um að hún vildi verða mynd- höggvari eða leiktjaldamálari. Inga, Ólafur Haukur Símonarson, Signý Pálsdóttir og Helga Hjörvar settu upp sýningu um Andrókles og ljónið eftir samnefndri smásögu Guðbergs Bergssonar sem er sérkennilegt til- brigði við þjóðsöguna um þrælinn sem dregur þyrni úr loppu ljónsins sem stendur í ævarandi þakkarskuld við hann síðan. „Við vorum svo ung og vitlaus að okkur datt ekki í hug að fá leyfi hjá höfundinum. En Guðbergur tók þessu ljúfmannlega og sendi okkur bara ljósrit af grein Genfarsáttmálans um höfundarrétt og lét það gott heita.“ Þaðan lá leið Ingu til Bretlands þar sem hún dvaldi við nám um hríð en rakst illa í skóla og yfirgaf hann að lokum og gerðist lærlingur í leikhúsi þar sem hún byrjaði á því að sendast með te fyrir leikstjórann og vann sig síðan upp í starf leikara og leikstjóra. Hún vann þar alls í níu ár og feröaðist um allt landið og miöin með leikhúsum. En lauk hún þá aldrei námi? „Nei,“ segir Inga og glottir. Fyrst þarf að ljúga „Leikstjórn er ekki lærð að gagni i skólum. Peter Brook sagði svo skemmtilega að fyrst þyrfti maöur að ljúga því að einhverjum að maður gæti þetta og svo þyrfti maður að gá að því hvort það væri rétt. Það hef- ur samt ekki komið í veg fyrir að ég kenndi við leik- listarháskóla í Cardiff, höfuðborg Wales.“ Þegar Inga var að starfa með leikhúsi í Bretlandi var mikil tilraunastarfsemi í gangi í leikhúsi sem oft er kennd við pólska leikhúsjöfurinn Jerzy Grotowski og Inga segir að hún og félagar hennar hafi raunveru- lega trúað því að þau væru að bjarga heiminum gegn- um leiklistina. „En svo hallaði ég mér í auknum mæli að gömlu meisturunum og hef aðallega fengist við þá síðustu ár. Ég varð svo íhaldssöm þegar ég eltist. Þegar ég sé gamlar lummur á íslandi í dag sem minna mig á þessa tíma þá finnst mér ég endurlifa sjöunda áratuginn. Ég sá leiksýningar Grotowskis sjálf úti í Póllandi á sínum tíma og maður gekk nötrandi út úr leikhúsinu og gat ekki talað við nokkurn mann. Þetta var eins og að verða sjónarvottur að náttúruhamförum eöa stór- slysi.“ III meðferð á gullfiski Inga tók þátt í mjög frægri farandleiksýningu í Bret- landi á miðjum sjöunda áratugnum sem komst í blöð- Inga Bjarnason lcikstjóri segir að listin, ástin og gleðin séu það eina sem skiptir máli í lífinu. Hún ætlar að stofna leiklistarskóla. DV-mynd: Teitur in á forsíðu London Times þegar dýraverndunarsinn- ar kærðu leikhúsið fyrir grimmilega meðferð á gull- fiski. í lok hverrar sýningar var glerbúri með lifandi gullfiski hent í gólfið þar sem það mölbrotnaði. Til- gangurinn var að sjá hvort áhorfendur myndu bjarga gullfisknum. Það gerðu þeir alltaf og Pétur gullfiskur lifði allar sýningarnar af, að sögn Ingu, en það kom ekki í veg fyrir aö leikhópurinn var dæmdur. „Þeir eru svo skrýtnir, Bretarnir, að þessu leyti. Þeim finnst vænna um hundana sína en börnin,“ seg- ir Inga. Eftirköst Strindbergs Síðasta leiksýningin sem Inga setti upp var Dauða- dansinn eftir August Strindberg síðastliðinn vetur og hún játar að sú uppsetning hafi gengið mjög nærri henni. „Ég vann að undirbúningi í heilt ár og mér finnst þetta ein af mínum sýningum sem ég var hvað ánægð- ust með en ég segi það alls ekki um þær allar. Erling- ur Gíslason var hreint stórkostlegur og mér fannst þetta ómetanlegt tækifæri að sjá hann leika þetta stóra hlutverk áður en þaö yrði of seint. Þetta er eitt af þeim leikritum sem á alltaf erindi til okkar. Það er stiginn dauðadans á hverri hæð í öllum húsum í bænum.“ Inga segir aö það sé fyrst nú sem hún er að hugsa sér til hreyfings í leikhúsi á ný en hún ætlar að setja á laggimar nokkurs konar undirbúning að leiklistar- skóla í samvinnu við Margréti Ákadóttur, leikkonu og fornvinkonu sína, en Margrét er einmitt nýkomin úr framhaldsnámi í leiklistarþerapíu ög er fyrsti íslend- ingurinn sem lærir það. Gaman að kenna „Mér finnst óskaplega gaman að kenna og það hefur verið mitt hlutskipti og verkefni áratugum saman, bæði gegnum starfið og annað. Ég fer með fólki í gegn- um undirstöðuatriði, reyni aö sýna þvi hver eru grunnatriðin í leikhúsinu og við förum á leiksýningu og ræðum við höfunda og í lokin setjum við síðan upp litla sýningu sem nemendur búa til sjálfir. Einnig hef ég mikinn áhuga á að vinna með söngnemendum og hyggst hafa sérstaka tíma fyrir þá í túlkun á texta og hreyfingum þar sem músíkin ræður ferðinni.“ Inga segir að hvert námskeið sé sniðið að þörfum nemenda en stundum koma ungir vonbiðlar leiklistar- gyðjunnar og vilja kennslu í því að komast inn í leik- listarháskólann og stundum kemur fullorðið fólk sem ber innra með sér löngun til að leysa listina úr læðingi innra með sér. „Ég hef oft lent i því aö finna fólk sem hefur aldrei leikið en reynist vera fæddir leikarar. Ég var að vinna austur á Egilsstöðum fyrir fáum árum og þar fann ég stórkostlega hæfileika og það er óskaplega gaman þeg- ar það gerist.“ Get ekki annað Inga hlær ógurlega þegar ég spyr hana hvort það sé góður bisness að setja upp leiksýningar eins og Strind- berg á síðasta ári. Hún segir að hún og Leifur heitinn Þórarinsson tónskáld, sem var eiginmaður hennar, hafi orðið gjaldþrota á því að setja upp verk gömlu meistaranna. Það voru Evripídes, Shakespeare og Strindberg sem rústuðu fjárhag þeirra. „Mér finnst markaðssetning og allt sem henni teng- ist afskaplega ógeðfelld. Það sem heldur leiksýningum lifandi eða drepur þær er gott orðspor en það tekur langan tíma að koma því af stað með lítilli sýningu." Samt er Inga að velta því fyrir sér að fara ef til vill af stað með vorinu og segist vera að velta fyrir sér litlu verki, helst áhugaverðum einleik. En hvað rekur hana áfram? „Þegar öllu er á botninn hvolft er listin, ástin, gleð- in og kátínan það eina sem skiptir raunverulegu máli. Þótt það gefi ekkert í aöra hönd í veraldlegum gæöum þá verð ég að gera þetta. Ég get ekki annað.“ -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.