Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 28
28 Helga rblað E>‘1Vr LAUGARDAGUR l^. SEPTEMBER 2002 Ég trúi á leitina Heildorsafn Ijóða Einars Más Guðmunds- sonar er komið út hjá Máli og menningu en fgrstu Ijóðabækur hans uoru lengi ófáan- legar nema á svörtum markaði. Einar Már segir frá þjóðsögunni um sölumennskuna, fjaruistarsönnunum og trúboði skáldsins. Fyrstu ljóðabækurnar þínar hafa verið ófáanlegar, bara gengið kaupum og sölum á svörtum markaði? „Jú, þær fyrstu hafa verið uppseldar. Þær voru að vísu gefnar út aftur í einni bók fyrir nokkrum árum. Klettur í hafi, sem kom út árið 1991 hefur einnig verið ófáanleg. Þannig að við erum bara að bregðast við eftirspurn,“ seg- ir Einar Már og hlær. Hann situr í þægilegum skrifborðs- stól. Bak við hann rísa bókahillur úr gólfi bílskúrsins. Þessi bílskúr er ekki fyrir bíla, heldur fyrir önnur farar- tæki, bækumar, sem færa menn hvert sem menn vilja fara. Það hafa gengið sögur um að þú hafir selt ógrynnin öll af þessum tveimur fyrstu bókum, Er einhver í Kórónafót- um hér inni og Sendisveinninn er einmana. „Já, og ég vil leyfa þeirri þjóðsögu að lifa,“ segir skáld- ið. „Þessar bækur seldust mjög vel. Það var dálítið ævin- týri aö gefa þær út. Ég var tilbúinn með þrjár fyrstu bæk- urnar allar í einu en hafði fengið höfnun á útgáfu frá for- lögum. Það þótti dálítið stórkarlalegt að senda forlagi þrjár bækur. En ég var það bráðlátur á þessum árum að ég ákvað að gefa þær út sjálfur. Þá víluðu menn ekki fyr- ir sér hlutina. Ég hafði samband við vin minn sem vann í prentsmiöju og bað hann um að sjá um útgáfuna því að ég bjó þá í útlöndum. Ég var þá hreingerningamaður hjá danska sjóhemum og átti talsverðar framavonir í því starfi. Menn hafa talað mikið um sölumennskuna og ég vil síst draga úr hæfileikum mínum sem sölumaður. Ég hafði ákveðna þjálfun því að ég hafði selt Vísi sem krakki og síðan Neistann fyrir Fylkinguna. Ég var því sviðsvanur i sölumennskunni. Ég hafði aðeins mánuð til að selja bókina eða jafn lang- an og flugmiðinn gilti. Verkefnið var því tekið með áhlaupi; ég byrjaði á bílaverkstæðunum á morgnana og endaði á bönmurn á kvöldin. Ég þröngvaði þó ekki bókun- um upp á neinn, það vora ágætis móttökuskilyrði." Kom þér á óvart að viðbrögðin skyldu vera svona góð? „Ég get ekki sagt það. Ég hafði ort ljóð ansi lengi áður en ég gaf út þessar ljóðabækur og leitað fyrir mér vítt og breitt. Ég hélt mjög lengi aftur af mér með að birta ljóð og lesa þau upp. Það var ekki fyrr en rúmu ári fyrir útgáfuna sem ég byrjaði að lesa upp. Og andrúmsloftið var þannig þegar ég las upp að ég fann að ljóðin náðu til fólks.“ Minnihlutaniaður í eðli mínu „Ég var 26 ára þegar fyrstu bækurnar komu út og hafði unnið í ljóðum frá þvi ég var tvítugur. Ég var þá viö bók- menntanám og notaði það sem fjarvistarsönnun til að fást við skáldskapinn.“ Varstu byrjaður að líta á þig sem skáld löngu fyrr? „Ég á mjög erfitt með að tímasetja það hvenær ég hóf að líta á mig sem skáld. Annaðhvort hef ég alltaf litiö á mig sem skáld eða aldrei. Á þessum tíma fylgdi mikill há- tíðleiki þvi að vera skáld og gott ef maður var ekki and- vígur slíku. Ég leit frekar á mig sem einhvers konar mið- il; þetta var mín tjáning. Líklega gæti ég svarað spurning- unni játandi, að ég hafi litið á mig sem skáld frá þvi ég byrjaði að skrifa ljóð. Það kom yfir mig eitt kvöldið og ég er ekki enn hættur. Ég hef alltaf þrifist í bókmenntum og ljóðlist og sú leit sem lá í loftinu var skáldleg. Þegar menn leituðu að lífsgildum var skáldskapurinn stór hluti af því. Það var því aldrei mikið stökk fyrir mig. Það var aldrei spurning um neina atvinnuleit; skáldskapurinn blasti alltaf við.“ Var ekki lagt að þér að fara í pólitík á þessum tíma? „í pólitik? Nei, ég held að það sé eitthvað sem fólk hafi hugsað eftir á. Ég var og er minnihlutamaður í eðli mínu. Ég hef alltaf verið mjög þjóðfélagslega þenkjandi en skáld- skapurinn var mín leið út úr pólitíkinni. Mér fannst stjórnmálaumræðan alltaf hjakka i sama farinu og finna sömu svörin. Það var talið neikvætt að spyija. Einhvern veginn leitaði ég út úr þessu pólitíska andrúmslofti og síð- an hef ég ekki verið í neinum pólitískum samtökum. Ég gerði á vissan hátt upp við pólitíkina og sjálfan mig en þetta var ekki uppgjör eins og síðar komust í tísku þegar menn biðjast afsökunar á því að hafa verið til. Skáldskap- urinn og félagsleg hugsun á það skylt að vera alltaf að „Þegar menn eru að breiða út boðskap hafa þeir tilhneigingu til að leita í þá sem eru þeim sammála. Ég hafði lært það í bvltingarbaráttunni að láta sjónarntið mín niæta veruleikanum í hvaða staudi sem hann var og taka afleiðingunum. Sá sein hefur selt Neistann, blað Fylkingarinnar, getur selt hvað sem er; hann hefur heyrt allt sem fólk getur látið út úr sér, ljótt og sætt. Þarna var ég í svipuðu lilutverki nema þetta voru ljóðabækur og mitt erindi við fólkið var skáldskapurinn,“ segir Einar Már Guðmundsson. DV-inynd ÞÖK leita. Skáldskapurinn hefur mjög víðtæku hlutverki að gegna.“ í fyrstu ljóðunum er annars vegar að finna einlægni og einfalt en upphafið tungumál og hins vegar byltingar- manninn Einar Má. Hvernig er að vera einlægur bylting- armaður nú á tímum kaldhæðni og peningahyggju? „Það er nefnilega ákveðin áskoran. Ég held að viðhorf- in í skáldskapnum breytist mun hægar en viðhorfin í hinu þjóðfélagslega umhverfi. Mér finnst skáldskapurinn alltaf hafa sama slagkraftinn; ég trúi alltaf á erindi skáld- skaparins og er jafn sannfærður og trúboði í þeim efnum. Sem gamall minnihlutamaöur spyr ég ekki um fjöldafylgi viö skáldskapinn sem slíkan. Því sem er miðlaö tO fárra á oft erindi við marga. Ég held að á þeim tímum sem þú kenndir við kaldhæðni og peningahyggju hafi andlegi þátturinn aldrei verið mikilvægari. Það má líka segja um þessa tima að þeir eru þverstæðukenndir að því leyti að það er margt í gangi. Ég hef það á tilfinningunni varðandi skáldskap í dag að það er eins og menn séu allir einir á báti. Áður var meiri samkennd í listum, mönnum fannst þeir vera að gera svip- aöa hluti og voru reiöubúnir að berjast fyrir einhverju. Nú er hver sinn Don Kíkóti ef svo má segja." Hvaða trú ertu að boða? „Það er nefnilega það. Ég er að reyna að komast að því. Ég trúi á spumingarmerkið, sjálfa leitina. Það er andstætt minni hugsun að einn réttrúnaður leysi annan af hólmi. Mér finnst að menn eigi að geta hugsað sínar hugsanir og haft sin viöhorf án þess að heita eOífum trúnaði við sjón- armið. Menn eiga að skOja sem oftast við sjónarmið og horfast í augu við margbreytOeikann. Ég held að það frjóa við skáldskapinn sem greinir hann frá mörgu öðra sé að hann er ekki fuOtrúi ákveðinna sjónarmiöa." ... eins og bömin til Jesú Þú hefur frá árinu 1995 einbeitt þér að sögunum en koma ljóðin trífiandi fram annað slagið? „Ljóðið talar öðra hverju við mig og ég við það. Ég á talsvert af óbirtum ljóðum og efni í brotum. Mér finnst ljóðið aOtaf vera í för með mér. Ég hef aldrei gert stór- brotinn greinarmun á því að skrifa sögu og ljóð. Það er hægt að segja sögu í ljóði og yrkja ljóð í sögum. Ég hef einhvern tima sagt að það að fara frá ljóði yfir í sögu sé eins og að hætta að kæra strætó og byrja aö keyra leigu- bO. Ljóðin hafa aðdráttaraíl augnabliksins; þau koma eins og börnin tO Jesú. Vinnan við skáldsöguna er öðravísi. Sagði ekki Laxness að það reyndi meira á bakið að skrifa sögu?“ Nú era liðnir þeir tímar sem skáldið Einar Már Guö- mundsson er niðri í bæ frá morgni tO miðnættis og selur bækur. Saknarðu þess að standa ekki sjálfur í þessari hörðu sölumennsku? „Ég hefði ekki vOjað missa af því. Mér fannst samræð- an við umhverfið og fólkið gefandi og skemmtOeg. Það vOdi svo tO að á þessum tíma sem ég var að selja ljóða- bækurnar mínar var ansi mikið á seyði. Það var eins og tjöldasamkomur væra töfraðar fram fyrir mig. Ég þekkti þetta frá því ég var unglingur og horfði á gömlu skáldin selja bækur sínar. Með fullri virðingu fyrir þeim finu skáldum þá sinntu þeir sölumennskunni að mínu mati með hangandi hendi; seldu bók fyrir næsta kaffiboOa. Hjá mér var þetta að hrökkva eða stökkva, skúringafata sjó- hersins eða skáldskapurinn. Þegar menn eru að breiða út boðskap hafa þeir til- hneigingu tO að leita í þá sem eru þeim sammála. Ég hafði lært það í byltingarbaráttunni að láta sjónarmið mín mæta veruleikanum í hvaða standi sem hann var og taka afleiðingunum. Sá sem hefur selt Neistann, blað Fylkingarinnar, getur selt hvað sem er; hann hefur heyrt aOt sem fólk getur látið út úr sér, ljótt og sætt. Þarna var ég í svipuðu hlutverki nema þetta voru ljóðabækur og mitt erindi við fólkið var skáldskapurinn." -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.