Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 35
LAUGARDAGU R 14. SEPTEMBER 2002
Helgarölaö 33"V
35
Svefnlausar
Kristín Þóra Haraldsdóttir og Marta Goða-
dóttir leika Nínu og Nönnu íFullkomnu
brúðkaupi íLoftkastalanum. Þær segja frá
hlátrinum, grátinum og goðsögninni um
leikfélög framhaldsskólanna.
„Það eru alltaf kjaftasögur um leikfélagið. Margir halda að fólkið í leik-
listarstarfseminni sé bilað og það gerir það skemmtilegra. Þá neyðist fólk
til að ganga í leikfélagið til að athuga hvort þessar sögur séu sannar,"
Fyrir réttri viku frumsýndi
Leikfélagið Þrándur farsann Full-
komið brúðkaup. Verkið er dæmi-
gerður farsi með misskilningi,
framhjáhaldi og hlaupum milli
herbergja. Meðal leikara í þessu
verki eru Kristín Þóra Haralds-
dóttir og Marta Goðadóttir sem
leika Ninu og Nönnu. Nína er
konan sem brúðguminn vaknar
hjá morguninn sem hann á að
giftast annarri konu og Nanna er
innskeifa þernan sem dregst inn í
atburðarásina fyrir röð óheppi-
legra tilviljana. Ég hitti Kristínu
Þóru og Mörtu í Loftkastalanum,
nánar tiltekið í rökkvuðu leikara-
afdrepi undir áhorfendapöllun-
um.
Ég spyr þær hvenær þær hafi
byrjað að leika og Marta segir að
hún sé tveggja ára í leiklistinni,
hafi byrjað í leiklist í þriðja bekk
í MR, þegar hún sá um sýningar-
stjórn i Platanov. I fyrravetur var
hún í stjórn Herranætur og lék
smáhlutverk í Milljarðamærinni
sem Magnús Geir Þórðarson leik-
stýrði, en hann er einnig leik-
stjóri Fullkomins brúðkaups.
Kristín Þóra er búin að vera við-
riðin leiklistina lengur. „Ég slys-
aðist á leiklistamámskeið þegar
ég var tíu ára og það var svo
skemmtilegt að ég lék allan
grunnskólann. Ég tók mér frí frá
leiklistinni þegar ég fór í fram-
haldsskóla en byrjaði aftur fyrir
tveimur árum.“
Fráhvarfseinkenni frá fars-
anum
Eru leikfélögin ekki skemmti-
legasti félagsskapurinn sem hægt
er að komast í í félagslifi fram-
haldsskólanna? spyr ég þær og
þær taka undir það. „Það eru
alltaf kjaftasögur um leikfélagið;
margir halda að fólkið í leiklistar-
starfseminni sé bilað og það gerir
það skemmtilegra. Þá neyðist fólk
til að ganga í leikfélagið til að at-
huga hvort þessar sögur séu sann-
ar.“
Og er það rétt?
„Fólk verður bara að koma í
leikfélögin; við ætlum ekki að
gefa það upp,“ segja þær.
Því hefur verið haldið fram að
fólk kynnist á annan hátt í leikfé-
lögum en í öðrum einkaklúbbum.
Kristín Þóra og Marta taka undir
það. „Við erum saman allan sólar-
hringinn síðustu þrjár vikurnar
fyrir frumsýningu. Og í sumar
höfum við verið saman alla daga
frá níu til fimm og þvi kynnst
mjög náið. Við þekkjum allar
hliðar hvert á öðru því auðvitað
nætur
hafa ekki allir verið 100% upp-
lagðir allan tímann og margar
nætur hafa verið svefnlitlar ef
ekki svefnlausar. En það hefur
ekkert komið upp á sem verður
að teljast skrýtið.
Við erum ekki orðin leið hvert
á öðru og hlökkum alltaf jafn mik-
ið til að hittast, sem hljómar auð-
vitað klisjulega, en svona er þetta
bara. Okkur líður hálfilla eftir að
við hættum að æfa og hittumst
minna. Við brestum í grát og
föðmumst þegar við hittumst,
spyrjum: Hvað varstu að gera í
dag?
Á tímabili í sumar voru vinir
okkar sem stóðu utan leikfélags-
ins farnir að hafa áhyggjur af
okkur. Áhyggjurnar náðu há-
marki í kringum náttfatapartí
sem við héldum. Við vorum sam-
an í nokkra sólarhringa, bókstaf-
lega! Við fengum því fráhvarfsein-
kenni þegar við fórum í frí í
ágúst. Það var líka kátt í kastal-
anum þegar við hittumst aftur.“
Farsar eru ekki auðveldir fyrir
leikara og sérstaklega eru það
hinar hárflnu tímasetningar sem
skipta miklu máli. Kristín Þóra
og Marta segja að það hafi tekið
nokkuð á að ná réttum tímasetn-
ingum en „okkur fannst við mjög
fyndin og það dreif okkur áfram.
Það var mjög þakklátt þegar við
æfðum sama atriðið enn einu
sinni að heyra tist á bak við tjöld-
in af þvi að það var enginn í saln-
um. Það var því ótrúlega gaman
að fá allan hláturinn úr salnum á
frumsýningunni.“ -sm
Haustlaukamarkaðurinn opnar!
HAU STLAUKAR
eru loford um litríkt vor!
Haustlaukamir eru komnir í hús og bíða eftir að
verða settir niður í görðum landsmanna.
HVERGI MEIRA URVAL!
ALLIR PAKKAR Á
Topp 10
vinsældalistanum!
ti
.
; I:
uíúiíirí
Hver er
laukur
vikunnar?
Þar býðst góð fræðsla um
meðhöndlun haustlauka.
Gugga
verður á staðnum
og gefur
leiðbeiningar og ráð
OPIÐ TIL KL.
ALLA DAGA
o
GARÐHEIMAR
allt það nýjasta í föndri
Mikið úrval af nýjum vörum
— um að gera ao drífa sig!
Heimur skemmtilegra hugmynda og hluta
Stekkjarbakka 6 • Mjódd • Sfmi: 540 33 00 • Fax: 540 33 01 • Veffang: www.gardheimar.is
Istórsýning í Perlunni
h'
laugardag og sunnudag kl. 11-17
aÆT
ÆL 0^%-
/öguá
A K ARLSSON hf.
BANG 6. OLUFSEN
innréttuð íbúð
hótelherbergi
kaffitería
íslensk, ítöisk, dönsk, spænsk,
og finnsk hönnun
Yrjö Kukkapuro
hljómflutningstæki
símar
gluggatjaldaefni
áklæði
stólar
borö
rúm
sófar
borðbúnaður
eldhústæki
'BéltórwhtH ^Sólóhúsgögn