Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR l^. SEPTEMBER 2002 /7 I cj u rb / a c) H>'V“ 27 Undrun þegar „líkið svaraði tölvupósti 44 „Ég hef á minni íjölbreyttu lífs- leið fengið ýmsar sögur í bakið, ýmist sannar eða lognar, og gaman hefði nú verið að upplifa allt það sem fólk hefur sagt að ég hafi gert eða sé að gera,“ segir Hermann Gunnarsson sem í fjölmörg ár starfaði við útvarp og sjónvarp og var aufúsugestur á hverju íslensku heimili. Undanfarið hafa gengið kjafta- sögur um að Hemmi Gunn sé lát- inn. Sannleikurinn er sá að hann er í besta yfirlæti í ferðamanna- bænum Battaya á Taílandi, skammt norðan við Bangkok. Sjálf- ur hefur Hemmi ekki farið var- hluta af þessum orðrómi. „Svo bar við fyrir nokkrum dög- um að ég þurfti að aðstoða þýska ferðamenn í nokkra daga. Þegar ég kom til baka á íbúðarhótelið, þar sem ég bý, hafði siminn ekki stopp- að hjá mér og netpósturinn var full- ur af bréfum frá góðum vinum sem trúðu því greinilega ekki að ég væri týndur og tröllum gefinn. Þeir sem höfðu sent mér netpóst voru undrandi þegar ég svaraði og trúðu því varla að líkið gæti svarað," seg- ir Hermann. Mælirinn fullur Hann vitnar í Biblíuna og undr- ast þann kjaftagang sem orðið hef- ur. „í upphafi var orðið, segir í einni þekktustu bók veraldar, og síðar bætti mannfólkið við alls konar orðum og jafnvel of mörgum. Það þarf alltaf einn til að byrja sögu, hvort heldur er skáldsaga eða ævi- saga, svo ég tali nú ekki um kjafta- sögu! Ég hef aldrei svarað sliku slúðri en nú er mælirinn fúllur," segir Hemmi Gunn. Nokkuð er liðið síðan hann flutti alfarinn til Taílands, þar sem hann starfar við ferðamannaþjónustu. Hann segist hafa hleypt heimdrag- anum til að freista gæfunnar á nýj- um vettvangi í annarri heimsálfu. „Samt fékk ég alltaf fréttir af mér að heiman, sennilega frá fólki sem þekkir mig ekki og líður illa. En ég kærði mig kollóttan, enda kominn með sterkari skráp en Keikó. Svo rammt kvað að þessu að bróður mínum og systkinum, svo ég tali nú ekki um aldraðan foður, og bömum hafði verið vottuð samúð,“ segir Hermann. Hann segir að aðalræðismaður íslands í Bangkok hafi fengið 20 hringingar og netskeyti út af þessu „óvenjulega fráfalli" og meira að segja hafl þrir spurt hann hvemig best væri að koma líkinu heim. „Þegar fólk byrjar á slíkum hryllingssögum gleymir það því ætíð að ég á yndislega ástvini heima sem vart hefur komið dúr á auga í nokkra sólarhringa. Hvers eiga þau að gjalda? Nú, ég vitna bara í þá merku menn, Mark Twa- in og Trausta veðurfræðing: „Frétt- ir af andláti minu em stórlega ýkt- ar“,“ segir Hermann. Hann segist ekki reikna með að komast að því hver hafi byijað á slúðrinu. Smáauglýsingar „En ég skora á þann sem í hlut á að koma fram í dagsljósið og biðja fjölskyldu mína og böm afsökunar. Sjálfur þarf ég ekki á sliku að halda heldur bið viðkomandi blessunar og vona að sá leiti sér hjálpar sem allra fyrst,“ segir Hemmi Gunn og biður fyrir bestu kveðjur heim á Frón til allra, hvort heldur er til sjávar og sveita. Ég veit að svona mgl kemur að- eins frá sárafáum. Ég er við hesta- heilsu og vona að sem flestir kynn- ist nú undraveröld í Asíu,“ segir Hemmi Gunn sem í gær var á Taílandi í 35 stiga hita. Hann er þessa stund- ina á siglingu um Kwai- fljótið með ferðamenn. Hress og laus við stress. -rt í fullii fjöri Hermann tiunnarsson, ástinögiir íslenskrar þjöðar, er við hcstaheilsu á Taílandi. Sögu- sagnir hafa gcngið um annað. 550 5000 k Bíltúr, berjamór og heimsókn til Landsvirkjunar 5^ Vatnsfellsstöð Opið hús íVatnsfelli sunnudaginn 15. september kl. 13.00-17.00. Karlakór Gnúpverja verður með tónleika kl. 16.00. Skemmtileg efnisskrd. ^ Ljósafossstöð Ljósafossstöð opin laugardag og sunnudag fró kl. 13.00-18.00. Bergþór Pólsson syngur létt lög við undir- leik Davíðs Þórs Jónssonar píanóleikara kl. 15.30 ó laugardag. ^ Hrauneyjafossstöð Opið f Hrauneyjum alla helgina frókl. 13.00-17.00. Veríð velkomin! Síðasta sýningarhelgi C Landsvirkjun Nánari upplýsingar á www.lv.is og í síma 515 9000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.