Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR i-+. SEPTEMBER 2002
Helqarblaö DV
53
í víldng
til Pétursborgar
Sönqsveitin Fílharmónía flqgur á vængjum söngsins til Péturs-
POTTADAGAR
Opiö
9 liÍ-T9 í
J»A
METRO
Skoífan 7 • Slmi B2S 0800
borgar á næstunni og sgnqur bæði íslenskar stemmur og Sálu-
messu Mozarts með einni frægustu sinfóníuhljómsveit heims. Lilja
Árnadóttir, formaður Fílharmóníunnar, sagði DV frá þessu metn-
aðarfulla ferðalaqi
„í rauninni hefur undirbúningur þessa ferða-
lags staðið í nærri tvö ár og það er Pétur Óli Pét-
ursson í Pétursborg sem hefur unnið að skipulagn-
ingu. í fyrstu var ætlunin að annar kór færi í
þessa ferð en þegar þær áætlanir fóru út um þúfur
var leitað til Söngsveitarinnar Fílharmóníu. Kór-
inn var nýlega kominn úr vel heppnaðri söngferð
til Evrópu og var í rauninni ekki á því að leggjast
í ferðalög strax aftur en okkur fannst þetta of gott
tilboð til þess að hægt væri að láta það framhjá sér
fara og sögðum því já.“
Svona lýsir Lilja Árnadóttir formaður söngsveit-
arinnar Fílharmóníu tildrögum þess að sveitin
ætlar í lok september að ráðast í metnaðarfulla
söngfór til Pétursborgar í Rússlandi. Þar mun
sveitin koma fram á tónleikum i Stóra sal Fílharm-
óníunnar sem rúmar 2000 manns í sæti. Tónleik-
arnir verða þannig saman settir að fyrir hlé verða
flutt íslensk lög og þjóðlög án undirleiks en eftir
hlé flytur sveitin Sálumessu Mozarts ásamt Fíl-
harmóníuhljómsveit Pétursborgar sem er meðal
virtustu sinfóníuhljómsveita heimsins. Til að
stækka söngsveitina var leitað eftir samstarfi við
Selkórinn sem Jón Karl Einarsson stjórnar öðru
jöfnu en hann er ekki aðeins kórstjóri heldur hef-
ur annast skipulagningu ferðarinnar fyrir Úrval-
Útsýn sem sér um ferðina að miklu leyti. Stjórn-
andi Fílharmóníunnar í þessari för verður Bern-
harður Wilkinson sem leitt hefur söngsveitina tfl
æ stærri afreka þau sex ár sem hann hefur haldiö
á tónsprotanum. Hulda Björk Garðarsdóttir og
Sesselja Kristjánsdóttir munu ásamt Davíð Ólafs-
syni bassasöngvara og Kolbeini KetOssyni tenór
syngja einsöng.
„Við leggjum mikinn metnað í að fá íslenska
einsöngvara með okkur og munum reyndar flytja
Sálumessuna ásamt Sinfóniuhljómsveit íslands
undir stjórn Bernharðar viku eftir heimkomuna
en þá verða Gunnar Guðbjörnsson tenór og Tómas
Tómasson bassi í einsöngshlutverkum. Við höfum
einnig lagt mikið í gerð söngskrár á fleiri en einu
tungumáli því við teljum að þetta sé frábært tæki-
færi tO þess að auka orðstír kórsins og íslenskrar
sönglistar," segir Lilja sem hefur sungið með kórn-
um í 24 ár en verið formaður í sex ár.
Dýrt að ferðast
Kostnaður er geysOega mikOl við ferð af þessu
tagi og að sögn Lilju hefur fjöldi fyrirtækja og
stofnana lagt söngsveitinni lið með stórum og smá-
um styrkjum en hún lýkur einnig lofsorði á skipu-
lag og undirbúning af hálfu Úrvals-Útsýnar.
„Við erum með vel skipulagða dagskrá því Pét-
ursborg er einstaklega faOeg og þar eru fagrar
byggingar og söfn sem tekur miklu lengri tíma að
skoða en við höfum tO umráða en við munum sjá
það helsta og hlökkum óskaplega til þess að fara.“
Meðal frægra bygginga í Pétursborg er sumar-
höll Katrínar miklu sem þykir bera af öðrum og í
Hermitage-listasafninu er gríðarlegur fjársjóður
listaverka eftir gömlu meistarana og er fifllyrt að
það standi að minnsta kosti jafnfætis frægustu
listasöfnum Evrópu eins og Louvre í París, Prado
í Barcelona og listasöfnunum í London.
„Þetta er forvitnileg borg og við lítum á þessa
heimsókn okkar sem mikflvægan lið í auknum
menningartengslum Islands og Rússlands og tæki-
færi tO að kynna íslenskt menningarlíf."
-PÁÁ
Lilja Ámadóttir er formaður söngsveitarinnar Fílliarmóníu sem senn leggst í söngvíking til
Pétursborgar með Sálumessu Mozarts og íslenska tónlist.
DV-mynd: ÞÖK
Engar tímapantanir.
Komdu núna!
REYKJAVÍK • AKUREYRI BÍLAVAKTIN
Portúgal
Vinsælu vikuferðirnar eru nú óðum að seljast upp!
27. sept.....................................10 sæti laus
04. okt......................................laus sæti
11. okt......................................örfá sæti laus
18. okt......................................22 sæti laus
25. okt......................................laus sætí
GoHarar
Við bókum rástímana á öllum helstu
golfvöllum Algarve. Sérsamningar um vallargjöld.
Helgarferð 25.-29. okt......................11 sæti laus