Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002
9
DV
Fréttir
íslensk ull í hættu vegna
mengunar í Hveragerði
DV-MYND EVA HREINSDÖTTIR
Bíður hreinsunar
Jóhann Tr. Sigurðsson (t.v.) framkvæmdastjóri og Sigmundur Bergur Magnússon, fv.
ullarþvottastjóri, við örlítinn hluta afpokum með ull sem bíður hreinsunar í stööinni.
Réttir eru hafnar víða um land og
rúningur fjárins hjá bændum um allt
land. Líklega vita fáir að aðeins ein ull-
arþvottastöð þjónustar sauðfjárbændur
landsins. Það er Istex hf. í Hvera-
gerði,en sú stöð á ekki beinlínis upp á
pallborðið þar vegna mengunar sem
starfsemin veldur á viðkvæmum stað í
blómabænum. I Varmána renna tugir
og hundruð tonna af óhreinindum ár-
lega. Svo kann að fara að þessi eina ull-
arþvottastöð landsins verði lögð niður.
Það yrði áfali fyrir sauðijárbændur því
íslensk uli hyrfi alfarið af heimsmark-
aði, útflutningur mundi ekki borga sig.
Við stööina starfa að staðaldri 12
manns úr Hveragerði og er hún því stór
og mikilvægur vinnustaður.
Menguð náttúruperla
Varmá rennur í gegnum Hveragerði
og ölfus og er af mörgum talin ein af
náttúruperlum landsins. Silungsveiði
er ailnokkur í ánni og þar eru nokkrir
„baðstaðir", litli fossinn við klettinn
Baulu, nokkru ofan við frárennsli ullar-
þvottastöðvarinnar, er einna vinsælast-
ur og i góðviðri hoppa krakkamir af
Baulu ofan í hylinn sem þar hefur
myndast, ærslast og leika sér.
Umræður hafa verið að undanfómu
um mengun árinnar, annars vegar
vegna skólplagnar frá Hveragerðisbæ
og hins vegar frá ullarþvottastöðinni.
Árið 1988 birtist skýrsla Mengunar-
vama Hollustuvemdar ríkisins um
Varmá, þar sem segir m.a. að mengun í
ánni megi fyrst og fremst rekja tO frá-
rennslis ullarþvottastöðvar Sambands-
ins og frárennslis frá skólpþró. Segir
þar m.a. eftirfarandi: „Frárennsli ullar-
þvottastöðvarinnar er helsti mengunar-
valdurinn hvað varðar COD og gmgg-
þurrefni. Það þýðir að þegar þvottaefn-
in fara í ána og brotna niður, taka þau
til sín súrefhi, sem getur svo takmark-
að lífsskiiyrði í ánni. Enn fremur sýna
mælingar að ammóníak sé í hættulegu
magni fyrir lífríkið. Ullarþvottastöðin á
hins vegar ekki sök á háu kólí- og saur-
kólígerlamagni í ánni“. Nú hefúr verið
tekin í notkun ný skólphreinsistöð neð-
an við Suðurlandsveg við Varmá og er
því sá hluti mengunarinnar leystur.
Heilbrigðiseftirlit ríkisins hefur ít-
rekað við forráðamenn ullarþvotta-
stöðvarinnar að endurbóta sé þörf hvað
varðar frárennslismál. Stöðin er rekin
með bráðabirgðaleyfi á meðan verið er
að athuga málin en viðræður eru í
gangi milli fulltrúa ullarþvottastöðvar-
innar, heilbrigðiseftirlits, stjómvalda
og Hveragerðisbæjar um framtíð stöðv-
arinnar.
Dauðadómur
Guðjón Kristinsson, framkvæmda-
stjóri ístex, sagði að ljóst væri að óráð-
legt væri að halda áfram rekstri núver-
andi stöðvar vegna staðsetningar henn-
ar en svæðið í grennd við hana hefur
verið skipulagt sem íþrótta- og útivist-
arsvæði. Þar að auki þyrftu flutninga-
bifreiðar að aka í gegnum íbúðahverfin.
Guðjón sagðist helst telja að stöðinni
yrði lokað á þessum stað og sótt yrði
um lóð við nýju skólphreinsistöðina hjá
Varmá.
Telja má víst að ef loka ætti ullar-
þvottastöðinni jafhgilti það dauðadómi
fyrir ullarbændur í landinu. Ullina
þyrfti þá að flytja tO útlanda og selja á
heimsmarkaðsverði og dygði það engan
veginn fyrir kostnaði.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra sagði fyrir skömmu í ræðu, þar
sem fjallað var um mengun Varmár, að
honum væri mjög í mun að halda þess-
ari síðustu uOarþvottastöð gangandi og
mundi leggja sitt af mörkum tO þess aö
reksturinn héldi áfram. Víst er að Hver-
gerðingum er mikið í mun að stöðin
verði starfrækt.
200 tonn af óhreinindum á ári
Að sögn Jóhanns Tr. Sigurðssonar
verksmiðjustjóra faOa árlega tO um 900
tonn af óhreinni uO hér á landi og skipt-
ist hún í 630 tonn af haustuO, 300 tonn
af vetraruO og 10 tonn af sumaruO. Eft-
ir þvott er uOarmagnið rúm 700 tonn. í
því eru um 200 tonn af óhreinindum
sem eru þvegin úr uOinni. Þar af eru
um 20 tonn hreinsuð með ryksíum fyr-
ir þvott og um 160 tonn losuð úr setþró
sem fráveituvatnið fer i gegnum. Jó-
hann sagði, að framleiðandi sápunnar
fuOyrði að hún brotni niður um að lág-
marki 90%.
Nú er verið að vinna uO frá þvi í nóv-
ember í fyrra og í mars á þessu ári. Há-
annatími hefst yfirleitt um mánaðamót-
in nóvember-desember, en aðalrún-
ingstími er í nóvember og febrúar. -eh
DV-MYND SH
Nám úr fjarlægö
Líneik Anna Sævarsdóttir á skrifstofu
FNA í verkalýðshúsinu á Fáskrúðsfirði.
Á annað hundrað
\ námi heima fyrir
Fimmtudaginn 12. september var
opnuð í verkalýðshúsinu á Fáskrúðs-
firði starfsstöö Fræðslunets Austur-
lands, skrifstofa og vinnuaðstaða þar
sem stýrt er meðal annars háskóla-
námi sem á annað hundrað Austfirð-
ingar taka þátt í eftir leiðum nútíma-
tækni. Sem dæmi um nám sem býðst í
fjarkennslu er rekstrarfræði frá Há-
skólanum á Akureyri, nám leikskóla-
kennara og hjúkrunarfræði. Frá Há-
skóla Islands má nema íslensku í fiar-
námi. Stutt símenntunamámskeið, t.d.
fyrir verkstjómendur, er á döfmni,
einnig tölvunámskeið, stutt matreiðslu-
námskeið á HaOormsstað, matreiðsla á
vUlibráð, sem er afar vinsælt námsefiii.
Nýráðinn framkvæmdastjóri FNA,
Líneik Anna Sævarsdóttir, og EmU
Bjömsson, sem er verkefnisstjóri FNA,
kynntu gestum starfsemina og buðu
upp á kaffi og tertur í tOefni þessa
merka áfanga sem án efa mun verða
lyftistöng mennta á Fáskrúðsfirði. Á
síðasta skólaári stunduðu 140 manns
nám á háskólastigi á vegum FNA og er
gert ráð fyrir svipaðri aðsókn á þessu
skólaári. Þá má einnig nefha að yfir
1.000 þátttakendur vora á hinum ýmsu
námskeiðum sem FNA stóð fyrir á síð-
asta ári. -SH
, f • M
Barnaföt á fáheyrðu verði - merkjavara
Osh-Kosh - Confetti - Calvin Clein - Simple kids
Sportfatnaður og sportskór - merkjavara
Sundfatnaður á börn og konur
O'neil og Speedo
O'neil og Cintamany, úlpur og buxur
66° norður
Mikið úrval á ótrúlegu verði
Opið í dag, kl. 10-18
Sunnudag 11-18
Mán.-fös. 11-18
Lokum sunnudagskvöld 22. september