Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 54
58
H&Ig o rb lct <3 X> V LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002
Notaðir bílar hjá
Suzuki bílum hf.
I Bateno Wagon 4x4.
r. 6/98, ek. 42 þús.
Verð kr. 1030 þús.
Suzuki Baleno GL, 4 d., bsk.
Skr. 5/99, ek. 38 þús.
Verð kr. 890 þus.
Suzuki Swift GLS, 3 d., bsk.
Skr. 9/99, ek. 23 þús.
Verð kr. 790 þús.
Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk.
Skr. 6/00, ek. 59 þús.
Verð kr. 1380 þús.
Suzuki Jimny JLX, bsk.
Skr. 6/00, ex. 32 þús.
Verð kr. 1200 þús.
Toyota Yaris Terra, 5 d.,
bsk. Skr. 6/01, ek. 32 þús.
Verð kr. 950 þús.
VW Polo Comfortline, 5 d.,
bsk. Skr. 7/01. ek. 40 þús.
Verð kr. 1050 þús.
Aifa Romeo, 5 d., bsk.
Skr. 11/98, ek. 34 þús.
Verð kr. 890 þus.
Isuzu Trooper 3,0 dísil, bsk.
Skr. 4/99, ek. 64 þús.
Verð kr. 2490 þús.
Sjáðu fleiri á suzukibilar.is
$ SUZUKI
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17, sími 568-5100
Rétt fyrir ræsingu stillti Ólafur sér upp framan við bíl Miehaels Schumaehers ásamt breska dómaranum Antony Andrews og ónefiidri þokkadís.
Fullrúi Islendinga
í Formúlu 1
Ólafur ásamt FIA-meðdómara sínuin, Paul Gjuthar, og keppnisstjóranum
Giorgio Bartoli við gömlu brautina á Monza.
Nafn Ólafs Guðmundssonar er
kannski ekki það fyrsta sem mönnum
dettur í hug þegar þeir hugsa um For-
múlu 1 kappakstur en þrátt fyrir það er
hann sá íslendingur sem hvað mestum
frama hefur náð í kappakstrinum og
komist i innsta hring hringiðunnar í
þessu æðsta og erfiðasta mótorsporti
heimsins. Þrátt fyrir að hafa aldrei ekið
í kappakstri á alþjóðavettvangi er Ólaf-
ur Guðmundsson nú kominn í hóp
fremstu dómara Alþjóða akstursíþrótta-
sambandsifis, FLA, og hefur verið skip-
aður í hóp manna sem skipta á milli sín
dómgæslu á keppni í Formúlu 1 og For-
múlu 3000. Ólafur hefur þegar dæmt
þrisvar í Formúlu 1 á innan við einu ári
og má búast viö að hann komi til með að
verða verðugur fulltrúi okkar íslend-
inga í Formúlu 1 um ókomna framtíð.
Teningunum fljótt kastað
Ólafur er fæddur 1956 í Reykjavík og
segist vera fæddur með bíladellu. Að-
eins ellefu ára var hann farinn að aka
vélknúnum ökutækjum og fékk fljótlega
dellu fyrir mótorhjólum, fyrst á skell-
inöðrunum á fjórtánda ári og síðan
stærri mótorhjólum. Þrátt fyrir að ekki
fari mörgum sögum af árangri Ólafs í
vélhjólasportinu þá var hann fljótlega
fenginn af FÍB til að aðstoða við tíma-
vörslu í fyrsta railmóti á íslandi árið
1975 ásamt fleiri vélhjólamönnum. „Þar
með var teningunum kastað" sagði Ólaf-
ur við blm. DV t viðtali í síðustu viku.
Þar með lá leiðin í stjómunarstörf og
dómgæslu hjá Bifreiðaklúbbi Reykjavík-
ur og síðan á vettvang Landssambands
íslenskra akstursfélaga frá stofnun.
Keppnisskapið fékk þó að njóta sín að-
eins lengur og tók hann þátt í nokkrum
rallkeppnum sem aðstoðarökumaður og
til ársins 1982, er hann lenti í harkaleg-
um útafakstri á Reykjanesinu með Haf-
steini Haukssyni sem síðar fórst í rall-
keppni í Englandi árið 1984. „I þessu
óhappi braut ég tvo hryggjarliöi að
nauðsynjalausu. Við flugum etna 160
metra beint á klett og sprengdum hann
í tætlur og em brotin úr honum hér úti
í garði hjá mér til skrauts." öryggisbelt-
ið hafði verið sett skakkt í bílinn og batt
það enda á feril Ólafs sem kappaksturs-
manns. Eftir þetta helgaði hann sig
stjómunarstörfum og hætti keppni
vegna eymsla í baki. „Það er ekkert
minna skemmtilegt" segir hann og telur
að það sé kosturinn við mótorsportið.
„Maður getur verið virkur og í fremstu
röð í aksturskeppni allt frá tíu ára aldri
til fimmtugs, hvort sem þar er kappakst-
ur, rall eða annaö, og verið svo í stjóm-
unar- eða dómarastörfum restina af æv-
inni.“ Ólafur var kjörinn forseti Lands-
sambands íslenskra akstursíþrótta-
manna, LÍA, 1991 og eftir að sambandið
tók við FLA-aðildinni af FÍB á íslandi
árið 1992 bauð Ólafur sig strax til starfa
á alþjóðlegum vettvangi og kynntist
fljótlega forseta FLA, Max Mosley, sem
öll Norðurlöndin studdu þegar hann
bauð sig fram. Fram að þeim tíma hafði
Ólafur einnig verið virkur í Norður-
landasamstarfi akstursíþróttasamband-
anna frá 1981.
Þekking á reglnm lykilatriði
Um leið og Ólafur hafði komist í
kynni við menn hjá FLA voru honum
strax falin verkefni og hann sendur til
dómgæslu á keppni í Formúlu 3000 og
var þar með hent út í djúpu laugina. „Ég
hafði náttúrlega ekki hugmynd um
hvað Formúla 3000 var en maður settist
bara niður og las og kynnti sér reglum-
ar.“ Það sem auðveldar störf dómara frá
íslandi þegar hann kemur í erlenda
keppni, sem hann þekkir lítið, er að hér
em notaðar nákvæmlega sömu grunn-
reglur og um allan heim, hvort sem um
er að ræða Formúlu 1 á Ítalíu eða Gó-
kart á íslandi. „Við fórum öll eftir því
sem kallað er Intemational Sporting
Code sem er hálfgerð stjómarskrá akst-
ursíþróttamanna." Síðan þá hefur Ólaf-
ur verið dómari við mörg tækifæri og í
mörgum löndum. Úr Formúlu 3000 fór
hann i Evrópumeistarakeppninni í ralli
og var þar í tvö ár og síðan í Grand To-
uring þangað til á síðasta ári, er hann
var kallaður í sina fyrstu dómgæslu í
Formúlu 1 á Monza fyrir nákvæmlega
einu ári. „Við það færist maður upp á
næsta þrep fyrir ofan, þar sem allir sem
dæma í Formúlu 1 og 3000 þurfa að vera
með svokallað Formula One Super
Licence, skírteini sem FLA gefur út á
alla lykilmenn í Formúlu l.“ Að sögn
Ólafs hafa innan við 100 manns í heim-
inum slík skírteini sem em flokkuð nið-
ur á ökumenn, liðsstjóra, dómara og
stjómendur. „Ástæðan fyrir því að ég
var fenginn til að dæma i Formúlu 1
svona snemma er kannski sú að menn
þar sáu að maður fer eftir reglunum hjá
FLA og hefur gert í gegnum tíðina. Þeir
hafa líka séð það eftir öll þau læti sem
hafa verið í mótorsportinu hér heima
undanfarin þijú til fjögur ár að ég barð-
ist fyrir því að farið yrði eftir lögum
FLA,“ segir Ólafur, en talsverður klofn-
ingur hefur átt sér stað i LLA og stóð
Ólafur styrkum fótum í þeirri baráttu.
„Max Mosley er búinn að fylgjast með
þessu allan tímann og hefur séð að hér
em til menn sem kunna reglur FLA og
berjast fyrir þvi af lífi og sál að þær séu
haldnar. Einnig hjálpar það kannski til
að íslendingar ættu t.d. að vera tiltölu-
lega hlutlausir þar sem héðan kemur
ekkert lið eða ökumaður.“
Hugsanlega fastadómari í
framtíðinni
Þrátt fyrir allan töfraljómann sem
fylgir starfi Ólafs fyrir FLA má ekki
gleyma því að alla keppnishelgina er
hann í fullri vinnu frá mörgni til
kvölds. Þrátt fyrir mikið starf, ferðalög,
fjarvem frá fjölskyldu og geysilegt pen-
ingaflæði i Formúlu 1 þá eru dómarar
kappakstursins launalausir. „Sam-
kvæmt lögum FLA er bannað að geiða
okkur laun,“ segir Ólafur sem nýtir eig-
in frítíma í þessa vinnu. „Við megum
ekki vera tengdir neinu liði eða fram-
leiðanda. Það er aðéins borgað fyrir út-
lagðan kostnað þvi dómgæslan getur
meðal annars falist í gagnrýni á FIA.
Við erum óháðir og dæmum einungis út
frá eigin sannfæringu."
f hveiju skyldi svo starf hans sem
dómara felast, hvort sem það er í For-
múlu 1 eða öðru? „Það snýst fyrst og
fremst um öryggi, að allt sé í lagi í
keppninni, að allt fari heiðarlega fram
og eftir reglum. í því felst þar meö að
refsa ökumönnum, þurfl að koma til
þess, og í þriðja lagi að sjá til þess að
dagskrá keppninnar haldi áætlun."
Þetta er starf þeirra þriggja dómara sem
sjá um dómgæslu á þeim sautján keppn-
um í Formúlu 1 sem háðar eru á ári
hverju. Einn dómari er skipaður af þvi
landi sem heldur keppnina en hinir
tveir af FLA. Tuttugu og einn dómari er
á lista FLA. Fjórir þeirra eru fastadóm-
arar, sem skipta stöðugt á milli sín öll-
um keppnunum, og sautján aðrir eru
dómarar með þeim. Ólafur er kominn í
sautján manna hópinn og getur því átt
von á að dæma minnst eina keppni á ári
á næstu árum. „Kannski verð ég fasta-
dómari í framtíðinni, enda er ég yngst-
ur þeirra sem eru að dæma í Formúlu 1
um þessar mundir, en þetta á allt eftir
að koma í ljós. Kannski flyt ég mig yfir
í rallið þvi andrúmsloftið þar er mun
léttara og frjálslegra."
Til auglitis við ökumenn
Eins og flestir vita er mjög erfitt að
komast i návígi við stjömur Formúl-
unnar og margir ökumenn eru stór-
stjömur og miklir persónuleikar. Er
ekki erfitt að taka þessa menn á teppið
og horfast í augu við þá og jafhvel
skamma? „Ne,“ segir Ólafur ákveðinn.
„Það skiptir mig engu máli hveijir þeir
em. Við dæmum Formúlu 1 og 3000
samhliða og hittum ökumenn og liðs-
stjóra á fundum, auk þess að kalla menn
fyrir eftir efnum og ástæðum. í ár köll-
uðum við til dæmis fyrir Rubens
Barrichello, Tom Walkinshaw, Paul
Stoddart og síðan menn úr Formúlu
3000 og fannst mér enginn munur á að
dæma í málum þessara manna. Eini
munurinn er sektampphæðimar sem
em mun hærri í Formúlu 1,“ segir Ólaf-
ur sem hefur þurft að dæma nokkra af